24.9.2012 | 11:43
Er Gylfi forseti að veita ríkisstjórnarflokkunum náðarhöggið???
Og þá af hverju???
Hann hefur hingað til verið talinn mjög dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar og stuðningur hans hefur vegið þungt fyrir flokk sem gengur erinda hinnar dauðu handar AGS, að það sé ekki bara svartasta atvinnurekenda íhald sem bakkar upp óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Að það virðist að það sé líka stuðningur hjá verkalýðshreyfingunni við dauðastefnuna.
Þegar Gylfi segir satt, hættir loksins að ljúga, þá er fokið í eiginlega öll skjól þess fólks sem kennir sig við Félagshyggju en gegnir vinnumennsku hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, innheimtustofnun hins alþjóðabraskarafjármagns sem rukkar skuldir útrásarinnar hjá íslenskum almenningi.
Gefum Gylfa orðið:
"En er atvinnuleysi er að minnka og störfum að fjölga eins og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hafa verið iðnir við að benda á? Þeir fullyrða að fækkun atvinnulausra á skrá sýni fram á að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hafi borið mikinn árangur. Er það rétt?,"
Og svar hans er einfalt; Nei.
Af hverju geta þessi umskipti Gylfa verið naglinn í fylgi ríkisstjórnarflokkana???
Samkvæmt skoðanakönnunum í dag þá eru þeir með rétt um þriðjung fylgi hjá þjóðinni, sem er algjört afhroð.
En veturinn í vetur átti að vera sýndarvetur, þar sem allt átti að líta vel út, og þannig átti að halda því fram yfir kosningar þegar raunveruleikinn fer aftur að bíta á fullum þunga með gengislækkun krónunnar og útgreiðslu aflandskróna.
Og í kjölfarið fjöldagjaldþrot vegna verðtryggingarinnar.
Planið var meir að segja að bæta í, að nota mátt Ruv og Baugsmiðla til að láta svart líta út eins og hvítt, og sérstaklega Samfylkingin vonaðist til að endurheimta hluta fylgistaps síns, sem gerði hana að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Gylfi afhjúpar þessa blekkingu, og jafnvel hin aumasta stjórnarandstaða ætti að geta nýtt sér það.
Gylfa er ekki hægt að afgreiða sem Hrunverja eða þjón Davíðs, hann þarf annaðhvort að tækla með rökum eða þagga hann niður, það er mynda múr þöggunar um allt sem kemur frá ASÍ.
Ásamt því að hleypa gjömmurum Samfylkingarinnar á blóðvöllinn, tengja Gylfa og ASÍ við allt það ljóta sem gerst hefur í sögu mannkyns síðustu þúsund árin eða svo.
Tekst það, veit það ekki.
Ríkisstjórnin hefur hangið svo lengi á lyginni að engu er hægt að spá.
Eina spurningin er hvað gengur Gylfa til???
Og ég ætla ekki einu sinni að reyna geta mér til um svarið.
Fagna því aðeins að hann heldur sig við sannleikann, jafnvel þó um eitt lítið örskot sé að ræða.
Því lygin er höfuðmeinsemd íslenskra stjórnmála, og niðurstaðan er Sýnd þar sem öll umræða snýst ekki um það sem er, heldur það sem menn segja að sé.
Orð eru staðreynd, staðreyndir eru þaggaðar, huldar, leyndar.
Þess vegna skiptir sannleikurinn svo miklu máli.
Megi sem flestir halda sig við hann.
Kveðja að austan.
Ljóst hver viðbrögð kjósenda verða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 30
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 2049
- Frá upphafi: 1412748
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1802
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef einmitt verið að furða mig á þessari stefnubreytingu, ég er reyndar ánægð með hana, því eins og þú segir auðvitað á sannleikunn alltaf að vera upp á borðinu. Þetta setur forsætisráðherrann í afar vond mál, því hún hefur orðið uppvís að lygum og undanbrögðum. Það er reyndar löngu komin tími á að þessi lánlausa ríkisstjórn fari frá, hún hefur hvorki meirihluta á þingi né traust kjósenda til að styðja sig við. Heldur hrekst undan veðri og vindi án þess að taka á nokkrum sköpuðum hlut.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 12:45
Ómar, þú hefur áður svarað því, beint og óbeint, hvað Gylfa gengur til.
Pistill þinn, Ást í leynum, er lykillinn að gátunni um Villa og Gylfa.
Að hér verði mynduð ný hrunstjórn samFylkingar og "Sjálfstæðis"flokks
til áframgöngu til helferðarinnar til Brussel.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:49
VG dugar ekki lengur til helferðargöngunnar til Rómar/Brussel/Berlínar.
Í nafni ASÍ ætlar samFylkingar lúðinn Gylfi, að fá "Sjálfstæðis"flokkinn til fylgilags.
Fylgist vel með samspili Villa og Gylfa næstu daga.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:55
Er skjaldborginn um Gylfa í ASÍ farinn að þynnast?
Jón Þór Helgason, 24.9.2012 kl. 13:59
Það hafa verið svo mörg tækifæri fyrir stjórnaraðstöðuna að lýsa vantrausti á Ríkisstjórn að maður er farinn að sannfærast um aulaganginn hjá þeim meir og meir.Ríkisstjórninni verður ekki haggað hvað sem á dynur.
Líklega sér Gylfi þetta eins og ég og flestir sem fylgjast með.
Gylfi er frekar að kasta bombu inn til að beina sjónum fólks frá umræðu um slæma stöðu lífeyrissjóðanna og nauðsynlega umræðu um verðtryggingu íbúðarlána. Ljóst er orðið að allir lífeyrissjóðir geta ekki staðið við sínar framtíðarskuldbindingar. Skerðingar blasa við.
Umræðu þarf að taka um þessa stöðu lífeyrissjóða og byrja umræðu um þjóðnýtingu þeirra, og koma með gegnumstreymissjóð.
Það er hægt að nota hluta af erlendum eignum lífeyrissjóðanna til að aflétta hér"snjóhengjunni" sem allt efnahagslíf okkar er að drepa.
Það er hægt að fella niður verðtryggingu og koma heimilum í stand. Hægt væri að létta á lánuðum gjaldeyrisforða Seðlabankans og lækka vaxtabyrði.
Eggert Guðmundsson, 24.9.2012 kl. 14:29
Og pörupilturinn Bjarni leynist svo á bak við næsta runna með sitt "ískalda mat" ... strax eftir "hlé"
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 14:42
Það er einbeittur brotavilji sem býr að baki samFylktum hrunverjum að moka skít sínum undir Brussel-dregilinn og æpa svo af öllum kröftum "Sjáiði ekki veisluna" ... í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Írlandi ... já áfram "Sjáiði ekki veisluna".
Dansiði fíflin ykkar dansiði fíflin ykkar segja hrunliðar og hrunverjar við okkur og bæta svo við: Dettum svo öll íða í brunarústunum og svo ískrar í þeim kátínan þegar þeir makka um það sín á milli að senda okkur svo reikninginn, sem fyrr. Já áfram ískrar í þeim kátínan yfir sakleysi sauðanna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:00
Sæll Ómar og þið hin!! Það er nú ekki beint í framhaldi af ykkar umræðu,en það hrökk upp úr mér í eins manns hljóði; Hvernig ætlum við/þið að trúa og treysta fólki til að kjósa þannig að heitar óskir okkar rætist,um fullvalda sjálfstætt Ísland. Við treystum trauðla Alþingismönnum,eru ekki menn meðal vor sem eru Alþingismenn inn við beinið,sem stökkbreytist við snertingu ,,tignar,, sinnar?
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2012 kl. 15:26
Þegar stórt er spurt Helga mín er fátt um svör, því miður
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 17:36
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Helga, ef við gerum kröfu til vitsmuna okkar, hættum að hugsa í frösum og falla fyrir frösum, , og rífumst ekki um staðreyndir, og það sem verra er, við staðreyndir, notum það sem heitir almenn skynsemi, þá mun ósk þín rætast.
Því það er þjóðin sem mótar leiðtoga sína, ekki öfugt.
Eggert, ekki ætla ég að geta mér til um hugsun Gylfa, en ég er öruggur á að skýring þín sé ekki rétta skýringin. Eins og ég bendi á þá mun Gylfi fá á sig allar syndir síðustu þúsund ára, sem hann veit. Ef hann ætlar að forðast þessa umræðu, þá er öruggt að hann ræðst ekki að húsi þeirra sem stjórna nábítum valdsins.
Einnig langar mig að benda á að vandinn við aflandskrónurnar leysist ekki með því að gefa eignir lífeyrissjóðanna, þeir sem veðjuðu á froðukrónuna verða að taka afleiðingum gerða sinna án þess að koma spámennsku sinni yfir á almenning, hvort sem það er í formi skattgreiðslna eða upptöku á eigum lífeyrissjóðanna.
Þetta er spurning Jón Þór, það væri gaman að vera fluga á vegg í dag.
Pétur Örn, ég veit ekki, tel skýringuna ekki svona augljósa, en viðurkenni fúslega, ég er ekki fluga á vegg, og veit því ekkert hvað að baki býr.
En hefur tekið eftir tangarsókn stjórnarandstöðunnar???
Segir því miður margt um þann farsa sem er í gangi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.9.2012 kl. 20:42
Ómar,væri ég í talfæri,yrði það öðruvísi orðað,ég er ekki bógur í meira. Ég er yfirþyrmandi þegar kem á bæi,enginn vill tala um þá vá sem yfir okkur blasir.Frekar áréttað að við getum ekki stjórnað okkur sjálf.. Nýju flokkarnir eru ekki hafnir yfir tortryggni hjá mér,eftir að Hreyfingin tók til að verja stjórnina,það voru mér sár vonbrigði. Akkurat það helltist yfir mig.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2012 kl. 22:50
Já, velmegun fer svona með fólk Helga, sviptir það manndóm og sjálfsvirðingu. Þess vegna vill það gefast upp eins og hverjir aðrir aumingjar. Leitar í faðm kvalara sinna, innlendra sem erlendra.
En þetta er aðeins hið ytra, fyrir innan velmegunarskrápinn rennur blóð fólks með sjálfsvirðingu og heilbrigðar lífsskoðanir.
Vandinn er því miklu frekar þeirra sem reyna að vekja fólk. Það er þeirra vekjaraklukka sem er fölsk svo fólk heyrir og það nær því ekki að vekja eldmóðinn, vekja sjálfsvirðingu fólks.
Það er skýringin á lognmollunni, ekki almenningur, heldur fólkið sem þykist ætla að fella valdið en gengur erinda þess með allskonar rugli og vitleysu.
Og er svo navý í dómgreindarleysi sínu að það telur sér í trú um að það séu komnir brestir í valdið.
En það er ein góð þumalputtaregla sem má hafa bak við eyrað til að forðast þá sem vilja óbreytt ástand. Þeir sem skamma núverandi ríkisstjórn, en um leið hrósa henni fyrir að hafa framfylgt efnahagsstefnu AGS, þeir mega tala um ESB andstöðu, andstöðu við hitt og þetta, en þeir munu aldrei laga eitt eða neitt, því þeir upplifa vandann sem lausn.
Eitthvað sem hægra fólk ætti aðeins að íhuga áður en það kýs endanlega yfir sig glötun þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.9.2012 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.