13.12.2012 | 18:03
Ég vildi ykkur svo vel.
Sagði hún Elenóra Sjálfselska mínútu áður en hún mætti örlögum sínum.
Sem var örugglega satt, en þegar hún bætti við, "þið höfðuð það svo gott", þá var ljóst að hún var ekki í sambandi við raunveruleikann og dó alveg steinhissa.
Ríkisstjórn Jóhönnu er ekki síður veruleikafirrt þegar hún ræðst að sínum eina bandamanni út í samfélaginu.
Forystu ASÍ.
Spurningin er hvort Gylfi forseti er að flýja sökkvandi skip yfir í Bjarta framtíð eða er ekki hægt að réttlæta allt.
Skuldaþrælkun, hungrið, örbirgðina.
Það er spurning en það er engin spurning að þau Jóhanna og Steingrímur eru í engu sambandi við fyrri orð sín og yfirlýsingar, og halda að þau geti endalaust fullyrt að allir fari með rangt mál nema þau.
Ég spurði fyrr í dag hvernig þau Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson gæti réttlætt stuðning sinn við hungurjólin og nú bæti ég við spurningu mína, hvernig geta þau lotið forystu fólks sem er ekki í þessum heimi.
Meira að segja einvaldskonungar voru settir af í gamla daga þegar ljóst var að þeir voru ekki í sambandi við umheiminn, heldur voru alfarið í sínum heimi.
Hví er haldið hlífðarskyldi yfir þessu fólki??
Á hið skítuga fjármagn sem á stjórnmálin á Íslandi ekki betri fulltrúa en þessi tvö??
Allavega svo við sleppum við svona neyðarlegar uppákomur eins og þennan blaðamannafund.
Er ekki komið nóg???
Herra vogunarsjóður???
Kveðja að austan.
Kannast ekki við vanefndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn ein Gylfaginning ASI er hafin. ASI mafían hefur ekki stutt afnám verðtryggingar og krefst nú launahækkana sem sjálfkrafa hverfa í gin atvinnufjármagnseiganda með hækkun verðlags OG aukningar skulda almennnings með hækkun vísitölunnar. Almúginn verður sem sagt enn verr staddur en áður. Eina raunhæfa kjarabótin er stöðvun verðránsins og það strax! Þetta veit allur almenningur! Launþegar eiga að sýna hnefana strax í janúar og knýja fram leiðréttingu með góðu - eða illu!
Almenningur (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 20:01
Já, ég veit það Almenningur, hann er að herma eftir rottunni sem hefur vit á að yfirgefa skipið áður en það sekkur, hann ætlar yfir í Bjarta framtíð, vantar ekki ráðherraefni inní Framtíðina???
En ég hef bara svo gaman að kasta olíu á eldinn, það er púkinn í mér sem semur svona pistil. Og masókistarnir lesa, veit ekki af hverju, en gera það samt.
En ofboðslega hafði ég gaman af yfirhalningu Gylfa í Kastljósi, Steingrímur tætti hann í sig, síðasta bandamann sinn.
Steingrímur er of lærður í sögu Kremlar, Ívan grimmi er ekki til eftirbreytni á tímum þingræðis, og það er fokið í mörg skjól, þau finnast ekki mikið fleiri.
Svo ég verði loksins sammála Gylfa forseta.
"Við bíðum eftir nýrri ríkisstjórn".
Amen.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 20:12
Ég minni hér bara á orð Chuang Tze, lærisveins Lao Tze,
sögð fyrir um 2.350 árum síðan:
"Vegurinn eilífi er sá farvegur sem allt ætti að berast eftir.
Misheppnan þess er dauði ... að gæta þess er lífið ... "
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 21:11
Og við munum gæta þess Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 21:35
Forhertur lygaáróður þessara tveggja er svo yfirþyrmandi langdreginn orðinn að það fer með mann eins samvistir við andlega óheilt fólk. Það er kannski grimmt að segja þetta og þess vegna finnst mér rétt að taka það fram að samanburðurinn byggir á reynslu en ekki hugarburði.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2012 kl. 00:16
sammála þér Rakel - mikið af "skrítnu" fólki hérna
Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 01:09
Ha, ha, þú ert fljótur að grípa gæsina Rafn.
Takk fyrir innlitið Rakel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 06:15
Já, sýnist þér ekki að hann hafi lagt eitthvað frjálslega merkingu í það sem hvarflaði ekki að mér að væri hægt að snúa svona út úr
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2012 kl. 07:40
Nei, Rakel, ég fæ alltaf annað slagið svona náunga á bloggið hjá mér, en þeir stoppa yfirleitt stutt við.
Nema að það sé einhver töggur í þeim, en þá reyna þeir aðeins lengur að vera sniðugir.
Ég er að fara að snúa mér að Rafni, á öðrum þræði, það þarf stundum að sinna þrifunum líka.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.