6.12.2012 | 11:05
Lýðskrum???
Það er rétt hjá þingmanni Sjálfstæðiflokksins að innviðir samfélagsins eru að hruni komnir, og munu hrynja því það er í eðli þess sem er látið blæða út, að það blæði út.
En hver er nálgun Sjálfstæðisflokksins???
Ekki hækka skatta sem er mjög skynsamlegt, því skattahækkanir auka vandann, draga úr þrótti efnahagslífsins og sem leiðir að lokum til lægri skatttekna en ella.
Skattahækkanir eru eins og blóðmjólkun, skila meiri afurðum til að byrja með, en svo alltí einu fellur öll nyt niður. Eitthvað sem bændur vita og eitthvað sem er að gerast hjá veikburða evrulöndum.
En stefna Sjálfstæðisflokksins er að nág jafnvægi í ríkisfjármálum. Og þá í gær, ekki í dag.
Formaður flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir þann 80-90 milljarða króna halla sem er á fjárlögunum, segir að það sé verið að fresta vandanum og vill harðari tök á ríkisfjármálunum.
Hvernig rímar það við þann málflutning Unnar sem vísað er í þessari frétt???
Kallast það ekki lýðskrum að tala tungum tveimur þar sem önnur lofar en hinar ætlar að skera, og skera, og skera ennþá meir niður.
Er þetta boðlegur málflutningur hjá flokki sem kennir sig við ábyrgð og stöðugleika???
Ég veit hvað Geir Hallgrímsson hefði sagt.
Kveðja að austan.
Röng forgangsröðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, ég held að enginn núverandi stjórmálamaður komist með tærnar þar sem Geir Hallgrímsson hafði hælana.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 11:35
Veistu það Kristján, ég var bara stráklingur þegar Geir var uppá sitt besta, og seint hefði ég talist til hægri, en ég hjó eftir festu hjá Geir, og málefnum.
Þegar ég varð eldri og hugmyndir mínar fóru að mótast betur þá skynjaði ég að mannkostir Geirs voru þeir mannkostir sem skiptu máli í fari stjórnmálamanna, einnig fór ég á árunum um og uppúr tvítugu að lesa mér til um íslensk stjórnmál, gluggaði í ævisögur og svo framvegis, þá áttaði ég mig á að Geir var einn af þessum stórum. Hann var hið trausta bakland sem Bjarni Ben átti og hann var firnasterkur velferðarsinni.
Það er stundum sagt að menn viti ekki hvað þeir hafi átt fyrr en þeir hafi misst, en ég held að flokkurinn hafi aldrei áttað sig á hvað þeir misstu.
Þeir misstu tenginguna milli gamla tímans og hins nýja.
Það vantaði það mannvit í flokkinn að segja, "svona gerir maður ekki".
En þetta er náttúrulega bara mín tilfinning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 11:49
Já Ómar, Geir Hallgrímsson var af allt öðru sauðahúsi heldur en núverandi stjórnmálafólk, hann fór áfram á eigin verðleikum en flest núverandi stjórnmála fólk það er að reyna að leika einhverja persónu sem búin er til á auglýsingastofu en hafa kannski bara leikhæfileika en enga stjórmálahæfileika. eitt orð yfir þetta "Sölumennska" inn í þennan heim hefði Geir Hallgrímsson aldrei passað, hann var ekki maður yfirborðsmennskunnar.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.