1.7.2012 | 00:56
Blað var brotið í Íslandssögunni.
Aldrei áður hafa peningar gert svona beina atlögu að lýðræðinu.
Aldrei áður hafa fjármunir erlendra aðila verið notaðir til að vega að sitjandi forseta.
Aldrei áður hafa stuðningsmenn erlendra fjárkúgara náð svona miklu fylgi.
Og aldrei áður hefur framtíð barna þessa lands verið í húfi í einum kosningum.
Þjóðin náði að verjast en skuldaánauð barna okkar vofir ennþá yfir.
Í haust verður enn einn ICEsave svikasamningur samþykktur af ríkisstjórn og Alþingi, þá með tilvísun í loforð ríkisstjórnarinnar að virða EFTA dóminn um ICEsave þjófnaðinn.
Í haust verður enn eitt evruskuldabréfið samþykkt.
Plan auðþjófanna var að veikja Bessastaði, sem tókst, og sprengja síðan ríkisstjórnina þegar líður á haustið.
Þá er öruggt að næst Sjálfstæðisflokkurinn kemur í ríkisstjórn, búinn að ná vopnum sínum og tilbúinn að skuldsetja þjóðina fyrir 1001 milljarði krónubraskarana.
Og þá er treyst á að veikur forseti þori ekki í nýkjörið Alþingi.
Því miður, atlagan að Bessastöðum tókst.
Kveðja að austan.
Þóra: Höfum náð að brjóta blað í Íslandssögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 377
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6108
- Frá upphafi: 1399276
Annað
- Innlit í dag: 319
- Innlit sl. viku: 5174
- Gestir í dag: 296
- IP-tölur í dag: 292
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú erum við ekki sammála vinur minn als ekki/Kveðja að sunann !!!
Haraldur Haraldsson, 1.7.2012 kl. 01:44
Láttu þig ekki dreyma um það, Ómar minn, að atlagan að Bessastöðum hafi tekizt.
Ólafur Ragnar reyndist ofjarl allra samanlagðra móframbjóðenda, þ. á m. þess ásjálega og yfirkynnta á sjónvarpsskjám, sem naut stuðnings ríkisstjórnarflokkanna og flestra Esb-innlimunarsinna og einhverra peingaafla sem hún vildi ekki upplýsa um.
Athyglisvert var að sjá í Sjónvarpi Esb-innlimunarsinnann Vilhjálm Þorsteinsson, CCP-mann og frænda minn í þokkabót, mættan í portinu í Hafnarhúsinu til að hylla sinn frambjóðanda: ÞÓRU.
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 03:58
Vinur minn, það er frábært að við sem hræðumst framþróun og hylgum stjórnmálamönnum sem forðast að axla sína ábyrgð á hruninu höfum fengið hann Ólaf okkar áfram! Áfram lifi reiðuleysi íslenskrar stjórnskipunar!
Gunni (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 05:17
Takk fyrir innlitið félagar.
Þú endar alltaf sammála mér að lokum Haraldur, þarf varla að minna þig á síðustu ICEsave svik forystunnar, flokkur þinn lýtur stjórn hagsmunaafla, og þau vilja að 1001 milljarðar fái evrur.
Það skýrir væntanlega atburðarrás.
Ekki nema Haraldur, að menn eins og þú í grasrót flokksins grípið inní.
Til hamingju með sigurinn Jón Valur, ekki ætla ég að draga úr gildi þíns góða varnarsigurs.
En ég er eins og oft áður kominn með hugann við næsta bardaga sem við eigum eftir að hittast í. Örlög okkar virðast vera að manna alltaf sömu skotgrafirnar.
Fylgið var ekki nóg, kosningaþátttakan ekki viðunandi, til að Ólafur hafi styrk til að standa gegn Sjálfstæðisflokknum eftir væntanlegan kosningasigur hans. Gleymum því aldrei að núverandi ríkisstjórn er að framfylgja samkomulagi Sjálfstæðisflokksins við AGS, um að lúta bretum í ICESave og að borga aflandskrónur út á fullu verði. Það hefur bara hentað forystu flokksins að þykjast vera á móti en frá upphafi hefur hún stutt meginmál ríkisstjórnarinnar. Hinn meinti ágreiningur er aðeins moldvirði til að dreifa athygli fólks frá því sem er yfir í það sem virðist.
Stríðið er ekki búið Jón Valur, sigur Ólafs í gær markar upphaf nýs kafla, kafla sem ég kalla í dramtík minni, Lokaorrustuna um Ísland, en það er aðeins vegna þess að ég er bjartsýnn, að þá leggjum við ESB þursinn í eitt skipti fyrir allt.
En sjáum til.
Æ, æ Gunni, er þetta svona sárt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.7.2012 kl. 09:00
Jú, Ómar, svo sannarlega hefur Ólafur styrk til að standa gegn Sjálfstæðisflokknum eftir yfirvofandi kosningasigur hans.
En mæltu manna heilastur, að við þurfum að berjast áfram og gefa okkur alla í það að heyja lokaorrustuna um Ísland. Að henni lokinni getur maður kannski loksins sofnað áhyggjulaus.
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 13:15
Vonum það Jón Valur.
Grasrót flokksins skiptir þar sköpum.
Og ég hef trú á að hún muni breyta rétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.7.2012 kl. 18:39
Um eitt erum við þó sammála strax Ómar það er að Grasrótin verður að taka völdin ,þar í lyggur sannleikurinn,þú hittiroft nagglan á höfuðið,en það ger ég ekki/Kveðja að sunann!!
Haraldur Haraldsson, 1.7.2012 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.