Hvað hefur þetta fallega orð Frelsi.

 

Gert Bandaríkjamönnum.

Það er varla til það óeðli sem þeir tengja ekki við orðið Frelsi.

Hvað kemur það við þeirri hugsjón sem orðið Frelsi táknar, sú árátta að vera sífellt að drepa fólk???

Er til meiri nauðgun á orðinu Frelsi en að tengja það við þann voðverknað að mega fara út í búð og kaupa sér hríðskotabyssu og halda í næsta leikskóla til að drepa lítil börn.

"Frelsi til að drepa börn".

 

Margt má segja um þennan alvarlegan atburð, en orðið Frelsi kemur ekkert þar við sögu.

Það má vel vera að byssuframleiðendur í Bandaríkjunum hafi rétt til að markaðsetja morðvopn eins og um leikfangabyssur sé að ræða eða aspiríntöflur.

En sá réttur tengist ekkert Frelsi, menn geta notað orðið brenglun, firringu, taumlausa gróðahyggju, siðblindu, illsku eins og ríkisstjórinn í Connecticut notaði og fangaði vel rót meinsins, en ekki Frelsi.

Frelsi er fallegt orð, frelsi er göfugt orð.

 

Og í frjálsu samfélagi geta menn ekki keypt hríðskotabyssur til að drepa leikskólabörn.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan. 


mbl.is Frelsið of dýru verði keypt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á það bara að vera á færi víkingasveitanna að gera áhlaup á heimili með vélbyssur og lemja foreldrana fyrir framan börnin? Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu skrefum Obama.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 08:57

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Elín mín.Hvað er að þér.Þetta er það furðulegasta sem maður hefur séð á prenti lengi.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2012 kl. 09:03

3 identicon

Ég var að vísa í íslenska frétt Jósef Smári. Furðuleg vissulega en raunveruleg engu að síður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 09:17

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég hef ekki séð þessa frétt og finnst hún náttúrulega svolítið furðuleg líka ,en varðandi
"á hverra færi"þá það náttúrulega yfirvalda(lögreglunnar),að sjálfsögðu ekki að berja fólk en halda uppi lögum og reglu.Obama gerir vonandi alvöru úr því að herða vopnalöggjöfina þó honum verði kannski ekki þakkað fyrir það af öllum.Furðulegt hvað eru margir "kristnir"í þeim hópi.Og eitthvað þarf nú að fara að taka til í geðheilbrigðismálum í þessu landi.En hvaða frétt er þetta sem þú ert að tala um?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2012 kl. 09:47

5 identicon

Þetta er frétt sem birtist í DV 2002. Víkingasveit réðist inn á heimili, hótað tveim börnum, 4 og 8 ára og lamdi föður þeirra. Maðurinn hafði ekki orð á sér fyrir ofbeldi. Víkingasveitin beitti þessum frumstæðu aðferðum í leit sinni að hassi sem ekkert fannst á heimilinu.

Geðheilbrigðisþátturinn er vissulega athyglisverður. Einhvers staðar kom fram að pilturinn hefði neytt löglegra lyfja áður en hann snéri sér að löglegu vopnasafni heimilisins. E.t.v. er ekki síður tímabært að kanna nánar hvaða lyf þetta eru sem verið er að gefa börnum.

http://www.youtube.com/watch?v=pssR-NL_LNE

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 10:46

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hann var með Alsperger,sennilega á háu stigi.Veit ekki hvaða lyf er verið að tala um.Yngri strákurinn minn hefur verið greindur með þennan sjúkdóm en vægan og hann tekur engin lyf.Sjúkdómurinn veldur skorti á tilfinningum gagnvart öðrum og erfiðleikum með að tengjast.Ekki ofbeldishneigð.og turrill einkennum(Ósjálfráðar hreyfingar,kjækir og annað).Skylt einhverfu og eins hjá þeim er fólk fluggreint.Hann gæti hafa orðið fyrir einelti vegna þessa.Það gerðist allaveganna með minn strák.En áhugamál móðurinnar eru líka áhugaverð.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2012 kl. 12:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Elín, við skulum vona að til sé önnur leið gegn lögregluofbeldi en að þurfa að vopnavæða heimilin. 

Takk fyrir að deila þessum upplýsingum með okkur Jósef.

Og takk bæði 2 fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2012 kl. 15:20

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vissulega eru menn alltaf frjálsir til að drepa leikskólabörn - en bara ef þeir borða þau á eftir.

Að gríni slepptu - einhver greindur maður sagði einu sinni eitthvað í þá veru, að frelsið endar þegar hnefinn nemur við nef náungans.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband