22.9.2012 | 12:02
Ást í leynum.
Sjálfstæðisflokkurinn og Evrópusambandið.
Má ekki fara hátt.
Fjármálahrunið haustið 2008 var tækifæri sem íslensk valdastétt ætlaði ekki að láta ónotað.
Á einhvern stórskrýtinn hátt, án nokkurs röksamhengis, þrátt fyrir herkví Evrópusambandsins í ICEsave, þrátt fyrir að Hrunið var bein afleiðing af evrópskri reglugerð, þrátt fyrir dökk óveðursský á evruhimni, á allra fyrstu dögum Hrunsins, þá;
átti lausn á öllum vanda þjóðarinnar vera umsókn um aðild að Evrópusambandinu og rökin voru evran og bakstuðningur Evrópska Seðlabankans.
Og þessa umsókn átti að keyra hratt í gegn.
Svo hratt að boðað var sérstaklega til Landsfundar Sjálfstæðisflokksins með aðeins eitt mál á dagskrá. Og það mál var ekki Hrunið eða ábyrgð flokksins á gjaldþroti þjóðarinnar, heldur aðildarumsókn að ESB.
Eitthvað sem átti að vera formsatriði að ákveða því Valdið á bak við flokkinn vildi inn.
En var ekki formsatriði út af einu manni, Davíð Oddssyni.
Hann var argur útaf því berangri sem hann var staddur, með öll spjót Samfylkingarinnar á sér án þess að flokkurinn lyfti litlafingri honum til varnar.
Hann var eins og Steinn Steinar, hæddur, svívirtur kvalinn, einn uppá hálofti á Svörtuhæðum.
Nema að hann var eini einstaklingurinn sem gat fengið hinn almenna flokksmann til að fylkja sér gegn ákvörðun valdsins.
Sem og hann gerði og Landsfundur flokksins kolfelldi tillöguna um aðildarumsókna að ESB.
Vissulega er atburðarrásin margflóknari en þegar allt hismiði er skrælað frá þá er þetta kjarni þess sem útskýrir af hverju það er ekki opinber stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að sækja um aðild að ESB, og þetta er skýring þess að flokkurinn er í dag í stjórnarandstöðu.
Frá Hruni hafa allar gjörðir Valdsins miðað við að verða memm í Valdaklíkunni sem stýrir Evrópu í dag.
Sjálfstæðisflokknum var skákað úr ríkisstjórn, Davíð var rekinn úr Seðlabankanum, og síðan þá hefur Valdið með stuðningi núverandi forystu flokksins skipulega grafið undan trúverðuleika hans.
Af hverju halda menn að skuldinni á hruni krónunnar sé skellt á lausatök í ríkisfjármálum, sem er algjör öfugmæli, í stað þess að benda á hina raunverulegu skýring, hið evrópska regluverk sem er formóðir allra þeirra þennslu sem hér ríkti á árunum fyrir Hrun.
Af hverju halda menn að flokkurinn sé að hjóla í fortíðina sem hann stýrði sjálfur að öllu leyti.
Af hverju halda menn að Bjarni og Illugi séu að mæra forsendur skýrslu Seðlabankans um forsendur gengistöðugleika????
Lausatök á ríkisfjármálum segir aðalhagfræðingur Seðlabankans þegar ríkissjóður var rekinn með afgangi og greiddi niður skuldir. Lagði meir að segja í sjóð fyrir lífeyrisskuldbindingum framtíðarinnar, gjörð sem hvergi var framkvæmd annars staðar í Evrópu nema í Noregi og þá útaf olíugróða landsins.
Ekki orð minnst á til dæmis áhrifin sem endurfjármögnun Björgólfs á Novator hafði á gjaldeyrismarkaðinn eða allar stöðutökurnar sem voru heimilaðar í nafni hins frjálsa flæðis sem enginn gjaldmiðill þolir.
Nei, ekki minnst á skýringarnar en í stað þess talað um það sem ekki var, sem skýringu á vanda krónunnar.
Ala, ríkisstjórnartíð Davíðs Oddssonar.
Margur dyggur Sjálfstæðismaðurinn, sem lætur plata sig uppúr skónum, trúir ekki hinu augljósa þó það blasi við, hann vitnar í yfirlýsingar, orð, um að Sjálfstæðisflokkurinn muni stöðva aðildarviðræðurnar og bla bla.
Eins og að orð séu raunveruleiki.
Raunveruleikinn er hins vegar sá að það er verið aðlaga landið hægt og örugglega að öllu regluverki ESB á þann hátt að á ákveðnum tímapunkti verður vart aftur snúið.
Hin opinbera skýring er sú að það sé vegna þess að Samfylkingin vilji það, flokkur með um 30% þingsæta og um 20% fylgi í dag meðal þjóðarinnar.
Hve heimskt þarf fólk að vera til að trúa að 30% þingsæta sem 20% þjóðarinnar stendur á bak við, geti uppá eigin spýtur innlimað landið í Dauðbandalagið sem kallast ESB???
Án þess að hafa skriðdreka, án þess að hafa flugvélar til að gera loftárásir á borgir landsins???
Minnihlutahópur stjórnar aldrei meirihlutanum nema hafa tök á að fylgja stjórnun sinni eftir með valdi.
Það er raunveruleiki, það er faktur sem engin orð fá breytt.
Já, VinstriGrænir segja hinu trúgjörnu sem vilja láta plata sig uppúr skónum. Broslegt eins og það er. Flokkurinn sem byggði tilveru sína á andstöðu við virkjanir og andstöðu við ESB.
Það er ein skýring á því að VG er í stjórn, og það er valdagræðgi.
Og sú valdagræðgi er réttlæt með einni ákveðinni staðreynd, og það er að ef flokkurinn dansar ekki eftir pípum Samfylkingarinnar, þá komi Sjálfstæðisflokkurinn í staðinn.
Í því eru völd Samfylkingarinnar fólgin, ef hún hefði ekki staðgengil fyrir VG, þá væri valdahlutfallið öfugt.
Ef Samfylkingin hefði engan annan valkost í stöðunni, þá myndi valdagræðgi hennar sjá til þess að hún myndi kyngja stefnumálum VG, því þá hefði VG valkost.
Þann valkost að mynda hreina stjórn með Sjálfstæðisflokknum um andstöðu við ESB.
Það er stefnan sem er framkvæmd sem segir um valdahlutfallið á þingi, ekki orð eða sá sýndarveruleiki sem flokkarnir bjóða uppá til að fela það sem þeir raunverulega vilja.
Ef forysta Sjálfstæðisflokksins meinti orð af því sem hún segir um ESB, þá væri önnur ríkisstjórn í landinu.
Vegna þess að innlimunin í Dauðbandalagið varðar sjálft sjálfstæði þjóðarinnar.
Það þarf ekki glöggan mann til að sjá að í hvert skipti sem Jóhanna er komin uppað vegg með stefnumál sín, þá hefur forysta Sjálfstæðisflokksins komið henni til bjargar.
Þetta gerðist í skuldamálum heimilanna, í ICEsave, í öllum þeim málum sem ESB setur sem skilyrði fyrir innlimun Íslands.
Þetta er ástin í leynum.
Samt ekki meiri leynum en það að samdráttur tildurrófanna er fyrir opnum tjöldum.
Þess vegna þurfa aðstandendurnir, hinn almenni flokksmaður Sjálfstæðisflokksins, að ganga um með lokuð augum, sífellt rekandi sig á raunveruleikann, annars gætu þeir ekki lengur blekkt sjálfa sig.
Eina spurningin er, hve lengi munu þeir þola sársaukann, hve lengi tekst þeim að afneita raunveruleikanum, hve lengi geta þeir talið sjálfum sér í trú um það að flokkur þeirra sé brjóstvörn í andstöðunni gegn ESB.
Málið er að þeir hafa ekki mjög langan tíma því það renna öll vötn á Íslandi í átt að Brussel. Og það er að verða um seinan að veita þeim í annan farveg.
Hve lengi enn, hve lengi enn.
Kveðja að austan.
Mikil einföldun að ESB-aðild snúist um evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður og alveg sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 13:04
Nákvæmlega það sem segja þurfti. Takk kærlega. Ef þettað opnar ekki augu margra, ja, þá eru landar mínir einfaldari en ég hélt.
Björn Jónsson, 22.9.2012 kl. 13:26
Ég vildi bara láta þig vita að ég er að lesa pistlana þína og deila þeim
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.9.2012 kl. 17:27
Aldeilis stórkostlegur og magnaður pistill Ómar Geirsson. Algjört masterpiece.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 18:37
http://youtu.be/4ILvVmPkeHQ Vonandi er þetta rétt myndband en þetta er sýn Gunnars Tómassonar á málin, en hann vann fyrir AGS á sínum tíma og þekkir afar vel til
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 19:45
Takk kærlega Ásthildur fyrir "linkinn" á erindi Gunnars í Grasrótarmiðstöðinni 10. september 2012.
Gunnar Tómasson, sá mæti maður, segir það vafningalaust: "Evran er að hrynja núna."
Valdið stendur nú er nakið sem keisarinn. Það er nú augljóst: VG viðheldur stefnu valdaelítu "Sjálfstæðis"flokksins.
Og Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson vita það, en hírast enn inn í ESB skáp Valdsins.
Kominn tími til að þau komi þaðan út og myndi samtöðu til sjálfstæðis okkar, til lýðræðis okkar, til fullveldis okkar, til frelsis okkar, til jafnréttis okkar, til bræðra- og systralags okkar sem fullvalda þjóðar til sátta, en ekki til sundrungar. Það að sameinast um miðjumoð er Ken og Barbie dúkku effektinn. Þjóðin hafnaði þvi nú síðast í sumar. Stöndum saman gegn sameinaðri sundrungunni í anda Ken og Barbie.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 20:25
Já Pétur, við þurfum að hlusta vel á það sem Gunnar hefur fram að færa og tileinka okkur þann hugsunarhátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 20:53
Sammála Ásthildur.
Það er einnig mjög fróðlegt að fara inn á vald.org og lesa það sem Gunnar Tómasson og Jóhannes Björn hafa verið að skrifa þar. Þar má td. finna bréf Gunnars Tómassonar til þingmanna þar sem hann hefur margvarað við þeirri vá sem er fyrir dyrum. Þar hefur hann hrósað Lilju fyrir að vera eini þingmaðurinn sem hefur allan tímann haft fullan skilning á alvöru málsins.
Í öllum megindráttum hefur það gengið eftir sem þeir hafa fyrir löngu spáð fyrir um framvindu hins glóbalíska alræðis ofur-bankakerfis hrægamma og vogunarsjóða hringa-auðdrottnanna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 21:30
Já þessum tveimur mönnum treysti ég afar vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:46
Sammála Ásthildur
og ég er ekki síður sammála því áliti Gunnars Tómassonar að Lilja Mósesdóttir sé eini þingmaðurin sem hefur allan tímann haft skilning á alvöru málsins.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 00:21
Það er gaman að því hvað við erum sammála um margt Ásthildur mín:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 00:25
Takk fyrir innlitið góða fólk hér að ofan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.9.2012 kl. 08:31
Já Pétur, í öllu þessu máli erum við sammála og þetta er einmitt málið sem varðar okkur mest þessa dagana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.