23.4.2012 | 18:01
Segðu af þér Bjarni.
Þú ert þátttakandi í þessum skrípaleik frá upphafi.
Frá upphafi hefur vörn þín fyrir Geir verið í flugulíki. Þegar það þjónaði pólitískum hagsmunum þínum að veikja ríkisstjórnina eftir ráðherrakapalinn margfræga, þá loksins lagðir þú fram þingslályktunartillögu um að Alþingi drægi ákæru sína til baka.
Annars hefur þú aðeins vælt aðeins hér og þar, svo máttleysilega að enginn hefur heyrt rödd þína.
Enginn kraftur, enginn dugur, engin viðbrögð í ljósi alvöru málsins.
Alþingi gat ekki lagst lægra en að ákæra Geir Harde einan allra ráðherra.
Ákæra Alþingis var pólitísk, hún var misnotkun á aldraðri löggjöf sem var ekki hugsuð sem tæki í pólitískri refskák illvígra stjórnmála, heldur öryggistæki ef framkvæmdarvaldið misbeitti valdi sínu.
Og heiðarlegt fólk gat aðeins brugðist við á einn hátt, neitað að taka þátt í skrípaleiknum.
Það var ekki aðeins heiður Alþingis sem var í húfi, æra þess var líka undir.
Stjórnarandstaðan átti að ganga út eftir þá hraksmán að aðeins einn mann af þeim fjórum sem Rannsóknarnefnd Alþingis lagði til var ákærður.
Og hún átti ekki að koma aftur inn fyrr en hinn naumi meirihluti gerræðisins hefði dregið ákvörðun sína til baka.
Þannig hefði fólk brugðist við, þannig hefðu samflokksmenn hins ákærða átt að bregðast við.
En þið gerðuð ekki neitt.
Sátuð sem fastast eins og eitthvað dægurmál hefði flogið í gegnum þingið.
Í raun svikuð þið ykkar fyrrum formann, rákuð rýting í bak hans.
Axlaður því ábyrgð á gjörðum þínum Bjarni Benediktsson.
Segðu af þér, og sjáðu til þess að aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins geri slíkt hið sama.
Þar með er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fallin. Hún mun ekki standast umræðuna um hina fölsku pólitísku ákæru.
Forsetinn mun setja hana af, og skipa utanþingsstjórn fram að næstu kosningum.
Þjóðin þarfnast kosninga strax, hún þarf að losna við Helið sem núna stýrir.
Allt ærlegt fólk skilur þörfina, allt ærlegt fólk skilur að skrípleikurinn við Austurvöll er á enda runninn.
Ef þið haldið svona áfram þá kljúfið þið þjóðina í herðar niður, eyðið henni innan frá.
Nóg, nóg, nóg.
Það er komið nóg Bjarni Benediktsson.
Þið þingmenn þurfið að sættast við þjóð ykkar.
Núna.
Það er enginn annar kostur í stöðunni, það er ekkert val.
Aðeins sú ákvörðun sem ærlegur maður tekur.
Að gera rétt, að þola ei órétt.
Kveðja að austan.
Nánast fullnaðarsigur Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 43
- Sl. sólarhring: 778
- Sl. viku: 5582
- Frá upphafi: 1400339
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr Heyr!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 18:23
Magnús Sigurðsson:
"Til hamingju Íslendingar, í dag hefur það
endanlega verið staðfest að gamla Ísland hrundi ekki haustið 2008. Það má jafnvel segja að staðan sé orðin 3:0 fyrir gamla Ísland.
Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins ábyrgðarlaust á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði.
Landsliðið í kúlu vermir bekkina á alþingi og bönkum eftir að hafa afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins.
Helferðarhyskið sér um þjóðnýta ærlegt fólk til að borga brúsann.
Sannkölluð "happa þrenna"."
Úr Alþýðubók Magnúsar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:32
Bjarni Ben á að hætta strags sem Formaður Sjálfstæðisflokksins,hann höndlar ekki að vera í Pólitík..
Vilhjálmur Stefánsson, 23.4.2012 kl. 18:37
það er sorglegt að lesa þessa froðu frá þér Ómar einsog þú getur verið góður ,,,,ég get enganvegin séð að þessi fáránlega aðför að Geir sé á nokkurn hátt hægt að klína á Bjarna Ben
Casado (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:40
Mættu mér með rökum en ekki foringjatryggð Casado.
Íhaldsmenn allra landa fengu nóg af henni eftir Chamberilain.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 18:54
Alþýðubók Magnúsar.
Staðan er hugsanlega 3-0 ef allir bregðast við með grenjum í stað þess að bíta í skjaldarrendurnar og láta kröfuna um afsögn Alþingis hljóma um alla Netheima.
Landsdómur er plott Hrunverja frá upphafi til enda, látum þá ekki komast upp með spilerí sitt. Sendum þeim búmmerang sitt til baka þannig að það hitti þá sjálfa í hjarta leppsríkis þeirra við Austurvöll.
Við öll, jafnt kratar sem íhald, kommar sem framsókn, fólk sem fénaður, við öll munum þjást ef áform þeirra um að koma 1.000 milljörðum af froðueign sinni úr landi með því að evruskuldvæða þjóðina.
Það þýðir endaloka sjálfstæðis hennar, endalok atvinnurekstrar vegna skattpíningar, endalok innlendrar eignar á orku og sjávarauðlindum okkar, endalok þess þjóðfélags sem áar okkar byggðu upp.
Krafa mín um afsögn Bjarna er kurteis ábending um að hann axli einu sinni þá ábyrgð sem fylgir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins.
Annars eiga flokksmenn aðeins einn valkost.
Og hann dvelur uppí Móum.
Hann léti hvorki Jógrímu eða Hrunverja komast upp með skítaáform sín. Hann myndi snúast til varnar eins og maður.
Ekki mús.
Jógríma þarf að víkja og aðeins afsögn Bjarna getur tryggt það.
Þjóðarheill er í húfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 19:03
Mig langar að varpa fram þremur spurningum til gamalla stuðningsmanna samtryggðs fjórflokksins og bið þá um að velta þeim fyrir sér eitt augnablik í ljósi td. Vafninga, Kögunar, Icesave og Skjaldborgar um bankana og sérhagmunina. Nú, þegar rúmt 3 og 1/2 ár er liðið frá hruni:
Hefur ykkur virst að foringjarnir fjórir hafi barist af einurð og festu til hagsbóta fyrir öll heimili landsins?
Teljið þið foringjana fjóra vera trausts ykkar verðir?
Þola leiðtogarnir fjórir,
Bjarni Ben., Sigmundur Davíð, Steingrímur J. og Jóhanna Sig.
gegnsæi ljóssins?
Ég minni á, að þau sitja öll á núverandi þingi, sem hefur aldrei mælst með minna traust, eða einungis 10% traust þjóðarinnar. Er þá ekki uppstokkunar þörf og ekki síst hvað varðar foringjana fjóra????
Og í framhaldi af þessu skal bent á þetta:
Um vantraust á foringjana fjóra fjallar jónas.is, sá mikli rauðvínskrani,
sem einstaka sinnum mælir þó orð af viti, þá bráir af honum.
Hér hefur hann greinilega strammað sig vel af af og mælir af viti um foringjana fjóra:
"Misskilji þeir niðurstöður skoðanakannana, byggja þeir hátimbraðar kenningar á sandi. Til dæmis þeim, að formenn Framsóknar og Sjálfstæðis hafi jákvæðar fylgistölur. Svo er alls ekki, þótt fylgistölur Samfylkingar og Vinstri grænna séu enn lakari.
Þegar nánast helmingur hinna spurðu veitir engin svör,
er það ósigur allra fjögurra flokkanna.
Til dæmis er ekki gott í ljósi fyrri blómaskeiða, að Framsókn hafi 8% fylgi. Og 23% fylgi Sjálfstæðis er alveg út af kortinu, engin auglýsing fyrir formanninn."
Mætti ég bæta við: Það er nú fremur klént fyrir bankastyrkta og ríkisstyrkta fjórflokkana og foringja þeirra að ná ekki að ljúga fleiri fulla, en raun ber vitni. Svei mér þá, það er heilmikið í stóran hluta þjóðarinnar spunnið; það mætti halda að sá stóri hópur hlusti mikið á Who og taki undir: We won´t get fooled again, í samstilltu NO, NO!
Tek svo undir orð Ómars um að hrunaliðar og hrunverjar á þingi og í stjórn eru öll sek:
Við viljum uppgjör við Hrunið, við viljum réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.
"Við viljum nýtt Alþingi, nýja ríkisstjórn.
Við viljum fólk á þing, og við viljum ríkisstjórn sem stýrir í þágu þjóðar, ekki fjármagns.
Við viljum ekki þennan skrípaleik lengur.
Þið eru SEK.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 19:46
- Bjarna Vafningi og Icesave stuðningsmanni ber að víkja, það hlýtur að vera krafa heiðvirðra sjálfstæðismanna.
- Sigmundi Davíð Kögunarsyni ber að víkja, það hlýtur að vera krafa heiðvirðra frmsóknarmanna.
- Steingrími J., erindreka alþjóðlegra hrægamma ber að víkja, það hlýtur að vera kraf heiðvirðra vinstri grænna.
- Jóhönnu Sigurðardóttur hrunráðherra og forsætisráðherra Skjaldborgar um erlenda kröfuhafa og bankavaldsins
ber að víkja, það hlýtur að vera krafa heiðvirðra jafnaðarmanna innan samfylkingar!
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 19:54
Hlæilegar færslur hér að ofan,að Bjarni sé nú aðalsökudólgurinn. Síðan er Geir ákærður fyrir eitt atriði og það var fyrir að Ingibjörg Sólrún treysti ekki öllum sínum ráðherrum að fara með trúnaðarmál.
Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2012 kl. 20:15
Blessaður Ragnar, ef þú ert ekki læs á einfaldan texta, vertu þá ekki að afhjúpa það hér, það er eitthvað svo hlæilegt.
Litli landsímamaður. Ég sé ekkert sem Sigmundur Davíð hefur gert til að verðskulda að víkja. Meint faðerni er aldrei rök í máli. Sigmundur er eini forystumaðurinn á Alþingi sem hefur strax frá upphafi tekið afstöðu með þjóð sinni og talað af viti um þann vanda sem þjóðin glímir við.
Hins vegar hefur hann ekki náð þeim styrk að á hann sé hlustað, það vantar í hann stríðsmanninn.
En ef við ætlum að rífa þjóð okkar uppúr forfeni Hrunsins, þá verðum við að gera greinarmun á þeim sem tala að viti og þeim sem tala af óviti. Og það er ekki nóg að gera eins og Hreyfingin, að tala stundum að þekkingu um mál, en gera svo ekkert í baráttumálum sínum þegar á reynir, því ítrekaður stuðningur hennar við Hrunstjórnina er gjörð sem sýnir hvað lítil alvara er að baki hinu fallega málskrúði.
Og það eru gjörðir sem skipta máli. Ekki málskrúð, ekki ætt, ekki uppruni, ekki fyrri ferill, aðeins það sem þú gerir í dag til að hindra eyðingu þjóðarinnar telur.
Hinsvegar á allt þetta fólk að segja af sér og leggja málflutning sinn í dóm þjóðarinnar.
Þeir sem taka ekki undir þá kröfu eru stuðningsmenn Hrunverja. Nú reynir á stuðning þjóðarinnar gegn þeim sem rændu hana og rupluðu.
Og þögn er sama og samþykki, samþykki á lífstíðarskuldaþrældóm þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 20:37
Hér talar karakter sem ætti að vera í forystu. Alltaf sérð þú Ómar réttlætið og skömmina ,get ég sagt rétt, því mér finnst það. Það er aldrei nema fullkominn heiðarleiki sem lekur úr þínum penna. Þú bentir mér á þokukennt mat mitt á Bjarna Benedikts,nú veit ég það. Okkur sár vantar öfluga stjórnarandstöðu. Einkennilegt þetta aðildarlið,að uppnefna toppmann eins og Sigmund Davíð,við ehv. Kögunarfélag sem faðir hans á eða átti,aumingjalegt. Ég er hálffrosin,svo ég kveð og þakka fyrir mig.
Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2012 kl. 22:00
Helga Kristjánsdóttir
Ég er enn meiri andstæðingur aðildar að ESB en þú.
Heldur þú virkilega í alvöru að illa þveginn moðsuðuflokkur Framsóknar, undir stjórn Sigmundar Davíðs
sé treystandi til fyrir horn með Bjarna Ben.?
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 01:03
Vigdís Hauksdóttir væri hins vegar glæsileg sem formaður Framsóknarflokksins.
Hún myndi ekki fallera fyrir vafningum Bjarna Ben og hans stuttbuxnadrengja.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 01:07
Þér til heiðurs Helga mín og öðru heiðarlegu framsóknarfólki,
þá birtist ég nú undir gunnfána létt-framsóknar græns sem riddari
en aðeins þér til heiðurs og öðru heiðarlegu framsóknarfólki.
Kjarni málsins er sem Ómar segir:
"Þjóðin þarfnast kosninga strax, hún þarf að losna við Helið sem núna stýrir.
Allt ærlegt fólk skilur þörfina, allt ærlegt fólk skilur að skrípleikurinn við Austurvöll er á enda runninn.
Ef þið haldið svona áfram þá kljúfið þið þjóðina í herðar niður, eyðið henni innan frá."
"Við viljum uppgjör við Hrunið, við viljum réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.
Við viljum nýtt Alþingi, nýja ríkisstjórn.
Við viljum fólk á þing, og við viljum ríkisstjórn sem stýrir í þágu þjóðar, ekki fjármagns.
Við viljum ekki þennan skrípaleik lengur.
Þið eru SEK.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 02:41
Bíddu, ég held og vona. Þú veist ekki hve ég mælist vel! Ekkert er (var) eðlilegra en að tengja von sýna við þessa flokka,auk Hreyfingar. Ég tek undir með aðdáun á Vigdísi,Framsókn hefur staðið allan tímann,gegn landssöluliðinu,skil ekki neikvæðnina út í Sigmund,finnst eins og maðurinn hafi unnið sér til óhelgi að eiga peninga,það finnst mér óviðurkvæmlegt,bara gott mál. Ath. Erum við ekki komin á þann reit,þar sem kjósa skal menn ekki flokka. Ég er með ritstýflu ,kem þessu ekki frá mér betur,svo nú er best að segja góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2012 kl. 03:01
Takk fyrir góði minn. sá ekki þessa seinustu færslu fyrr en ég skaut minni á blað. Ég er gömul S.Í.S. kella ,við höldum hópinn enn þá en pólitík er sjaldan rædd. Eins og skólasystkin hittumst við,t.d. í sumar að Flúðum þar sem hjón úr okkar hópi reka gistiheimili. Mb.KV. kanski smá Frammarar!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2012 kl. 03:11
Heil og sæl Helga
Heiðarlegt og venjulegt fólk finnur alltaf samhljóm Helga.
Sammála, kominn háttatími og segi því sömuleiðis góða nótt
og svo er bara að svífa inn í draumalandið og kíkja svo í draumaráðningarbók á morgun
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 03:17
Þetta er hárrétt ályktun hjá þér Ómar. Að labba út úr Alþingishúsinu og gefa fingurinn framan í þá starfsemi sem þar fer nú. Gefa sterka yfirlýsingu um að ekki sé hægt að vinna með þessum meirihluta og krefjast kosninga. Alþingi hefur ekkert traust hjá kjósendum sínum.
Eggert Guðmundsson, 25.4.2012 kl. 13:19
Blessaður Eggert.
Maður spyr sig oft hvort svona blogg hafi nokkuð að segja. Er hægt að hafa áhrif í umræðuna utan þröngs hóps og þá hvað???
Um daginn þá orðaðir þú mjög vel það hvað alvöru andóf í skuldamálum heimilanna gengi út á, að það ætti ekki að líða þessari stjórn að sitja ef hún kæmi ekki með raunhæfar tillögur að lausn á skuldamálum heimilanna, menn ættu einfaldlega að leggja fram vantraust einu sinni í viku þar til sátt næðist.
Því þetta er grundvallarmál. Ég hef vísað ítrekað í þessi orð þín, bæði í pistlum og eins í athugasemdum. Það eru komnir 3.600 gestir hjá mér síðustu vikuna. Einhver hefur lesið.
Spái í þetta miðað við fréttina í morgun að Hreyfingin ætlar að rumska, að íhuga allavega að leggja fram slíkt vantraust. Og afneita stjórninni nema að hún geri eitthvað raunhæft.
Hvort eitt leiði að öðru, að pistill hjá mér kalli fram þessa athugasemd þína
"Stjórnarandstaðan myndi gera meira gagn fyrir íslendinga ef þeir settu fram vantrauststillögu á Ríkisstjórn reglulega - eða í hverju máli/ frumvarpi, sem hún stillir fram fyrir Alþingi, á meðan það er ekki frumvarp eða mál sem snúa að skuldavanda heimila. Þeim vanda sem er brýnastur fyrir þegna þessa lands"
sem aftur kallaði á tengingu hjá mér í fleiri pistlum sem aftur skapi umræðu hjá því fólki sem berst gegn skuldaþrældómi almennings um að nú eigi ekki lengur að láta orðin duga en styðja í verki þá sem níðast á heimilum landsins, skal ég ekki geta mér til um.
En ef enginn orðar hugsanir sínar gegn þessum Óberum þá er aðeins eitt víst, þeir fara alltaf sínu fram.
Það þarf að berjast ef menn ætla að vinna stríð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2012 kl. 14:32
ÞVí hefur verið haldið fram að dropinn holi steininn. Alls staðar sem umræða á sér stað - þá skilur hún eftir frjókorn hjá viðmælendum.
Það hafa verið margir dropanir sem hafa fallið í umræðunni, bæði á milli manna og í netheimum. Það er að sjá í umræðum manna á millum, nýjum flokkum og flokksbrotum, að það þurfi að fara að stokka upp spilin og /eða fá sér nýjan spilastokk. Spilastokk sem er frábrugðin þeim hefðbundna. Hugsa málin upp á nýtt með skýrum markmiðum gagnvart velferð okkar samfélags. Þessi tími framtíðar er kominn.
Eggert Guðmundsson, 25.4.2012 kl. 17:43
Mæl þú manna heilastur Eggert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.