30.11.2012 | 17:46
Tifandi tímasprengja.
Bíður þess að springa með skelfilegum afleiðingum fyrir allt mannlíf, þar sem lífskjör þjóðarinnar geta farið aftur um áratugi.
Hvað segja stjórnmálamenn okkar???? Ekkert, þó vissulega séu raddir á jaðrinum sem hafa rætt þessi mál.
Hvað segja fjölmiðlar okkar??? Fyrir utan Morgunblaðið, Ekkert.
En það sem alvarlegast er, hvað segir þjóðin????
Ekkert. Nákvæmlega Ekkert.
Eins og enginn eigi líf sem þarf að verja.
Eins og öllum sé sama.
Aðeins Már og hans menn í Seðlabankanum eru í veginum en hvaða hindrun er í þeim????
Og á meðan heyrist aðeins Tikk, Tikk, Tikk.
Búmmmm.
Kveðja að austan.
Beðið eftir samþykki Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við höfum áður fengið að njóta ráðgjafar Más og félaga. Hann gat nánast borgað Icesave úr eigin vasa svo lítið mál væri sú krafa. Nú finna þessir kappar ekki einu sinni gjaldeyri til þess greiða af skuldabréfi Nýja Landsbankans sem bankinn lagði inn í þrotabú gamla bankans, 3 árum eftir að það var gefið út og nýji bankinn ekki einu sinni byrjaður að borga af höfuðstólnum. Þessir kappar eiga hvorki að vera með Vísakort né ávísanahefti.
Og Már er mættur aftur. Nú hefur hann heldur engar áhyggjur af einhverri pinku snjóhengju, því hann stendur hvorki meira né minna persónulega í vegi fyrir því að hún hrynji ofan á landsmenn. Allir eiga að geta sofið rólegir.
Mynduð þið kaupa notaðan bíl af Seðlabanka Íslands?
Seiken (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 19:29
Nei Seiken, það myndi ég ekki gera.
En almenningur virðist vilja gera það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.