28.6.2012 | 11:14
Kreppan er búin!!!
Eða svo var mér sagt í fréttum Ruv í gær. Heimildarmaður gleðifréttanna er doktor Gylfi Zöega, hagfræðiprófessor. Rök hans voru að neyslan væri farin að stað, veltan væri að aukast, þjóðfélagið væri að taka við sér.
Og er þá kreppan ekki búinn???
Eigum við þá ekki að fagna og þakka ríkisstjórninni árangurinn??? Hrósa Steingrími, hrósa Jóhönnu???
Og biðjast afsökunar á öllu svartsýnistalinu.
Svarið er í stuttu máli eitt orð, Nei.
Við höfum heyrt þennan frasa áður, oft áður. Alvarlegast var þegar við þögðum 2007, þegar gleiðbrosandi ráðherra kom uppí þingstól Alþingis og sagði við áhyggjuraddir, "hvað er þetta strákar, sjáið þið ekki veisluna??". Sem var alveg rétt, það var veisla, en veisluföngin voru öll fengin að láni. Það var ekki forsenda fyrir veislunni önnu en rangt skráð gengi og aðgangur að ódýru lánsfé.
Og bóla sem sprakk með hávaða.
En við þögðum, sögðum ekkert, og í dag vitum við að það var rangt.
Þess vegna megum við ekki þegja núna, því úti er svikalogn, og stutt í fárviðrið.
Meira um það seinna en víkjum fyrst að meinlokunni að eitthvað sem hér hafi gerst sé ríkisstjórninni að þakka. Það er svipuð meinloka og þegar það skall á með eindæma tíðarfari í Ukraníu og metuppskera varð þar og íslenskir kommúnistar voru fljótir að mæta með mærðargreinar í Þjóðviljann og þökkuðu Stalín og samyrkjubúskap hans árangurinn.
Meinloka þeirra var að uppskeran varð þrátt fyrir Stalín og samyrkjubúskapinn, jafnvel það kerfisböl gat ekki eyðilagt gjafir náttúrunnar. En hún hefði verið miklu meiri ef bændur hefðu átt sínar jarðir í friði, kerfið dróg úr en bætti ekki við.
Eins var það hér eftir Hrun, grunnatvinnuvegirnir stóðu af sér Hrunið, þeir blómstruðu um leið og krónan féll. Og þar sem fjármálakerfið var endurreist, og nóg að gera að gera upp gamla þrotabúið, þá var líka uppgangur í hjá pappírspésum ýmiskonar.
Ef skuldir heimila og fyrirtækja hefðu strax verið aðlagaðar að raunveruleikanum á siðaðan hátt og ef ríkið hefði hindrað algjört hrun verktakageirans með framkvæmdum þá hefði viðsnúningurinn orðið strax í lok árs 2009 eða upphaf árs 2010. Og þá raunverulegur viðsnúningur því útflutningurinn hefur aldrei skilað eins miklu í þjóðarbúið og síðustu ár.
Í stað þess var ríkisstjórnin dragbítur með skatthækkunum sínum og að flækjast fyrir endurskipulagningu skulda raunhagkerfisins. Sem og ætlaði hún að gera landið beint gjaldþrota með ICESave samningi sínum.
Ríkisstjórnin dróg úr, tafði fyrir en henni tókst ekki að eyðileggja áhrif hins góða árferðis. Hún gat ekki eyðilagt útflutninginn með því að innleiða evru og hún gat ekki komið ICEsave skuldum einkabanka á ríkissjóð.
Hún hafði ekki mátt til að eyðileggja batann, en hún reyndi. Og hefði tekist það ef Ólafur hefði ekki vísað ICEsave til þjóðarinnar. ICEsave er ástæðan fyrir því að það er ekki ennþá búið að semja við Evrópusambandið og ICEsave er skýring þess að aflandskrónurnar eru ekki orðnar að evrum með ríkissjóð sem skuldara.
Það eina sem má þakka Jóhönnu og Steingrími fyrir er hvað þau hafa verið óttalegir aular í öllum sínum stjórnarathöfnum, því þegar stefnan er ill, sem samningurinn við AGS er, þá er eins gott að mestu bjánar norðan Alpa, og þó víðar væri leitað, sjái um framkvæmd hennar.
Hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn, þá væri þjóðin þegar í skuldaánauð hins alþjóðlega fjármagns og við öll farin að pakka niður. Hann er hæfari og þegar stefnan er ill, þá er niðurstaðan ill. Eitthvað sem hinn almenni Sjálfstæðismaður getur ekki feisað.
En víkjum þá að Kreppunni sem á að vera búin ef marka má Gylfa prófessor og Steingrím efnahagsráðherra.
Steingrímur veit ekki betur en ég skil ekki virtan prófessor að láta svona vitleysu út úr sér.
Kreppunni hefur aðeins verið frestað fram yfir kosningar. Lífskjörin í dag eru tilbúin á meðan aflandskrónurnar eru látnar bólgna út með vaxtastefnu Seðlabankans. Þúsund milljarða evruskuld mun eyðileggja fjárhag ríkisins, þjóðin verður gjaldþrota og mun sjá eftir öllum sínum eigum í hendur alþjóðlegs fjármagns. Og það verður ekkert eftir í samfélagslega þjónustu, hugsanlega mun kerfið ganga á meðan útflutningurinn er í botni en við erum ekkert eyland þó við séum eyja og verð á útflutningi okkar fer þegar lækkandi. Og það er aðeins byrjunin því sama svikalognið er í Evrópu, en evrukreppan þar verður ekki mikið lengur falin með orðum.
Fólk verður hrætt og dregur úr eyðslu sinni og ferðalögum.
Hvað verður þá um íslenskt efnahagslíf???
En það þarf vissa heilbrigða skynsemi að sjá að opinn eldur og bensín enda alltaf með stórbruna og slík heilbrigð skynsemi er ekki til staðar í Háskóla Íslands sem studdi bæði ICEsave samningana og telur að dauðadæmd evra sé lausn á efnahagsvandræðum íslensks efnahagslífs.
En ég veit að Gylfi Zöega sat tíma hjá þeim mæta manni, Doktor Gylfa Þ. Gíslasyni hagfræðiprófessor þar sem Gylfi ræddi mikið í Almennri þjóðhagfræði um forsendur hagvaxtar.
Lykilatriði þar er heilbrigð fjárfesting og heilbrigð skuldastaða fyrirtækja og almennings. Ekki einkaneysla drifin áfram á loftinu. Í þvi samhengi var Gylfa Þ. tíðrætt um hagbóluna í Austur Evrópu uppúr 1970 sem var drifin áfram af erlendum lánum en ekki samkeppnishæfu efnahagslífi. Hagbólan sprakk þegar það þurfti að endurgreiða lánin og afleiðingin var til dæmis uppreisnin í Póllandi kennd við Lec Walessa og Solidarity.
Það eru engar forsendur fyrir hagvextinum, þetta er aðeins bóla sem eftir að springa mjög fljótlega. Aukin einkaneysla án aukins útflutnings þýðir aðeins eitt, þjóðin stendur ekki skil á lánum sínum. Og þjóðin þarf að takast á við aflandskrónurnar, hvernig sem hún gerir það.
Það gildir jafnt um þjóðir sem fyrirtæki eða heimili, það er ekki hægt að eyða meir en er aflað og það þarf að standa skil á lánum.
Síðan er hægt að skrifa langt mál um hvaða hópar þjóðfélagsins eru komnir út úr kreppunni, eru það ekki þeir sem fengu skuldir sínar afskrifaðar?? En hinn almenni skuldari situr eftir í súpunni??
Eins má spyrja hvort klofin þjóð sé laus úr kreppu, og næst sátt um ríkisstjórn hinna ríku??? Það mælist hagvöxtur í löndum sem AGS hefur eyðilagt innviði og fólk fær ekki aðra þjónustu en þá sem það borgar fyrir, eftir að skattar þeirra hafa runnið í vasa erlendra skuldaeiganda. En hve lengi sættir almenningur sig við slíkt ástand, er ekki mjög dulinn kostnaður þjóðfélagsólgu sem á eftir að koma fram???
Dugar að hinu ríku verði ríkari og almenningur nærist á brauðmolum sem falla af veisluborði þeirra til að hægt sé að tala um hagvöxt????
Þeir sem hafa lágmarksþekkingu á sögu vita að svarið er augljóslega Nei.
Það er enginn langtímahagvöxtur nema sátt ríki um þjóðfélagsskipan og að allir meginhópar samfélagsins sjái sér hag í að taka þátt samfélaginu og uppbyggingu þess. Og í þjóðfélagi skuldaánauðar er engin slík sátt.
Bara það eitt, alveg óháð ytri aðstæðum, ætti að fá menn til að skilja að Kreppan er ekki búinn fyrr en slík sátt hefur náðst. Deilur og sundrung hamla hagvexti.
Það er ekki hægt að skála í kampavíni fyrr en skuldamál almennings hafa verið leyst á viðunandi hátt. Þetta skilur siðuð manneskja og þetta skilur hagræn manneskja.
Sagan lýgur ekki, sátt er lykill að framþróun og velmegun.
Kreppan er ekki búin, hvernig sem á það er litið.
Alvarlegast er samt að hundsa algjörlega það sem er að gerast út í hinum stóra heimi. Skynsamt fólk sér að það eina sem hægt er að segja um núverandi fjármálakreppu er að hún er erfið og það er engin lausn í sjónmáli.
Allt tal um hagvöxt á næstu árum er því hreinn og klár bjánaskapur eða barnaskapur, eftirþví hvað fólk vill vera beinskeytt.
Ég ætla að enda þenna pistil á að vitna í orð breska seðlabankastjórans, Mervyns King, tekin af bloggsíðu Einars Björns Bjarnsonar, en hann heldur úti bestu bloggsíðu landsins um efnahagsmál og þá fókusar hann sérstaklega á vanda evrusvæðisins. Bloggsíða sem allir ættu að lesa sem vilja fylgjast með hvað er að gerast í Evrópu, því ekki upplýsir Ruv okkur eða auðmiðlar Jóns Ásgeirs.
""When this crisis began in 2007, most people did not believe we would still be here. I dont think were yet half way through this. Ive always said that and Im still saying it. My estimate of how long it will take to recover is expanding all the time." We have to regard this as a long-term project to get back to where we were, but were nowhere near starting that yet. Were in a deep crisis with enormous challenges.
"In the last six weeks... I am struck by how much has changed since we produced our May inflation report, - "Over two years now we have seen the situation in the euro area get worse and the problem being pushed down the road. "I have no idea what is going to happen in the euro area." - "It is impossible to imagine a situation in which you just do not know what the situation will be in a part of the world that is close to you and is half of your trade. And that makes it impossible to engange in any sensible forecasting.""
Það er engu hægt að spá í dag.
Við lifum fordæmalausa tíma. Áður hefur svona kreppa alltaf leitt til átaka og upplausnar, ekki hagvaxtar og velmegunar.
Svona kreppa var aðdragandi seinna stríðs, við vitum ekki hvað verður úr þessari.
En við vitum að ef við hinn venjulegi maður trúir öllu bullinu og bábiljunum sem hinir ofurríku láta leppa sína matreiða ofaní okkur, þá er endirinn óumflýjanlegur.
Endirinn verður Endir.
Það er aðeins við sem getum breytt því en til þess verðum við að hætta að væla og skæla og gera það sem þarf að gera.
Að taka málin í okkar hendur úr höndum hinna vanhæfu. Þeir þjóna hinum ofurríku og kerfi þeirra, Nýfrjálshyggjunni.
Við þurfum að endurheimta samfélög okkar og leggja grunn af Nýju og betra samfélagi byggt á mannúð og mennsku.
Aðeins þannig komum við í veg fyrir átök og upplausn, að viðurkennum að allt líf á rétt til lífs, líka hinu fátæku og smáðu. Það var þess vegna sem okkur var sagt að við ættum að gæta bróður okkar. Ekki vegna þess að við værum svo endilega góð í okkur heldur vegna þess að það er forsenda lífsins.
Allt annað leiðir til eins.
Endinn.
Það er ekkert val.
Kveðja að austan.
112 fyrirtæki gjaldþrota í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5585
- Frá upphafi: 1399524
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4765
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvert orð er satt.
Bárður (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 11:29
Eða svo var mér sagt í fréttum Ruv í gær. Heimildarmaður gleðifréttanna er doktor Gylfi Zöega, hagfræðiprófessor. Rök hans voru að neyslan væri farin að stað, veltan væri að aukast, þjóðfélagið væri að taka við sér.
Og er þá kreppan ekki búinn???
Eigum við þá ekki að fagna og þakka ríkisstjórninni árangurinn??? Hrósa Steingrími, hrósa Jóhönnu???
Og biðjast afsökunar á öllu svartsýnistalinu.
Svarið er í stuttu máli eitt orð, Nei.!!!!!!! Meira þarf maður ekki að lesa ,hlustaði á þetta hjá Gilfa í Frettum 3* í gær,þetta er hámark lygaþvælunar!!!!Kveðja að sunnann !!!!
Haraldur Haraldsson, 28.6.2012 kl. 14:28
Islendingum er engin vorkunn. Engin þjóð hefur aðra eins möguleika á að bjarga sér. Hvernig væri ástandið á Austfjörðum ef álverið hefði ekki komið til? Aukning fiskveiða er auðveldasta og besta leiðin til að auka þjóðartekjur og útflutning. Sem betur fer eru kosningar framundan. Þá gefst langþráð tækifæri að kjósa nýja fulltrúa til stjórnar landsins. Svarið er Hægri Grænir.
Björn Emilsson, 28.6.2012 kl. 16:31
Hér er engin helvítis kreppa lengur nema í kollinum á hægrimönnum. Hvað eru margir atvinnulausir í þinu byggðarlagi Ómar?
Óskar, 28.6.2012 kl. 19:48
Endilega að hringja i Útvarp Sögu, þú ert svo frábær!
Jóhann (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 20:08
Takk fyrir innlitið félagar og já, takk fyrir skemmtunina Óskar og Jóhann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.6.2012 kl. 20:52
Góðar hugleiðingar og áminningar til okkar íslendinga. Ég hef tekið eftir bón þinni til okkar, enginn hefur orðið við henni. Það vita allir, sem eitthvað hafa í kollinum, að Ríkisstjórn okkar (kjörin) er búinn að sparka með röngum fæti. Henni hefur ekki auðnast að taka neina aukaspyrnu með réttum fæti.
Hún lagði upp með að vera vinstri fætt, en hefur ekki enn náð neinu sparki með þeim fæti. Við erum búin að búa við "kiks" hjá Ríkisstjórninni í rúmlega 3 ár. Hún er búinn að tapa leiknum, því hún kann ekki að sparka með réttum fæti. Við sem þjóð erum að horfa upp á aulaháttinn hjá Ríkisstjórninni og enginn hefur kastað inn handklæðinu.
Líklega er það vegna þess að aularnir á hliðarlínunni trúa því að þeir geti ekki gert betur (skömm sé að þeim).
Við búum við von, von um betra líf. Við erum tilbúin að berjast fyrir því.
En það eru einungi 55% íslendinga tilbúnir til að berjast fyrir sínum tilvörurétti, og þá er ég ekki að tala um þá sem eru rétt farnir að huga að framtíð sinni, ungviði okkar.
Það er verk að vinna.
Þú ert búinn að berjast fyrir sjálfstæði okkar íslendinga og búinn að hafa sigur ásamt góðum íslendingum, en það er ekki nóg, því áróður fárra er að tröllríða okkar samfélagi.
Þú bendir réttlega á orðskrípi fræðimanna okkkar Háskólasamfélags, og kennara þeirra sem komu öllu íslensku samfélagi á hvolf.
Hverjum á að trúa, um leið og við horfum á annan sannleika en þeir sjá. Eigum við að treysta á okkur sjálf, eða trúa blint á fræðimenn sem segja okkur að hlutirnir séu öðruvísi en við sjáum og upplifum.
Hvar kemur niður, sárasta reynslan á sannleikanum ?
Hver er borgunarmaðurinn?
Er það háskólamaðurinn með sinn sannleika?
Er það Ríkisstjórn með sinn sannleika?
Er það fjölskyldufaðirin með sinn sannleika?
í mínum huga, og ég held þínum, þá sé svarið ljós.
Sá sem þarf að borga, skal ráða hvernig peningum sínum er ráðstafað.
Ríkisstjórn okkar þarf að geta sparkað með réttum fæti til að skora mark.
Hún hefur ekki skorað neitt mark í rúmlega 3 ár.
Við þurfum að skipta um lið. Fá menn í liðið sem vill vinna leikinn og sparka í átt að marki og skora.
Markið gerir okkur að sigurvegurum.
Ef það tekst ekki þá þurfum við að taka leikinn í okkar hendur. (það hefur ekkert með nýfrjálshyggju að gera)
Eggert Guðmundsson, 29.6.2012 kl. 00:29
Neysla fór af stað vegna gjalðeyris lána niðurstöðu dómsins feb. 2012 og áður. En þetta má vera skipulaggt að útan eða innan. Við getum beðið eftir greinum viða um verölð hvað Jóhönnu og Steingrimi hefur heppnast þetta einstaklega vel.
Andrés.si, 29.6.2012 kl. 03:10
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 03:41
Blessaður Eggert.
Því miður hefur þetta allt með óvininn eina að gera, hugmyndafræði hans hefur lagt drög að endalokum mannsins. Siðblind græðgi sem höfðar til hinna lægstu hvata, sem afneitar siðalögmáli hins kristna manns, að þú eigir að gæta bróður þíns, leiðir til átaka, vígaferla sem enda alltaf í allsherjar átökum.
Það skiptir ekki máli hvað flokkarnir hétu á Vesturlöndum, þeir voru allir í svartholi Nýfrjálshyggjunnar og afleiðingin, rúin Vesturlönd blasir við.
Það er til lítils að frelsa Ísland, við erum ekki eyland. Óvinurinn eini verður ekki lagður að velli nema hann sé stunginn í hjartastað, að höggva af lim eða einn haus af mörgum, hefur ekkert að segja.
Þetta er eins og að taka yfir skip sem lekur og setja alla í að ausa. En hundsa manninn sem gengur um með bor og borar alltaf ný og ný göt.
Þetta er bara þannig, orrustan um Ísland er aðeins einn angi af stríðinu mikla en hugmyndafræði lífsins er allsstaðar sú sama.
Og krefst aðeins eins af fólki. Að það hætti að væla og skæla og fari að gera það sem þarf að gera.
Sumarið er tími skælsins og dapra hugsana um að þetta sé ekki hægt, og hugsana um að einhverjir aðrir eigi að stíga fram. Eða það eigi að gera svona eða hitt.
En það eina sem er í boði fyrir okkur, hinn almenna mann, er að taka afstöðu með lífinu og spyrja síðan, hvað get ég gert.
Í stríði er það síðan sambland af aðgerðum óvinarins og manns eigin tækni og styrk sem ræður hvað gert er.
Stríðið skapar hershöfðingjanna og þeim þarf að fylgja.
Og það er fullt að fólki þarna úti sem skilur þetta.
Af hverju heldur þú að svona stórskrýntir pistlar, sem eru gjörsamlega út úr kú miðað við meistrím umræðuna um hvað eigi að grilla í kvöld eða hvað "HINIR" séu miklir aumingjar, að þeir séru lesnir dag eftir dag af 300-500 manns???
Ekki er það ritsnilldin get ég sagt þér.
Við eigum ekkert val, við þurfum að taka á móti auðþjófunum, og við eigum líf sem þarf að vernda.
Flóknara er það ekki.
Fólk mun hætta að skæla í haust.
Eftir það verður ekki aftur snúið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.6.2012 kl. 11:53
Já, Andrés, við eigum eftir að lesa margar greinar um það.
Ef þær verða á þokkalegum pappír, þá er allavega hægt að skeina sér á þeim í útilegum.
Allt hefur sinn tilgang.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.6.2012 kl. 11:54
Já, Pétur, Liljur Vallarins hafa þetta.
Minnir mig á ágætis ljóð eftir ljóðskáld lífsins sem segir eiginlega allt um okkar góðu konur sem öllu halda gangandi og gefa lífinu okkar lit heiðríkjunnar.
Bið að heilsa öllum þarna fyrir sunnan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.6.2012 kl. 12:00
Þið minnið dálítið á litla krakka í frekjukasti yfir að fá ekki að kaupa allt nammið í sjoppunni. Allar tölur benda til hins sama, AÐ KREPPUNNI SÉ LOKIÐ - Ómar ég spurði þig hvað það væri mikið atvinnuleysi í þínu bæjarfélagi, þú valdið að ignora spurninguna. Kaupmáttur hefur stóraukist síðustu 2 ár. Maður spyr hvað í ósköpunum viljið þið eiginlega meira ?
Óskar, 29.6.2012 kl. 12:57
Ég nennti því ekki Óskar, var á hlaupum.
Ég færi rök fyrir því af hverju meint yfirlýsing er jafnhlægileg og þessi með veisluna. Menn kalla bólu hagvöxt. Ég ber ekki á móti tölunum, bendi á hvaða forsendum þær eru byggðar.
Og ég bendi á svikalognið, bendi á samsvaranir.
Og síðan impra ég á öðrum rökum, að blindur hagvöxtur sem tekur ekki tillit til aðstæðna hina almenna borgara, að hann sé ekki hagvöxtur.
Þú tæklar ekkert af þessum rökum Óskar, endurtekur aðeins síbyljuna sem ég var að benda á að sé í besta falli hæpinn sannleikur.
En þetta með kaupmáttaraukninguna, ég held hreinlega að annað hvort eigir þú virkilega bágt með raunveruleikaskynið eða þú sért hluti af sjálftökuliðinu sem hefur rétt úr kútnum enda situr ríkisstjórn þess við völd.
Þegar ég á whiskyflösku inní skáp, þá skal ég ræða við þig um batann.
Ekki fyrr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.6.2012 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.