Hetjan Björn Valur.

 

Dettur óvart inní miðja atburðarrás eftir enn einn Farsann, "Kastljós hefur undir höndum gögn ....." og síðan byrjar óvart umfjöllun sem hentar núverandi valdhöfum vel.

Umfjöllun um ekkert þegar allt er undir hjá þjóðinni.

Og það er talað um spillingu, spillingu fyrri ráðamanna.

 

Það er segin saga og ný að innleiðing nýrra tölvukerfa kostar alltaf meir en áætlað er.  Skiptir ekki máli hvort það er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum.  

Ef eitthvað samsæri er í gangi þá hlýtur það liggja hjá tölvunargúrúm sem alltaf virðast geta vanmetið kostnað og alltaf komist upp með það.

En það er ekki kjarni málsins.

 

Kjarni málsins er sú ótrúlega atburðarrás sem fór í gang við umfjöllun Kastljós, atburðarrás sem fær mann alvarlega að efast um fólkið sem nú starfar á Alþingi. 

Tökum nokkra gullmola af Ruv.is.

 

"Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, taldi aðgerða þörf. „Það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á málinu vegna þess að það snýst ekki lengur um það hvort Ríkisendurskoðun eða einhver annar hafi brotið lög heldur snýst það um það að við verðum að geta borið traust til þessara stofnana.“"

 

Þegar haft er í huga að skýrsla ríkisendurskoðunar var gerð að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar þegar árið 2004, þá eru þessi orð Róberts ótrúleg.  

Hvaða eftirfylgni er það með stjórnsýslunni að það þurfi stýrðan leka til Kastljós til að geta kallað eftir skýrslunni haustið 2012, 8 árum eftir beiðnina.  

Á að kenna Sjálfstæðisflokknum þennan drátt, þessi slælegu vinnubrögð????

Hvernig geta fyrstu viðbrögð þingmanns, þingmanns sem var þingflokksformaður Samfylkingarinnar, verið gífuryrði þegar hann hefur ekkert í höndunum um að hann hafi fylgt þessari beiðni eftir.  

 

Tökum þá fyrir orð hetjunnar, Björn Vals, sem alveg óvart lét slá sig til riddara eftir hinn stýrða leka.

"Fjárlaganefnd mun auðvitað byrja á því að kalla fyrir Ríkisendurskoðun, spyrja tiltekinna spurninga um það hvers vegna þetta mál er þannig vaxið innan stofnunarinnar eins og hér hefur komið fram, hvers vegna það hafi ekki borist í hendur þingsins til umfjöllunar. ".

 

Björn Valur er formaður fjárlaganefndar og lætur eins og að hann sé fyrst að frétta af málinu núna.  Samt segir í annarri frétt Ruv um málið að "Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir upplýsingum um málið og afdrif þess hjá Ríkisendurskoðun árið 2009."

Hvað segir þetta um hetjuna Björn Val, sem óvart var miðpunktur hins meinta leka Kastljós.  

Af hverju fylgdi hann ekki þessu máli eftir?????

 

Ef þetta var svona leyndó, hver stövðaði þá Björn í að taka málið upp við Forseta Alþingis???   

Og ef hann hefði ekkert gert í málinu, hver stöðvaði Björn Val í að taka málið upp utan dagskrá undir liðnum störf Alþingis???

Var það kannski Davíð Oddsson????  Er hann búinn að vera forsætisráðherra frá 2009???

 

Þetta er ótrúlegur farsi og ótrúlegt að þjóðin skuli láta sömu aulana spila svona með sig trekk í trekk.

Og til hvers halda menn að leka sé stýrt í Kastljós????

Hvaða viðkvæm mál eru þá í farveginum sem má ekki ræða???

 

Síðan er það, ef málið er eins alvarlegt og það er látið hljóma, grafalvarlegt mál að Alþingi skuli ekki gæta að virðingu sinni og fara fram á við ríkisendurskoðun að hún drífi í að klára hina meintu leyniskýrslu.

Hún verði þá birt og rædd fyrir opnum tjöldum.  Og þá út frá staðreyndum mála, ekki gífuryrðum og upphrópunum.

Þetta er almannafé sem er verið að ræða um, ekki frjáls framlög frá stjórnsýslunni í kosningasjóði þingmanna sem ætla að slá bommertur til að tryggja sér athygli sem nýtist þeim í næsta prófkjöri.

 

Og ef það er rétt að stjórnsýslan hafi verið að leyna þinginu upplýsingum, þá verður að upplýsa í hvaða skjóli sú leynd átti sér stað.  Hvaða þingmaður eða ráðherra vann ekki sína vinnu???

Því stjórnsýslan ræður ekki, hún sýslar, hún framkvæmir ákvarðanir framkvæmdavaldsins.  

Hún á sér sína yfirmenn, hún þarf að lúta boðvaldi.

 

Hver brást í þessu máli annar en hetjan Björn Valur Gíslason???

Það væri fróðlegt að vita.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ófullnægjandi útskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því var hvíslað að mér í dag, að yfir stæði stjórnsýsluúttekt á RÚV hjá Ríkisendurskoðun.

Zorba (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 20:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þessa bloggfærslu Ómar. 

Og takk fyrir að vera til

Kveðja 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2012 kl. 21:04

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ómar takk fyrir að nenna þessu segi ég bara og góð grein.

Hver á hvað verður stór spurning í þessu en á ekki að vera aðalmálið sem slíkt heldur að núverandi Ríkisstjórn er búinn að sofa þetta allan tímann sem hún er búinn að vera við völd...

Hvar eru eftirlitin að virka núna eða eru einhver eftirlit almennt starfandi kemur í huga mér...

Ríkisstjórnin verður að fara vegna þessa...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.9.2012 kl. 23:14

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bestu þakkir Ómar, hjá mér er enginn vafi að inni á Alþingi eru flestir hliðhollir því kerfi sem nú er við lýði það er valdaklíka sem sogar til sýn fé úr almennum sjóðum! Eftir næstu kosthnignar mun þetta verða viðvarandi því að fólk nær ekki áttum út af öllum framboðunum sem eru í boði og gömlu flokkarnir ná að viðhalda sér allir vita hvað það táknar!

Sigurður Haraldsson, 26.9.2012 kl. 07:42

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2012 kl. 08:02

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það hlaut að vera Ómar að þú sæir sökudógana í réttu ljósi og þyrðir/Kveðja að sunnan!!!!

Haraldur Haraldsson, 27.9.2012 kl. 20:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Haraldur.

Hér á þessu bloggi er aðeins sagt satt frá eftir því sem ég best veit, sem er reyndar ekki alltaf það réttasta, en reynt að hafa það rétt í því samhengi sem býr að baki svona skæruliðabloggi.

En ég þori alltaf, misjafnt hvað ég nenni.

Og þessi farsi í kringum "Kastljós hefur undir höndum gögn", og hvað það auðveldlega blekkti Andófið, það dróg mjög úr nennu minni í bili.

Maður lendir í því að spyrja sig um tilganginn.  

En það sem slíkt er aukaatriði, ICEsave fréttir kveiktu þennan neista, og næstu ICEsave fréttir munu líka gera það.  

Ég er ennþá reiður vegna hryðjuverkalaga breta.  

Á meðan bið ég að heilsa Haraldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2012 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 502
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6233
  • Frá upphafi: 1399401

Annað

  • Innlit í dag: 424
  • Innlit sl. viku: 5279
  • Gestir í dag: 390
  • IP-tölur í dag: 384

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband