Þjófnaður í skjóli ríkisstjórnarinnar.

 

"Á grundvelli reiknireglu sem hafi verið leidd af óskiljanlegum ákvæðum laganna hafi bankar reiknað út gengistryggð lán og á þeim grundvelli hafi þeir „yfirtekið eða eyðilagt“ fjölmörg lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. „Þetta byggist allt á ólögmætum forsendum."

 

Þessi orð eru höfð eftir lögmanni Borgarbyggðar, ekki eftir íslenskum stjórnmálamönnum, hvort sem þeir eru innan fjórflokksins eða utan.

Íslenskir stjórnmálamenn eru að ræða um drög að stjórnarskrá og til að tryggja að sú umræða færi útí hið óendanlega þá stofnuðu þeir til kosninga um þessi drög, og höfðu allt svo óljóst að enginn veit hvað hann er að kjósa um.

Með velskipulögðum áróðri hafa þeir náð til að rugla þjóðina algjörlega svo umræðan um drögin að einhverju sem hugsanlega gæti verið haft til hliðsjónar við mögulega endurskoðun stjórnarskráarinnar er farið að snúast um setningu laga um kvótakerfið frá  árinu 1983 eða síðbúna hefnd á Sjálfstæðisflokknum vegna stjórnarára Davíðs Oddssonar.

 

"Þetta er risamál" sagði lögmaður Borgarbyggðar, og það er vægt til orða tekið.

Engin dæmi eru úr íslenskri samtímasöguum að fjölmörg lítil eða meðalstór fyrirtæki hafi verið yfirtekin eða eyðilögð á ólögmætum forsendum.

Engin dæmi eru heldur til í nútímasögu vestrænna ríkja um slíkan ribbaldaskap síðustu 80 árin, eina dæmið sem vitað er um er frá því um 1932 þegar að fyrirtæki í eigu gyðinga  í Þýskalandi voru "yfirtekin eða eyðilögð"en það var gert með löglegum hætti, þýska ríkisstjórnin setti lög þar um sem voru ekki dæmd ólögleg af þýskum dómsstólum.

Íslenski þjófnaðurinn, íslenski ribbaldaskapurinn er því eina dæmið í allri nútímasögu vestrænna ríkja þar sem  ræningjar og ribbaldar gátu eyðilagt fjárhag fjölskylda og fyrirtækja í skjóli stjórnvalda sem settu vísvitandi lög sem heimiluðu þjófnaðinn, þó fyrirfram væri vitað að slíkt væri ólöglegt.

 

Núna þegar þegar þriðja valdið, dómsvaldið dæmdi ólögin ólög, staðfesti að um þjófnað var að ræða, þá gerist ekkert.

Það gerist ekkert vegna þess að framkvæmdarvaldið tekur ekki hið minnsta mark á dómi Hæstaréttar, og gerir ekkert í að koma lögum yfir þjófana.

Þjófarnir komast ennþá upp með að níðast á almenningi, að eyðileggja tilverugrundvöll þúsunda og valda tugþúsundum miska sem fólk rís vart undir.

 

Framkvæmdarvaldið kemst upp með stuðning sinn við þjófana því íslenskir jafnaðarmenn telja þjófnað í þágu ameríska vogunarsjóða réttlætanlega ef það gæti hugsanlega flýtt fyrir inngöngu landsins í Evrópusambandið.

Og vegna þess að almenningur segir ekkert. 

Andófið sem leiddi mótmæli hans er út á túni að slást  við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem fór frá völdum 2004.  Ætlar að klekkja á þeirri "ógnarstjórn" með því að fá almenning til að samþykkja drögin að hugsanlegri nýrri stjórnarskrá sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafði af náð sinni ákveðið að bera undir þjóðaratkvæði.

 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vissi að þessi dómur Hæstaréttar kæmi núna í haust.

Mótleikur hennar var tilbúinn.

Og heppnaðist vel.

 

Sem aftur vekur upp spurningu, er fyrirsögn þessa pistils ekki röng.

Í hvaða umboði starfa vaxtaþjófarnir?????

Svarið við þeirri spurningu skýrir af hverju þeir hafa náð öllum sínum markmiðu frá Hruni.

Nema einu, þeim tókst ekki að tryggja inngöngu landsins í ESB, þjóðin sagði Nei við ICEsave.

 

En þeir munu reyna aftur.

Á laugardaginn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sendi kröfubréf á bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Segir ekki máltækið:"Þjófurin þrífst en þjófnauturinn ekki" !!! þetta teymi treystir á það,/kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 19.10.2012 kl. 16:28

2 identicon

Gylfi Magnússon, FME, SÍ og ÁPÁ virðast hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma kostnaði sem nemur trúlega nokkur hundruð milljörðum króna yfir á lántakendur í landinu.  Ef að þetta hefði tekist þá hefði stór hluti af þeirri upphæð endað í vösum erlendra vogunnarsjóða með tilheyrandi gjaldeyrisskorti og framlengingu kreppunnar á Íslandi, eftir því sem ég fæ best séð.

Ég held að það sé vægt til orða tekið, þegar ég segi að þessi mannskapur skuldar þjóðinni skýringar á því hvaða kraftar drifu verkið þegar Gylfi, FME, SÍ og ÁPÁ tóku sér stöðu gegn fyrirtækjum og heimilum í landinu. Voru það hótanir um að inngöngu í ESB yrði hafnað ef að stjórnvöld tækju ekki þátt í þessum voðaverkum? Voru það hótanir um að EES samningnum yrði sagt upp? Voru það hótanir um að kröfuhafar myndu fletta ofan af því að SÍ og fyrir-hruns-stjórnir kunna að hafa vitað það árum saman að þessi ólöglega lánastarfsemi þreifst í landinu?

Seiken (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:46

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Seiken, það er eitt sem er öruggt, og það er að síðasta skýring þín er ekki sú rétta.

En það er samt ekki málið í þessu.

Málið er að þjóðin lætur þá komast upp með þetta.

Þó varðar þetta við lög, brýtur meira að segja stjórnarskrána.  Og líka þá nýju ef hún verður samþykkt.

Hvað skýrir okkur Seiken, það er furða málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 23:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þetta er ekki félegt Haraldur. 

Ætli fáir aðrir hafi áhyggjur af þessu en gamlir gegnir sjálfstæðismenn af gamla skólanum.  

Flestum öðrum virðist vera sama.

Enda miklu skemmtilegra að rífast um það sem ekki er.

Jú, Hægri Grænir hafa skoðun á þessu, enda allir íhaldsmenn af gamla skólanum.  Ætli menn hafi þurft að læra boðorðin 10 í skóla til að skilja rangindi málsins??

Þú skalt ekki stela, jafnvel þó þú sért fjármaður eða jafnaðarmaður, eða stóð það ekki í boðorðunum.  Kannski halda menn að það sé alltí lagi að stela ef menn eru fjármenn eða jafnaðarmenn.  

Kannski verður það sett í nýju stjórnarskrána að allt megi ef maður á fé eða sálir, auðtrúa vinstri sálir.

Jafnvel að megi  allir allt, bara ef þeir passa sig á að kenna Davíð Oddssyni um glæpinn eða segjast hafa verið undir áhrifavaldi Davíðs frá því þeir voru saman i menntaskóla, eða jafnvel leikskóla.  Eða hafi séð hann á mynd.

Segi svo bara eins og Helgi Hjörvar sagði í Spegli dagsins, við treystum á að bankarnir gæti sanngirni og leiðrétti svo lánin.

Eins og það sé hægt að leiðrétta líf fólks sem þegar er búið að eyðileggja.

Bara spyr,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 592
  • Sl. sólarhring: 641
  • Sl. viku: 6323
  • Frá upphafi: 1399491

Annað

  • Innlit í dag: 507
  • Innlit sl. viku: 5362
  • Gestir í dag: 463
  • IP-tölur í dag: 457

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband