Evran í ruslið???

 

Nei, ekki ennþá, fyrst lenda evruríkin þar eitt af öðru, hægt og rólega, en óflýjanlega líkt og lygn á sem rennur alltaf að ósi.

Aðeins dagaspursmál hvenær Spánn lýsir sig gjaldþrota og fer fram á líknarmeðferð AGS og Evrópusambandsins.

Spánn sem áður var fyrirmyndarríki evrunnar er alltí einu orðið úrhrak hennar.  

Og á því er aðeins ein skýring, erlendur gjaldmiðill. 

Því engin þau áföll hafa dunið yfir efnahag landsins sem smá gengisfelling hefði ekki lagað á nokkrum mánuðum.  Og getur ennþá lagað ef Spánverjum bæri gæfa til að reka Eurokratana frá völdum og taka aftur upp pesetann.

 

Þess vegna er svo óumræðanlega fyndið, fyndið ekki grátlegt, að hlusta á gal íslensku evruhananna sem ekkert sjá og skilja en standa uppá spéhól og gala gegn krónu, gala fyrir evru.

Einn fyndnasti evruhaninn, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarmanna, gól í Morgunblaðinu fyrir nokkru að "Krónan væri mesti óvinur launamanna".

Og rökstuðningur hans er kostulegur.  Veit fólk til dæmis að kaupmáttur lækkaði að meðaltali um 0,4% árlega frá 1945 til 1985 en jókst til dæmis um 1,6% að jafnaði í Danmörku, árlega á sama tímabili. 

Munið þið ekki eftir myndunum af íslenskum heimilum frá árinu 1945, þetta voru einbýlishús, stór, jeppar fyrir utan og stofur hlaðnar af húsgögnum.  Og ekkert heimilisfólk á myndum, allir í sólarlandaferðum.  

Svo 1985, gömul hrörleg hús, fátt um húsmuni, enginn bíll í bílastæðinu, allir heima.  

Munið þið ekki hvað fólk hafði það gott 1945, og skítt 1985, enda ekki nema von, árleg kaupmáttarrýrnun um 0,4% árlega er ansi mikil á 40 ára tímabili.

Eða var þetta öfugt?????

 

Fyrir utan svona sorglegt bull sem gerir ekki einu þá kröfu að til staðar séu lágmarks vitsmunir hjá evrufylgjendum þá er heimskan sem gegnsýrir röksemdir þessa fyrrum verkalýðsleiðtoga æpandi að maður spyr  sig hvort flytja þurfi inn simpansa svo Samfylkingin eigi einhverja von í næstu kosningum.

"Kjarasamningar ógiltir jafnóðum af þeim sem fara með hagstjórnina" og þá tilvísun í þann tíma þar sem fastgengisstefnan hélt ekki, einmitt vegna kjarasamninga sem tóku ekki mið af kaupmætti þjóðarbúsins, og fljótandi gengi kennt um.

 

Hvað hefði gerst ef gengið hefði ekki verið fellt????

Segjum að þegar öll nauðsynleg útgjöld þjóðarbúsins hefðu verið gerð upp og afgangs hefði verið gjaldeyrir til að kaupa 100 jeppa.  Og þegar öll heimili landsins hefðu verið búin að gera upp öll sín útgjöld, að þá hefðu þau kaupmátt til að kaupa þessa 100 jeppa.

Þetta einfalda jafnvægi kallast gengisstöðugleiki.  

Segjum að í kjarasamningum næsta árs hefðu menn viljað viðhalda þessum gengisstöðugleika???  Reiknað með að nettótekjur þjóðarbúsins hefðu aukist um 10%, að 110 jeppar væru til ráðstöfunar.  Kaupið því hækkað um 10% og því kaupmáttur til staðar að kaupa þessa viðbótar 10 jeppa.

En þegar árið var gert upp, þá hækkuðu nettótekjur þjóðarbúsins aðeins um 5%, nettógjaldeyrir var aðeins fyrir 105 jeppum.

 

Hvað gera bændur þá?  Hvað gera heimili landsins þegar tekjur reynast minni en áætlað var???

Jú, þau eyða minna.  

En hvað gerir þjóðarbúið í sömu stöðu???   Getur það keypt 110 jeppa fyrst að kaupmáttur kjarasamninga gerir ráð fyrir því???

Nei, það getur aðeins keypt hina 105 jeppa, gjaldeyriseignin leyfir ekki meir.  

Og eina ráðið sem hagstjórnin hefur er að lækka innri kaupmátt þjóðarinnar, aðlaga hann að þessum 105 jeppum.  Til þess er gengisfellingin einfaldasta ráðið, fyrst að kjarasamningar byggðust á áætlun, en ekki raunveruleika.  

Kjarasamningarnir voru óraunhæfir, þeir vildu eyða meir en aflað var.

 

Og verkalýðsleiðtoginn fyrrverandi sem gerði þessa kjarasamninga, lýtur ekki í eigin barm, kennir hagstjórn og gengisfellingum um að ekki var hægt að eyða meir en var aflað.  

Fattar ekki hið einfalda samhengi að til að auka kaupmátt þjóðarbúsins þarf að auka tekjur þess.  

Skammar staðreyndir fyrir að lúta ekki óskhyggjunni.

Talar um illa rekin fyrirtæki sem er bjargað með gengisfellingu.

 

Það er vissulega rétt að það er ekki góður fyrirtækjarekstur að samþykkja launahækkun sem menn geta ekki borgað, og þurfa gengisfellingu til að bjarga sér úr stöðunni.  

Væri gengið fast, eða menn notuðu evruna, þá er ljóst að menn myndu ekki hækka launin, nema þá til þess eins að fara á hausinn.  

Til hvers var þá verkalýðsleiðtoginn að krefja fyrirtækin um launahækkun?????  Þegar þau verða sjálfkrafa illa rekin þegar þau samþykkja hana????

 

Heimskt???  Mjög svo en það er verkalýðsleiðtogi sem talar svona.   Hann á að vita manna best hvað það þýðir að fyrirtæki þurfa að lækka launakostnað því endar ná ekki saman.  Þau segja upp fólki, eða þau knýja fram launalækkun.

Hvorutveggja hefur gerst á evrusvæðinu þar sem launkostnaður  fyrirtækja er of hár miðað við tekjur þeirra.  Til dæmis er atvinnuleysi nú um 15% í Portúgal, um 20% á Grikklandi og fer vaxandi.  En það segir ekki hálfa söguna, þeir sem hafa vinnu, hafa hana vegna þess að þeir hafa sætt sig við mikla launalækkun.

Og þeir sem hafa vinnu og hafa ekki þurft að sætta sig við launalækkun, vita ekki hvenær röðin kemur að þeim.  Því hagkerfið dregst sífellt saman.  Sá sem ennþá nær endum saman í dag, getur verið rekinn með tapi á morgun.  Valkostur, annaðhvort að lækka laun starfsmanna, eða verða gjaldþrota.

 

Er það þetta sem hinn fyrrverandi verkalýðsleiðtogi vill???

Er þetta sú draumsýn sem rekur hann til að slá fram þeirri fullyrðingu að "Krónan væri mesti óvinur launamanna".

Varla skildi maður ætla nokkrum svo svarta sál, að vilja stöðugt gengi á kostnað lífskjara almennings.  Að laun og atvinnustig sé breytan sem notuð er til að ná jafnvægi í hagkerfi.  

Á meðan þeir sem eiga peningaeignir þurfi engri skerðingu að sæta.

Að blóð almennings næri auð yfirstéttarinnar.

 

En ef hann er ekki svona svartur á sál, þá er hann óumræðanlega heimskur.  Og mér til efs að læsir simpansar myndu taka undir rök hans.  

Samfylkingin á því kannski enga von í næstu kosningum.

Evran er líka á leið í ruslið.

 

Eða hvað????

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is S&P lækkar einkunn sjö spænskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Satt segir þú Ómar. Það eru ekki miklar mannvitsbrekkur, sem valist hafa verið, til að verja kjör launamanna á Íslandi. Þeir hafa ekki haft vit til að  að setja lágmarkskröfu um laun skv. reiknaðri framfærslu, sem reiknuð er af stofnunum ríkisins. (Hagstofa og Velferðarráðuneyti)  Því finnst mér samlíking við Simpansa ekki eiga alveg við, því Simpansar læra það sem fyrir þeim er haft. Það á ekki við Samfylkingu og verklýðsforingja.

Eggert Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 18:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert, þeir hafa ekki vit á því.  Þeir hins vegar hafa vit á að krefjast aðildar að ESB þar sem þjónustuákvæði um frjálst flæði leyfir atvinnurekendum að brjóta niður samninga og meir að segja skerða  þó þegar of lág laun. 

Það voru 40% verktaka að spila á kerfið samkvæmt könnun norsks stéttarfélags á byggingariðnaðinum þar í landi.

ESB er samnefnari um það lægsta, það er tæki hins dauða fjármagns til að eyða velferðarkerfum Evrópu.

Og þangað villja mannvitsbrekkurnar.

Takk fyrir að kíkja á pistilinn, þessi og pistillinn á undan var erindi dagsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 20:47

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Við getum huggað okkur um það að ESB er bráðum að renna sitt skeið, og þá veit ég ekki hvað SF mun taka upp sem aðal mál fyrir okkur íslendinga. Það er einnig ljóst að okkar verkalýðsforingar vilja okkar launþegum hin lægstu laun og jafnvel atvinnuleysi, þegar hlustað er á þeirra málflutning. Þeir haga sér eins og  óupplýstir Simpansar

Það er orðið ljóst að skuldir ESB ríkja eru að verða þeim ofviða. Það skondna við þessar skuldir þeirra, að þær  eru að 60-90% þeirra á milli. Þjóðverjar hafa framleitt og selt til ESB ríkja gegn skuldabréfum.

Þjóðverjar eiga útistandandi hjá öðrum ESB ríkjum svo mikla peninga að þeir mega ekki við því að fara í afskriftir og þess vegna er Merkel eins og þeytispjáld á milli fjalla að reyna að búa til sameiginlegan björgunarsjóð (til handa Þyskalandi) ESB svo ríki fari ekki á hausinn (greiðsluþrot) . 

Ef greiðsluþrot verður hjá ESB ríkjum ( spánn,ítalía,portugal,grikkland) þá mun Þýskaland verða GJALDÞROTA. Ef þett gerist sem er ekki ólíklegt þá er Þýskaland komið aftur til forneskju, því aldur þjóðarinnar gefur ekki tilefni til efnahagslegrar endurkomu, nema með kraftaverki.

Þeir hefðu betur átt að fara sömu leið  og Frakkar fyrir 20 -25 árum, þegar þeir greiddu stórar greiðslur  til fjöldskyldna fyrir fleiri fædd börn.

Hvað heldur þú að muni gerast næstu 10 ár í Evrópu og Kína, ef USA lokar landamærum sínum gagnvart erlendum innflutningi. Þessu hefur verið hótað af forseta USA kínverja.Í kosningum sl. hafði Hollande  samskonar áform til handa Frakklandi til verndar frönskum þegnum.

Hvað ef þessi skoðum breyðist út hjá ríkjum ESB.

Eða eins og við segjum sjálf- VELJUM 'ISLENSKT

Hvað verður um þýska framleiðlsu í ESB ríkjum, ef áróður er rekinn fyrir heimaframleddum vörum?

Eins og þú segir, þá eru brekkur Íslands ofviða verkalýðsforingum okkar, ef þeir skilja ekki hvað heldur samfélagi Íslands saman.

EVRAN er hrunin. Erindsdrekar  ESB eru í bónarferð um heiminn til að reyna að bjarga EVRUNNI. (Þýskalandi)

Eggert Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 23:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Áður en ég svara því sem stórt er spurt, þá vil ég ítreka þá einföldu staðreynd, að skuld í evru er erlend skuld viðkomandi ríkja.  Og því skiptir ekki máli hve hún er há, ef lánardrottnar (skuldabréfakaupendur) treysta ekki á endurgreiðslu, þá getur þú ekki fjármagnað hana.

Þess vegna er það glæpur, hvar sem er og hjá hvað landi sem er, að nota aðra mynt en sína eigin.

Vilji menn hins vegar gefa eftir sjálfstæði sitt, án vopnaviðskipta, þá er gott mál að taka upp evru, eða dollar eða kanadískan dollar.

Það að gera gott úr sínu, það er að framleiða það sem menn geta innan skynsamlegra marka, er forsenda lífs og framfara í viðkomandi hagkerfi.

Sem þýðir að á ákveðnum tímapunktu þá loka menn á kínverskt drasl.  

Hvað gerist með þýskan útflutning????

Reikna með hann dafni því öflug hagkerfi, sem framleiða það sem þau geta, þurfa alltaf að skipta sín á milli.  Um leið og annað hagkerfið myndaðist í árdaga mannsins, þá hóf það skipti við hið fyrsta.  Munurinn er sá að menn skipta á því sem þá vantar, ekki á því sem braskarar græða á að flytja á milli hagkerfa vegna verðmismunar.  

Þjóðverjar framleiða hluti sem aðrir gera ekki betur, menn spyrja ekki um verð, heldur þörf.

Reyndar held ég að eina von Kínverja felist í slíku banni sem þú lýsir.  Í dag er hagkerfi þeirra eins og hjá kyrrsetusjúklingi sem ákvað að ná hreysti með því að taka inn orkudrykk hlaðinn arseniki og blásýru.  Fékk orku en dó að lokum.

Kínverska ruslið er ekki bara að drepa heimshagkerfið, þeir sjálfir falla áður.

Staðreynd sem talsmönnum Dauðahagkerfisins yfirsést.  

Sem minnir á að kerfi sem lágmarkar hið lægsta, endar í núlli, í endinum eina.

Dauða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2012 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1412824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband