Jóhanna afhjúpar sig.

 

Það stóð aldrei til að slá skjaldborg um heimilin, allavega virðist henni ekki hafa dreymt um það.

Það stóð aldrei að gera upp við útrásina og það rán sem átti sér stað í skjóli hennar.  Allavega virðist henni ekki hafa dreymt um það.

Það stóð aldrei til að þjóðin fengi völdin aftur úr höndum Hrunverja, allavega virðist henni ekki hafa dreymt um það.  

 

Það stóð sem sagt aldrei til að byggja upp Nýtt og betra Ísland úr rústum þess þjóðfélags sem siðblinda Nýfrjálshyggjunnar hafði undirokað.  

Hafi verið sögð orð þar um, þá bjó allavega enginn draumur þar að baki.  

 

Jóhönnu og hennar fólki dreymdi aðeins um eitt, að koma Íslandi inní Evrópusambandið.

Um ástandið í því draumasambandi má lesa um í þessari frétt Ruv í hádeginu.  Tilefnið er lýðræðislegur réttur grísku þjóðarinnar til að segja sjálf til um framtíð sína í frjálsum kosningum.  

 

"Heimskreppa yfirvofandi? Sumir fréttaskýrendur taka svo djúpt í árinni að staðhæfa að kosningarnar í Grikklandi í dag snúist í raun um framtíð Evrópusambandsins sjálfs og evrunnar. Sigri Syriza verði hrun á verðbéfamörkuðum á morgun, og taki Grikkir upp drökmu á ný aukist þrýstingur svo mjög á hagkerfi Ítalíu og Spánar að þau bresti og stjórnvöld í báðum ríkjum neyðist til að leita hófanna um mikil neyðarlán. Robert Zoellick, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, er ómyrkur í máli og segir að vandamál Grikkja gætu jafnvel hrundið af stað annarri heimskreppu.".

 

Þetta var ekki það sem lagt var upp með þegar Evrópusambandið var stofnað, en þetta er raunveruleiki þess í dag.  Að yfir lýðræðislegum kosningum hvíli sá skuggi að ef frjáls þjóð kýs gegn fjármagni og fjármálastofnunum, að þá er niðurstaða kosninganna heimskreppa.  

Heimskreppa er sem sagt  draumur Jóhönnu Sigurðardóttur. 

 

Fyrir þann draum hefur hún endurreist þjóðfélag sundrungar og misréttis þar sem heimilum landsins er neitað um réttlæti.  

Hún hefur lamað löggjafarvaldið með frumvörpum sem hafa haft þann eina tilgang að skapa sundrungu og óvissu. 

 

Og hún ætlar að koma börnum okkar í skuldaánauð froðukrónanna sem á að breyta í evruskuldabréf með framtíð landsins sem ábeking.  

Draumur Jóhönnu er martröð fólks sem á ekkert annað en æru sína, fjölskyldu, heimili og starf.  Og vill fá að vera í friði fyrir hamförum fjármálabraskara með því að úthýsa þeim úr samfélaginu, en þarf að sæta því að fjármálabraskið fær að eyðileggja undirstöðu vestrænna þjóða.  

 

Megi draumar hennar ekki rætast.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Náð lengra en mig dreymdi um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já draumur Jóhönnu rís ekki hátt.  Hún ætti að sjá sóma sinn í að taka pokann sinn og yfirgefa samkvæmið.  Hún gæti flutt til Brussel og átt góða daga þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 13:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvernig átti Jóhanna að gera upp við útrásina? Er ekki sérstakur saksóknari m.a. að vinna að þeim málum? Nú er ljóst að engin þjóð önnur hefur gripið til eins mikilla aðgerða varðandi skuldug heimili og sú sem nú situr hér.  Í flestum löndum er bara ekkert gert fyrir þá. Ekki beint hægt að sjá að þjóðinn sé að hjálpa ríkisstjórn t.d. að ná einhverjur frá þeim sem jú fjármögnuðu mest af braskinu í bönkunum þ.e. útgerðamenn sem veðsettu kvótan fyrir braski sínum.  Jóhann hefur hvorki leyfi né getur til að fara sjálf og berja á utrásarmönnum. Það er Alþingi sem setur lög og það er stjórnarandstaðan sem er jú að berjast um flest mál við ríkisstjórninna. Og það sem hún boðar þegar hún tekur við er að sérstakur skattur á þá sem eiga eignir umfram skuldiri upp á 75 verði feldrur niður. Og afhverju er það. Kannski af því að í þeim hóp eru bæði Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Og menn skulu ekki halda að þessir flokkar þegar þeir komist til valda taki ekki tillit til þessa. Saga þessara flokka sýnir að þeir hika ekki við að færa skatta frá þeim sem eiga meira yfir á aðra. Sbr. að frá 1994 til 1999 var hér staðgreiðsla upp á 42% og persónufrádráttur rýrnaði stöðugt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.6.2012 kl. 14:42

3 identicon

"Grísk saga er okkar innspírasjón, ekki Merkel"

sagði portúgalskur þjálfari gríska landsliðsins við írskan blaðamann eftir sigur þess í gær.

Þessi orð gæti Jóhanna Sigurðardóttir aldrei skilið, því hún er án tengsla við tíðarandann,

enda hefur hún hangið á þingi í 34 ár, að hennar eigin sögn á Austurvelli

og er orðin inngróin í illgresisvafninga þverpólitískar siðspillingar 4-flokksins.

Draumur hrunráðherrans endurspeglar martröð þjóðarinnar.  Gjána milli þings og þjóðar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 16:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Ég held að það séu ekki góðir dagar framundan í Brussel, vofa átaka og vígaferla er að leggjast yfir Evrópu eins og mara, og héðan mun fátt koma friðnum til bjargar.

Jóhanna ætti frekar að fara á vit anda fortíðar og fá hann til að koma á stefnumóti við sinn innri mann, manneskjuna sem einu sinni vildi vel.  

Erfitt stefnumót en endurlausn er aldrei auðveld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.6.2012 kl. 16:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Sannleikurinn mun gera yður frjálsan Magnús, og staðreyndir mála líka. 

Þeir sem þoldu hvorki sannleikann eða staðreyndir, komu málum í þann farveg sem hann endaði, skrípadóm Landsdóm og svefninn langa hjá sérstaka.  

Sannleikurinn mun líka gera þig frjálsan, að lokum Magnús.  Það eitt að þú last þennan pistil bendir til að þú sért farinn að efast.  

Þú eins og ég heyrði fréttirnar um kosningarnar í Grikklandi, núna er þetta ekki lengur breski seðlabankastjórinn sem talar um kreppuna mestu, hjarta Evrópska seðlabankans segir það sama.  

Og þú veist að eitthvað mikið fór úrskeiðis, draumurinn góði um fallega og bjarta Evrópu hefur ranghverfst um völd og ítök sýndarfjármálakerfis braskara.  

Og það stefnir allt í vargöld, vígöld, skálmöld.  

Margur í þínum sporum sá þetta strax þegar smábændur Ukraníu sultu heilu hungri vegna mannlegra hamfara, aðrir þurftu að heyra skriðdrekaskrölt á götum Budapest.  Þeir sem ennþá afneituðu martröðinni sem draumurinn um himnaríki á jörð hafði haft í för með sér, þeir sögðu aldrei aftur Prag, við látum ekki lengur ljúga að okkur, við ljúgum ekki lengur að okkur sjálfum.  

Hrunverjar, öflin sem þú hatast út í, þeir eiga sína bræður og systur út í Evrópu, og þau öfl hafa svívirt Evrópudrauminn sem þú kaust sem leiðarstjörnu hér á Íslandi eftir Hrun.  

Og Hrunverjar, í gegnum samkomulagið við AGS, hafa öllu ráðið hér, Jóhanna er aðeins leikbrúða í þeirra höndum, líkt og Hindenburg var fyrir önnur ógnaröfl á sínum tíma.  

Athugaðu það Magnús að í innslagi þínu þá afneitar þú ekki fullyrðingu minni að útrásin hafi ekki verið gerð upp, þú reynir aðeins að útskýra af hverju þú telur að svo hafi verið.  Þú gerir ekki tilraun til að bregða upp annarri mynd á ástandinu í Evrópu, þú aðeins bendir á að hér á Íslandi séu menn og flokkar sem myndu á engan hátt reynast þjóðinni betur ef þeir kæmust til valda. 

Og um það erum við sammála.  

En ég hef aldrei áður séð þig í raun taka eins mikið undir minn málflutning og þú gerir hér að ofan.  

Sem segir mér að þú ert farinn að sjá hlutina með sömum augum og ég geri.  

Það er verið að eyðileggja samfélög venjulegs fólks um alla Evrópu, ekki bara hér, ekki bara í Grikklandi, sama aflið ræðst með blóðugum niðurskurðarhníf á innviða samfélaga með réttlætingu þess að sýndarhagkerfi auðmanna eigi í svo miklum erfiðleikum.  

Draumur Hannesar í hnotskurn og það þarf ekki einu sinni að grilla á kvöldin til að hann gangi eftir.  

Þetta sérðu í sálu þinni og útá við ertu hættur að sveifla sverðum til varnar martröðinni.  Þú verð ennþá drauminn um fallega Evrópu, sameinað Evrópu.  Það er fallegur draumur, ekkert að því eiga sér drauma.  Nema draumur má aldrei breyta lífi hins venjulegs manns í ánauð, þrældóm fyrir peninga og peningaöfl.  

Þegar þú sérð það, þá munum við manna sömu skotgröfina í stríðinu mikla, sannaðu til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.6.2012 kl. 16:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

"Draumur hrunráðherrans endurspeglar martröð þjóðarinnar".

Takk ljóðskáld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.6.2012 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 390
  • Sl. sólarhring: 1000
  • Sl. viku: 5598
  • Frá upphafi: 1328411

Annað

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 5005
  • Gestir í dag: 324
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband