Hið vanheilaga bandalag Davíðs og Jóhönnu.

"Er ríkisábyrgð á innistæðutryggingakerfi Evrópu eða ekki? Eftir málflutning fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg í Icesave-málinu er ljóst að enginn treystir sér til að segja það fyrir víst. Fráleitt er að ætla að hin margumrædda tilskipun 94/19/EC taki af tvímæli um það og nú verða menn að bíða næstu tvo til þrjá mánuði eftir að niðurstaða dómsins fáist."

Já, fráleitt er að ætla  að tilskipun ESB um innlánstryggingar taki af tvímæli um hina meintu ríkisábyrgð segir blaðamaður Morgunblaðsins.

Og tekur þar með þátt í farsanum hinn meinta vafa, farsa sem er lending ríkisstjórnar Jóhönnu Sig inní Evrópusambandið.

Blaðið hans Davíðs tekur þátt í þeim ljóta leik.

Hver hefði trúað að ægivald atvinnarekendaklíkunnar sem vill í ESB, til að fá evruna sína, sé svo mikið að Davíð, hvort sem hann er meðvitaður eða plataður, sé verkfæri Jóhönnu Sigurðardóttur????

 

Það er vitað að "viðunandi" lausn ICEsave deilunnar er forsenda þess að bretar samþykki aðild Íslands að bandalaginu.  Það er líka  vitað að Brussel vill okkur inn vegna hagsmuna bandalagsins á Norðuslóðum.

Og það er vitað að engin lausn er viðunandi nema Ísland játi brot sitt og lofi að borga. 

 

Það er líka vitað  að eftir Nei-in 2 var ákveðið að finna samningsflöt með því að viðurkenna greiðslur úr þrotabúi Landsbankans en deilan snýst um meinta vexti, sem þó eru aukaatriði miðað við meginkröfuna um að Íslandi játi sekt sína.

Það er líka vitað að EFTA dómurinn á að kveða upp svokallaðan Salómónsdóm í ICEsave, dóm sem íslensk stjórnvöld hafa lofað að lúta, en biðja um það eitt að möguleiki sé á að þau fái hann samþykktan heima í héraði.

 

Það er líka vitað að til þess að rangur dómur verði samþykktur, þá þarf að virkja allar áróðursvélar valdsins til að skapa vafa um hið augljósa, að nakti keisarinn gæti hugsanlega verið í fötum, það vita jú allir að ekkert er fyrirfram hægt að segja til um niðurstöðu dómsstóla.  

Sigrún  Davíðsdóttir hefur verið dugleg við þetta í Speglinum en hlutverk hennar er að koma með fóður fyrir vitgranna fjölmiðlamenn um hinn meinta vafa, að keisarinn sé í fötum þó enginn fái þau séð.

Það sem ekki var vitað var hvort Mogginn myndi spila með.

 

Jæja, það er vitað í dag.

Mogginn spilar sig hálfvita í málinu.

 

Við hin sem ætlum ekki að samþykkja ICEsave og ekki ganga í dauðabandalagið á meginlandi Evrópu skulum muna að rangt verður alltaf rangt þó til séu aðilar sem hafa hagsmuni að því að halda fram vafa í málinu og hafa til þess völd og ítök til að hinn meinti vafi sé alltaf í umræðunni.

Munum að reglugerð ESB er skýr, reglugerðir er það eina sem ESB gerir vel.

Reglugerð ESB um innlánstryggingar tekur ekki á þeim aðstæðum sem koma upp við hrun tryggingakerfisins, það var annað hvort talið svo ólíklegt eða seinna tíma vandamál sem þyrfti að setja reglur um.

En reglugerðin tók það skýrt fram að ef einstök aðildarríki settu á stofn tryggingakerfi sem uppfyllti ákvæði reglugerðarinnar, þá væru þau NOT í ábyrgð fyrir tryggingarkerfinu.  Fyrir því eru tvær ástæður, bæði hefði regluverkið aldrei verið samþykkt ef það fæli sjálfkrafa í sér ótakmarkaða ríkisábyrgð, sem og hið augljósa, Framkvæmdarstjórn ESB hefur ekki Réttarheimild til að ákveða ríkisábyrgðir fyrir einstök aðildarríki ESB, hvað þá fyrir EFTA þjóðir sem eru aðilar að evrópska efnahagssvæðinu.

Um þetta er ekki vafi, þetta er svona.  Orð geta alltaf dregið það í efa það sem er, orðum er alltaf hægt að stjórna.  En þau breyta aldrei staðreyndum, það vita allir þeir sem fengu 4,5 á prófi.  "Ég held eða ég tel" voru aldrei tekin gild sem rétt svör.

 

Öll umræða um að þetta eða hitt hefði átt að vera í regluverkinu, er óumræða, það sem gildir það sem stendur í regluverkinu og síðan hvað stendur í íslensku lögunum sem samin voru útfrá regluverkinu.  

Það er óumræða að segja að fyrst að tryggingarkerfið hrundi vegna allsherjarhrun bankakerfisins að þá eiga stjórnvöld að gera svona eða svona.  Málið er að ef sá sem setti regluverkið, Framkvæmdarstjórn ESB, hefði viljað þessa eða hina athöfnina, til dæmis beina ríkisaðstoð við tryggingarkerfið, þá varð hún að taka það fram fyrirfram, ekki eftir á.

Því það er grundvallarregla réttarkerfisins að lög eru sett fyrirfram, ekki eftir á.  Það gildir sem stendur í lögum, ekki það sem hefði átt að standa.

 

Og lykilatriðið er, að það eina stendur í lögum sem viðkomandi löggjafi hefur heimild til að setja í viðkomandi lög.

Framkvæmdarstjórn ESB hafði ekki og hefur ekki Réttarheimild til að ákveða einhliða ótakmarkaðar ríkisábyrgðir fyrir einstök aðildarríki hins evrópska efnahagssvæðis.

Öll umræða sem byggist á "hefði" eða "ef" er óumræða sem kemur lagaframkvæmd ekkert við.

Lög geta vissulega verið óljós og þau þarf þá að túlka.  En mörkin eru að það er aldrei hægt að túlka inní lög það sem ekki stendur, hvað þá að túlka slíkt gegn skýrum lagatexta um það sem stendur.

"NOT" þýðir alltaf EKKI sama hvað Davíð Oddsson og Jóhanna Sigurðardóttir ákveða sín á milli. 

Gleymum því aldrei.

 

Það er sorglegt að þurfa að kveðja dyggan bandamann þjóðarinnar í ICEsave deilunni.  

En svona vinnur valdið, það herðir sín kverkatök þegar mikið er í húfi.

Og það sem er í húfi er innlimun Íslands sem beiningarkellingu inní sæluríki evrunnar, ESB.

 

Þangað vill Sjálfstæðisflokkurinn.

Þangað vill Samfylkingin.

 

En ekki ég.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Fjárhagsleg áhætta virðist hverfandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn. 

Göngum hreint til verks strax eftir kosningar.  Göngum þá veginn áfram með Jóhönnu og Össuri.

Látum það ekki buga okkur, að okkur mistókst ætlunarverk okkar í síðustu kosningum, 25. apríl 2009. 

Látum það heldur ekki buga okkur að okkur tókst ekki að fá okkar ástkæru Þóru kosna sem forseta. 

Sameinumst.  Fylkjum okkur nú aftur um flokkinn og draumsýn okkar og formanns okkar um upptöku evrunnar. 

Já áfram Sjálfstæðismenn, sameinumst nú og fylkjum okkur um draumsýn okkar og formanns okkar.  Sláum fjórar flugur í einu höggi með því að setja x við D.  Já kjósum x D og göngum svo hreint til verks strax eftir komandi kosningar.  Sameinumst og fylkjumst:   x Evran, x ESB, x D og sameinumst og fylkjum með Samfylkingunni.

Göngum hreint til verks strax eftir kosningar.  Setjum krossinn við D, slátrum krónunni og fullveldinu.  Græðum svo á daginn og grillum á kvöldin eins og okkar ástkæri hugmyndafræðilegi leiðtogi hefur ætíð lagt til. 

Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 12:57

2 identicon

Doktor D (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef 'ORG hefði samþykkt lögin um Icesave þá væri þetta mál úr sögunni. Talið er að 93% af Icesave skuldinni hafði skilað sér. Þessi samningur gekk út á að ef allar útistandandi skuldir gamla Landsbankans væru afskrifaðar þyrftum við að greiða þessi 7% en enn er að reitast inn á þessar útistandandi skuldir. Var andóf ÓRG ómerkilegt innlegg í stjórnmálaviðhorfin? Tækifæri að brjóta niður þingræðið en 70% þingheims var inn á þessari lausn. Eða var þetta aðeins ómerkilegt áróðursbragð? Kannski lýðskrum undir merki einhverrar þjóðrembu?

Það er við hæfi að draga fram gamalt áróðursplakat BB og X-D í tengslum við Evruna!

Bravó!

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2012 kl. 20:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón, og takk fyrir að kíkja inn hjá mér.

Ég sé að þú tekur ekki beina afstöðu til hvort þú og þínir eigi að greiða þann eina ICEsave reikning sem hefur fallið á þjóðina.  Reynir frekar að tína til nýjan blóraböggul, og þá fyrir þann glæp að hafa hindrað að þjóðin greiddi mun hærri upphæð.

Dálítið skrýtin röksemd en kannski ekki ef maður þjáist af einbeittum borgunarvilja eða djúpstæðum ótta við búlla og önnur illþýði sem kúga og meiða hina veikburðari.  

Það fyrra skil ég ekki, en hef aldrei upplifað það seinna, enda svo heppinn að búllarnir létu mig alltaf í friði.  

En það er tvennt í sjálfri rökfærslu þinni sem orkar tvímælis.  

Enn og aftur vanmetur þú hina meintu vexti ICEsave samninganna sem og alla óvissuþætti.  Sá stærsti  var að útborgun þrotabúsins miðaðist við fasta krónutölu og ef gengið féll, þá fengum við alltaf þessa krónutölu en frá færri evrum.  Sem þýddi að sjálfsögðu að við þurftum að greiða fleiri evrur.  

Svo er það með hinn meinta glæp Ólafs að láta þjóðina skera úr.  Hvort vegur meir þingræðisvilji eða þjóðarvilji???  Hver er vörn þjóðar gegn ægivaldi fjármálafla sem mikill meirihluti þingmanna þorir ekki gegn???

Ég held að svarið sé ekki einhlítt en sé það fyrir mér sem áreiti ólíkra leiða, að fulltrúa lýðræðið njóti aðhalds frá  beinu lýðræði sem og að skýr lög séu til um eignarhald á fjölmiðlum og svo framvegis.  Aðalatriðið er að það séu til leiðir til að hindra gjörræðisvald og það séu til leiðir til að sporna gegn keyptum ákvörðunum fjármagns. 

Ég tel að  Ólafur hafi gert rétt, algjörlega óháð skoðunum mínum á ICEsave fjárkúguninni.  

Og ég tel að þessa leið þurfi að þróa, að leikreglur þjóðaratkvæðis séu skýrðar.  

Sem þær verða, því dag eru þær háðar geðþótta, og það er eitthvað sem þarf að lágmarka.

Lýðræði er ekki fullkomið og ægivald þeirra sem eiga er alltaf stöðug ógn.  En það má halda þeim illfylgnum í skefjum, án þess að þurfa að afhausa þá reglulega.  

Og ég tel að Ólafur hafi einmitt hindrað það ástand að til afhausunar hafi komið.

Það vill jú enginn vera skuldaþræll til lengdar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.9.2012 kl. 09:57

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er mikill misskilningur að þjóðin eigi að bera byrðarnar af Icesave. Það stóð aldrei til og er sögufölsun.

Ástæðan fyrir því að Bretar beittu hermdarverkalögunum var fyrst og fremst varnarráðstöfun þeirra. Ekki tókst að fá þáverandi ríkisstjórn til samstarfs að leysa vandræðin vegna starfsemi bankanna. Með þessari ákvörðun voru eignir bankanna „frystar“, stofnaður reikningur í Englandsbanka og allar afborganir af lánum ásamt vöxtum beint inn á þennan reikning. Þegar seinna samkomulagið var undirritað höfðu 93% af Icesaveskuldinni skilað sér. Þessi fjárhæð ber enga vexti en þetta samkomulag byggði á því að ef ekki skilaði sér meira og þyrfti að afskrifa útistandandi lán, yrði ríkissjoður að borga. En ekkert bendir til annars en að þessi Icesave skuld sé úr sögunni, hefðum við borið þá gæfu að ÓRG hefði undirritað lögin.

Að halda öðru fram er byggt á ákaflega veikum tilfinningalegum rökum.

Ef menn vilja halda sig við „táradalsskilninginn“ þá mega menn lifa mín vegna áfram í þeirri blekkingu.

Vel kann að vera, að einhverjir braskarar hafi ætlað sér að komast yfir sjóðinn digra í Englandsbanka með brögðum. Samkomulagið við Breta og Hollendinga lokaði öllum leiðum. Féð átti að nota til að endurgreiða Bretum og Hollendingum.

Með von um að augu þeirra sem nenna að setja sig inn í þessi einkennilegu mál, uppljúkist og menn átta sig á vitleysunni.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.9.2012 kl. 17:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón og fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, hef verið busí.

Innlegg þitt útskýrir samt mjög vel hugarheim þeirra sem vilja borga, óháð öllum staðreyndum mála, óháð öllum afleiðingum gjörða þeirra, og hvernig þeir geta síðan sofið með góða samvisku, og jafnvel sett út á meintar misgjörðir gamla góða íhaldsins.

Eitthvað sem ég hef aldrei almennilega skilið, og skil þó margt, meir en margan grunar.

Þrennt sem æpir á, tökum það fyrir í réttri röð.

"Það er mikill misskilningur að þjóðin eigi að bera byrðarnar af Icesave. Það stóð aldrei til og er sögufölsun."

Hverjir áttu að greiða 507 milljarðana sem endurbættur Svavarssamningur hefði kostað þjóðina miðað við forsendur samningsins, um endurgreiðsluhlutfall og endurgreiðslutíma.  Ég bjó ekki til þessa 507 milljarða, Jón Daníelsson reiknaði þá út, og var aldrei ómótmælt.  

Vilhjálmur Þorsteinsson beitti núvirðislógík til að ná upphæðinni niður í 230 milljarða, en beitti hundalógík sem Jón sýndi að ætti sér jafngilda forsendur í hina áttina, það er hærri upphæð en þessa 507 milljarða.

Þess vegna spyr ég þig Guðjón, og þú getur svarað mér án þess að hafa nokkurn ótta á að einhver annar lesi þennan þráð, hann er það gamall, hver átti að borga þessa 507 milljarða annar en þjóðin????

Ef þú hefur gleymt þessari hörmung og mast aðeins eftir þeim seinni, þá mat óháður greiningaraðili hann uppá um 70 milljarða, hvaðan áttu þeir peningar að koma??????

Ég spyr bara, og þá aðeins í miklu sakleysi, áttaðirðu þig aldrei á vaxtadæminu????

"Ástæðan fyrir því að Bretar beittu hermdarverkalögunum var fyrst og fremst varnarráðstöfun þeirra. Ekki tókst að fá þáverandi ríkisstjórn til samstarfs að leysa vandræðin vegna starfsemi bankanna."

Ég spyr aðeins í forundran, veistu ekki hvenær bretar settu á hin meintu hryðjuverkalög????  Ertu búinn að gleyma að þau voru sett á 8. október 2008, í upphafi hruns bankakerfisins.  Á hvaða samstarf hafði þá reynt????

Fyrir utan hvaða lagaheimild vísuðu breta til að réttlæta hin meintu lög??

Til dæmis gat ICEsave útbúið ekki flutt peninga úr landi ef breska fjármálaeftirlitið bannaði slíkar millifærslur.  Heimild sem önnur fjármáleftirlit hafa, og geta beitt án þess að vísa í sérstök lög um terrorista, sem allflest lönd Evrópu hafa ekki.

Kallast þetta ekki að kóa með óvininum Guðjón????

"Þegar seinna samkomulagið var undirritað höfðu 93% af Icesaveskuldinni skilað sér. Þessi fjárhæð ber enga vexti en þetta samkomulag byggði á því að ef ekki skilaði sér meira og þyrfti að afskrifa útistandandi lán, yrði ríkissjoður að borga".

Ég spyr aftur í forundran Guðjón, ert þú ekki að rugla saman staðreyndum??

Í seinna ICEsave samkomulaginu var ætlað að rúm 90% myndu endurgreiðast, og byggði á mati slitastjórnar LÍ.

En menn meta ekki það sem er, ef 93% hefði endurheimst, þá var það faktur, ekki mat.  Á þessum tímapunkti hafði náðst kraftaverk í innheimtum, en það var ennþá langt undir áætlaðar innheimtur, það var fyrst eftir söluna á Iceland verslunarkeðjunni sem mestu áhættunni var útrýmt.

En þar fyrir utan, þá var vaxtakrafa breta frá þeim tímapunkti sem þeir greiddu ICEsave, mesti kostnaðarvaldurinn í dæminu.  Hans vegna gat kostnaðurinn aldrei farið niður fyrir 30 milljarða(sirka), og nú þegar er ljóst, þar sem það drógst að byrja greiða úr þrotabúinu, að sú tala yrði mun hærri.  

Mig minnir að nú þegar hefðu 50 milljarðar fallið á þjóðina, en ég nenni ekki að gúgla það, talan sem slík skiptir ekki máli, ekki nema ef einhver heldur því fram í fullri alvöru að hún hafi ekki verið til, að þá gúgla ég hana og kem með hana nákvæma.

Eftir stendur eitthvað Guðjón, sem samræmist hvorki staðreyndum eða raunveruleikanum.

Allt til að kóa upp mestu Óbermi mannkynssögunar, illfylgin sem mergsjúga alþýðu heims í dag.  Ég hefði hugsanlega getað ímyndað mér þessa umræðu við harða Nýfrjálshyggjubjána, en ekki hugsandi félagshyggjumann.

Að fara rangt með til að réttlæta óhæfuverk AGS, það er eitthvað sem fólk sem vill heiminum vel, gerir ekki.  Sama hvað er í húfi.

Það er betra að forystumenn þeirra flokka sem maður trúði á, fái 0,0% í kosningum, en að stuðla að framgangi afla sem ræna og rupla í nafni alþjóðavæðingarinnar.

Fórnarlömb þrælabúða hennar eru svo mörg, eru svo ung, að við sem viljum vel, eigum að berjast gegn óhæfunni, ekki öfugt.

Ég skora á þig Guðjón, þó þú munir ekki reyna að svara mér, það er ekki þinn stíll þegar rök hitta þig fyrir, að íhuga orð mín.

Ég er nefnilega alþýðumaður, og félagshyggjumaður.

Og verð það á meðna ég dreg lífsandann.

Og ég trúi á að við munum sigra ræningjana, að lokum.

Þú mættir hafa þá trú líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.9.2012 kl. 21:51

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til að setja sig inn í þessi mál þarf að setja sig inn í hvernig bankarnir störfuðu. Þeir fá himinhá lán á lágum vöxtum til skamms tíma, endurlána til lengri tíma á mun hærri vöxtum. Þegar ekki tókst að framlengja þessi himinháu lágvaxtalán fengu þeir Landsbankamenn hugmyndina um Icesave til að brúa þetta bil. Það byggðist á að þeim væri treyst. Um leið og traustið brást þá fór allt á hvolf. Enn eru útistandandi lán gamla Landsbankans að skila sér en skil námu 93% upp í Icesave við síðustu samningsgerð.

Hvernig stendur á því að allir málsmetandi lögmenn sem setja sig inn í þetta mál, já ALLIR, mæltu með samningaleiðinni en ekki með dómsstólaleiðinni?

Allt þetta hjal um einhverjar þrælabúðir er eins og hvert annað kjaftæði.

Því miður bar forseta ekki sú gæfa að velja skynsemina. Hann tók þá umdeildu ákvörðun að auka á glundroðann og kljúfa þjóðina. 

Eigi nenni eg að elta fleiri ólar varðandi þessa vitlausu deilu sem nú væri enginn hefði samningaleiðin verið staðfest.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.9.2012 kl. 12:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Guðjón, þú ert í ákaflega mikilli afneitun,.

Hvert er samhengið á milli hryðjuverkalaga og trausts???

Heldurðu virkilega að evrópsk fjármálalöggjöf geri ekki ráð fyrir bankaáhlaupi??? Eða lögbrotum í bankastarfsemi???  Eða geri eftirlitsaðilum ekki kleyft að grípa inní ef um óeðlilega fjármagnsflutninga er að ræða????

Og að þau lönd ESB sem hafa ekki sérstaka hryðjuverkalöggjöf, geti ekki brugðist við falli banka???

Af hverju reynir þú að réttltæta svona svívirðilega árás á þjóð þína???

Skil námu 93% við síðustu samningagerð segir þú og ruglar saman áætlun og þegar innheimtu.  Þó þú sleppir því núna að minnast á vextina, þá er sú krafa breta ástæða þess að mikill kostnaður fellur á þjóðina, þó allt innheimtist. 

Hefði aldrei farið undir 30 milljarða við síðasta samning, aldrei undir 120 milljörðum við endurbætta Svavarssamninginn.  

Síðan var gengisáhættan öll hjá Íslendingum, og ákvæði um gjaldfellingu ef ríkið eða ríkisstofnanir eins og til dæmis Landsvirkjun lenti í að draga eina afborgun fram yfir greiðsludag.

Og við erum að ræða um á tímum þar sem framtíðin er mjög óviss og hruni fjármálakerfisins er reglulega spáð.

Og þú talar bara um 93% skil, án vaxta.  Guðjón hvað er að????

Hvaða afneitun er í gangi.

Varðandi fullyrðingar um þrælabúðir að þá er mjög einfalt röksamhengi á milli fjárhagsskuldbindinga þjóða sem þær ráða ekki við og hrun innri þjónustu.  Auk þess að erlend stórfyrirtæki fá auðlindir fyrir slikk, þær eru teknar uppí skuldir.

Það kalla ég þrælabúðir, þú mátt kalla það annað, en þá út frá raunveruleikanum, ekki ímyndunum um að það sem er, sé ekki.

Málsmetandi lögmenn segir þú, hvaða málsmetandi lögmenn ert þú að ræða??  

Þá sem eiga hagsmuni að gæta??  Þá sem þora ekki gegn valdinu???

Evran er að hrynja þó allir málsmetandi hagfræðingar töldu hana traust og aðeins væri um tímabundna erfiðleika að ræða.  Voru þeir málsmetandi vegna þess að þeir lugu eða voru svona lélegir hagfræðingar???

Bull eða kúgun er ekki réttlætanlegri þó hinir svokölluðu málsmetandi menn styðji valdið á hverjum tíma.  

Ef svo væri þá værum við ennþá í ánauð.

Sem nota bene er ekki hugsjón félagshyggjunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2012 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 564
  • Sl. sólarhring: 576
  • Sl. viku: 4407
  • Frá upphafi: 1329938

Annað

  • Innlit í dag: 460
  • Innlit sl. viku: 3829
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 402

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband