Ríkisstjórnin þjófstartar jólunum.

 

Kosningajólunum.

Sem þýðir að jólasveinarnir verða mun fleiri en þessir þrettán hefðbundnu.

En það þýðir lítið fyrir okkur meðaljónana að leika sama leikinn, jólavísað sér til þess.  Það er eins og bankinn vilji ekki borga það fyrir mann, sama hvað maður reynir að gleyma því.  

 

En raunveruleiki ríkisjólasveinsins er allt annar, hann þarf engar áhyggjur að hafa af sínu jólavísa.  Það lendir á næsta Alþingi, næstu ríkisstjórn að borga þann reikning.

Sem endar svo á okkur meðalajónunum.  Ásamt okkar eigin jólavísa.

 

Ekki gott, ekki gott,  ég legg til að jólasveinum verði fækkað í ár, ekki fjölgað.

Endar ná ekki nú þegar saman, hvorki hjá mér, meðaljóni eða ríkiskassanum.

 

Hvar ætli Skrámur sé???

Kveðja að austan.


mbl.is Barnabætur verða hækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki týpísk kosningaloforð !

Sem væntanlega yrði svikið ef þessi óstjórn kæmist aftur til valda.

Svei´attan !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 21:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Augljóslega er það það Birgir, þessi óbermi gera ekkert góðverk ógrátandi.

En að lofa uppí ermina á sér, það er leið til að blekkja og svíkja stuðningsmannahjörð sína.

Svo hún geti sagt, "við vissum að stjórnin myndi að lokum gera eitthvað ærlegt.".

En fáir aðrir munu blekkjast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2012 kl. 22:00

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Furðulegt þegar þingmaður fer í fyrsta skipti inn í þinghúsið og kemur svo aftur út er hann orðinn að Asna,,

Vilhjálmur Stefánsson, 29.11.2012 kl. 23:38

4 Smámynd: Sólbjörg

Það kemur fram í fréttinni "gjafir án innistæðu" að ríkisjóður stendur svo illa að Steingrímur veit að það verður ekki hægt að standa við efndir um auknar barnabætur. Honum er tamt að blekkja og ljúga án þess að blikna að bæði þingi og almenningi en lúaskapur gagnvart einstæðum mæðrum til að ná í atkvæði minnir á sjúklegan ræfilskap.

Þegar ríkistjórnin tók við var staða ríkisjóðs mjög góð, vert að minna á það.

Sólbjörg, 30.11.2012 kl. 07:47

5 identicon

Ríkisstjórnin vill hækka bensíngjöld, útvarpsgjald, tóbaksgjald, vörugjöld á bílaleigubíla, gistináttagjöld, almenn tryggingagjöld , framlengja raforkuskatt um þrjú ár, og að kolefnisgjald og gjald á sölu á heitu vatni verði varanleg

Grímur (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 08:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sólbjörg, svo hrundi landið, gleymum því ekki. 

En ég verð að fá að peista þetta, þetta er svo sárlega satt.

"Honum er tamt að blekkja og ljúga án þess að blikna að bæði þingi og almenningi en lúaskapur gagnvart einstæðum mæðrum til að ná í atkvæði minnir á sjúklegan ræfilskap. ".

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 09:03

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Svo við drögum þetta saman Grímur sem þú ert að segja, ríkisstjórnin er enn einu sinni að reyna að gera vont verra, og hún ræðst núna eins og endranær á garðinn þar sem hann er lægstur, á þá sem eiga ekki borð fyrir báru.

Enda eru æ fleiri heimili að sökkva.

En auðmenn hafa það gott.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 09:04

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Segðu Vilhjálur, segðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 5564
  • Frá upphafi: 1400321

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 4780
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband