Tími strútsins er liðinn.

 

Átakalínurnar eru skýrar.

 

Harðsnúinn hópur fjármagnseiganda  vill sinn 1001 milljarð út úr hagkerfinu án affalla.  Þetta eru gífurlegar fjárhæðir og þær útskýra atburðarrásina í íslenskum stjórnmálum frá Hruni.  

Net mútugreiðsla frá þeim streyma út í þjóðfélagið og á sér ýmsar birtingarmyndir.

 

Háskólasamfélagið er ekki svona heimskt að skilja ekki  að ICEsave fjárkröfur breta eru "ólögvarðar" eins og Bjarni Ben kaus að orða svo pent um glórulausa fjárkúgun erlends stórríkis á hendur varnalausri smáþjóð.  Það er ekki svo heimskt að vita ekki að evran á sér engar forsendur í raunheimi aðrar en hagsmuni evrópska fjármagnseiganda.  

Fjölmiðlamenn okkar eru ekki svo heimskir eins og þeir þykjast vera þegar þeir tala um ICEsave skuld þjóðarinnar eða að svo ég vitni í frétt á Stöð ", "að eins og allir vita þá er vandi evrusvæðisisn skuldavandi en ekki gjaldmiðilsvandi", það er enginn svona vitlaus í alvörunni að sjá ekki hvað er að gerast í Evrópu.  

Menn lúta aðeins höndinni sem fæðir.  Hafa hvorki æru eða manndóm til að standa með þjóð sinni, til að standa með staðreyndum, til að standa með mennskunni gegn dauðri hönd fjármagns sem engu eirir og mun skuldaþrælka börnin okkar um ókomna tíð rísi enginn upp þeim til varnar.  

 

Og þessi dauða fjármagnsins útskýrir farsann á Alþingi þar sem hvert ómálið á fætur öðru hefur skapað moldvirði um ekkert sem skiptir framtíð okkar máli.  

Stjórnarskráarmálið, aðförin að landsbyggðinni undir yfirskyni uppgjörs við sægreifa, allar sýndartillögunnar um skuldamál heimilanna, svo fátt eitt sé nefnt, er aðeins til að breiða yfir hina ríkjandi sátt um að aflandskrónurnar, 1001 milljarður falli á þjóðina.  

Fjórflokkurinn og Andófið sem sveik, lúta hagsmunum fjármagns, hver og einn á sér aðeins hlutverk í farsanum svo fólk haldi að það sé stjórn og stjórnarandstaða.

Væri stjórnaranstaða, þá hefði hún gengið út þegar meirihluti Alþingis gekk erinda erlends valds í ICEsave og ekki komið þar aftur inn fyrir dyr fyrr en óværan hefði verið hreinsuð út.  Og stjórnarandstaða hefði gengið út og sameinast þjóðinni við mótmælin haustið 2010 þegar fórnarlömb Hrunsins kröfðust réttlætis, að skuldir útrásarinnar væru ekki settar á herðar þess með stökkbreyttum lánum vegna verð og gengistrygginga.  

Stjórnarandstaða hefði staðið með þjóðinni og ekki sætt sig við lögleysuna og siðleysið.  

 

En þeir sem lúta höndinni sem fæðir, þeir sitja og mögla.  Rísa ekki upp.  Bulla út í eitt en gera ekkert sem máli skiptir.  

 

Það er aðeins ein skýring á að hið versta hefur ekki gengið eftir, andstaða grasrótarinnar sem fékk vægi þegar Ólafur vísaði ICEsave 2 í þjóðaratkvæði.  

Grasrótin hafði sigur og síðan þá hefur óvinurinn breytt um taktík.  

Evruskuldabréfinu var frestað, ICEsave var möglað til EFTA dómsins þar sem niðurstaða dómsins liggur þegar fyrir.  

Og þjóðin rugluð með stanslausum skrípaleik á Alþingi jafnframt því sem miklum fjármunum var eytt í að grafa undan Ólafi Ragnar.  Sem tókst því hann fékk ekki afgerandi stuðning þjóðarinnar, of margir sátu heima, á meðan evrutrúboðið fjölmennti á kjörstað.  

 

Núna í haust verður blásið til sóknar.  

Það verður mynduð starfhæf ríkisstjórn til að koma helstu illvirkjunum í gegn.  

Og þá reynir á okkur, okkur sem eigum líf sem þarf að vernda.  

Ef við rísum ekki upp til vernda framtíð barna okkar, þá gera það ekki aðrir.  

Tómhyggja, að hafa engar skoðanir, að taka grill fram yfir baráttu, tuð fram yfir aðgerðir, slíkt er ekki valkostur í dag.

Aðferð strútsins mun ekki duga.  

 

Og í stærra samhengi verðum við að hafa í huga að barátta okkar gegn skuldaþrælkun barna okkar er angi af baráttu hins venjulega manns fyrir tilveru sinni um allan heim.

Evrópa logar vegna þess að sýndarhagkerfið er að falla á almenning.  Sýndarverðmæti pappírsbrasks eru raungerð í skuldum á almannasjóði og í stað þess að skattar fólks fari í innviði samfélaga, menntun, heilsugæslu, almannatryggingar, þá fara þeir í vexti og vaxtavexti af skuldsetningu ríkissjóða til að halda sýndarfjármálakerfinu gangandi.  Og skuldin er í erlendum gjaldmiðli, evrunni, eitthvað sem munu gera þessar þjóðir gjaldþrota áður en yfir líkur.

Minni á orð Mevyns King seðlabankastjóra Bretlands.

"It is impossible to imagine a situation in which you just do not know what the situation will be in a part of the world that is close to you and is half of your trade. And that makes it impossible to engange in any sensible forecasting.".

Fyrir kosningarnar í Grikklandi, örlandi með örprósent af evruhagkerfinu þá töluðu málsmetandi menn Evrusvæðisins um hamfarir, um stóru kreppuna ef Grikkir höfnuðu flokkum sem vildu gangast undir þrælasamning AGS/ESB.

 

Í Bandaríkjunum sækja geðsjúklingar fram undan merkjum kristinnar bókstafstrúar.  Geðsjúklingar sem trúa á Endinn og vilja hjálpa honum að verða að veruleika.  Markmið þeirra er að sigra forsetakosningarnar eftir 5 ár, og þá fyrst má framtíð barna okkar passa sig.  

Svipaðir geðsjúklingar eru fjármagnaðir af Saudum í hinum íslamíska heimi, þeir víla sér ekki að beita gjöreyðingarvopnum komist þeir yfir þau.  

Hvötin sem rekur þessa vitleysinga áfram er vissan að hinir útvöldu munu gista himnaríki á himnum, því er gjöreyðing nútímavopna þeim engin hindrun.  

 

En undirliggjandi í öllum átakaferlum er sjálfur kerfisvandi alþjóðavæðingarinnar, að allt sé leyfilegt ef aðeins gróði af því hlýst.  Hagkerfin eru drifin áfram að lágmarka kostnað og litið er á fólk og samfélög sem kostnað og lokamarkmiðið er alræði hinnar ríku með fjöldann sem lágmarkskostnað.  

Misskiptingin sem af því hlýst mun alltaf leiða til átaka, burtséð frá öllum geðsjúklingum ofsatrúarinnar eða fjármálavanda sýndarhagkerfisins.  

 

Og við hinn venjulegi  maður verðum að átta okkur á að það erum við sem töpum, við höfum alltaf tapað á átökum og vígaferlum, það erum við sem erum fóðrið sem dauðinn er fóðraður á.  

Við verðum að gera okkur grein fyrir að næstu átök verða ekki háð með sverðum og lensum riddaranna, slík vopn eru á þjóðminjasafninu, ekki nútíma gjöreyðingarvopn eins og við virðumst telja sjálfum okkur í trú um.

Næsta stríð er endalok siðmenningarnar og í dag stefnir allt í þá átt.  

 

Og við sem eigum líf sem þarf að vernda, getum ekki látið slíkt gerast.

Við erum sú kynslóð sem á ekkert val.  

Við þurfum að stíga lokaskrefið í þróun mannsins, að hinn upprétti villimaður breytist í hinn siðmenntaða mann sem líður ekki vopnuð átök sem lausn á deilumálum.  

Til þess þurfum við að fylkja okkur um Hreyfingu lífsins, svara Kalli hennar og gera það sem við getum til að stuðla að framgangi lífsins, að börnin okkar eigi framtíð.  

 

Tími höfðingjanna og átaka þeirra er liðinn.

Tími arðráns og kúgunar er liðinn.

Og geðsjúklingana þarf að setja á hæli.  

 

Við þurfum að viðurkenna að enginn maður hefur rétt til að drepa annan mann. 

Við þurfum að skilja að við gerum ekki öðrum það sem viljum ekki að okkur sé gert.  

Við þurfum að átta okkur á að við eigum að gæta bróður okkar, velferð hans er samofin okkar velferð.  

 

Daginn sem við viðurkennum að allt líf á rétt til lífs, er dagurinn sem framtíð barna okkar er tryggð.  

 

Þetta hefst ekki að sjálfu sér, en við eigum ekkert val.  

Tími strútsins er liðinn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ólafur hlaut 52,78% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Heill og sæll ! Ómar, þér förlast ekki réttsýnin, né heldur hæfileikinn við að koma henni "á blað", þetta er bæði beinskeytt, skorinort og hárrétt í öllum sínum bitra sannleik.

Tek samt eina setningu út sem eiginlega segir það sem segja þarf um hversvegna full ástæða er til að fólk fari nú að vakna af þyrnirósarsvefninum, restin af pistlinum er svo (að miklu leyti) löngu tímabær hvatning, vonum að einhver hlusti, allavega nógu margir til aðvonin lifi, en hér er svo setningin góða (allur pistillinn er góður reyndar):  

"Evrópa logar vegna þess að sýndarhagkerfið er að falla á almenning. Sýndarverðmæti pappírsbrasks eru raungerð í skuldum á almannasjóði og í stað þess að skattar fólks fari í innviði samfélaga, menntun, heilsugæslu, almannatryggingar, þá fara þeir í vexti og vaxtavexti af skuldsetningu ríkissjóða til að halda sýndarfjármálakerfinu gangandi. Og skuldin er í erlendum gjaldmiðli, evrunni, eitthvað sem munu gera þessar þjóðir gjaldþrota áður en yfir líkur."

Öðruvísi er þetta ekki !

Vil nota tækifærið og óska þér Ómar og öðrum sem kunna að villast hér inn, til hamingju með afstaðnar forsetakosningar, ekki allir eru sáttir, þar sem um fleiri var að velja, en svona er þetta, kallast lýðræði, íslendingar og flestir evrópubúar búa enn við lýðræði, en það er ekki "meitlað í stein" og þarf að vaka og sofa yfir því ef það á ekki á að tapast.

Ein besta aðferðin til að passa upp á og viðhalda lýðræðinu, er að taka þátt, sætta sig við útkomu löglegra kosninga og vilja meirihlutans, ekki fara í fýlu og segja "þið vilduð mig/okkur ekki núna, þá megið bara þið eiga ykkur" heldur standa upprétt og segja "OK ! ég reyni þá bara aftur næst, vegna þess að ég meinti þetta af alvöru" það er ein leiðin til að viðhalda lýðræðinu, aldrei gefast upp og þora svo að taka ábyrgð.

Önnur góð leið, er svo að í stað þess að velta sér sí og æ uppúr ágreiningsefnunum, þá er líka mikilvægt að finna saman flötin ar sem við erum öll meira og minna sammála, hvað er gott samfélag ? hvað viljum við börnunum okkar til handa ? hvernig viljum við að heilsukerfið, skólarnir, samgöngumálin, vinnumarkaðurinn ofl sé ? þegar upp er staðið, þá erum við kannski ekki svo ósammála þegar allt kemur til alls, alltaf nóg að þrasa og þrefa um, mikið rétt, en deilumálin koma af sjálfu sér, við þurfum ekki að finna þau upp, aftur á móti þarf smáfyrirhöfn til að finna flötinn þar sem við erum sammála, en það er þess virði, það þarf bara "renna" yfir pistil Ómars hér yfir til að sjá það, ekki bara þess virði heldur afgerandi fyrir framtíð okkar allra.

MBKV

Frá "Konungsdæminu" Noregi (hér sitjum við uppi með sömu fjölskylduna á toppnum, kynslóð eftir kynslóð)

KH

Kristján Hilmarsson, 1.7.2012 kl. 18:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður tek undir þetta með þér Ómar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 20:42

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ásthildur.

Kristján, það er ekkert annað en að nýta sér forsetakosningarnar til að lauma inn svona pistli, allir á blogginu.  Líka ágætt að fara inní sumarfríið með hann sem lokaeitthvað.  

En strúturinn lifir ágætu lífi áfram, þurfum ekki að hafa áhyggjur af því.  Honum hefur áður verið spáð falli, "aldrei meir" var sagt eftir hörmungarnar við Somme í fyrra stríði.  

Og eitthvað iðruðust menn að hafa ekki stoppað öfgaöflin í Þýskalandi á meðan það var bæði létt verk og löðurmannlegt.  

Og á ákveðnum tímapunkti munu margir Lilju skilja og spurt sig af hverju þeir hlustuðu ekki í tíma.  

Það er þannig, þetta er lífseigur andskoti.

En Spánverjarnir voru helv. flottir í kvöld, mættu halda að þeir hefðu lært sóknarbolta af pollunum sem léku listir sínar á Hattarmótinu á Egilstöðum um síðustu helgi.  

Að senda, sækja og skora.  

Engir strútar þar á ferðinni.

Hvað er hægt að biðja um meira???

Kveðja til Noregs að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2012 kl. 21:22

4 identicon

Stórgóður pistill Ómar

og það er rétt hjá Kristjáni að þessi klausa er undirliggjandi kjarni málsins:

 "Evrópa logar vegna þess að sýndarhagkerfið er að falla á almenning. Sýndarverðmæti pappírsbrasks eru raungerð í skuldum á almannasjóði og í stað þess að skattar fólks fari í innviði samfélaga, menntun, heilsugæslu, almannatryggingar, þá fara þeir í vexti og vaxtavexti af skuldsetningu ríkissjóða til að halda sýndarfjármálakerfinu gangandi. Og skuldin er í erlendum gjaldmiðli, evrunni, eitthvað sem munu gera þessar þjóðir gjaldþrota áður en yfir líkur."

Þetta helvíti gengur ekki lengur. 

Ég er þess handviss að vaxandi fjöldi skuldaþræla muni glenna upp augun með haustinu og virkja samstöðuna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 12:51

5 Smámynd: Elle_

Gott að sjá þig, Ómar.  Þú segir að ofan: - - - Væri stjórnaranstaða, þá hefði hún gengið út þegar meirihluti Alþingis gekk erinda erlends valds í ICEsave og ekki komið þar aftur inn fyrir dyr fyrr en óværan hefði verið hreinsuð út. - - -  Já, hvað hefði ICESAVE-STJÓRNIN getað gert hefðu þau öll gengið út?

Elle_, 4.7.2012 kl. 18:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega ekkert Elle, og þá hefði lögmæti málsins verið skoðað og allar lygar og blekkingar afhjúpaðar. 

Vonum það Pétur.

Núna er það Víkin mín fagra, sól og sumar þar,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2012 kl. 16:17

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott grein hjá þér.

Spádómar Biblíunnar eru að koma fram. Allt þetta batterí hrynur - hagkerfið - peningakerfið. Anti-Kristur kemur fram. Fólk verður að taka upp merki dýrsins til að geta keypt matvörur. Ef við tökum ekki upp merki dýrsins á hægri hendi eða enni þá getum við hvorki keypt né selt.  Þetta er bara byrjunin í Evrópu, bara sýnishorn á því sem er ókomið.

Snorri Óskarsson getur frætt þig á þessu öllu. Eruð þið bloggvinir? :-) Hægt að lesa um þetta í Daníelsbók og eins í Obinberunarbókinni.

Hið nýja Rómaríki sem spáð er um í Biblíunni er Evrópa. Nýlega kom frétt um að ESB ríkin þyrftu að sameinast enn meir og að þau þau þyrftu að kjósa sameiginlegan forseta.

Shalom

Kristin öfgabloggvinkona/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband