17.12.2012 | 15:53
Vilhjálmur lýgur hagvexti uppá hagkerfið.
En sú lygi dugar ekki til.
Forsendur kjarasamninga eru brostnar.
Sá litli hagvöxtur sem var síðastliðin 2 ár, á sér tvær meginskýringar.
Önnur er raunveruleg, sem er góð staða útflutningsatvinnuveganna.
Hin er loft, einkaneysla sem búin var til með verðbólgukjarasamningum.
Loftið er farið úr einkaneyslunni, blikur eru á lofti í útflutningnum.
Áhrif heimskreppunnar er farin að síast inn.
Og þjóðfélagið riðar á barmi gjaldþrots vegna skulda.
Samt eru menn að spá hagvexti á næsta ári, og þar næsta og þar næsta, en allar spárnar taka ekki mið að raunveruleikanum, heldur á aðstæðum sem voru, en eru ekki í dag.
Spárnar eru jafn loftkenndar eins og spárnar í aðdraganda fjármálahrunsins. Svo seint sem í júní 2008 spáði Seðlabankinn að það ár yrði gert upp með 1% hagvexti, og samdrátturinn yrði um 2% bæði 2009 og 2010. Það má finna spár frá AGS svo seint sem í okt það ár þar sem það er spáð lítilháttar hagvexti á evrusvæðinu, þó var ljóst að fjármálakreppa var skollin á.
Spárnar brugðust vegna þess að menn tóku ekki mark á vísbendingum um fjármálakreppuna.
Það sama gildir í dag, það eru engar forsendur fyrir jákvæðninni, hvað þá að það sé hægt að setja hagvöxtinn í pottinn og éta.
Atvinnulífið þarf að horfast í augun á því að þjóðin þarf að lifa þó það sé ekki stöðugur hagvöxtur,
Og það þýðir ekki endalaust að lofa að öll vandamál leysist með einhverjum hagvexti í framtíðinni.
Þjóðin þarf að lifa í dag, hún þarf lausn á sínum vandamálum í dag.
Annars verður vandinn óviðráðanlegur á morgun.
Þess vegna þarf athafnir, ekki lygar og blekkingar.
Strax, ekki seinna.
Ein hungurjól eru einum hungurjólum of mikið.
Kveðja að austan.
Vantar 100 milljarða í hagkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 478
- Sl. sólarhring: 716
- Sl. viku: 6062
- Frá upphafi: 1400001
Annað
- Innlit í dag: 434
- Innlit sl. viku: 5198
- Gestir í dag: 418
- IP-tölur í dag: 413
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Offramboð á þorski á mörkuðum eru verstu fréttir fyrir íslendinga í langan tíma. Flest önnur vandamál eru heimatilbúin að mestu, þ.e.
1)skuldastaða þjóðarbúsins sem er leysanleg t.d. með hugmyndum Lilju M. um gjaldmiðilsskifti á mismunandi gengi og sem hægri grænir eru líka að gutlast með en á óþarflega flókin hátt. og svo
2. Skuldavandi heimila og fyrirtækja sem er í raun spurning um vísitöluleiðréttingu og þar með að jafna byrðar hrunsins milli fjármagnseigenda svo sem lífeyrisþega og skuldara.
Tíminn frá 2008 hefur verið illa nýttur með ESB flani og ýmsu öðru fánýti í stað þess að snúa sér að þessum höfuðvandamálum. Nú fer í alvöru að sverfa að og reyna á. Það er kanski eitt sem má þakka ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fyrir, en það er að sýna fram á gagnsleysi og óhæfi vinstristjórnar til að taka á vandamálunum.
ps. 3.5 % launahækkun sem var miðuð við að í hagkerfinu væri 100 milljörðum meira en reynist, er ekki ávísun á meiri kaupmátt heldur verðbólgu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 16:31
Mikið sammála þér Bjarni.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2012 kl. 22:26
Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi starfsmaður AGS lýgur vitaskuld hagvexti upp á hagkerfið.
Skyldi nú ekki helsti agitator AGS hér á landi, Þorvaldur Gylfason fara að ljúga líka á fullu
í nafni Dögunar eða Bjartrar framtíðar? Maður leyfir sér að spyrja, nema það sé bannað
í nafni heilagleikans sem samfylkta hjörðin ætlar nú að varpa af Jóhönnu á guðinn Þorvald?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 00:52
Mjög fróðlegt að lesa þetta um hann Þorvald blessaðan Gylfason, sem leikur nú heilaga alþýðuhetju, en fyrir hverja?: „In recent years, he has been a frequent consultant to the International Monetary Fund and also the World Bank, the European Commission, and the European Free Trade Association (EFTA).“ Sjá hér: http://www.voxeu.org/person/thorvaldur-gylfason
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 01:04
Það eru engar spurningar bannaðar á þessu bloggi Pétur.
En það þarf samt að spyrja þeirra þar sem fólk heyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.12.2012 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.