Rangt Einar. Alþingi væri búið að segja af sér.

 

Ef Ísland væri lýðræðisríki.

Fyrir svik og vélarbrögð við heimili landsins.

Að tryggja ríku fólki peningasjóðanna 200 milljarða en neita fórnarlömbum verðtryggingarinnar um sömu aðstoð.

Fyrir að láta ríkisstjórnina komast upp með að vinna með erlendu ríki að ráni og rupli á eigum landsmanna og að hún fái ennþá að vera að hjálpa ESB og bretum í ICEsave.  Með því að samþykkja aðkomu ESB að fölsku ákæru ESA.

Fyrir að ljúga að þjóðinni að aðildarviðræður séu í gangi við ESB þegar sannleikurinn er sá að reglur ESB gera aðeins ráð fyrir aðlögunarviðræðum því ESB ætlar að ríki sem sækja um inngöngu, vilja inn en ekki að skoða pakka.  Slíkt sé gert á jólunum og það sé jólasveinn sem komi með pakkann.

Fyrir ranga ákæru á hendur Geir Harde fyrir Landsdómi, ákæru sem engin siðuð þjóð myndi nokkurn tíman standa að.

Fyrir að eyða tíma sínum í röfl og pex um allt annað en það sem máli skiptir, hvernig hægt er að koma landinu úr höndunum á Hrunverjum til þjóðarinnar á ný.

Og fyrir að fresta Norðfjarðargöngum, svo ekki sé minnst á það.

 

Engin lýðræðisþjóð kann dæmi um aðra eins skrípasamkomu og Alþingi Íslendinga er búið að vera frá Hruni.

Og það er ekki endalaust hægt að skella skuldina á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þingheimur allur ber ábyrgð.

Eða eins og góður maður sagði, 

"Stjórnarandstaðan myndi gera meira gagn fyrir íslendinga ef þeir settu fram vantrauststillögu á Ríkisstjórn reglulega - eða í hverju máli/ frumvarpi, sem hún stillir fram fyrir Alþingi, á meðan það er ekki frumvarp eða mál sem snúa að skuldavanda heimila. Þeim vanda sem er brýnastur fyrir þegna þessa lands"".

 

Sá sem þegir ber sína ábyrgð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Sagði að Jóhanna ætti að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt að orða þetta betur. Það væri óskandi að þetta fólk á þingi þyrði að lesa fréttir og lesa blogg svo það myndi skilja hvernig þjóðin er algjörlega búin að fá upp í kok á þessu liði. En sennilega eu þetta allt siðblindingjar sem þar eru inni.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 16:05

2 identicon

Heill og sæll; Ómar Austfjarðajöfur - og aðrir gestir, þínir !

Tek undir; með ykkur Sigurði Kristjáni heiðursmönnum, báðum, í hvívetna.

Við höfum; rætt það áður Ómar minn, en við erum ekki sammála um aðferða fræðina, í viðureigninni, við þetta lið - en erum sammála, í grunninn, algjörlega.

Með;  Byltingarkveðjum góðum /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 470
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6201
  • Frá upphafi: 1399369

Annað

  • Innlit í dag: 398
  • Innlit sl. viku: 5253
  • Gestir í dag: 366
  • IP-tölur í dag: 361

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband