Þetta gæti verið verra.

 

Formaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason, skipaður af Steingrími Joð Sigfússyni, yfirráðaherra, sterka manninum  í ríkisstjórninni, er mjög sérstakt fyrirbrigði.

En ekkert einsdæmi, sagan kann mörg dæmi svipuð honum.

Neró skipaði til dæmis uppáhaldsgæðing sinn sem formann einhverrar þingnefndar í rómversku öldungadeildinni.  Eftir það nota menn orðið gæðingur yfir sérstök uppáhöld einræðisvaldhafa.  

Hjákonur, drykkjufélagar voru líka oft settir í svona embætti hér á árum áður.

Björn Valur er ekki versta dæmið, alveg satt.

 

Hins vegar voru menn neyddir til að virða gæðing Nerós viðlit, lágu við þungar refsingar.

Hver neyðir Illuga til að þiggja afsökunarbeiðni frá Birni Vali???

Eða fréttastofu sjónvarps til að taka viðtal við Björn um vanda Íbúðalánasjóðs???

Bjóst fréttamaðurinn við einhverju öðru svari en því að vandinn sjóðsins væri allur úr fortíðinni, frá því fyrir Hrun.  Eða finnst kannski fréttamaðurinn Björn Valur hafa einhverja þekkingu eða vit til að tjá sig um það sem er að gerast í dag.

Hann hefur kannski ekki lesið fréttatilkynningar Hagsmunasamtaka Heimilanna sem hafa varað við þessu strax og ljóst var að ríkisstjórnin myndi ekkert gera fyrir skuldug heimili landsins. Þær eru ekki svona nema 15-20 sem samtökin hafa sent frá sér frá því árla árs 2009.

 

Hann hefur kannski heldur aldrei rætt við Lilju Mósesdóttur sem hefur bent á þá einföldu staðreynd að heimili landsins myndu komast í þrot, og þar með kerfið líka, fyrst Íbúðalánasjóður.

Líklegast ekki, fréttastofa sjónvarps ræðir ekki við fólk með þekkingu á málum, það gæti skaðað orðstýr hennar.

En við lifum ekki á tímum Nerós, svo það þarf ekki að nota hestahvíslara.  Þó er ég ekki viss um að gæðingur Nerós hefði haft minni vit á vanda Íbúðalánasjóðs en Björn Valur.   Kannski sama, en ekki minna.

 

Já, þetta gæti verið verra.

En ekki mikið.

Kveðja að austan.


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 1.12.2012 kl. 11:24

2 identicon

Þetta gæti hafa verið verra, rétt er það. Neró er sagður hafa leikið á hörpu meðan Róm brann. Björn Valur hefði geta leikið á munnhörpu. Það hefði getað vakið upp sárar bernskuminngar Illuga, haft freudískar afleiðingar og hann farið að Lúlla í ræðustól.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég andvarpa bara. Hverju var svo sem við að búast?

Guðni Karl Harðarson, 1.12.2012 kl. 14:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég veit það ekki Guðni, en viss met neðan frá voru slegin.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2012 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 440
  • Sl. sólarhring: 546
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 1320448

Annað

  • Innlit í dag: 392
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 371
  • IP-tölur í dag: 367

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband