Aumt er þeirra yfirklór.

 

En heilaleysið öllu alvarlegra.

Hvort sem það er fullkominn dómgreindarbrestur eða eitthvað þaðan af verra.

 

Hvað hefði formlegur ríkisstjórnarfundur um yfirvofandi fall bakakerfisins eða stórkostlegar líkur á bankahruni þýtt fyrir hina viðkvæmu stöðu bankanna???

Svarið er einfalt, tafarlaust Hrun þeirra.

Margt má segja um þau afglöp sem áttu sér stað í aðdraganda Hrunsins en hin fullkomnu afglöp, að halda formlegan fund um hættuna, voru ekki framin.

Svo miklir vitleysingar voru menn ekki.

 

Í dag er til svo vitlaust fólk að það telur það aðalatriði málsins að ekki var skrifuð fundagerð um málið.  Að ráðherrar sem ekki báru sig eftir upplýsingum eða var ekki talið treystandi fyrir þeim, voru ekki upplýstir á formlegan hátt.

Að þeir hefðu komist upp með að vera strútar í sandi vegna þess að Geir Harde hafi ekki sagt þeim sem blasti við öllu hugsandi fólki, að allt væri að hrynja.

 

Hrunið á aðdraganda sinn í EES samningnum, eftir innleiðingu reglna um frjálst flæði fjármagns og einn sameiginlegan markað, þá var aðeins spurning um hvenær, ekki hvort Hrun yrði.  Og aðeins var spurning um af hvaða stærðargráðu það yrði, en ekki að það yrði algjört Hrun.

Íslensku bankarnir féllu ekki, bankakerfi hins vestræna heims féll.  

Bankar Bandaríkjanna féllu, bankar Bretlands, Bankar Evrópusambandsins féllu.

Þeir gátu ekki lengur fjármagnað sig á frjálsum markaði og lifa aðeins fyrir tilstuðlan seðlabanka landa sinna.

Samt finnast fífl á Íslandi sem telja að meint óskrifuð fundagerð hafi verið orsakavaldur Hrunsins.

 

Þeir vilja ákæra fyrir það sem hefði flýtt fyrir Hruninu.

En þeir átta sig ekki á einni grundvallarstaðreynd málsins, að tíminn sem vannst, eftir að menn gerður sér grein fyrir alvöru málsins, var notaður til að semja neyðarlögin sem björguðu þjóðinni á ögurstundu.

Geir bjargaði því sem bjargað varð.

Meira gat einstaklingur í hans stöðu ekki gert.

Hefði hann snúist gegn fjármálamógúlunum, þá hefðu þeir gengið frá honum líkt og þeir gerðu  við öflugasta stjórnmálamann landsins, mann sem var af miklu meira baráttukalíberi en Geir Harde.

 

Og við í andstöðunni, sem ég skrifa þetta blogg fyrir, ættu að þekkja hvenær auðmógularnir spila með okkur.

Að kóa með eins og Birgitta gerir er aðeins ein birtingarmynd þess að ekkert hefur breyst á Íslandi frá Hruni.

Að auðmenn og leppar þeirra, einu nafni Hrunverjar, ráða öllu.

Og að við viljum verða þrælar þeirra um aldur og ævi.

 

Og þar með erum við orðnir þeirra helstu bandamenn í stríðinu gegn þjóðinni.

Því meðan við hugsum og högum okkur eins og vitleysingar, þá þurfa þeir ekki að óttast þjóðina.

Því ekki óttast þeir fjórflokkinn.

 

Hættum því að láta spila með okkur og áttum okkur á því sem er að gerast.

Það þarf að snúast til varnar.  

Og virkja til þess gott fólk í öllum flokkum, um allt land.

 

Ekki okkar vegna, heldur framtíðar barna okkar vegna.

Hættum því að láta fífla okkur.

Segjum Nei við skuldaþrældóm, segjum Nei við auðráni. 

 

Segjum Já við lífið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki formsatriði heldur alvarleg ákæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg.

-Kveðja að vestan.

Örn (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 17:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Örn.

Þá er að taka undir kröfuna um tafarlausa afsögn Alþingis og tafarlausar kosningar.

Vísa í þennan pistil minn.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1235968/

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 17:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hér er slóðin með einu klikki.

 

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 17:34

4 identicon

Magnús Sigurðsson:

"Til hamingju Íslendingar, í dag hefur það

endanlega verið staðfest að gamla Ísland hrundi ekki haustið 2008. Það má jafnvel segja að staðan sé orðin 3:0 fyrir gamla Ísland.

Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins ábyrgðarlaust á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði.

Landsliðið í kúlu vermir bekkina á alþingi og bönkum eftir að hafa afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins.

Helferðarhyskið sér um þjóðnýta ærlegt fólk til að borga brúsann.

Sannkölluð "happa þrenna"."

Úr Alþýðubók Magnúsar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:34

5 Smámynd: Elle_

???  Viltu ekki skýra málið, ´Magnús´?.

Elle_, 23.4.2012 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 299
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 5305
  • Frá upphafi: 1401132

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 4609
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband