Höktandi markaðir berast fyrir vindi.

 

Þegar einhver segir eitthvað, um að hann muni gera eitthvað sem hann gerir svo ekki, þá hækka þeir.  

Slíkar hækkanir endurspegla algjöra örvæntingu, örvæntingu um að allt heila kerfið muni hrynja.

 

Í því ljósi verður að skilja orð Eurokrata um að örlög Evrópu sé komin undir örlögum evrunnar.   Þá eru þeir ekki að hugsa um raunhagkerfi Evrópu heldur sýndarhagkerfið, fjármálabraskið sem hefur vaxið öllu yfir höfuð.

Þeir vita eins og er að sýndin má ekki við neinu, og hrun gervigjaldmiðils gæti lagt hana að velli.

Áhyggjur þeirra af sýndarhagkerfinu skýrist af þeirri staðreynd að það hefur fætt þá og klætt undanfarna 2 áratugi eða svo.

 

Þeim er alveg sama þó sýndarhagkerfið er eins og svarthol sem gleypir í sig heilbrigða efnahagsstarfsemi, fyrirtæki eru yfirtekin og rænd, óhóflegar kröfur um innri arðsemi leiða til allskonar rangra skammtímaákvarðana, og almennt má segja að menn sem hafa ekkert vit á rekstri eða hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á jörðinni, að þeir ná yfirráðum vegna þess að sýndarkrónur eru gjaldgengar í raunhagkerfinu.

Þeim er svo sama að þeir víla sér ekki fyrir að eyðileggja innviði evrópska samfélaga í meintum sparnaðaráformum sínum svo hægt sé að flytja fjármagn úr raunkerfinu yfir í deyjandi sýndarhagkerfið.

Þannig að bæði hagkerfin veslast upp í dag í Evrópu.

 

Á meðan höktir fjármálamarkaðurinn, og hann má ekki við neinu.  Lækkar reglulega við hverja frétt um ástand efnahagsmála í Grikklandi.  

Og afhjúpar þar með fúnu undirstöður sínar, Grikkland er það lítil örprósenta að hún mælist ekki í þeim stærðum sem höndla á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði.

En jafnvel stærsu ílát geta fyllst þannig að einn örlítill dropi valdi yfirflæði, dropinn sem fyllir mælinn.

 

Og það að gríski dropinn valdi titringi, segir allt um raunstöðu fjármálamarkaðarins.  

Segir allt um að sérfræðingar hans meta hann yfirspenntan, að virði eigna á honum sé yfirskráð.  

Og að þeir telji að markaðurinn ráði ekki við keðjuverkun vegna yfirskuldsetningu fjárbraskarana.

Það sé ekkert borð fyrir báru.

 

Og við sem lifum í raunheimi, látum þessa sýnd ráða öllu um framtíð okkar og örlög.

Eigum við ekki frekar að ýta á delete hnappinn og láta sýndina hverfa endanlega inní víðáttu öreindanna, því hún er ekkert annað en öreindir með röngu gildi.

Við gerum það með því að skipta út hinum keyptu stjórmálamönnum, og kjósum fólk í stað fífla.

 

Hættum þar með að láta fífla okkur.

Og látum lífið hafa sinn gang.

Því kreppan er tilbúningur, hún er vindgangur sýndar sem á sér engar forsendur í raunheimi.

 

 

Og við eigum ekki að vera laxerolían sem lagar þann vindgang.

Kveðja að austan.


mbl.is Lækkun víða á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband