17.6.2012 | 18:20
Af hverju kýs þjóð böðla sína???
Svona í ljósi þess að evruflokkurinn fær jafn mikið fylgi og vonin.
Ein hugsanleg skýring er að vonin hefur ekki mótað valkost sem fólk trúir á.
Eitthvað sem íslenska andófið gegn Hrunverjum mætti hafa bak við eyrað.
Önnur skýring er hótunin um heimsendi ef fólk lætur ekki eigin böðla aflífa samfélag sitt.
Það þarf jú sterk bein til að standast sífelldar hótanir um endalokin þegar fólk hefur ekki haldreipi í voninni um Nýjan og betri heim.
En hin raunveruleg skýring er máttur peninganna, þeir gera út allskonar rugl og öfga til að villa fólki Sýn. Og þá þarf valkosturinn að vera svo sterkur til að ruglið yfirskyggi hann ekki.
Sem og hitt að "keyptir" andófsmenn ráðast alltaf að hinu raunhæfa. Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum svo vel.
Grikkir eiga sitt keypta andóf sem setur stjórnlagaþing á oddinn eða peninga valdsins sem skipuleggja herferðir gegn sægreifum eða önnur ginningarljós sem láta baráttuna enda úti í mýri á meðan fjármagnið læsir skuldahlekkjum sínum um almenning.
Aðferðafræðin er alltaf sú sama, fullkomnuð af CIA á Chile í upphafi áttunda áratugarins.
Fjármagn er notað til að skapa upplausn og deilur.
Á meðan snýst fólk ekki til varnar gegn sínum raunverulega óvini.
Kýs jafnvel böðla sína eða eltir andóf sem engu skilar.
Og endar svo sem skuldaþrælar evru eða krónubraskara.
Á öllu eru skýringar, og börn okkar eiga mikið undir að við, almenningur í þessu landi, áttum okkar á vélabrögðum peningavaldsins, áður en það er um seinan.
Það er flott að grilla í sumar, en ef við bara grillum, þá mætum við á ákveðnum tímapunkti ofurefli sem við ráðum ekki við.
Og endum jafnvel með að kjósa böðla okkar.
Kveðja að austan.
Hnífjafnt í grísku þingkosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, Ómar. Þú ert ekki sá eini sem ert gáttaður á kjósendum.
17.6.12. Jónas Kristjánsson.
Er gáttaður á, að sumir kjósendur segjast í könnunum munu styðja bófaflokk sjálfstæðismanna í næstu kosningum. Þetta er ekki lengur íhaldsflokkur, heldur taumlaus græðgisflokkur undir kjörorðinu "græðgi er góð". Þetta er mafía villtustu sérhagsmuna, sem fyrirfinnast hér, samanber málþóf í þágu kvótagreifa. Framámenn flokksins eru sjálfir flæktir í græðgisfléttur frá hruninu, allt frá vafningum yfir Sparisjóð Keflavíkur út í gefins kúlulán. Kjósendur bófanna eru meginböl þjóðarinnar. Eins og mafían var meginböl Ítalíu, þegar hún náði lengst undir vernd kjósenda Kristilegra demókrata.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 18:56
Í Grikklandi stefnir nú allt í að Sjálfsæðisflokkurinn (ND) og PASOK (Samfylkingin) vinni, með um samtals 40% fylgi.
Það kalla þessir gömlu valdaflokkar og hrunvaldar "nýtt" lýðræði ... við könnumst við tugguna um "nýja" Ísland.
En það eftirtektarverðasta er að meginhluti fylgis þeirra kemur frá valdaelítunni og eldri kynslóðinni.
En meirihluti yngra fólksins styður Syriza, þeirra er framtíðin.
Tími hrun-valdanna mun hins vegar fyrr en síðar líða ... og það af náttúrulegum ástæðum. Það er augljóst.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 19:14
Blessaður Haukur.
Hefur þú spáð í hver fóðrað Jónas???
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 17.6.2012 kl. 22:31
Pétur, tíminn hefur sitt rennsli og ef allt væri í orden þá þyrfti ekki að spyrja þessa spurningar eftir nokkur ár.
Vandinn er að böðlar hlífa engum.
Og unga fólkið mun ekki sætta sig við skuldahlekki og ónýtt velferðarkerfi. Það mun rísa upp og þá mun margt gerast sem enginn vill.
Það sama gerist hér á Íslandi, unga fólkið mun rísa upp þegar það áttar sig á þeim illvilja sem að baki býr öllu froðusnakki sem fjármagnað er af froðukrónueigendum.
Ergo, Tíminn þarf hjálp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2012 kl. 22:36
Angela Merkel pantaði ESB-hagstæð kosningaúrslit - skýri það nánar á mínu eigin bloggi.
Theódór Norðkvist, 18.6.2012 kl. 09:43
Takk Theódór, góður pistill.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2012 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.