26.11.2012 | 13:37
Vonarstjarna fædd!!
En hverra???
Hvað sagði Hanna Birna í aðdraganda prófkjörsins??? Hvað sagði hún um helstu málin sem brenna á þjóðinni. Um þær ógnir sem blasa við og munu gera út um sjálfstæði þjóðarinnar og lífskjör ef hegðun strútsins ræður för.
Hvað sagði hún um skuldir heimilanna??'
Um yfirtöku hrægamma á bönkum þjóðarinnar???
Um ríkisfjármálin???
Um snjóhengjuna????
Man það einhver????
Ég man það, og get haft það eftir.
"
"
Lesi svo hver sem lesa vill.
Og svari svo spurningunni hverjum hún þjónar.
Kveðja að austan.
Sigur Hönnu veikir stöðu Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1652
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð spurnig hjá þér Ómar ég verð að viðurkenna sem sjálfstæður sjáfstæðismaður að þetta er einimitt það sama og kemur i huga minn,þegar allir tala um þennan mikkla sigur hennae ég er að reyna að muna en það var ekki mikið sém ég man að húnsagði um þetta/Við leggjum höfuð i bleiti/Kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 26.11.2012 kl. 15:48
Mörg spurningamerki hafa enga þýðingu aðra en eitt spurningamerki. Þetta er jafn heimskulegt og að skrifa alla greinina í stórum stöfum.
Einar (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 16:21
Sæll Ómar.
Hanna Birna tók afstöðu til icesave III og sagðist vera á móti þeim ólögum. Að vísu beið hún með þá yfirlýsingu þar til eftir að þjóðin hafði fellt lögin.
Hanna Birna hefur gefið út að draga eigi umsókn að ESB til baka og ekki hefja þá vegferð aftur nema með samþykki þjóðarinnar. Þetta gaf hún út eftir að Sjálfstæðisflokkurinn komst að þessari niðurstöðu á sínum landsfundi.
Ég trúi Hönnu Birnu, trúi því að hún sé að segja satt. Trúi því að hún fari að vilja meirihlutans í hverju máli og láti sína persónulegu skoðun víkja, ef þarf.
Um skuldir heimilanna og snjóhengjuna hefur flokkurinn hins vegar ekki komið sér saman um lausn, þó margar hugmyndir hafi komið fram, sumar misgóðar. Það er því kannski í valdi hins almenna kjósanda flokksins að sjá til þess að mótuð verði skynsamleg leið í þessum málum. Þá treysti ég Hönnu Birnu til að fylgja þeirri leið eftir. Vandinn er kannski sá að innan forustu Sjálfstæðisflokks eru nokkrir hákarlar sem allt þykjast vita og allt þykjast kunna, en eru í raun einungis handbendi fjármálaaflanna. Ef þessir menn ná yfirhöndinni um mótun lausna þessara mála, er nokk vitað hver sú lausn er. Þá óttast ég að Hanna Birna fylgi henni eftir. Það er því nauðsynlegt að hinn almenni Sjálfstæðismaður sjá til þess að þessum hákörlum verði haldið niðri.
Um yfirtöku hrægammanna á bönkum landsins og ríkisfjármálin þarf enginn að tjá sig. Gerðir Steingríms J, er hann gaf bankana, mun væntanlega verða afgreitt fyrir Landsdómi, eða öðru dómsvaldi. Þetta er búið og gert og því lítið hægt að gera nema láta þann sem stóð að þeirri gerræðisákvörðun svara til saka.
Ríkisfjármálin eru í anda vinstristjórnar og bera glögg merki þess. Enginn skynsamur maður getur gefið þeim sína blessun. Menn þurfa ekkert að fjölyrða um það aumingjaplagg.
Hvort þeirra væri hæfari formaður Sjálfstæðisflokks, Hanna Birna eða Bjarni, er hægt að deila um út í hið óendanlega. Það er þó ljóst að Bjarni hefur þegar sýnt dómgreindarbrest, eða undanlátsemi. Skiptir í raun ekki máli hvort var. Þá er einnig ljóst að hann hefur djöful að draga og slíkt getur aldrei verið til góða, hvorki fyrir hann persónulega né flokkin sem hann stýrir. Að lokum hefur berlega komið í ljós að Bjarni er ekki sá skörungur sem stæðsti stjórnmálaflokkur á skilið.
Hanna Birna er aftur óskrifað blað í landsmálapólitík, en farsælann feril í borgarmálunum. Hennar hellsti galli er kannski sáttfýsi. Vegna þess galla lét hún þau "öfl" er náðu borginni á sitt vald, eftir síðustu kosningar, véla sig til einskonar samstarfs sem byggði í raun á því að hún héldi kjafti. Hún hefur vonandi lært af þeim mistökum sínum.
Það er ljóst að Bjarna Benidiktsyni hefur ekkert gengið að koma flokknum áfram, hefur hjakkað í sama farinu, nánast allt kjörtímabilið. Þetta er stórmerkilegt ef tekið er mið af því hvernig stjórnvöld hafa hagað sér. Við þessar aðstæður, þegar stjórnvöld sem svíkja allt sem sagt er og skrifað, stjórnvöld reyna beinlýnis allt til að auka eymd þjóðarinnar og stjórnvöld sem skirrast ekki við að brjóta lög landsins trekk í trekk, ætti stjórnarandstaðan að vera orðin mun sterkari en hér er. Þarna skiptir engu máli hvað stjórnmálaflokkarnir heita eða hvar þeir eru á pólitíska sviðinu. Stjórnarandstaða við þessar aðstæður ætti að vera komin með stórann meirihluta kjósenda að baki sér.
Í núinu er það Sjálfstæðisflokkur sem er í stjórnarandstöðu og öll skilyrði til stórsigurs hans. En með duglausann formann sem lætur skynsemina eða undanlátsemi þvælast fyrir sér og dregur djöful í bandi, er niðurstaðan eðlileg. Flokkurinn rétt skrimtir og alls ekki víst að flokkurinn eigi aðgang að næstu ríkisstjórn.
Ég trúi því að Hanna Birna muni þjóna meirihlutanum, trúi því að hún láti sína persónulegu skoðun til hliðar, ef þarf og trúi því að hún standi við það sem hún segir. Munurinn á henni og mörgum öðrum stjórnmálamanni er að hún segir ekkert nema að vel skoðuððu máli og stendur síðan föst á þeim orðum sínum.
Það er hins vegar leitt að hlusta á það í fréttum, meðan þetta er párað, að Hanna Birna ætli sér ekki aftur í kosningu gegn Bjarna um formannsembættið. Því verða Sjálfstæðismenn nú að gera út sérvalinn hóp manna til að fá hann til að gefa eftir það embætti. Honum hefur verið snúið í stærra máli og því ætti það ekki að vera svo erfitt!
Gunnar Heiðarsson, 26.11.2012 kl. 18:10
Fyrigefðu Einar, gleymdi að tengja bjánavörnina, líklegast vegna þess að ég hef ekki hannað hana ennþá.
Blessaður Haraldur, passaðu að brjóta ekki heilann of mikið, það er ekki hægt rifja það upp sem ekki er, en ég gleymdi líklegast gæsalöppunum svo það var ekki augljóst hvað hún hafði sagt. Bæti úr því.
Gunnar, takk fyrir þitt langa og góða innslag. Ætla ekki í einstaka þætti þess, er ekki sem slíkur að tækla Hönnu Birnu í augnablikinu, það kemur en núna er ég að benda á Tómið í málflutningi hennar.
Vil aðeins segja að svona almennt þá er illa komið fyrir leiðandi flokki í í stjórnmálum viðkomandi lands, ef helsta vonarstjarna hans er manneskja án skoðana, án tillagna, án nokkurs þess sem flokksmenn geta fylgt sér um.
Og á hættutímum, þegar framtíð viðkomandi þjóðar er í húfi, þá er það einfaldlega ekki boðlegt.
Flóknara er það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2012 kl. 18:19
Það er í raun merkilegt að stjórnmálaflokkur sem telur um 60.000 félagsmenn, nærri 1/3 kosningabærra manna landsins, skuli sitja uppi með jafn duglausann og óstöðugann mann sem Bjarna Benediktsson sem formann!
Gunnar Heiðarsson, 26.11.2012 kl. 18:19
Sæll aftur Ómar. Þegar ég hennti upp þessari stuttu athugasemd #5, kom þitt svar upp.
Ég gerði mér grein fyrir því tómlæti sem þú varst að benda á og því nefndi ég í upphafi fystu athugasemdar hvernig Hanna Birna hefur svarað tveimur af stæðstu málum þjóðarinnar, á þessu kjörtímabili. Þar svarar hún eftir að fjöldinn hafði gefið upp sinn dóm.
Ég sakna einnig þess tómlætis sem hún hefur sýnt, einkum í afstöðu til ESB. Það væri vissulega betra ef við fengjum að vita hennar persónulegu skoðun á sem flestum málum, en það má þó fyrirgefa það ef hægt er að treysta því að hún fari ætíð að vilja meirihlutans. Enn er engin ástæða til að efast um það.
Hitt er svo annað mál að það er bráð nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokk að skipta út þessum duglausa og óstöðuga formanni sem nú er. Ef ekki er hægt að treysta því að formaður flokksins standi við ákvarðanir flokksfélaga, eins og gerðist í icesave III, mun þessum flokki ekki verða neitt ágengt. Slíkur formaður er með öllu óhæfur!
Af öllum þeim fjölda sem í þessum flokki er, er merkilegt að ekki skuli vera komin fjöldi mótframboða gegn honum.
Nú sem stendur er Hanna Birna ein í umræðunni sem arftaki, jafnvel þó hún segist ekki ætla gegn honum um það embætti.
Gunnar Heiðarsson, 26.11.2012 kl. 18:31
Gunnar Heiðarsson það er ekki von á góðu ef allir töluðu svona um formann okkar,þú getur ekki dæmt menn svona,að skipta um skoðnir er engum til skammar,ef það er okkur til góðs,þú ert alltof kjanryrtur þarna,við stöndum bara saman um okkar formann,engin vill þennan tæting,þegar við eigum að standa saman og vinna stóran sigur!!!!
Haraldur Haraldsson, 26.11.2012 kl. 19:27
Blessaður Gunnar.
Ég vona að þú gerir þér grein fyrir að þú lýsir stjórnmálamanni sem fylgir, en ekki leiðir, slíkir eru sjaldnast til forystu fallnir. Og Hann Birna er ekki slíkur, en hún flíkar ekki sínum skoðunum, en er hörð á þeim.
Hún er líka vitur, berst ekki gegn fjöldanum þegar hún eigir ekki sigur, tekur svo undir vilja meirihlutans eftir á.
Hanna Birna hefur aldrei farið gegn Valdinu, svo einfalt er það. Og Auðurinn er hennar húsbóndi, ræningjafræði hans, kenndur við Nýfrjálshyggjuna hennar skoðanabrunnur.
Það er meinið, það er kjarni þess að hún lendir í kvörn minni, og ég var aðeins að hita mig upp.
Við eigum í stríði við Ógnaröfl, sem ætla að knésetja þjóð okkar, hálfvelgjan er eitt af vopnum þeirra. Því Andstaða hálfvelgjunnar ógnar engum, sigrar ekkert.
En meir um það seinna Gunnar, ég er eiginlega að þjófstarta, ég á eftir að skrifa grunnpistil minn um að Orrustan um Ísland er hafin, þar útskýri ég víglínurnar eins og ég sé þær, og þær forsendur sem búa að baki skrifum mínum.
Hins vegar vil ég taka það fram, svo það fari ekki milli mála, ég kann ágætlega við Hönnu Birnu og met mikils hversu vel henni tókst að umpóla skrípaleiknum í borgarstjórn uppí alvöru stjórnmál.
Ef það væri ekki verið að ræna okkur og þrælka, þá lét ég hana í friði.
En það er bara ekki svo gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2012 kl. 20:26
Bráðum 4 ár frá hruni og flest okkar verið á þeim tíma í skærum,misjafnlega hörðum. Nú sýnist mér komið að endataflinu og við sem mótfallin eru inngöngu í ESB. með unna stöðu (svo langt sem það nær). Mikið var fræðandi að heyra dr. Gunnar Tómasson í viðtali á útv. Sögu. Það verður endurtekið á morgun eftir hád.minnir 12,30. Svo verður gott að sjá þína pistla Ómar,þú ert eftirminnilegur í Icesave-vörninni. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2012 kl. 00:12
Snöggtum skárri var afstaða Hönnu Birnu í Icesave-málinu (þótt eftirá-afstaða kunni að hafa verið) heldur en ískalda ákvörðunin hans Bjarna Ben. Sömuleiðis er gott ef hún ætlar að standa með grasrót síns flokk gegn ESB-áhlaupinu gegn sjálfstæði og fullveldi Íslands. Vinnum gegn þýjum þess; ég treysti þér til þess, Ómar minn Geirsson!
Jón Valur Jensson, 27.11.2012 kl. 00:26
Blessuð Helga.
Það er ekkert endatafl í gangi, aðeins aðdragandi stríðsins að baki.
Stríðsins við fjármagn og algjöru yfirráðum þess yfir samfélaginu.
Sigri fjármagnið, þá fer það með Ísland í ESB á morgun, þú eða aðrir verða ekki spurðir.
ICEsave var aðeins upphitun, sjálf alvaran er framundan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 08:27
Blessaður Jón Valur.
Láttu ekki umbúðirnar villa þér sýn, það er innihaldið sem skiptir máli.
Fjármagnið vill í ESB, Hanna Birna er fulltrúi þess.
Gleymdu því aldrei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.