24.9.2012 | 20:24
Ísland eftir Hrun.
Er land gæðinganna, land spillingarinnar.
Land þar sem stjórnmálastéttin samdi um skuldaánauð þjóðarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðsinn.
Og komst upp með það.
Á sama tíma og við fáum daglega fréttir um fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar, þá horfum við á gæðingana þegja yfir sjálftöku sinni.
Á sama tíma og við fáum daglegar fréttir um innri hrörnun heilbrigðiskerfisins þá er upplýst að sjálftökuliðið ætlar sér milljónir, á milljónir ofan í laun.
Þetta sjálftökulið sem gerir það svona gott, kemur úr öllum flokkum, það er úti um allt þjóðfélagið að gera upp náungann, að gera upp fyrirtæki, að gera upp heimili.
Og ráðstafar gögnum og gæðum til vina og vandamanna, jafnt sinna sem og þeirra sem valdið styðja.
Þetta er Ísland eftir Hrun.
Ísland í dag.
Ísland í boði okkar.
Kveðja að austan.
Fengu 280 milljónir í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 784
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll ég hef ekki boði þessum andskotum upp á nokkurn skapaðan hlut og gert allt sem í mínu valdi stendur til að vekja fólk til lífsins vegna þessa bæði með bloggi og mótmælum við banka og alþingi! Lái mér hver sem vill!
Sigurður Haraldsson, 24.9.2012 kl. 20:30
Ert þú þjóðin Sigurður???
Lái mér hver sem vill þó ég efi það.
Þó þú tilheyrðir ekki nema litlum hluta hennar, þá væru þessir andskotar frá.
Undirstaða valda þeirra eru fúnar, þeir þola varla andvarp sameinaðar andstöðu.
Sem er því miður ekki til, þess vegna sitja þeir í umboði þjóðarinnar.
Sá veldur sem heldur.
Og þjóðin þekkti ekki sinn vitjunartíma þegar þú stóðst vaktina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.9.2012 kl. 20:46
Það kostar mikið að leita af skítnum í þrotabúi Glitnis og síðan ráðstafa honum eða fela.
Ég hugsa samt að þessi kostnaður við Glitnir sé einungis brotabrot af þeim kostnaði sem mun tilfalla við skoðun á "fyrirtækjum" kæranda. Þ.e. skoðun á ráðstöfun almannafé til hinna ýmsu verkefna og fjarfestinga, hverjum hafi verið lánað og með hvaða formerkjum.
Það væri gott að rannsaka sjáftökuliðið þ.e. stjórnir lífeyrissjóðanna, rannsaka meðferð þeirra á aleigu flestra íslendinga.
Eggert Guðmundsson, 24.9.2012 kl. 20:53
Blessaður Eggert.
Það þarf að stokka þjóðfélagið algjörlega upp frá grunni.
Það er allra hagur, okkar eina von.
Og fólk verður að fara sjá það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.9.2012 kl. 20:59
Takk Ómar ég átti ekki við að ég væri þjóðinn heldur hluti af henni og sá hluti hefur ekki setið heima og mun ekki gera það meðan hann stendur uppi
Sigurður Haraldsson, 24.9.2012 kl. 21:14
Með uppstokkun Ómar er alveg hárrétt við eigum ekkert val lengur ef við ætlum okkur að stoppa þannan viðbjóð!
Sigurður Haraldsson, 24.9.2012 kl. 21:16
Satt segir þú Ómar. Það sýndi sig vel í Kastljósi kvöldsins. Sjálftaka á almannafé er algerlega eftirlitslaus og það er settur huliðshjálmur yfir skítinn yfir mörg ár.
Það þýðir ekkert að skoða málin fram og til baka. Það á að reka starfsfólk, segja upp öllum sjálfstökusamningum, beita sektum og fangelsisrefsingum á alla þá sem verða uppvísir af svona háttarlagi eins og lýst var í Kastljósi kvöldsins.
Einnig þarf að gera lög um landráð virk.
Ekki neina sýndarmennsku í því. Það sem upplýst hefur verið nú þegar og jafnvel aðgerðir og samningar sem stjórnarherrar okkar hafa gert við erlend ríki og kröfuhafa bankanna, eru tilraunir til að grafa undan sjálfstæði okkar íslendinga. Það er er til íslensk orð sem lýsir þessu háttalagi.
Eggert Guðmundsson, 24.9.2012 kl. 21:16
Bankarnir hafa ekki getað keypt viðskiptaskuldabréf eftir 1. október
Bankarnir hafa ekki getað keypt viðskiptaskuldabréf eftir 1. október Afborgunarsamningar standast ekki lög um neytendalán
BANKAR og sparisjóðir hafa ekki getað keypt afborgunarsamninga sem gerðir hafa verið frá mánaðarmótum vegna þess að þeir standast almennt ekki upplýsingaskyldu nýrra laga um neytendalán. Ef fyrirtækin ætla að selja þessi viðskiptaskjöl verða þau að láta reikna út kostnað við lántökuna og mánaðarlegar afborganir og leita lántakendurna aftur uppi til að kynna þeim upplýsingarnar á formlegan hátt. Bankarnir sjálfir náðu að útbúa forrit til að veita lántekendum þær upplýsingar sem lögin krefjast vegna þeirra eigin útlána. Fær fólk þessar upplýsingar á sérstöku skjali sem fylgir skuldabréfunum því þær komast ekki fyrir á núverandi skuldabréfaeyðublöðum.
Í lögunum um neytendalán, sem samþykkt voru í vor og gengu í gildi fyrsta þessa mánaðar, er fyrirtækjum og bönkum sem veita neytendalán gert skylt að veita fólki upplýsingar um lánin á samræmdan hátt þannig að fólk viti nákvæmlega hvað það á að greiða og geti auðveldar borið saman lánskjör mismunandi lánveitenda. Lán teljast neytendalán ef þau eru til lengri tíma en þriggja mánaða og eru á bilinu 15 þúsund til 1,5 milljónir kr. Ýmsir flokkar lána eru þó undanþegnir, svo sem lán sem tryggð eru með veði í fasteign og yfirdráttarheimildir tékkareikninga. Skuldabréfalán sem bankarnir veita með ábyrgðarmönnum, afborgunarsamningar vegna bílaviðskipta, heimilistækja og húsgagna falla undir skilgreiningu laganna.
Samkeppnisstofnun er falið eftirlit með framkvæmd laganna.
Viðauki við skuldabréfin
Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans og formaður Sambands viðskiptabanka, segir að Reiknistofa bankanna hafi gert bönkunum mögulegt að fullnægja skilyrðum laganna. Hins vegar er ekki pláss á núverandi formi skuldabréfa fyrir viðbótarupplýsingarnar af þessu tagi og eru þær því fyrst í stað látnar fylgja á viðaukabréfi. Þar koma fram mánaðarlegar greiðslur og raunkostnaður við lántökuna. Þar kemur einnig fram staðfesting lántakanda á því að honum hafi verið kynntar þessar upplýsingar.
Stefán segir að í lögunum séu nokkuð stíf skilyrði og geti bankarnir ekki keypt lánssamninga sem fyrirtæki gera við neytendur nema þau séu uppfyllt. Segir hann að svo virðist sem viðskiptalífið hafi sofið á verðinum í þessu máli því frá mánaðarmótum hafi þurft að reka menn til baka með alla nýja lánssamninga. Nýju upplýsingarnar vanti og fyrirtækin hafi heldur ekki keypt sér nauðsynlegar ábyrgðartryggingar vegna skilmála laganna um rétt neytenda til að rifta slíkum samningum. Stefán segir að þetta hafi valdið erfiðleikum hjá mörgum fyrirtækjum sem treystu á rekstrarfjármögnum með greiðri sölu viðskiptaskuldabréfa.
Eggert Guðmundsson, 24.9.2012 kl. 22:23
Blessaður Sigurður.
Vissulega erum við hluti af þjóðinni, en á bak við svona alhæfingar, að eitthvað sé í boði þjóðarinnar, þá er verið að vísa í þann þögla hluta hennar sem ræður, ekki með gjörðum sínum, heldur afskiptaleysi.
Það er þegar þessi þögli hluti hennar er yfirgnæfandi meirihluti.
Og í hreinskilni sagt, þá veit ég ekki hvort er verra, taktleysi Andófsins eða uppgjöfin hins þögla að kjósa yfir sig hreinan meirihluta Hrunflokksins.
Hvort er verra, heimskan eða tómið????
En valdið er fúið og hinn almenni maður á ekki von nema að sjálft ræningjakerfið er lagt að velli, allt annað er aðeins frestun á hinu óumflýjanlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.9.2012 kl. 08:39
Blessaður Eggert.
Það er þetta með að "láta viðgangast" sem er lykilatriði málsins.
Það var allt látið viðgangast.
Og er allt látið viðgangast.
Þó við fellum gengislánin, þó við fellum verðtrygginguna, þá finnur Valdið sér aðeins nýja leið, nýja sjálfvirka leið til að blóðmjólka almenning.
Og það mun takast á meðan almenningur gín við lýðskrumi og bulli. Því slíkt er svo auðvelt að fjármagna.
Munum að það er ekki aðeins hægri vængurinn sem er fjármagnaður af valdinu, það er engin rökskýring á hinni algjöru ógæfu Andófsins, að hver þekktur pyttur reynslunnar sé hundsaður, að hvert ómálið fái forgang í umræðunni, það er aðeins eitt sem skýrir.
Og það er keypt heimska.
Klyfjaðir asnar af gulli skýra margt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.9.2012 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.