24.9.2012 | 17:10
Þegar spurt er rangrar spurningar.
Fá menn rangt svar.
Það er rétt hjá Bjarna að agi kemur innan frá hjá sjálfstæðri þjóð.
Utanaðkomandi agi þýðir utanaðkomandi stjórn. Þess vegna ætla ríki ESB gefa eftir sjálfstæði sitt fyrir þýskan aga.
En spurningin er röng.
Fjármálakreppan stafar ekki að agaleysi í ríkisfjármálum, þeirri bábilju er haldið á lofti af leppum braskarafjármagnisins, og jú almennum vitleysingum.
Efnahagskreppan í Evrópu stafar af yfirþjóðlegum gjaldmiðli, sem drepur niður hagkerfi álfunnar.
Og aukið aðhald í ríkisfjármálum dýpkar þá kreppu.
Augljóst mál, blasir við skynsömu fólki.
Og röng spurning Bjarna, að auka aga í ríkisfjármálum á tímum þegar ríkisvaldið þarf að sá fyrir nýjum hagvexti, mun skila sama árangri og hjá hægri mönnum sem bulluðu sömu vitleysuna fyrir kosningarnar á Spáni og á Bretlandi.
Heimska þeirra hefur aukið vandann. Og bitnað sérstaklega hart á kjósendahópi hægriflokka, millistéttinni. Sérstaklega öllum smáatvinnurekstri.
Heimska Bjarna mun hafa sömu áhrif.
Væri vottur af viti í honum, þá myndi hann véfengja hina 80 milljarða vaxtatölu sem ríkissjóður greiðir á þessu ári.
Hún hentar stórauðvaldinu en drepur niður millistéttina.
Þjónar erlendum kröfuhöfum útrásarinnar, drepur niður kjósendur Sjálfstæðisflokksins.
Þar er meinið, þar er lausnin.
En það þarf kjark og forystuhæfuleika til að ráðast tröllið.
Til að afneita heimskunni.
Til að sýna vit þegar stórauðvaldið þrýfst á heimskunni.
Og við erum að tala um Bjarna Ben.
Yngri, ekki eldri..
Því miður.
Kveðja að austan.
Auki aga án atbeina ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geta ekki heiðarlegir sjálfstæðismenn reynt að koma Bjarna ræflinum út úr frystiskápnum?
Ég er svo aumingjagóður og alls ekki illa við greyið, en ég verð bara að benda á hið augljósa, að hann er gaddfreðinn, kallgreyið og ég veit
að heiðarlegir sjálfstæðismenn leiðast gaddfreðnir menn til höfuðs, herða og táa.
Þeir munu fara annað, fyrr en síðar, því þeir treysta illa gaddfreðnum mönnum i stíl kremlverja, þessarra með loðhúfurnar, en andlitsdrætti dauðans.
Það er þetta með að kunna að standa í lappirnar, án þess að vera gaddfreðinn, sem kremlverji með löhúfu, en andloitsdrætti dauðans.
Þeir sem kunna þá list að standa í lappirnar, mótmæla harðlega hryðjuverkalögum Breta.
Þeir sem kunna þá list að standa í lappirnar samþykkja ekki Icesave á bakvið grátmúra alþingis.
Þeir sem kunna þá list að standa í lappirnar, þeir standa með einyrkjum og smáatvinnurekendum.
Bjarni Benediktsson kann því miður ekki þá list, fremur en kremlverjarnir með andlitsdrætti dauðans.
Það er Akkilesarhæll Icesave formanns "Sjálfstæðis"flokksins.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 17:50
Jú og hann er gaddfreðinn líka til hnjánna. Þannig menn velta oft, þá skortir liðleika hins smáa og lipra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 17:52
Verða þeir ekki bara að auglýsa eftir Davíð Pétur???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.9.2012 kl. 20:26
Má vera Ómar að þeir syrgi Þann gamla. Þorsteinn Pálsson getur kannski útvegað þeim ókeypis auglýsingu hjá syni prestsins ... í Fretblaðinu? Svo eru reyndar hæg heimatökin hjá Davíð að auglýsa eftir sjálfum sér ... í Mogganum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 22:52
Það virðist enginn skilja auglýsingar Davíðs í Mogganum.
Ég hef samt reynt að hjálpa honum með því að vekja athygli á þeim en það dugar ekki til.
Feigð íhaldsins virðist algjör.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.9.2012 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.