Hvað er þessi maður að gera í Sjálfstæðisflokknum???

 

"Smáskammtalækningar duga ekki lengur."

"Þegar allt er tekið af þeim, sem reynt hafa að standa í skilum til að verja heimili sín og kostað til þess séreign sinni, þá er fátt eftir. Erlendis yrði gerð uppreisn. Reiðin er svo megn, að æ fleiri telja réttlætanlegt að svíkja lög og reglur landsins, – þess ríkis sem hefur svikið fólk í neyð".

 

Allt satt og rétt, staða þjóðfélagsins er grafalvarleg.

Þegar fyrirhuguð yfirtaka ameríska vogunarsjóða á bankakerfi landsmanna, og í raun öllu efnahagslífi þeirra, er höfð í huga þá er ljóst að sjálf framtíð þjóðarinnar er í húfi.

Og allt siðað fólk, allt skynsamt fólk, allt góðviljað fólk snýst til varnar.

 

En sú vörn er vonlaus ef fólk sér ekki hvað er að gerast, hvaða öfl eru að verki og hvað þarf að gera til að hindra atlögu þeirra að þjóð okkar, sjálfstæði hennar og framtíð.

Sjálfstæðismenn sjá ekki hvað er að gerast.  Í barnaskap sínum halda þeir að allt hið illa sé núverandi ríkisstjórn að kenna, og allt muni breytast til batnaðar ef skipt er um ríkisstjórn.

 

En hvernig getur það orðið????

Flokkurinn hafnaði þeim frambjóðendum sem settu málefni heimilanna á oddinn.  Þeir sem þó ekki annað en tæptu á skuldaleiðréttingu, fengu hraklega útreið.

Sigurvegarar prófkjara flokksins í Reykjavík og Kraganum voru þekktir andstæðingar skuldaleiðréttingar, Vilhjálmur Bjarnason, Brynjar Níelsson og Pétur Blöndal.  

Brynjar Níelsson hefur kynroðalaust sagt að gjaldþrot, það er útburður barna og mæðra, sé eina leiðin til að gera upp skuldir fólks.  Hinn stóri sigur hans er staðfesting þess að Sjálfstæðisflokkurinn er sammála honum.  Efist menn þá er upphefð Péturs Blöndal, mannsins sem kom Jóhönnu og ríkisstjórninni til varnar þegar almenningur sat um þinghúsið haustið 2010, og krafðist réttlætis, að þá varð stefna Péturs ofaná í flokknum, enga leiðréttingu á skuldum, aðeins plástur í formi vaxtabóta, "smáskammtalækning" eins og Halldór Gunnarsson orðar það.  Og Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar var skorin úr snöru kröfunnar um skuldaleiðréttingu.

 

Og hvað vill flokkurinn gera gagnvart amerísku vogunarsjóðunum.

Fyrir utan Illuga Gunnarsson, þá minntist enginn frambjóðandi í prófkjörum flokksins á þann vanda eða kom með tillögur sem hugsanlega gætu bjargað þjóðinni frá algjöri örbirgð.  

Illugi beið hraklegan ósigur fyrir manneskju sem sagði ekki neitt og á sitt bakland hjá talsmönnum frjálshyggjunnar, mönnum sem sjá ekkert rangt við framferði vogunarsjóðanna.  

 

Er ráðið gegn illskunni að brosa og gera ekki neitt???

Hindrar kona nauðgarann með því að brosa og fletta sig síðan klæðum????

Nei sagði Winston Churchil og fékk bágt fyrir hjá forystu breska íhaldsflokksins.  Ræða Chamberlain eftir svikasamningana við Hitler gæti alveg eins verið ræða Hönnu Birnu sem færði henni stórsigurinn í prófkjöri flokksins.

 

Því spyr ég, hver getur talað svona og samt kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkinn sem ætlar ekki að gera neitt.

 

Ég veit hvað Churchil hefði gert.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Í hvers konar þjóðfélagi búum við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er alveg ljóst. Sjálfstæðisflokkurinn fæ hirtingu, en ekki vegsemd, í næstu kosningum ef hann kemur ekki með frumvarp um raunhæfar úrbætur á skuldagildru sem heimilin hafa verið rekin í og raunhæfa verðtryggingu i stað verðránsins. Þetta þarf hann á gera á þessu þingi, þ.e.a.s  FYRIR kosningar. Ef ekki er almenningur skilnn að skiptum við x-D. Þeir ættu ekki að þurfa að taka niður fyrir sig þar sem gripið hefur verið til róttækar aðgerða í öðrum löndum, t.d. Spáni og meira að segja í þeirra fyrirheitna landi (já USA af öllum löndum). Og af hverju var það gert í villta vestrinu? Miskunnsami Samverjinn? . Nei - fjármagnseigendur tapa af hruni heimilanna þegar upp væri staðið. Svo einfalt er það. Þó ég hafi stundum dottað undir stólræðum hans í gamla daga, þá á  Sr. Halldór heiður skilinn fyrir þessa predikun og að þora að standa upp í hárinu á flokksmafíunni.

Sveitavargurinn (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 12:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sveitavargur.

Grein Halldórs er góð en hann situr í miðstjórn flokks sem heldur hlífðarskyldi yfir núverandi ríkisstjórn.  

Svona orð hafa verið skrifuð áður af trúnaðarmönnum flokksins, og náðu hápunkti í byrjun hausts 2010.  

Og almenningur tók meira að segja mark á þeim.

Niðurstaðan voru hin fleygu orð kvenskörungsins sem flokkurinn saknar svo mjög, Ólafar Nordal varaformanns flokksins, að aðalatriðið væri að fólk hefði vinnu til að borga niður skuldir sínar.

Aumari réttlæting á svikum hafa ekki verið mæld á Íslandi fyrr.

Það þarf ekki sérstaka skarpskyggni til að átta sig á að hávaði án efnda er lýðskrum af verstu gerð.

En Sjálfstæðismenn eru ekki mjög skarpir þessa dagana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 14:30

3 identicon

Sæll Ómar,

Það þarf koma boltanum yfir netið segja austanmenn til þess að andstæðingarnir geti tekið á móti. Það er margt að í okkar litla landi og það hafa sumar kynslóðir fengið skelli á meðan aðrar hafa t.a.m. menntað og bygg fyrir lítið þar sem að allt brann upp á verðbólgubálinu. Þvíð miður hafa margar fjölskyldur lent í vanda vegna fjárfestinga sinna, launlækkunar, hærri skatta og umbreytingu lána vegna gengissigs. Spurningin er hvernig á að greina og leysa vandann? Sennilega er ekki til ein rétt leið heldur margar misjafnar eins og einstaklingarnir eru. Það er ekki auðvelt að leysa málin svo að algjör sátt ríki en það þarf að skoða málefni einstaklinga ofan í kjölin, og því fer fjarri að fólki nægi vinnan ein til þess að vinda ofan af vanda sínum. Sumum verður ekki bjargað þar sem að þeir tóku þátt og fjárfestu meira en þeir höfðu getu til og dönsuðu með bönkunum í þeirra villtu útrásarstarfssemi. 

Það þarf leiðtoga sem að sameina þjóðina til verka og gefa fólki trú á framtíðinna. Á meðan óeining og óöld ríkir innanlands þá finnur fólk ekki kjarnann sem hvetur fólk og fyrirtæki til athafna. Það er ekki heldur hægt að breíða út þá trú að öllum eigi að líða jafnilla því margur hefur það að meðaltali mjög gott. Sumir greiða af auðlegð sinni skatta, sumir hafa sparað frá blautu barnsbeini og veitt sér takmarkaðan viðgjörning á meðan aðrir hafa farið framúr sér.

Skapandi hugsun, nýsköpun og menntun skapar framsækna þjóð. Þekking og áræðni, velmegun og viska rúmast enn á Íslandi en við þurfum að stækka kökuna og meira þarf að vera til skiptana.

Kveðjur úr sæluríkinu

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 22:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband