Stevenson þekkir ekki Steingrím.

 

Það er vonlaust að koma vitinu fyrir hann.

Hann mun halda áfram að ræða við ESB þó sambandið setji viðskiptabann á Ísland.

Samt mun Steingrímur halda áfram aðlögunarviðræðunum við ESB.

Hann mun halda þeim áfram þó hann sé einn á fundi.  Jafnvel þó ESB slíti viðræðunum mun Steingrímur halda áfram að ræða aðildina að ESB.

 

Vegna þess að Steingrímur beit í sig að aðildarumsóknin að ESB væri forsenda ráðherradóms hans.

Og fyrir ráðherrastólinn gerir Steingrímur Joð Sigfússon allt. 

Byrjaði á að svíkja lífshugsjónir sínar með því að lúta boðvaldi ESB.  Sveik síðan flokkinn með því að beita sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Í kjöfarið kom síðan svik við allt sem íslenskt félagshyggjufólk hefur staðið fyrir.

 

Steingrímur mun aðeins hætta að tala við ESB þegar Samfylkingin segir honum það.

Það er faktur og engar hótanir fá því breytt.

Stevenson ætti því að tala við Össur Skarphéðinsson og beðið hann um að ganga erinda ESB í makríldeilunni.  Össur er vanur maður og er með vanan mannskap eftir ICEsave deiluna.

Honum myndi því ekkert muna um að tryggja ESB viðunandi niðurstöðu í markríldeilunni.

Össur hefur nú gert annað eins.

 

"Steingrímur, það er þetta með ráðherrastólinn!!!" og makríldeilan er úr sögunni.

Sumt er ekki flókið, en vonandi kemst Stevenson ekki að því.

 

Nóg hefur þessi ríkisstjórn svikið samt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Kemur vonandi vitinu fyrir þá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég er næstum því öruggur á því að Össur hefur þegar boðið liðsinni sitt til handa ESB í Makríldeilunni til Stevensons

Eggert Guðmundsson, 20.4.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég tel það nánast útilokað

Sleggjan og Hvellurinn, 20.4.2012 kl. 13:02

3 identicon

Það getur vel verið, að ESB hafi þegar slitið aðlögunarviðræðum, og Össur eigi bara eftir að segja okkur frá því.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 14:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur Hilmar.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 14:30

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hilmar

Ég tel það nánast útilokað.

Ómar.. tekur þú virkilega undir þetta?

Maður verður þreyttur a vitleysu til lengdar.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.4.2012 kl. 15:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ elsku besta Sleggjan mín, það eina sem er bannað samkvæmt húsreglum er að spyrja hvað mér finnst, þú ættir að vita það.

Farðu frekar að leita að réttarheimildinni svo þú getir höggvið af mér höfuðið, það er fútt í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 15:41

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já ok fyrirgefðu.

Segjum það.

ESB hefur slitið samningaviðræðunum í leyni og er að ferla það fyrir alheiminum. Samningsnefnd Íslands er erlendis á launum í Brussel að sötra kaffi en ekki að semja.

Síðan er búið að leggja niður Evrópustofu... það er í raun engin þar inni... heldur eru þetta vélmenni.  Þetta er allt stór bekking.

"góðu punktur"

Sleggjan og Hvellurinn, 20.4.2012 kl. 16:34

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð lýsing hjá þér Sleggja, þú ert að ná þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband