Seinheppinn Heiðar.

 

"„Það sem gerist innan svona haftakerfis er að fjárfestingin verður nánast engin“ segir Heiðar, en hann nefnir að sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og stóriðjan hafi öll fundið fyrir þessu og að fjárfesting í þessum greinum sé mun minni en ef ekki væru höftin."

 

Honum langar í frjálst braskaraumhverfi og var fyrir Hrun þegar þjóðin var rúin inn af skinni.   Hefur verið talsmaður þess að þjóðin taki upp erlendan gjaldmiðil svo menn eins og hann, sem urðu ríkir af engu án þess að hafa skapa neitt, en samfélagið situr uppi með fórnarkostnaðinn, geti haldið þjóðinni í heljargreipum. 

Heljargreipum þeirrar hótunar að geta farið með allt fjármagn úr landi ef skattar eða regluverk, niðurstöður kosninga eða annað sem angrar handahafa fjármagns sé ekki þeim að skapi.

Fyrir því hefur hann rekið áróður með allskonar hálfsannleik í bland við bábiljur og fengið ágætar undirtektir hjá þeim sem eiga og langar ofsalega mikið að sú eign sé á bankareikning í New York.

 

En dæmið sem ég tek hér að ofan er ákaflega mikil seinheppni, að tengja núverandi stig fjárfestinga við gjaldeyrishöftin.  Fyrir því eru margar skýringar, þær helstu heimskuleg vaxtastefna, ofurskuldsett atvinnulíf og almennt fjandsamleg stefna stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu.

Þó má geta að stóriðjan hefur fjárfest, bæði hér fyrir austan sem og í Straumsvík.

En þegar Heiðar tengir þessa bábilju sína við að gjaldeyrishöftin hér séu eins ströng og í Kína, þá skýtur hann sig í fótinn.

 

Hvar skyldu vestræn stórfyrirtæki hafa fjárfest mest síðastliðna 2-3 áratugi???

Svarið er Kína.

Þrátt fyrir þessu ofsaströngu gjaldeyrishöft.

Það er nefnilega annað sem ræður fjárfestingum, arðsemi er þar lykilatriði.  

 

En ég skal viðurkenna að gjaldeyrishöft gera féfletturum erfiðara fyrir.

Kveðja að austan.


mbl.is Gjaldeyrishöftin ekki ósvipuð þeim í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Já, ég held að hans sterkasta hlið sé að segja hálfsannleik. Hann virðist gera það í hvert skipti sem hann opnar munninn í fjölmiðlum.

Bragi, 29.11.2012 kl. 21:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bragi.

Hagsmunir Heiðars kalla á hálfsannleik.

En aumir eru þeir sjálfstæðismenn sem trúa.

Maður skyldi halda að eitt rán væri nóg fyrir þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2012 kl. 22:02

3 identicon

Talandi um hálfsannleik þá verður þú líka að þóknast honum, Ómar. Rétt er að erlend fyrirtæki leita til Kína og auðvitað ekki til annars en að hagnast. Hins vegar verður ekki "króna" eftir í Kína umfram það sem kostar að halda uppi starfseminni (framleiðslunni) þar. Arðseminnar er notið annars staðar þar sem höftin eru minni eða engin. Þetta gera höftin í Kína og þetta munu höftin á Íslandi leiða af sér.

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Reikna með að þú eigir við að ég þjóni hálfsannleikanum líka, og það er rétt, áróðursblogg lítur slíkum lögmálum þegar það heggur í það sem það á að höggva í.  Það er ekkert einsleitt, ekki einu sinni Steingrímur og Jóhanna, á öllum málum eru margbreytilegir fletir og ólíkar forsendur liggja að baki ákvörðunum fólks.

En hér er yfirleitt rétt farið með staðreyndir, um samhengið má deila, það væri ákaflega mislukkaður pistill hjá mér ef slíkt væri ekki til staðar.   Fari ég rangt með er það yfirleitt sökum elliglapa og minnisleysis, en stundum vegna þess að ég meðtekið rangan hlut sem staðreynd.  

Tek þetta reglulega fram svo fólk sé ekki að misskilja hlutina hér á þessari síðu.

Orsakasamhengið sem þú minnist á er rangt.  Gjaldeyrishöftin sem slík hafa engin áhrif á fjárfestingar útlendinga í Kína.  Kínverskt þjóðfélag er lokað þjóðfélag, með miklu regluverki og alræði eins stjórnarflokks.  

Allt sem gert er, er háð leyfum og þau eru hinn takmarkandi þáttur fjárfestinga.  Hafi menn fjárfestingarvalkost, og hafi til þess leyfi, þá fjárfesta þeir því væntingar um endurgjald eru svo háar því Kína er mest vaxandi markaður heims í dag.  Og þetta gera menn vegna þess að það eru engar hömlur á að menn fari með arðinn úr landi.

Ekki ennþá.

Gjaldeyrishöft hafa sína kosti og galla en þau eru ekki issue hjá þeim sem fjárfesta.  Arðsemi er þar lykilatriðið og eins er fjárfest til að tryggja sér ítök, til dæmis á auðlindum, eða valdaítök í stjórnkerfi, og svo framvegis.

Gjaldeyrishöft er bara eitt regluverkið sem hefur áhrif á útkomuna, þau geta dregið úr arðsemi en þau geta líka aukið hana.  Til dæmis er pólitískur stöðugleiki einn af stórum þáttunum sem álfyrirtæki meta þegar þau ákveða staðsetningu álvera sinna, sem eru langtímafjárfestingar, og stöðugleiki þar eitt lykilatriðið.  Þjóðfélaga sem gjaldeyrisbraskara leggja í rúst, er ekki stöðugt, höft á starfsemi þeirra er því í þágu allra langtímafjárfesta.  

Gjaldeyrishöft eru fyrst og fremst ógn við eina stétt manna, gjaldeyrisbraskara, enda væla þeir og fylgjendur þeirra hæst.

Gjaldeyrishöft sekkja hins vegar verðmyndun og eru því skaðleg til lengri tíma litið.  En það er önnur saga og önnur umræða.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 08:58

5 identicon

Við erum öll/allir eitthvað gallaðir, takk fyrir málfarsleiðréttinguna.

Ég er að sjálfsögðu ósammála þér varðandi áhrif hafta á fjárfestingar almennt og í Kína. Fjárfesting þar væri til muna meiri ef ekki væri til staðar mjög ströng gjaldeyrishöft og jú, réttilega, höft á flestum öðrum sviðum. Eftir því sem tíminn líður og samkeppnishæfni Kína minnkar, munu höftin minnka.  

Það sem þú segir er þá jafnframt að frjálsir fjármagnsflutningar örvi ekki fjárfestingu. Mörg dæmi sanna að fjárfesting (hvort sem er í peningalegum eignum eða öðrum) örvast við frjálst flæði fjármagns. Það sem reynsla árana fram að hruni (og reyndar á örum tímum einnig) er að ríki eins og Ísland (berskjaldað án regluverks) getur liðið fyrir spákaupmennsku "braskara". Mörg lönd hafa því byggt upp umhverfi gjaldeyrishafta vitandi vits að það muni hafa neikvæð áhrif á áhuga fjárfesta. Brasilía er ágætt dæmi og Argentína líklega enn betra. 

Afleiðing haftanna er sjálfsögðu (eins og þú bendir á) m.a.röng verðlagning á gjaldmiðlinum sem skekkir samkeppnishæfni fjárfestinga innan haftanna. Til mótvægis búa menn til "fjárfestingaleið Seðlabankans" sem tilraun til að hafa áhrif á hið augljósa ósamræmi í verðlagningu gjaldmiðilsins. Samt sem áður er áhuginn lítill.

Við þurfum að komast úr ástandi hafta, almennt séð.

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 16:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Það er í sjálfu sér ekki valkostur að vera ósammála eða sammála þeirri fullyrðingu minni að meint arðsemi er stærsti áhrifavaldur fjárfestinga.  Höft er eins og hvert annað regluverk sem menn taka tillit til. Og líklegast er margt annað í regluverkinu sem hefur meir áhrif á fjárfestingar útlendinga í Kína en höftin, ætli mesta hindrunin sé ekki skilyrðin um samstarfsaðila, þeir vaxa ekki á trjánum.  Sérstaklega var það erfitt fyrst eftir að kínversk stjórnvöld opnuðu landið fyrir fjárfestingum.

Annað atriðið ónefnt er ófullkomin löggjöf um markaði, vanþróað dómskerfi og svo framvegis.  

En staðreyndin er engu að síður sú að Kína hefur tekið mjög mikið af "erlendri" fjárfestingu í heiminum síðustu árin og það á að segja fólki að gjaldeyrishöft eru ekki issú í málinu.  Fullyrðing þín um að hún gæti verið meiri ef það væru ekki höft, er fullyrðing fullyrðingarinnar vegna.  Líkt og ég segði að hún væri umfangsmeiri ef Kínverjar legðu niður Kínversku og færu allir sem einn að tala ensku, sem er jú alþjóðlegt viðskiptatungumál.  Þannig séð rökrétt en snertir ekki raunveruleikann á nokkurn hátt.  

Þegar fullyrðingin um frjáls gjaldeyrisviðskipti eru sett í samhengi við kínverskan raunveruleika þá er ljóst að það þarf frelsi á fleiri sviðum til að dæmið gengi upp.  Og hver segir að það væri kínversku þjóðinni til góðs???  Hvað ef það yrði upplausn í kjölfarið, lýðræði sprettur ekki upp úr engu eins og dæmin sanna.  

Það er alltaf samhengi hlutanna sem skipta máli þegar fullyrðingar eru metnar Jóhann.

Það er þetta samhengi sem þú klikkar á Jóhann þegar þú slærð því fram að "Mörg dæmi sanna að fjárfesting (hvort sem er í peningalegum eignum eða öðrum) örvast við frjálst flæði fjármagns." sem er alveg rétt en nær einfaldlega ekki yfir alla fleti málsins.  Það eru mörg dæmi yfir það gagnstæða, þegar afleiðingar þessara fjármagnsflutninga eru neikvæðar á viðkomandi þjóðfélög, og í kjölfarið fylgir þjóðfélagsleg upplausn.  Nærtækt dæmi er það sem er að gerast í Evrópu í dag þegar fjármagn flýr jaðarsvæðin.  

Ef þú myndir spyrja fjárfesta þá myndi hann fyrst telja upp arðsemi en síðan koma orð eins og stöðugleiki, innviðir samfélaga, og svo framvegis.  Fjárfestir fjárfestir ekki nema hann fái arðinn af fjárfestingu sinni til ráðstöfunar, en yfirleitt er honum gott sama í hvaða stöðu aðrir honum óskyldir eru.  Í raunveruleikanum eru það aðeins spákaupmenn og mafíur sem tala fyrir frjálsu fjármagnsflæði, því þessir aðilar eiga allt sitt undir slíku.

Frjálst fjármagnsflæði er líka konsept sem gengur ekki upp í raunveruleikanum, þú getur ekki flutt meira fjármagn milli landa en viðkomandi þjóðfélag á í erlendri mynt.  Ef mikið er af kviku fjármagni, líkt og á Íslandi  í dag, þá kaupir það gjaldeyri á því verði sem hann fæst á.  En það útilokar aðra að kaupa hann, og það þýðir skort á aðföngum að öllu tagi, sem þýðir hrun samfélagsins.  

Því það er ekki hægt að frysta fólk og athafnir þess á meðan hið kvika fjármagn leitar úr landi.  

"Frjálsir" fjármagnsflutningar eru líka ein stóra skýring undirliggjandi fátæktar í Afríku, Suður Ameríku og Mið Ameríku.  Þó það sé hagur auðkýfinga og spilltar stjórnanda að geyma auð sinn á bankareikningum í New York, þá er það ekki hagur viðkomandi þjóðfélaga.  Það að ná tökum á fjármagni og auðlegð er lykilatriði hjá þeim ríkjum sem hafa vaxið og dafnað í gegnum aldirnar, það eru aðeins þær þjóðir sem sjúga til sín fjármagn sem tala um frelsi í þessum málum.

Og að lokum þetta, fjárfesting er ekki það sama og spákaupmennska.  Fjárfesting er af hinum góða en ávinningurinn er takmarkaður ef arðurinn leitar allur út úr viðkomandi þjóðfélagi.  Sagan kann engin dæmi um að slík samfélög hafi verið neitt annað en þjónar annarra.  En algjör einangrun og engin viðskipti við önnur ríki er líka vís leið til "verri" lífskjara en þyrftu að vera.

Það er jafnvægið sem gildir í þessu og öðru, og ekkert er svart hvítt.

Takk fyrir innlitið Jóhann.

Kveðja að austan.

PS. Á meðan ég man þá jukust erlendar fjárfestingar í Argentínu eftir að uppúr slitnaði samstarfið við AGS á sínum tíma.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 461
  • Sl. sólarhring: 569
  • Sl. viku: 5106
  • Frá upphafi: 1326637

Annað

  • Innlit í dag: 421
  • Innlit sl. viku: 4519
  • Gestir í dag: 403
  • IP-tölur í dag: 387

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband