Við eigum líf sem þarf að vernda.

 

Og það mun enginn vernda það nema við sjálf.

 

Þegar við erum spurð hvað er mikilvægast í lífi okkar þá svörum við flest, "börnin okkar" og það sem meira er, við meinum það.  

Við hugsum um verlferð barna okkar, við reynum að tryggja öryggi þeirra, bæði heima fyrir og í umhverfi þeirra og við hugsum um hvernig þjóðfélag við viljum ala þau upp í.  Við leggjum áherslu á góða menntun og heislugæslu og um það ríkir samfélagsleg sátt.  Í stjórnmálum er rifist um leiðir að marki, en ekki markmiðið sjálft, að samfélag okkar eigi að vera gott og mannúðlegt, að það sé gott að vera barn í dag.  

Og í sjálfu sér getum við ekki meira gert.  Það er við allar eðlilegar aðstæður.  

Það er aðeins þegar framtíð barna okkar er ógnað sem við þurfum að gera meir.  

Þegar svo er þá er það í eðli okkar að gera þetta "meir".  

Við verjum börnin okkar.  

 

Í gegnum tíðina hefur margt ógnað lífi barna okkar.  Sjúkdómar, hungursneyðir, stríð.  

Í velmegunarsamfélögum Vesturlanda höfum við náð tökum á sjúkdómum, hungurvofan hefur umbreyst í offituskelfir og stríð eru aðeins minning.  

Í augnablikinu virðist ekkert ógna framtíð barna okkar.  Það ætti því að vera óhætt að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og láta hina daglegu lífsbaráttu eiga hug okkar allan.  

Virðist en er ekki því við erum í þekktu ferli lognmollunnar sem er undanfari stríðs og átaka.  

Ferli sem sagan segir að endi á einn veg og mun enda á þann veg nema við breytum sögunni, að í fyrsta sinn í veraldarsögunni endi átakaferli með friði.  

"Friði á jörð" heitir það víst, göfug Sýn sem fram að þessu hefur reynst tálsýn ein.  

 

Og ef við værum spurð, þá myndum við segja, "Því miður, það verður ekki friður á jörðu í þessu lífi, kannski næsta".

Er málið þá afgreitt, eiga börinin okkar enga framtíð því við vitum að næsta stríð verður ekki háð með spjóti og örvum??  Vopn gærdagsins eru á safni, nútímavopn eru það öflug að við köllum þau "gjöreyðingarvopn", því þau eyða svo mikið, jafnvel lífinu öllu.  

Meintum við sem sagt ekkert þegar við svöruðum spurningunni um hvað væri mikilvægast í lífi okkar væri börnin okkar.  Að hið rétta svar væri að við mætum það mest að hafa það gott, að geta grillað og Feisað eða annað það sem metum svo mikið við hið daglega líf.  Vissulega viljum við börnum okkar vel, og sýnum það í verki, en aðeins að því marki að við þurfum ekki að leggja neitt á okkur sem er fram yfir það venjulega.  Að rísa upp gegn ógnaröflunum, að stöðva átakaferlin, það er einfaldlega of erfitt, jafnvel vonlaust og því kjósum við að gera ekki neitt og svo verði það sem verða vill.  

"Jú, vissulega meintum við það" segðum við í fússi, "en hvað getum við gert???".

 

Og þar liggur meinið sem ógnar framtíð barna okkar.  

Sagan kennir að fólk hefur lagt á sig ótrúlegt erfiðið til að verja sig og sína.  Síðast þegar illskan ógnað öllu mannlífi þá var það aðeins fyrir ótrúlegar fórnir fjöldans að hún var stöðvuð.  

En hingað til hefur ekki tekist að stöðva átakaferlin þó þau séu augljós og allir vita hvernig þau enda.  

 

H.G. Wells orðaði þessa nöpru staðreynd í þessu fleygu orðum:

 

Every intelligent person in the world felt that disaster

was impending

and knew no way of averting it.

 

Við sjáum en vitum ekki hvað við getum gert.

 

Jæja, eitthvað til í þessu en er það afsökun fyrir að sitja með hendur í skauti og reyna ekkert????

Er það svo að ekkert sé hægt að gera???  Að það sé náttúrulögmál að örfáir vitleysingar geti komið heiminum á heljarþröm?????

Svarið en Nei, af hverju???  Jú, annað er ekki valkostur.  Við erum að tala um framtíð barna okkar.  

 

Og átök eru ekki náttúrulögmál eða liggja í eðli mannsins.   

Við þurfum ekki annað en að skoða mannlíf hvar sem er í heiminum til að sjá brosandi fólk sem er að gera sitt besta við að ala upp börn sín.  Fólk deilir en það gengur ekki um vegandi hvort annað.  Slíkt er talið afbrigðilegt og reynt að uppræta.  

Ofbeldi og átök eru gjörðir örfárra sem hafa komið sér í þá aðstöðu að komast upp með óeðli sitt.  

 

Þegar tugþúsundir Egypta héldu á vígvöllinn til að berja á Hittíum í fyrstu stórorrustu mannkynsins við borgina Kadesha (í Sýrlandi) árið 1274 f. Krist var það ekki vegna blóðþorsta þeirra, heldur vegna þess að þeir neyddust til að hlýða kalli höfðingja síns.  Í dag er líka barist í Sýrlandi, ekki vegna þess að fólk er blóðþyrst, heldur vegna þess að það er leiksoppur hagsmuna og ráðabruggs höfðingja.  

Átök eru afleiðing þekktra ferla og til að stöðva átök þarf að stöðva þessa ferla.

Átök eru tómsdundagaman höfðingja, ekki vilji fjöldans.  

Fjöldinn vill fá að lifa í friði, að börnin okkar lifi og eigi framtíð.  

Átök eru ekki náttúrulögmál, átök eru afleiðing.  

Afleiðing græðgi og valdaþorsta og þau eru fylgifiskur illskunnar.  

 

Síðast þegar illskan reis upp og ógnaði öllu lífi þá er talið að um 80-100 milljónir hafi fallið í þeim hildarleik. 

Okkar er sagt að stríðið mikla hafi verið óhjákvæmleg afleiðing Kreppunnar miklu, að örbrigðin og upplausnin hafi gert öfgaöflum kleyft að ná völdum.   Þetta er rétt að hluta, en aðeins að hluta. 

Tvennt mikilvægt vantar. 

 

Það fyrra er að valdataka nasista var ekki eitthvað sem gerðist vegna þess að það gerðist, þeir náðu völdum vegna þess að voldugur hópur iðnrekenda fjármagnaði valdatöku þeirra vitandi þess að nasistar ætluðu í stríð og vitandi þess að þeir ætluðu að ofsækja og drepa fólk.  

Það er upphafið og án upphafs á ekkert sér endi.  

 

Örfáir menn, innan við þúsund báru ábyrgð á þeirri atburðarrás sem endaði í hildarleiknum mikla þar sem sjálf siðmenningin var undir.

Örfáir menn eru bara örfáir menn, jafnvel þó þeir eigi peninga og hafi mikil völd.  

Þeir komast ekki upp með eitt eða neitt nema vegna þess að fjöldin leyfi þeim það.  

Og það er hin raunveruleg skýring stríðsins mikla, afskiptaleysi fjöldans.

 

Fólk Feisaði og grillaði, hló og skemmti sér og lét vitleysingana fara sínu fram.  

Það hlustaði ekki á þá menn  sem vöruðu við hættunni, löngu áður en stríðið skall á.  

Hefði það gert það, sett vitleysingana í spennutreyjur á viðkomandi stofnanir, þá hefði ekki orðið neitt stríð, seinna stríðið var ekki óhjákvæmilegt, það varð vegna afskiptaleysi fjöldans sem var ekki tilbúinn að verja líf sitt og framtíð. 

Ekki á meðan það var hægt að gera það án mannfalls.  

 

Sama afskiptaleysið gerir öðrum vitleysingum, miklu hættulegri vitleysingum, með miklu öflugri vopn, kleyft að stofna til átaka sem að lokum munum magnast upp í átökin einu, þau síðustu sem maðurinn mun há.  

Stríð eru ekki náttúrulögmál en spurningin sem börnin okkar standa frammi fyrir er hvort afskiptaleysi foreldra þeirra gagnvart geðsjúkum vitleysingum sé náttúrulögmál. 

Að maðurinn sem tegund sé ekki fær um að lifa af því hann geti ekki í tíma girt uppum sig brók og gert það sem þarf til að hindra lokastríðið.  

Að hann sé ekki skynsemisvera heldur safn taugafruma sem bregðast aðeins við áreitum.  

 

Sem er ekki rétt, reikskynjarinn afsannar það.   Hann gerir okkur kleyft að bregðast við eldinum áður en hann brennur okkur.  

Eins er það með Hugmyndafræði lífsins (hagfræði lífsins, aðferðafræði lífsins) og Hreyfingu lífsins (Galdur lífsins, lífið finnur sér leið til að lifa af).

Þau eru tæki lífsins til að koma mannkyninu á næsta stig þróunarinnar, að við segjum skilið við aðferðafræði villimannsins og tökum upp aðferðafræði hins siðaða manns.  

Að mannkynið leysi úr ágreiningi sínum án þess að grípa til vopna og að það viðurkenni grunnforsendu siðmenningarinnar, að allt líf eigi rétt til lífs.  

 

Á þessari stundu er Hreyfing lífsins að senda út Kall um allan heim að við rísum upp, réttum úr okkur og tökumst á við þau verkefni sem við blasa.  

Að við gerum okkar besta við að gera það sem þarf að gera.  

Að við komum bönd á vitleysingana og einhentum okkur svo í að gera heiminn betri, fyrir alla, fyrir sérhvert líf sem lifir hér á jörðu.  

Sem er jú forsenda Friðar á jörðu.  

 

Er þetta hægt???

Svarið er Já.  

Það eina sem  þarf er að við svörum Kallinu, og þar eigum við ekkert val.  Ekki ef við eigum líf sem þarf að vernda. 

 

Fyrir 69 árum síðan, í miðjum hildarleiknum mikla, þá fékk þýska þjóðin slíkt Kall.  

"Ekkert sæmir verr menningarþjóð en að gefa sig mótþróarlaust á vald einræðisklíku og myrkrasveitum hennar. Er ekki svo komið, að hver sannur Þjóðverji skammast sín fyrir stjórn sína, og öll skynjum við hve mikil smán okkar og barna okkar verður, þegar hreistrið fellur af augum okkar, og glæpir svo hryllilegir að slíks hafa engin dæmi þekkst áður, verða baðaðir dagsljósi? Sé þýska þjóðin þegar svo spillt og sundruð dýpst í sinni , að án þess að hreyfa hönd sína, slegin blindu trausti á hæpin lögmál um gang sögunnar, leggi hún í sölurnar hið æðsta sem menn eiga, og skilur þá frá öðrum lifandi verum - fórni frjálsri hugsun, frjálsri lífsskoðun - í von um að fá að grípa í hjól veraldarsögunnar, og stjórna því að eigin geðþótta? - séu Þjóðverjar svo gjörsamlega firrtir öllu sjálfstæði, og þegar orðnir að kjarklausum og andlausum múgi, þá, já þá verðskulda þeir einungis tortímingu.

....... Ef hver og einn bíður eftir frumkvæði annars, munu sendisveinar refsinornanna herða tök sín jafnt og þétt, uns síðasta fórnarlambið engist hjálparvana i gini meinvættarinnar. Hver sá sem gerir sér ljósa ábyrgð sína sem þegns í þjóðfélagi kristinnar menningar, verður að berjast til hinstu stundar. Berjast af alefli gegn refsivöndum mannkyns, gegn nasisma, gegn hvers konar alræðishyggju. Veitið mótspyrnu - mótspyrnu - hvar sem þið eru, hindrið framgang þessara guðlausu stríðsmanna, áður en það verður um seinan; áður en borgir landsins verða rústir einar líkt og Köln; og áður en æsku landsins hefur blætt út vegna drambsemi vitfirrings. Gleymið því ekki, að þá stjórn hlýtur þjóðin að launum, sem hún sjálf veitir brautargengi."

Hún svaraði ekki þessu Kalli, ungmennin sem það sendu voru líflátin (um sögu þeirra og Kall má lesa í bloggpistlum mínum um Hvítu Rósina og Sophiu Scholl 9. og 10. apríl síðastliðinn).

Sjálfsagt hefur hver og einn hugsað, "hvað get ég gert".  En hvað var í húfi??  Líf þess???

En rúmu ári  seinna voru yfir 80.000 konur og börn brennd lifandi í loftárusunum á Dresden, ef þessi 80.000 konur og börn hefðu sest niður með Sophiu Scholl og mótmælt illskunni, þá hefði þýska alræðisstjórnin hrunið.  Hún gat ekki treyst á nógu marga geðsjúklinga til að lífláta sitt eigið fólk, ekki konurnar, ekki börnin.  

Í raun og veru átti þýska þjóðin ekki val þegar Kallið kom, tortímingin var óhjákvæmileg ef hún gerði ekkert sjálf til að hindra hana.  Sem og varð.  

 

Þýska þjóðin fékk annað tækifæri.  

En fá börnin okkar annað tækifæri eftir næsta stríð????

Trúir einhver því virkilega að öll tiltæk vopn verði ekki notuð á ákveðnum tímapunkti hinna stigmagnaða átaka???

 

Sá sem trúir því mun ekki svara Kallinu en við hin munum svara því.  

Því við eigum ekkert val, við eigum líf sem þarf að vernda.  

 

Og við munum gera það.  

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er önnur greinin af þremur um Kallið og framtíðina.  Sú fyrsta, Tími strútsins kom í vor, og sú síðasta., Samstaða er leið lífsins eða eitthvað svoleiðis mun koma þegar ég veit um hvað sú Samstaða er.

Á meðan, njótið pælinganna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2012 kl. 12:21

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sæll Ómar og gaman að sá þig á ritvellinum aftur
þegar Buch talaði um öxulvedi hins illa þá voru það 2 ríki en hin raunverulegu öxulvedi hins illa eru vopnaframleiðendur og lyfjaframleiðendur
það eru hin raunveruleg öxulvedi hins illa
ef annarhvor aðillin vantar aukna sölu þá er bara farið í þann forseta sem þaug hafa dælt fjármagni til í kosningarbaráttu og sett á stað stríð þar sem þeim hentar 
það er mín sýn á þessu stríðsbrölti

Magnús Ágústsson, 17.8.2012 kl. 14:53

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þetta er aldeilis ritsmíð sem þarf umhugsunar við, allt er til þess vinnandi að láta í sér heyra og vekja fólk af doðanum um eigin mátt.  Hafðu ævinlega þökk fyrir það með eftirtektarverðum skrifum þínum.

Ég veit ekki hvort þú hefur eitthvað velt þessum möguleika fyrir þér sem tíundaður í þessum link en í honum má reyndar með góðum vilja sjá að möguleiki hvers og eins til að breyta heiminum eru meiri en almennt hefur verið gefið í skin, möguleikinn er jafnvel óendanlegur.

http://www.youtube.com/watch?v=yHYsUlzR-6E

Magnús Sigurðsson, 17.8.2012 kl. 15:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þetta eru angar af Rót þess sem segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns.  Hin siðlausa úrkynjun sem fjármagnar hagtrúarbrögðin kennda við Nýfrjálshyggjuna.  

Þessa Rót þarf að skera upp með rótum og ég er að vinna í að senda út Kall til góðs fólks sem bæði sér og skilur en hefur ekki ennþá fundið grundvöll fyrir krafta sína og vilja til að berjast gegn óskapnaðinum.  

Það Kall fer jafnt til vinstri og hægri, til markaðsmanna sem félagshyggjumanna. 

Því lífið er ópólitíkst, það vill aðeins lifa af.  

Og við munum sjá til þess Magnús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2012 kl. 15:11

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir það Ómar,aldeilis góð hugvekja. Hef sett þó nokkrar frá þér á Feisið, Þótt líti ekki oft þangað inn. Finnst eins og fólkið sé meira upptekið af dægurmálum,síðan hentar vel til þeirra hluta. Þó lendi ég af og til í að þykja,þegar aðildarsinnar,senda eitthvað neikvætt gegn því sem brennur á mér,þá fá þau elskurnar (sem yfirleitt eru fyrrverandi ehv. tengdir osfrv.) pistla sem ég hef valið úr blogginu. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2012 kl. 15:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús.

Ég hef ekki séð þennan link, það var í Vaðlavíkinni minni fögru síðastliðið haust sem ég sá að ég yrði að gera það sem þarf að gera, að fá fólk til að trúa að þetta sé hægt.  Þar er bein lína við almættið, reyndar aðra leiðina svo ég fékk engin svör við spurningum mínum um hvernig, heldur aðeins skynjun að þetta yrði að gera.

Síðan hefur margt gerst, eitt leitt af öðru, það mikilvægasta að móta konseptið um Hreyfingu lífsins þar sem Hugtakið Galdur lífsins, að lífið finni sér alltaf leið til að lifa af, er lykilatriðið til að maður skilji að þetta er hægt þó í augnablikinu sjái maður ekki alveg per se hvernig maður sjálfur getur gert eitthvað af viti.  

En maður þarf ekki að skilja allt.

Þess vegna var gaman að fá þennan link, öll svona speki sem fær okkur til að skilja að við séum nógu máttug til að breyta tilveru okkar og framtíð, hún er vel þegin.

Því Hreyfing lífsins á sér aðeins einn Dragbít, vantrú á að VIÐ sjálf getum gert eitthvað.  

En ég er ekki að djóka þetta með Hreyfingu lífsins og það Kall sem hefur verið sent út.  Ég hef þegar farið einu sinni suður til að ræða við gott fólk og er að fara annan túr á morgun, sömu erinda.  

Einnig á ég í persónulega í samskiptum í Netheimum við fólk sem sér það sama og er tilbúið að gera það sem það getur, sem er það mesta sem fólk getur lagt af mörkum, fyrir Hreyfingu lífsins.  

Þetta er allt að koma, og mun koma, það eru aðeins smá praktísk vandamál sem þarf að leysa.  Og þau munu verða leyst.  

Magnús, ég er sammála þér, möguleikarnir eru óendanlegir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2012 kl. 15:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Helga, og já það þarf að skvetta á Tregðuna.  Vani og ótti við sinn eigin vanmátt skýra afskiptaleysi fólks. 

Innst inni erum við öll sammála efni þessa pistils og við eru öll það skynsöm að vita að fyrr eða síðar brjótast út átök, það mun alltaf gerast á meðan við felum vitleysingum stjórnartaumana.  

En aðð trúa að eitthvað sé hægt að gera, það er skiljanlegt að standi í mörgum.  

En það eru ekki rök í málinu að gera ekki neitt, að láta afskiptaleysi sitt vera vogaraflið sem knýr tortímingaröflin áfram.  

Við vitum markmiðið, "Friður á jörð".  Það er nóg.  

Allt hitt er handavinna Hreyfingar lífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2012 kl. 15:38

8 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

öll sú sagnfræði eða sýn á sögu mannsins sem ég fékk og flestir held ég var byggð á aðdáun á valdi... og aðdáun á stríðum... Alexander mikli var svo glæsilegur og þar kom önnur lýgi... "hann færði Indverjum visku Hellas" sem Indverjar kannast ekkert við... nema síður sé.. hann færði þeim dauða og örbyrgð væntanlega og Napóleon... hann var svo glæsilegur... sérílagi stígvélin sem Hitler varð hrifin af... jú jú þeir voru flottir... og svo Pétur mikli og Friðrík.. hin menntaði einvaldur sem setti á laggirnar herskóla fyrir alla þjóðina... til þess að efla herinn og hlýðni hers og þjóðar nr. 1.  Lög og ríkisvald varð til í brölti aðalsmanna (fólk í kringum kónginn) við að koma einhverri reglu á yfirgang kóngsins.. gagnvart þegnonum... Síðan þegar kóngsa var kastað þá tók nýir valdhafar við þessu valdsþemaskrímsli og gerðu að þeim yfirgangs hrábjóði sem við köllum þingræði flokka sem virka einsog mafíugrúppur.. pólitíkin gengur út á að stela og múta fyrir sig og sinn flokk... og ljúga já.. þar eru fagmennirnir og lögfræði og auglýsingastofur til sölu sem annað... nú á að sefja liðið inní "heppilega" farvegi og hótanir notaðar spari og bakvið tjöldin... að þessir sem trúa á þessa tegund af darvinisma og yfirgangi eru í raun allan tíman að ryðja hinum úr vegi beint og óbeint...  valdið er dýrkað og fyrir afleiðingonum er augum lokað... viskan er ekki með og ekki samkenndin... sam viskan.. ekki skilningurinn á samhenginu... saam menginu.. Vald valdsins vegna... og engum til góðs.. ekki einusinni þeim sem leift er að misnota valdið... þessi valdsdýrkun hefur verið viðloðandi megin þema síðan in svokallaða siðmenning fór af stað með kerfisbundin yfirgang frá Litlu Asíu fyrir um 5000 árum... er Æsir tóku þar völd og ruddust yfir lönd í allar áttir frá Persíu svæðinu... ein fjölskylda á toppnum og svo hermenn 30% og þrælar restin... áður vorum við stórfjölskyldur og ekki með fasta búsetu... þar vorum við bræður og systur... eftirá í raun öll þrælar óttans

Tryggvi Gunnar Hansen, 17.8.2012 kl. 15:51

9 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sæll nafni
magnað myndband og takk fyrir það
síðastliðin 2 ár hef ég ekki horft á sjónvarp og hlustað á útvarp en ég hef verið að nota þessar Örflögur sem ég sendi þér
það sem ég hef tekið eftir að eftir að ég byrjaði að nota þessar örflögur á bakvið eyrnarsnepilinn þar sem engin fyrirstaða er til heilans þá hefur mín rökhugsun breyst gríðalega
þessar flögur eru að senda rétta tíðni til að leiðrétta kaos í taugakerfinu
getur verið að það sé stöðugt verið að senda vitlausa tíðni í gegnum sjónvarp útvarp og svo ekki sé talað um skólakerfið þar sem fólki er bókstaflega forritað til að hafa ekki sjálfstæða hugsun?
mér er spurn

Magnús Ágústsson, 17.8.2012 kl. 15:54

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þrílógían stendur alltaf fyrir sínu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.8.2012 kl. 16:02

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Við erum ennþá bræður og systur Tryggvi, og við munum öll skilja það áður en yfir líkur. 

Og þrælahald er bannað samkvæmt lögum og öllum mannréttindasáttmálum, við megum því ekki vera þrælar óttans.  Eða vanans sem er öllu lúmskari andstæðingur.

Þetta tekst, þetta mun takast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2012 kl. 16:07

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Rakel, hún er góð, sérstaklega sú síðasta sem er ósamin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2012 kl. 16:08

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll og hafðu þökk fyrir pistilinn. Ég veit að stríðið er framundan og um leið reyni að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hafa áhrif þess eðlis að það komi ekki. Peningaöflin og græðgi þeim tengd eru orsakavaldurinn það er því miður málið og þá eru okkar forkólfar í græðgi og þjófnaði ekki nein undantekning!

Sigurður Haraldsson, 17.8.2012 kl. 21:05

14 identicon

Heill og sæll sértu Ómar Geirsson.  Takk fyrir þennan frábæra pistil þinn, sem og alla þína fyrri.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 02:22

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að þakka þér Ómar fyrir að vekja mér þennan pistil með þínum: http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1253533/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2012 kl. 03:52

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það verður ef ekkert er að gert.  Og sjálfsagt verða átök þó við snúumst til varnar gegn þeirri siðlausri úrkynjun sem teymir kaptítalisma Vesturlanda í dag.  

Og það er flókið að eiga við trúvitleysingana.

En það er ekki valkostur að bíða með hendur í skauti eftir ótímabærum dauðdaga af völdum vitleysinga.

Og okkar eina von felst í nýrri hugmyndafræði, hugmyndafræði lífsins.

Það er ekki nein önnur leið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2012 kl. 07:43

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Þú heyrir í mér fyrir sunnan þegar ég stend niður á torgi og Kalla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2012 kl. 07:44

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir góðan pistil og þarfa hvatningu!

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.8.2012 kl. 08:29

19 identicon

Við eigum líf sem þarf að verja.  Það þýðir ekki lengur að taka strútinn a þetta:

Terry Weiss
moneymorning.com
August 18, 2012

In a riveting interview on CNBC, legendary investor Jim Rogers warned Americans to prepare for “Financial Armageddon,” saying he fully expects the economy to implode after the U.S. election.

Rogers, who for years has been an outspoken critic of the Feds policies of “Quantitative Easing,” says the world is “drowning in too much debt.”

He put the blame squarely on U.S. and European governments for abusing their “license to print money.” In the U.S. alone, the national debt has surged to nearly $16 trillion, that’s more than $50,000 for every American man, woman and child.

“[They] need to stop spending money they don’t have,” Rogers said. “The solution to too much debt is not more debt… What would make me very excited is if a few people [in the government] went bankrupt…” Rogers added.

Skyldi öll náhirð 4-flokksins fylgjast með því hvað er í vændum?

Það er ekki hægt að skuldsetja almenning meira.

Það líður hratt að óhjákvæmilegu uppgjöri.  ESB hefur stefnt að sama federalíska og glóbalíska heimsveldi og Jim Rogers segir að stefni í "Financial Armageddon" eftir forsetakosningarnar í USA, í nóvember 2012.

Því segi ég að það sé lífsnauðsynlegt að íslenska þjóðin fái að kjósa um ESB aðlögunina í nóvember 2012 og kolfella það með dúndrandi NEI.

Eftirmálin vegna skuldsetninga helferðarstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur, á kostnað íslenskrar þjóðar, munu fara fram í kjölfarið.

Þar mun verða spurt um Icesave, ESB, AGS, Deutsche Bank, hrægamma, innlendra sem erlendra og vogunarsjóða þeirra.  Þessu helvíti mun linna.

Glæpur náhirðar 4-flokksins hefur verið atlaga að almannahagsmunum íslensku þjóðarinnar.   Þjóðin ákveði um örlög þeirra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 487
  • Sl. sólarhring: 706
  • Sl. viku: 6218
  • Frá upphafi: 1399386

Annað

  • Innlit í dag: 413
  • Innlit sl. viku: 5268
  • Gestir í dag: 380
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband