21.9.2012 | 12:22
Hvernig hefði fastgengið tæklað síldarhrunið 1969???
Svar; með fjöldatvinnuleysi og almennum gjaldþrotum.
Hvernig tæklar fastgengi efnahagserfiðleika Suður Evrópu???
Svar; með fjöldaatvinnuleysi og almennum gjaldþrotum.
Af hverju er forseti ASÍ talsmaður fjöldaatvinnuleysis og almennra gjaldþrota???
Svar, af því hann langar svo mikið að fá vinnu útí Brussel.
Eina spurningin er, af hverju þiggur hann laun hjá íslensku launafólki á meðan á þessari atvinnuleit hans stendur????
Ég ætla ekki að svara því.
Það segir svo mikið um þjóð okkar.
Það er hún sem ber ábyrgð á leiðtogum sínum, ekki öfugt.
Og uppsker eftir því.
Kveðja að austan.
![]() |
Vill taka upp fastgengisstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyndið að sjá fólk trúa því að gengisfelling sé góð fyrir það.
Hvort er betra að allir fái minni pening, og eyði þess vegna líka minni
pening í efnahaginn, eða að fyrirtæki sem eru
ekki lengur samkeppnishæf fari á hausinn?
Að kippa virðinu undan verðmætum sem fólk hefur unnið fyrir alla ævi
er ekki lausn á neinu. Hins vegar að leyfa rusli að fara á hausinn, en halda restini
af þjóðini góðri, gerir leiðina að nýjum tækifærum auðveldari.
Palli (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 12:44
Fjölda atvinnuleysi og almenn gjaldþrot. Danir hafa bundna krónu og standa betur að vígi en íslendingar hvað þetta varðar. Ef smáþjóð eins og danir geta stýrt sínu efnahagskerfi með bundna krónu, því ættu íslendingar þá ekki að geta það, með öll sín svokkölluðu auðævi. Ekki er þeim fyrir að fara hjá dönum. ( nema gáfurnar)
Snnleikurinn, Ómar, - Íslendingar er fífl og nautheimskir bófar, sem geta ekki einu sinni markaðssett sig, en danirnir hafa skynsemina, skipulagsgáfur og frábæra markaðssetningu.
Fast eða fljótandi, skiptir engu máli, þegar idiot eru annarvegar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 12:57
Göngum nú hreint til verks strax eftir kosningar. Göngum þá veginn áfram með Jóhönnu og Össuri.
Látum það ekki buga okkur, að okkur mistókst ætlunarverk okkar í síðustu kosningum, 25. apríl 2009.
Látum það heldur ekki buga okkur að okkur tókst ekki að fá okkar ástkæru Þóru kosna sem forseta.
Sameinumst. Fylkjum okkur nú aftur um flokkinn og draumsýn okkar og formanns okkar um upptöku evrunnar.
Já áfram Sjálfstæðismenn, sameinumst nú og fylkjum okkur um draumsýn okkar og formanns okkar. Sláum fjórar flugur í einu höggi með því að setja x við D. Já kjósum x D og göngum svo hreint til verks strax eftir komandi kosningar. Sameinumst og fylkjumst: x Evran, x ESB, x D og sameinumst og fylkjum með Samfylkingunni.
Göngum hreint til verks strax eftir kosningar. Setjum krossinn við D, slátrum krónunni og fullveldinu. Græðum svo á daginn og grillum á kvöldin eins og okkar ástkæri hugmyndafræðilegi leiðtogi hefur ætíð lagt til.
Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:12
Sjálfstæðismenn, sameinumst um stefnu formanns okkar. Við þekkjum hana og hún er okkur kær.
Hún er skýlaus, hún er blár eins og himinninn yfir Brussel. Græðum þar á daginn og grillum á kvöldin.
x Evran, x ESB, x Icesave og allt þetta fáum við með því að sameinast og fylkja okkur um það eitt að setja x við D.
Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:18
Fagna því að Doktor D tali nú í anda formanns síns, því hann er beintengdur við Valhöll og mælir með því að við sameinumst um draum okkar um evruna, ESB og skuldafjötra Icesave á heimilin.
Það er enginn vafi, að ykkar ástkæri formaður hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á Alþingi. Hann hefur leikið snilldarlega biðlleiki, biðleiki sem eru tær snilld, eins og bankastjóri Icesave sagði.
Tek undir með Doktor D: Sameinumst um Evruna, ESB og Icesave. Göngum svo hreint til verks: X D og X S
Doktor S (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:33
Varla verður sagt að Gylfi Arnbjörnsson sé í miklu uppáhaldi hjá mér. Hins vegar kann álit mitt á ESB-sinnanum að mildast, ef hann fylgir eftir kröfunni um fastgengisstefnu. Raunar er ljóst að karlinn veit ekki alveg hvers konar peningastefna er nefnd fastgengi. Haft er eftir Gylfa:
»Gylfi sagði að tölur sýndu að okkur hefði gengið betur að stýra efnahagsmálum á níunda áratugnum þegar gengi krónunnar var fast...Gylfi sagði að við ættum þegar í stað að taka upp fastgengisstefnu svipaða þeirri og við hefðu notast við á níunda áratugnum.«Ísland hefur aldreigi verið með alvöru fastgengi, hvorki fyrr né síðar. Fastgengi er FAST, en ekki TYLLT eins og var á níunda áratugnum. Á FÖSTU og TYLLTU gengi er megin munur, en Gylfi er ekki líklegur til að skilja það frekar en hversu heimskulegt var að samþykkja Icesave-samningana. Gylfi er samt á réttri leið og því ber að fagna.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 21.9.2012 kl. 13:47
Blessaður Palli.
Þú hlýtur að vera ríkisstarfsmaður sem heldur að skatttekjur ríkisins sé föst tala, óháð afkomu atvinnulífsins.
Annars hefðir þú ekki fjöldaatvinnuleysi og gjaldþrot í flimtingum.
Of hátt verðgildi gjaldmiðils kemur samkepnihæfni atvinnulífsins ekkert við. Það er mannanna verk, þeir eru að reyna verja það sem ekki er. Fái gjaldmiðill að vera í friði fyrir stjórnmálamönnum, þá endurspeglar verð hans á hverjum tíma þann kaupmátt sem þjóðarbúið hefur gagnvart erlendum hagkerfum.
Orsakasamhengið er að þú kaupir ekki meir inn en þú selur frá þér. Nákvæmlega sama orsakasamhengi og gildir um rekstur heimila, um afkomu fyrirtækja, það eru tekjur sem ákveða útgjöld.
Frá samfélagslegu sjónarmiði er það hagkvæmara að jafna tekjuskerðingu jafnt út en að láta hluta samfélagsins upplifa atvinnuleysi og örbirgð. Ég bendi ósiðuðu fólki á að öreigarnir eigi það til að snúast til varnar, og jafnvel til að ræna völdum af þeim sem eiga. Og afhausa þá í leiðinni.
Þó fólki þyki ekki vænt um náunga sinn þá þykir því vænt um líf sitt.
Þetta vissi viturt fólk hér á árum áður, þess vegna tókst því að skapa stöðugleika í samfélögum Vesturlanda, stöðugleika sem fastgengisstefna yfirstéttarinnar ógnar.
Og þá er fjandinn laus.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 15:13
Blessaður V.
Danir geta það ekki frekar en aðrir. Það sem hefur gerst í Danmörku er að þeir hafa ekki ennþá upplifað alvarlegan samdrátt, en hann er á leiðinni vegna ósamkeppnishæfni atvinnulífsins.
Þá fara þeir sömu leið og hinar Evruþjóðirnar, þá beinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 15:15
Takk fyrir innlitið doktorar mínir.
Enn og aftur sama spurningin, eruð þið þríburar við doktor E????
Takk annars fyrir þessa flottu mynd af Bjarna. En þið þurftið ekki að upplýsa mig um að hann væri bjánaprik sem veit ekki að tveir plúss tveir eru fjórir.
En hugsanlega les einhver sjálfstæðismaður þetta og áttar sig á að atkvæði merkt D í næstu kosningum, er atkvæði merkt Samfylkingunni.
Þeir sjá kannski ljósin greyin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 15:18
Blessaður Loftur.
Eilífðarvélin er draumsýn, eins er það með fast gengi.
En stöðugleiki getur hins vegar verið markmið í sjálfu sér, en ekki ef hann heldur alvarlega niður lífskjörum almennings.
Fengu ekki allir nóg af miðöldum???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 15:20
Undarlegt. Var Gylfi Arnbjörnsson ekki gallharður evrusinni fyrir ári síðan? Nú hefur hann snúist í 180 gráður og vill ekki sjá þann skaðgræðisgrip, heldur hverfa til fastengisstefnu.
Til þess að fastgengisstefna virki þarf hún að vera trúverðug. Það sama virðist því miður geta átt við um verkalýðsleiðtoga! Þrjú orð í viðbót: verðtrygging neytendalána Gylfi???
Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2012 kl. 15:31
DoktorE er einugis fjarskyldur frændi. En við Sjálfstæðismenn bjóðum miklu áhrifaríkara efni en hann.
Alsæla hans er ekkert á við það dúndur dynamite sem við í X D bjóðum nú: lýsergíð SD.
Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 15:40
DoktorE er vissulega skyldur mér.
En okkur í Samfylkingunni þykir mestur fengur af Doktor D. Hann hefur nú sagt að við skulum ganga sameinaðir og ganga hreint til verks.
Sjálfstæðismenn, sameinist um að greiða veg okkar í Samfylkingunni. Kjósið X D og greiðið þannig götu okkar í X S.
Doktor S (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 15:53
Ég hefi sagt það frá 1949 að við hefðum átt að taka upp Dollar og segði það ennþá,það er hægt,!!það er að segja ef við gerum réttar ráðstafanir ,í skuldamálum okkar/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 21.9.2012 kl. 16:50
Ágæti Haraldur, ef þú fylgist með umræðu í frjálsum bandarískum fjölmiðlum, þá ætti þér að vera það ljóst að með nýjusta rafræna takkaleik Fed, QE3, er það álit flestra að það stefni miklu fyrr en síðar í óðaverðbólgu í USA á kostnað skuldsetts almennings þar, samhliða gengisfalli dollarsins.
Sú hugmynd að taka upp dollar er því varhugaverð hugmynd á þeim umbrotatímum sem við lifum nú, þar sem olíu-dollarinn getur lent í gengisfalli fyrr en varir.
Og vitaskuld gildir það nákvæmlega sama um evruna. Rafrænn takkaleikur í stíl Ponzi leikjafræði gengur aldrei til lengdar. Sá leikur endar með ósköpum og hruni. Þess vegna sanka nú td. Kínverjar að sér gulli til að þurfa ekki að þola of mikið fall vegna dollarsins og evrunnar. Vandinn í Kína er hins vegar svo svakalegur að þar munu væntanlega brjótast út borgarastyrjaldir, eða þá að þeir stefni að stríði við Japan. Ekkert er nýtt undir sólinni Haraldur minn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:11
Bæði evran og dollarinn, sem og peningamarkaðskerfi auðdrottnanna er á fallanda fæti. Mas. Jens Weidman, bankastjóri þýska Bundesbank hefur líkt rafrænum takkaleikjum Draghi og Bernanke við freistingar kölska sjálfs, skv. frétt á DT. Hér talar hann í anda Jefferson og Madison ... og Goethe. Það stefnir allt í Inferno Dantes, hvað varðar evruna.
Getur ekki einhver bent ASÍ Gylfa og SA Villa frá þessu?:
Although he did not directly refer to the ECB's bond buying plans, Mr Weidmann said that central banks that promise to create unlimited amounts of money risk fuelling inflation and losing their "credibility". In a speech in Frankfurt, he said:
If one looks back in history, central banks were often created precisely to give the monarch the freest possible access to seemingly unlimited financial means. The connection between states’ great financial needs and a government controlling the central bank often led to an excessive expansion of the money supply, and the result was devaluation of money through inflation.
The independence serves much more to establish with credibility that monetary policy can concentrate without hindrance on keeping the value of money stable.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:19
Eina heiðarlega leiðin er skiptigengisleið Lilju Mósesdóttur og ný-krónu hugmynd hennar, svo rekja megi spillingarslóð aflandskrónanna og hinna hryllilegu snjómanna ... og strámanna, sem Ómar kallar iðulega og réttilega leppa stórfursta og ofur-bankaveldis auðdrottnanna, í okkar tilviki leppa Deutsche Bank, innlendra og erlendra hrægamma og erlendra vogunarsjóða.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:24
Ómar Geirsson hefur stundum kallað Lilju hagfræðing lífsins. Ég er sammála Ómari um þá skoðun.
Mér finnst þessi grein Lilju lýsa vel þeim heiðarleika sem einkennir málflutning hennar, til hagfræði lífsins:
Valkostir þjóðarinnar – evran eða krónan.
september 20, 2012 by liljam
Samkvæmt nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum standa þjóðinni tveir valkostir til boða, þ.e. upptaka evrunnar eða framhaldslíf krónunnar. Báðir valkostir hafa kosti og galla sem þjóðin þarf að vega og meta. Ákvörðun um framtíðargjaldmiðil er því pólitísk ákvörðun.
Ef þjóðin á að hafa forsendur til að taka ákvörðun um framtíðargjaldmiðil þarf hún að vita hvernig 1200 milljarða snjóhengjuvandi verður leystur. Snjóhengjan eru eignir áhættufjárfesta sem lánaðar voru fyrir hrun til einkaaðila sem margir hverjir eru gjaldþrota í dag.
Á að gera snjóhengjuna að skuld skattgreiðenda með erlendu láni hjá Seðlabanka Evrópu til að fjármagna útstreymi hennar þegar við hefjum upptöku evrunna eins og fámennur hópur Evrusinna vill eða er ætlunin að leyfa snjóhengjunni að flæða út úr hagkerfinu með miklu gengishruni krónunnar? Hvað með upptöku Nýkrónu á mismunandi skiptigengi til að skrifa niður forðueignir í snjóhengjunni? Þessum brýnu spurningum er ósvarað í skýrslu Seðlabankans en svörin eru forsenda þess að hægt sé að taka afstöðu til valkostanna í gjaldmiðilsmálum.
Við ákvörðun um hvort halda eigi í sjálfstæðan gjaldmiðil eða taka upp evru, þarf þjóðin að velta fyrir sér hvort hún vilji aðlögun að tíðum og miklum sveiflum í raunhagkerfinu í gegnum fjöldaatvinnuleysi eins og á evrusvæðinu eða almennri launalækkun vegna gengishruns krónunnar. Almenn launalækkun tryggir að allir – ekki aðeins þeir sem missa vinnuna - taki á sig byrðar vegna niðursveiflunnar. Launalækkun væri meira í anda jafnaðarmennsku og norræna velferðarkerfisins en fjöldaatvinnuleysi.
Í skýrslunni kemur fram að framboðsskellir séu helstu drifkraftur hagsveiflunnar á Íslandi. Framboðsskellir verða vegna t.d. breytinga í tækniþekkingu eða auðlindanýtingu í raunhagkerfinu (t.d. virkjanir). Samkvæmt kenningunni um hagkvæm myntsvæði eru því líkur á að innlendar hagsveiflur muni aukist við aðild að evrusvæðinu, þar sem innlendir framboðsskellir virðast hafa lítil tengsl við sambærilega skelli á evrusvæðinu.
Þjóðin þarf því að gera sér grein fyrir að við upptöku evru mun aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu verða í gegnum fjöldaatvinnuleysi. Auk þess eru líkur á að óstöðugleikinn í íslensku efnahagslífi muni aukast við upptöku evrunnar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:39
Sjálfstæðismenn!
Límum varirnar með tonnataki, lokum augunum, læsum eyrnablöðkum okkar kirfilega yfir hlustirnar og látum sem þessi Lilja Mósesdóttir sé bara alls ekki til. Þetta er óráðshjal. Það má alls ekki afhjúpa froðueignir okkar.
Ég trúi ekki að jafn góður pistlahöfundur og Ómar Geirsson er, hafi nokkru sinni kallað Lilju Mósesdóttur hagfræðing lífsins, líkt og sá lélegi penni, Pétur einhver, heldur hér fram. Ómar Geirsson, þér ber að svara fyrir það.
Sjálfstæðismenn!Stefna formanns okkar er skýlaus, blá eins og himinninn yfir Brussel. Græðum þar á daginn og grillum á kvöldin.
x Evran, x ESB, x Icesave. Sameinumst og fylkjum með Samfylkingunni til Brussel. Látum ekki Lilju einhverja Mósesdóttur komast upp með það að afhjúpa froðu okkar.. Okkar er hin bjarta framtíð með Smfylkingunni.
Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 20:51
Sjálfstæðismenn!
Okkar er hin bjarta framtíð með Samfylkingunni. Göngum hreint til verks.
Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 20:53
Það er svívirðilegt að Ómar Geirsson skuli leyfa þessu óráðstali að yfirgnæfa rödd okkar yfirburða banka- og fjármálasnillinga, Össurar Skarphéðinssonar og Gylfa Arnbjörnssonar
og okkar góða félaga Bjarna Benediktssonar og dýrðlegu samfloti hans með okkar ágæta félaga Vilhjálmi Egilssyni. Hafðu skömm fyrir, Ómar Geirsson!
Doktor S (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 21:01
Guðmundur, fastgengisstefna og það að taka upp evru er alveg náskylt. Gengi íslensku krónunnar yrði þá fest við evruna eða myntkörfu sem tæki mið af okkar helstu viðskiptamyntum þar sem evran skipar mjög stórann sess (ca. 70%). Skiptigengisleið Lilju til að losna við snjóhengjuna og gjaldeyrishöftin, svo getum við tekið upp evruna eftir nokkur ár þegar að stöðuleika hefur verið náð.
Arnar (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 23:38
Arnar, þótt einhverjir hlutir séu náskyldir geta þeir samt verið ósamrýmanlegir. Þótt gengistylling sé stundum nefnd fastgengi, þá á gengistylling ekkert sameiginlegt með alvöru fastgengi, nema bara misskylda nafngift.
Upptöku evru fylgir yfirþyrmandi stjórnmálaleg áhætta, sem ástæðulaust er að kalla yfir Ísland. Bara kjánum er trúandi til að ganga vitandi vits inn í þá gildru.
Búlgaría hafnaði innikróun í Evrulandi og valdi að nota myntráð áfram. Ekki þarf mikla greind til að sjá augljósa kosti fastgengis, umfram flotgengi. Fyrir Ísland væri upptaka evru hins vegar augljós flónska.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 22.9.2012 kl. 01:19
Mikla menn telja þessir Doktorar "Sjálfstæðis"flokksins og samFylkingarinnar sig vera.
Enda þótt þeir séu vart svaraverðir ... þar sem þeir virðast vera heilalausir trúboðar helferðarstefnu Jóhönnu og Steingríms J. ... þá má augljóst vera að þeir kauðar Doktor D og Doktor S virðast hafa gengið aftur í Valhöll á sameiginlegum fundi þeirra með skoðanabræðrunum Illuga Gunnarssyni x D og Árna Páli Árnasyni x S.
Áður höfðu þær skoðanasysturnar Þorgerður Katrín x D og Ingibjörg Sólrún x S sært fram viðlíka reimleika í Valhöll. Þeir reimleikar enduðu með hruni, haustið 2008.
Ghostbusters þurfa greinlega að heimsækja Valhöll. Þar hafa enn og eftur blossað upp reimleikar miklir.
Mér er sama þó þeir kasti smá skít í mig, en mér finnst framkoma þeirra vera dapurleg í garð þess góða drengs, Ómars Geirssonar. En ljóst er að þessum fulltrúum x D og x S er þó almest uppsigað við heiðarlega og sanngjarna og lausnamiðaða leið Lilju Mósesdóttur á efnahagsvandanum eftir hrunið, sem þau Jóhanna og Steingrímur J., já og "Sjálfstæðis"flokkurinn að þvi er virðist einnig, vilja ekkert af vita og moka bara syndum fortíðarinnar undir Brusseldregilinn. Nei, hún skal þögguð niður með öllum ráðum af ESB flokkunum DSV. Lausnir hennar myndu afhjúpa myrkraverk þeirra undangengin ár.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 03:01
Sæll.
Eins og vanalega þegar Gylfi ASÍ opnar munninn veltur vitleysan út úr honum. Hann meinar án efa vel en það er bara ekki nóg. Honum hefur, einhverra hluta vegna, liðist að beita ASÍ fyrir sinn persónulega málstað - ég get ekki ímyndað mér að meirihluti félaga ASÍ sé fylgjandi ESB aðild eða upptöku evru né fylgjandi Icesave. Velta þarf Gyfla upp úr Icesave stuðningi sínum.
ESB sinnar eins og Gylfi tala um að með evru fáum við aðgengi að lánum á lágum vöxtum. Maðurinn áttar sig ekki á því að lágir vextir eru ein ástæða okkar vandamála og vandamála heimsins. Af hverju er ekki búið að hlæja manninn í burtu?
@LAÞ: Fastgengi hefur slæm áhrif á efnahag okkar vegna þess að slík stefna tekur einfaldlega ekki mið af þeim efnahagslega veruleika sem við búum við hverju sinni, líkt og evran gerir Grikkjum og fleiri S-evrópskum ríkjum. Það er ekki óheppni eða tilviljun sem ræður því að t.d. gríski ferðamannaiðnaðurinn starfar langt undir getu. Hvaða áhrif heldur þú að fastgengi hefði nú á útflutningsatvinnuvegi okkar?
Hver á viðmiðunin að vera í fastgengi? Hvaða tímapunktur? Aðrir gjaldmiðlar, olía, silfur eða gull? Afskipti af gengi gjaldmiðils, eins og öll önnur opinber afskipti, er af hinu slæma. Við sáum það á afskiptum SÍ af gengi krónunnar fyrir hrun og við sjáum það með gjaldeyrishöftunum núna. Fastgengi er ekki lausn okkar vandamála frekar en aðrir stýringarmátar.
Við þurfum krónuna en ekki aðrar gjaldmiðla, við þurfum gjaldmiðil sem endurspeglar okkar efnahagslegu aðstæður hverju sinni - ekki aðra gjaldmiðla hvaða nafni sem þeir nefnast. Svo þarf að setja lög um hámarksstærð opinbera geirans á Íslandi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, ég held að mörkin ættu að vera við 15-20%, alls ekki yfir 25%. Slíkt myndi tryggja efnahagslega velmegun, sagan geymir skýr dæmi þess. Þeir sem læra ekki af sögunni eru auðvitað dæmdir til að gera sömu mistökin aftur og aftur.
Helgi (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 10:00
Takk fyrir innlitið þið tvíburabræður, doktor D og doktor S. Bið að heilsa frænda ykkar, doktor E.
Pétur Örn. Það ber allt að sama brunni, heimurinn er að springa framan í okkur.
Haraldur, til hvers viltu nota dollar???? Þú telur varla að Seðlabankinn muni prenta dollar þegar fjármálaráðherra getur ekki greitt læknum laun. Eitthvað sem eldri borgara ættu virkilega að spá í það er að tilbúin gjaldeyriskreppa þurrkar upp pening til að greiða fyrir innvið samfélaga.
Arnar, Loftur hefur svarað þér ágætlega. Það er til dæmis ótrúlegt að evrudýrkendur skuli ekki gera sér grein fyrir að evran sveiflast til eins og aðrir gjaldmiðlar.
Takk fyrir innlitið Loftur, þú átt langa leið fyrir höndum að útskýra fyrir krónuhöturum að fastgengi er eitthvað ákveðið kerfi á skipan gjaldeyrismála, en ekki orðið sjálft.
En burtséð frá öllum sjónarmiðum um skipan gjaldeyrismála, þá getur ekkert nafn á gjaldmiðli, eða nokkur skipan á útfærslu krónunnar, tekið frá okkur þann kaleik, að við eyðum ekki meir en við öflum.
Og það sem við öflum, ákveður verðgildi gjaldmiðils okkar.
Lögmál sem gildir líka í himnaríki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2012 kl. 10:09
Blessaður Helgi.
Þitt ágæta innlegg kom inn á meðan ég sló inn "kvittun mína" (sbr. að kvitta fyrir sig sem ég reyni alltaf að gera nema ég sé mjög upptekinn) hér að ofan.
Það er aðeins eitt sem ég skil ekki og það er þetta með vaxtastigið, sé ekki samhengið og tel til dæmis að Svisslendingar myndu ekki taka undir þessi rök þín.
Annars er ég samála hverju orði hér að ofan og vil undirstrika þessi orð þín.
" Honum hefur, einhverra hluta vegna, liðist að beita ASÍ fyrir sinn persónulega málstað - ég get ekki ímyndað mér að meirihluti félaga ASÍ sé fylgjandi ESB aðild eða upptöku evru né fylgjandi Icesave."
Það er mikið að hjá verkalýðshreyfingunni þegar hún þjónar skrifræðinu en ekki öfugt.
En það er líka mikið að í þessu þjóðfélagi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2012 kl. 10:15
það var minnst á dani að ofan, og talað um þá sem smá þjóð. en mig langaði að benda á að danir telja um 5 milljónir, http://en.wikipedia.org/wiki/Denmark
sem er svipað og noregur. og ef þjóð sem telur 5 milljónir telst vera smáþjóð, hvað erum við þá, menn á vinnualdri hér á skerinu rétt ná um 132.000 , held við
ættum að líta okkur nær, og jafnvel hugleiða það að leita aftur til dana, eða noregs um að taka okkur inn undir þeirra verndarvæng því við erum orðin svo
gerspilt að við getum ekki einu sinni séð sóma okkar í að þessar örfáu hræður sem hér búa lifi á mannsæmandi kjörum. krónan var upphaflega miðuð við dönsku
krónuna, og samkvæmt fréttum er hún 99% verðminni í dag en þegar við fengum sjálfstæði. ef þetta er ekki áfellisdómur yfir hvernig hefur verið haldið á málum
hér þá veit ég ekki hvað.
GunniS, 22.9.2012 kl. 13:39
Helgi, þú misskilur greinilega tilganginn með fastgengi, eins og fullyrðing þín sýnir vel: “að slík stefna (fastgengi) tekur einfaldlega ekki mið af þeim efnahagslega veruleika sem við búum við hverju sinni”.
Gengisstefna má ekki vera hagstjórnartæki eins og orkunýting, eða skattastefna. Sífelldar og handahófskenndar gengisfellingar er þjófnaður, sem skilar einungis tímabundnum hagstjórnar-árangri og veldur stór-tjóni til lengdar. Megin tilgangur peninga er að miðla verðmætum og ef valdhafar geta að vild skert verðmæti peninganna, missir fólk traust á þeim og afleiðingin er aukin neytsla á óþarfa og gagnlaus fjárfesting í steinsteypu.
Vandi Grikklands stafar ekki af fastgengi, heldur af óheftu viðskiptafrelsi, sem eyðileggur framleiðslugetu jaðarsvæða Evrópubandalagsins. Við höfum séð sömu áhrif hérlendis af heimskulegri aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Einhæfni atvinnulífsins er afleiðingin af gal-opnun lítilla hagkerfa fyrir yfirráðum stórfyrirtækja í Þýðskalandi og Franklandi. Fríverzlun með hagsmuni Íslands í huga, er eina fyrirkomulagið sem er boðlegt hinu smáa hagkerfi okkar.
Við upptöku fastgengis undir stjórn myntráðs, skiptir nær engu máli hvaða gengi er fast-sett gagnvart stoðmyntinni. Hagkerfið aðlagast genginu, á hliðstæðan hátt og einstaklingur gerir þegar hann flytur til annars ríkis. Auðvitað munum við festa Ríkisdalinn við Kanadadal þannig að sem minnstri röskun valdi og verðlags-stöðugleiki í ríki stoðmyntarinnar náist sem fyrst.
Helgi, þú segir: “Afskipti af gengi gjaldmiðils, eins og öll önnur opinber afskipti, er af hinu slæma.” Þetta er alveg rétt, en hvaða afskipti af gjaldmiðli eru afdrifaríkari en torgreind peningastefna. Seðlabankinn er bara gamaldags ríkisstofnun og öll hans miklu afskipti eru af hinu slæma.
Samstaða þjóðar, 22.9.2012 kl. 13:59
@29:
Sæll, takk fyrir svarið.
Jú, vandi Grikklands (ásamt öðru) stafar af því að gjaldmiðill þeirra sveiflast ekki til og tekur ekki mið ef þeirra efnahagslega veruleika.
Ég er alveg sammála þér varðandi gengisfellingar, eða peningaprentun eins og nú er gert víða. Lög um hámarkasstærð opinbera geirans myndu breyta miklu.
Til að vinna bug á verðbólgu verða ríkisstjórnir að eyða minna og hætta að prenta peninga, við þurfum því ekki ríkisdal tengdan við kanadískan dollara til að fá stöðugleika. Hvað með vaxtaákvarðanir Seðlabanka Kanada? Myndu þær nokkuð taka mið af okkar aðstæðum frekar en vaxtaákvarðanir ECB tóku mið af aðstæðum á Spáni (neikvæðir vextir)? Seðlabankar heimsins eru án efa á sjálfseyðingarbraut - sem er gott. Vonandi losnum við sem fyrst við þá alla með sem minnstum fórnum. Kannski er það þó of mikil bjartsýni?
Óheft viðskiptafrelsi hefur aldrei verið vandamál þannig að þessi fullyrðing þín stenst ekki. NAFTA olli mikilli fjölgun starfa í Mexíkó og USA þó margir héldu að störfum myndi fækka í USA við aukið viðskiptafrelsi milli þessara landa. Störfum fjölgaði í báðum löndum. Frelsi í viðskiptum er alltaf til góðs, það sáum við líka með tilkomu Smoot-Hawley tollsins og hræðilegum afleiðingum hans. Vandi Grikkja er m.a. evran, evran virkar ekki fyrir þá. Ef þeir hafa rænu á að taka drögmuna sína upp um áramótin verður mikið að gera í ferðamannageiranum hjá þeim næsta sumar og atvinnuleysi minnka. Þeir þurfa líka að minnka opinbera geirann.
Hvernig er myntráð öðru vísi en nefndin innan SÍ sem ákveður vexti? Menn eiga ekki að skipta sér að gengi gjaldmiðils eða verði á peningum né hafa stefnu um gengi hans. Markaðurinn á að fá að ráða því. Við hvað ætlar þú að miða með fastgengi? Gull, silfur eða aðra gjaldmiðla? Kínverjar tengja sinn gjaldmiðil við dollara sem þýðir sjálfsagt að þeir þurfa að prenta jafn mikið af peningum og kanarnir, með tilheyrandi verðbólgu. Sú fastgengisstefna þeirra er byggð á sandi (og líka svindl). Olía hefur lækkað í verði miðað við t.d. gull en hækkað verulega í verði miðað við dollara og þá sjálfsagt aðrar myntir líka. Ef kanadískur dollar breytist ekki mikið í verði gagnvart US $ eru þeir að prenta álíka mikið og kanarnir. Okkar efnahagslegi veruleiki er ekki sá sami og Kanada (þeir eiga gífurlegar olíulindir sem mun á endanum sjálfsagt ýta gengi kanadadollars upp) og þess vegna gengur ekki að taka upp kanadískan dollar né tengja krónuna við kanada dollar.
Fastgengisstefna virkar ekki enda yrði gengið mannanna verk, við sáum greinilega slæm áhrif uppskrúfaðra vaxta SÍ á árunum fyrir hrun - þeim gekk auðvitað gott eitt til en afleiðingarnar voru hræðilegar þegar leiðréttingin kom. Allir kenndu krónunni um en fáir SÍ - raunverulega sökudólgnum.
Hagkerfið á ekki að aðlagast genginu, gengið á að laga sig að hagkerfinu, annars býrðu til bólu eða kreppu. Það sáum við á árunum fyrir hrun hér (bóla) og sjáum nú t.d. í Grikklandi (kreppa).
Annars fæ ég ekki betur séð en þú sért kominn í mótsögn við sjálfan. Þú tekur undir með mér að opinber afskipti séu slæm. Samt viltu tengja krónuna við eitthvað með myntráði og ákveða gengi hennar.
Helgi (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 22:07
Það er skemmtilegt Helgi að sjá, að þú sakar mig um að vera í mótsögn við sjálfan mig, en það er einmitt það sem ég get sagt um þig. Það eru ekki opinber afskipti að tryggja að gjaldmiðill haldi verðmæti sínu, það eru mikilvæg mannréttindi. Að opinber aðili eins og Seðlabankinn geti ákveðið að að verðfella gjaldmiðilinn, eru hins vegar gróf opinber afskipti.
Það er rangt, að óheft viðskiptafrelsi valdi ekki vandamálum. Við sjáum dæmin um allan heim og þetta er raunar í hnotskurn nýlendustefna nútímans. Það sem skeður innan tollmúra viðskiptabandalaga, eins og Evrópska efnahagssvæðisins, er að smáu fyrirtækin verða undir í samkeppninni og eru keypt upp af þeim stærri og eru skjótlega lögð niður. Stórveldin kaupa markaðina og í skjóli einokunar auka þau hagnað sinn.
Gengisfelling er engin lausn á viðskiptahalla, ekki frekar en hún er lausn á misskiptingu. Þeir sem halda fram slíkri firru eru að reyna að blekkja þá sem ekki hafa hugleitt samhengi hlutanna. Svo eru auðvitað þeir sem eru að blekkja sjálfa sig. Það bætir ekki hag Grikklands að losa sig við Evruna, heldur er lausnin fólgin í að losa sig við myljandi samkeppni og koma framleiðslu landsins í gang. Að vera þjónustulið í eigin landi er ömurlegt hlutskipti. Ísland er á sömu vegferð vegna aðildar að EES.
Helgi, þú virðist ekki skilja að efnahags-bólur í hagkerfi myndast vegna hagnaðar-vonar, innan hagkerfis eða efnahags-geira. Ef við værum með Kanadadal sem gjaldmiðil, eða sem stoðmynt undir myntráði, þá væru bólur ekki líklegri á Íslandi en í Kanada. Að auki væri vaxtastig og verðbólga eins í báðum löndunum. Kanadadalur er sérstaklega hentug sem stoðmynt, vegna þess að landsframleiðsla á íbúa heldst í hendur í báðum löndunum. Þannig hefur það verið undanfarin tíu ár hið minnsta og ástæða er til að ætla að svo verði áfram.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 23.9.2012 kl. 00:13
@31:
Sæll, og takk fyrir svörin :-)
Ég er ekki að mæla með gengisfellingu, alls ekki. Ég vil að gengið ráðist af markaðinum, handstýring á gengi er ekki góð og sagan geymir mörg dæmi þess, sérstaklega hérlendis. Ég vil minnka hið opinbera verulega að láta það hætta að skipta sér að nánast öllu eins og það gerir nú. Ég vil láta leggja SÍ niður, ég vil ekki opinber afskipti af gengi gjaldmiðils né vöxtum. Annað hef ég hvergi sagt.
Jú, Grikkir geta aukið tekjur sínar með því að losa sig við evruna og taka upp drögmuna sína. Ef þeir ætla sér að rétta við sinn efnahag þurfa þeir að vísu að gera ýmislegt annað en annar gjaldmiðill væri skref í rétta átt.
Vel má vera að einhverjar minniháttar bólur myndist vegna hagnaðarvonar en síðasta bóla varð til vegna offramboðs á peningum og of lágum vöxtum. Hagnaðarvon þarf ákveðinn jarðveg og ákveðnar aðstæður, ekki satt?
Ef við værum með Kanadadal sem gjaldmiðil værum við búin að missa hluta okkar sjálfstæðis. Að taka upp Kanadadal eru sömu mistök og að taka upp evru, norska krónu eða annan gjaldmiðil en okkar eigin sem ekki endurspeglar okkar hagkerfi. Hver segir að okkar hagkerfi þurfi sömu vexti og kanadíska hagkerfið? ECB bjó til neikvæða vexti á Spáni en sama vaxtastig hentaði prýðilega í t.d. Þýskalandi. Vaxtastefna ECB virkaði í t.d. Þýskalandi en ekki á Spáni og afleiðingarnar blasa við. Smávægilegt misræmi milli t.d. okkar og Kanada, ef við værum með kanadadollar, gæti verið dýrt fyrir okkur. Að auki held ég að verulegar líkur séu á að landsframleiðsla á mann í Kanda aukist með hækkandi olíuverði. Það er ekki svo langt síðan hagkvæmt varð að vinna olíu í Kanada. Kandamenn eiga stærstu olíulindir heims, það skiptir máli í þessu samhengi.
Þú talar um að lausn sé að losa sig við myljandi samkeppni og koma framleiðslu í gang. Það var m.a. hugmyndin á bak við Smoot-Hawley tollinn og í stuttu máli sagt gekk það ekki upp. Jafn fróður maður og þú ættir að vita þetta. NAFTA er annað dæmi sem afsannar kenningu þína.
Stór fyrirtæki komast upp með markaðseinokun vegna skorts á samkeppni og asnalegra reglna sem hið opinbera setur. Það er t.d. alveg meiriháttar mál að stofna banka hér og hefja bankastarfsemi vegna flókins regluverks. Slíkt ýtir auðvitað ekki undir samkeppni á bankamarkaði og kemur niður á neytendum.
Þú fullyrðir ansi mikið án þess að taka nokkur dæmi máli þínu til stuðnings, það gerir þinn málflutning mjög holan svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo lítur þú algerlega framhjá sögulegum staðreyndum, ekki bætir það úr skák.
Hafðu það gott og takk fyrir alveg frábæra pistla um Icesave á sínum tíma, þeir voru einstaklega fræðandi og þín umfjöllun um þau mál bar af annarri :-)
Helgi (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 09:51
Þakka þér Helgi fyrir hólið, sem ég á sjálfsagt ekki skilið. Ég hef misskilið orð þín, því að þú segir:
Við erum því sammála um megin atriðin varðandi peningastefnuna og ekki bara um Icesave. Eins og oft hefur komið fram hjá mér, álít ég ekki að myntráð eða upptaka erlends gjaldmiðils sé afsal sjálfstæðis, heldur traustur rammi fyrir heiðarleg gjaldeyrisviðskipti.
Leggjum niður Seðlabankann, því að allt er betra en Márinn !
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 26.9.2012 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.