Veruleikafirrt þjóð.

 

Ræðst á gullgæsina sem heldur uppi lífskjörum í landinu.

Gerir sér ekki grein fyrir að mein sjávarútvegsins er ofurskuldsetningin sem er afleiðing 20 ára kvótabrasks.  

Mein sjávarútvegsins er að hann hefur skuldsett sig fyrir sýndarverðmæti kvóta í stað tækja og tóla.  Ómæld verðmæti hafa farið í súginn því flotinn hefur notast við úrelt skip, skip sem gera ekki það besta sem nútímatækni býður uppá.  

Styrkur hans hefur falist í kraftmiklum stjórnendum og öflugu sölukerfi.  

Og hann er sjálfbær, rekinn með því markmiði að menn hagnist á honum.  

 

Ofurskatturinn vinnur gegn sjálfbærni greinarinnar og tekur ekki á meinsemdinni sem kvótabraskið er.  

Hann skaðar raunsjávarútveginn en lætur skaðsemi sýndarsjávarútvegsins í friði.  

Kunnuglegt stef frá ógæfusambandinu á meginlandinu sem er á fullu að eyða raunhagkerfi Evrópu í tilraun sinni að bjarga sýndarfjármálakerfi fjármálabraskarana.

Það er eins og fólk átti sig ekki á því að við lifum á mat en ekki pappír, að við notum vörur og þjónustu, ekki pappír og exel.  

Allt sem við gerum til að skaða raunhagkerfið, skaðar lífsgrundvöll okkar og lífsafkomu.  

 

Heimskan er síðan algjör þegar haft er í huga að málsmetandi menn um alla Evrópu, jafnt stjórnmálamenn, fjármálamenn eða fréttaskýrendur töluðu í fullri alvöru um að fjármálakerfi Evrópu myndi hrynja ef gríska þjóðin hafnaði föðurlandsvikurum í þvinguðu kosningunum síðustu helgi.  

Alvarleiki málsins fólst ekki í að ein lítil þjóð gæti haft svona afdrifarík áhrif á gang himintunglanna, heldur að menn skyldu í alvöru setja málið upp í þessu samhengi og í framhaldi ræða fullum fetum setningu herlaga til að hindra algjöran glundroða. 

 

Það er eitthvað mjög mikið að út í hinum stóra heimi í dag og óttinn við allsherjar hrun eykst með hverjum deginum.  

Þá snýst umræðan á Íslandi um ráðstöfun meints hagnaðar sjávarútvegsins næstu árin.  

Þó við séum eyland þá erum við ekki svo mikil eyja að alvarleg kreppa í Evrópu hafi ekki áhrif á útflutningstekjur okkar.  

Þess vegna á þjóðin að borga skuldir sínar hratt niður og búa sig síðan undir langan og mikinn harðindavetur sem gæti varað heila kynslóð ef fram heldur í Evrópu eins verið hefur.  

 

Dagurinn í dag er ekki tími ofurskatta og eyðslu, dagurinn í dag er tími þess að menn safni í sarpinn skipum og tækjum og treysti grundvöll innlendrar framleiðslu svo þjóðin hreinlega lifi af komandi heimskreppu.  

Lífsspeki DúDú fuglsins er ekki tímabær í dag.  Ætli menn sér að verða heimskir, þá velja menn sér tíma þegar ytri skilyrði eru hagstæð og líkur á stöðugleika í heiminum.  

Þjóðin á að snúa bökum saman um það sem skiptir máli.  Að vernda sjálfa sig og framtíð barna sinna.  Ekki láta froðukrónueigendur stýra umræðu upplausnar og sundurlyndis, með því eina markmiði að keyptir stjórnmálaflokkar afhendi þeim 1.000 milljarða evrubréf á silfurfati.  Með börnin okkar að veði.  

 

Það eru mútuþegar sem keyra þessa umræðu áfram.

Undir er annarsvegar framtíð barna okkar, hins vegar framtíð froðukrónunnar.  

Í alvörunni, það er enginn svona heimskur að trúa bullinu um "arðinn til þjóðarinnar" eða "hneyksli að auðlindagjaldið skuli ekki vera miklu hærra" eins og haft er eftir Þór Saari í morgunsárið.  

Þetta er áunnin heimska hagsmuna og fjármagns, til þjónkunar þeirra sem vilja sína 1.000 milljarða og engar refjar. 

Það er tími til kominn að við í Andófinu áttum okkur á því hverjir eru húsbændur þeirra sem hæst gjamma.   

 

Undir er framtíð barna okkar. 

Á þessum tímum eiga börn hinna veruleikafirrtu enga framtíð aðra en þjáningar skuldaánauðarinnar.

Því í dag mun veruleikafirrt þjóð aðeins uppskera eitt, þrældóm og örbirgð Nýfrjálshyggjunnar.  

 

Höfum þetta í huga.

Látum ekki spila með okkur endalaust.

 

Eitt Hrun er einu Hruni of mikið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Frumvarp um veiðigjöld að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil hvað þú ert að fara.  Ég segi hins vegar aðkoman að þessu er öll röng.  Hér þarf að stokka upp.  Í stað þess að leggja hærri veiðigjöld á sjávarútveginn, þarf að innheimta kvótann og greiða þeim hann út sem sannanlega hafa keypt eða afskrifa skuldir á móti.  Þetta kostar auðvitað heilan helling, en um leið og kvótinn er komin í hendur ríkissins er hægt að leigja hann út á sanngjörnu verði.  Þeir sem hafa fengið niðurfellingu skulda eða greitt fyrir keyptan kvóta geta því einbeitt sér að veiðum og leigt sinn kvóta til margra ára, þeir leigja þá bara þann kvóta sem þeir veiða sjálfir.  Þetta stoppar allt brask með kvótann.  Síðan þarf að vera árlega til kvóti sem er úthlutað til nýliða sem vilja komast inn í greinina.  Þannig byggjum við sjávarútveginn upp aftur um allt land. Og sátt næst um þennan aðalatvinnuveg þjóðarinnar. 

Þeir sem fyrir eru í greininni ættu að fagna því að losna við skuldir sínar með þessu móti og getað farið af stað með hreint borð og sátt við samfélagið.

Eitt af stærri útgerðarfélögum á landinu Gunnvör H.f. var grunnlagt af föður mínum og bróður hans.  Ef kvótinn hefði verið á þeim tíma, hefðu þeir aldrei getað sett á stofn þetta mikla útgerðarfyrirtæki og það má hugsa til þess hvað þjóðin hefði farið á mis við ef svo hefði verið.  Við getum ekki alltaf lagt mat á núið.  Við verðum að huga að því sem gæti orðið með réttu hugarfari, og ekki binda hendur dugandi fólks sem gæti gert stórvirki ef það fengi tækifæri. 

Þess vegna er þessi umræða á svo miklum villigötum að mínu mati.  Það ER hægt að sætta sjónarmið, það þarf bara tíma og breytta hugsun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki boðskipanir að ofan eins og eru ær og kýr Jóhönnu og Steingríms, það ætti fyrir löngu að vera liðin tíð, og er vonandi bráður einmitt liðin tíð, því fyrr því betra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2012 kl. 12:42

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona miðað við að útgerðin skilaði um 300 milljónum í tekjuskatt og svo að meðaltali um 500 milljónum í veiðigjald síðustu 10 árin. Og skaffar svona um 10 þúsundmanns vinnu og þar af um 5 þúsund á lágmarkslaunum við fiskvinnslu og stór hluti þeirra af erlendu bergi brotinn hvernig er þá gullgæsin að "halda upp lífskjörum í landinu"? Hversu mikið af 200 milljarða tekjum greinarinnar fer aftur erlendis vegna lána sem tekin voru fyrir útgerðina? Og hvað er stór hluti af hruninu vegna þess að útgerðamenn veðsettu kvótan til að braska með bankana og önnur fyrirtæki sem nú hafa dáið drottni sínum eða skipt um eigendur og skilið eftir sig skuldirnar í bönkunum sem við almennir viðskiptavinir borgum með hærri vöxtum og þjónustugjöldum.  Það var jú lýsandi sem Þór Saari sagði að útgerðir í dag ganga ágætlega sem þó leigja til sín kvóta á 270 kr kílóið. Það er verið að leggja á hvað um 20 til 30 krónu gjald og aðeins tekið veiðigjald af útgerðurm eftir að þær hafa reiknað frá rekstragjödl og eðlillega fjárfestingu. Og þá aðeins brot af hagnðinum sem var upp á 75 milljarða í fyrra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.6.2012 kl. 16:29

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi umræða er jafn marklaus og öll umræða um efnahagsmál okkar hefur verið frá hruni. Hér eru engin mál gerð upp hversu stór og örlagarík sem þau eru fyrir land og þjóð. Það er flumbrast áfram með klofið Alþingi margklofinnar þjóðar sem þessi ríkisstjórn virðist hafa að megintakmarki að sameina EKKI.

Skyldi vera hægt að leiða fram dæmi um að eftir algert hrun öflugs og bjartsýns samfélags láti ríkisstjórn endurreisnar það verða sitt fyrsta verk að afgreiða frá Alþingi umdeildasta pólitískt mál til margra ára með vinnubrögðum sem minna á frásagnir af Kópavogsfundi 1662.

Árni Gunnarsson, 20.6.2012 kl. 17:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Ég er mikið sammála þér með að " Það ER hægt að sætta sjónarmið, það þarf bara tíma og breytta hugsun.  ", tel það reyndar kjarna málsins. 

Kvótabraskið er hluti af því sýnarhagkerfi sem hrundi haustið 2008.  Það hefur aðeins fært sjávarútveginum skuldir og aftur skuldir.  Það var hið broslega í umræðunni þegar Mogginn ræddi um að nú væri ekki hægt að fjárfesta lengur, að það var ekki neitt fjárfest af neinu viti.  Ekki miðað við skuldir greinarinnar.  

En fagþekkingin er sú besta sem gerist í heiminum í dag.

Svo má minna á að grunnmið víða um land eru illa nýtt, og á móti hugsanlega of mikið álag á öðrum.  

En þú leysir ekki málin með að láta eins og kvótinn hafi ekki verið í 30 ár eða svo.  Það þarf að sníða af vankanta, en ekki gera slæmt verra.  Kvótauppboðið er dæmi um að vond frjálshyggja er gerð ennþá verri.  

Og það þýðir ekki að úthrópa fólkið sem var tilneytt að spila með í kerfinu, skuldir þess er staðreynd sem og fagleg hæfni þess. 

Og menn eyðileggja ekki undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar að gamni sínu.

Hvað er til ráða???  Þú nefnir eina leið, þær eru örugglega fleiri.  En mig langar að minnast á hugtakið samfélagsleg ábyrgð, að enginn fái að reka fyrirtæki nema í sátt við sitt samfélag.  Vissulega áskorun en forsenda siðmenntaðs þjóðfélags.

En óráð leysa engan vanda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.6.2012 kl. 22:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég nenni ekki enn einu sinni að útskýra fyrir þér áhrif ofurskattlagninga á undirstöðuatvinnugrein þjóðar.  Ég hélt satt að segja að það væri ekki hægt að ná prófi í dag ef menn vissu ekki að hagnaður er forsenda framþróunar.

En ég ætla ekki að rífast við þig um áhrif Nýfrjálshyggjunnar, þau eru skelfileg, en vegna kvótabrasksins þá eru fyrirtækin þegar búin að greiða auðlindarrentuna, og hún er skuld þeirra í dag.  

Það eru aðrir sem eiga hana og þú mátt tala við þá.

Hinsvegar vil ég benda þér á að þeir vankantar sem þú lýstir, að þeir leysast ekki nema það sé reynt að leysa þá.  

Það er ekki verið að gera það með núverandi kvótafrumvarpi, kvótauppboðið gerir slæmt, óbærilegt.  Er sjúkasta form Nýfrjálshyggjunnar og þar sem ég hélt að þú værir ekki áhangandi hennar, þá skil ég ekki að þú skulir ekki sjá það.

Hvar liggja mörk óráðanna til að þú staldrar við og segir, Nei, ég get ekki stutt þessa vitleysu lengur???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.6.2012 kl. 22:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þetta er ekki félegt, núna er kominn tími á Byltingu lífsins. 

Að siðað fólk taki siðaðar ákvarðanir um siðað samfélag.

Það eru aðeins örfáir menn sem fjármagna þessa sundrungu, þeir eiga hagsmuna að gæta að þjóðin snúist ekki til varnar gegn froðukrónuvánni.  

Þekkjum hagsmunina og þá skiljum við vitleysuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.6.2012 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 1412835

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband