Lilja, ekki bara tala, gefðu í, gefðu í.

 

Orð eru til alls fyrst en þessi orð þín eru löngu mælt.

Þau voru mælt strax eftir Hrun þar sem skynsamt fólk, eins og þú og allt það ágæta fólk sem er í HH, benti á að eina von þjóðarinnar um endurreisn væri að takast strax á við skuldavanda heimilanna.

Og þá undir leiðarmerkjum réttlætis og sanngirnis. 

Allt annað væri ávísun á skálmöld, vígöld, á upplausn samfélagsins og jafnvel endalok þess.

Aðgerðir stjórnvalda, þó vel meinandi væru, tókust ekki á við raunvandann, sem er forsendubresturinn.  Þær reyndu að auðvelda fólki að greiða að lánum sínum, á sinn hátt að hjálpa fólki að halda húsum sínum, en þær tóku ekki á skrýmslinu sem þenur út skuldir þess.

Þær voru eins og að ausa bát með trogi í stað þess að þétta lekann sem stöðugt jókst.

 

Allt var sagt, við öllu er búið að vara.

Núna er tími kominn á aðgerðir.  Ef það er ekki hlustað, þá þarf að neyða menn til að hlusta.

Berjast, berjast, berjast.   

Eða eins og maðurinn sagði, "Við berjumst á ströndinni, við berjumst á engjunum, ofaní skurðunum, bak við hlöðurnar, við verjum borgir okkar, við verjum landið okkar", 

Við gefumst aldrei upp, ekki meðan einn er uppstandandi sem ver frelsið, sem ver tilveru hins siðaða manns. 

Sem ver réttlætið.

 

Vissuleg ert þú án hers í dag Lilja Mósesdóttir, en herinn er þarnar úti, hann bíður eftir þér.

Það er her lífsins, sem fylkir sér um aðferðafræði lífsins, sem hlustar á það fólk sem heldur fram hagfræði lífsins.

Og þennan her virkjar þú með því að standa uppá þingi, á hverjum mánudegi, horfa yfir þingmenn og segja, "skammist ykkar, það er fólk þarna úti sem þjáist".

Og síðan gerir þú það sem góður maður sagði á þessu bloggi.

"Stjórnarandstæðan myndi gera meira gagn fyrir íslendinga ef þeir settu fram vantrauststillögu á Ríkisstjórn reglulega - eða í hverju máli/ frumvarpi, sem hún stillir fram fyrir Alþingi, á meðan það er ekki frumvarp eða mál sem snúa að skuldavanda heimila. Þeim vanda sem er brínastur fyrir þegna þessa lands".

 

Það þarf aðeins eina manneskju til að leggja fram vantraust.  Það er réttur þinn, Hrunverjar þurfa að leggja þig í bönd til að þagga niður í þér.

Og þú hvetur verkafólk til að krefjast funda í verkalýðsfélögum og leggja fram vantraust á forystu ASÍ, helsta bandamann vaxtaþjófanna í dag.

Og þú hvetur skuldug heimili að flykkjast niður á Austurvöll og berjast fyrir tilveru sinni og réttlæti.

Þvi eins og ein móðir á Suðurnesjum sagði í DV nýlega, "ég er ekki ein, við erum fleiri, svo miklu fleiri".

 

Það vantar aðeins Kallið og fólkið mun koma.

Rétta Kallið.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Skuldir heimila aukast stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mig langar til að vekja athygli á pistli Gunnar Heiðarssonar sem tekur saman á greinargóðan hátt um hvað öll þessi deila um skuldamál snýst.

Skotur á skynsemi.  

Það sem gert er, er ekki vitrænt miðað við umfang og eðli vandans.

Hér er linkurinn og  ég skora á alla að lesa hann. 

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1235382/

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 09:15

2 identicon

Frábær pistill Ómar. 

Kallið innan úr grágrýtiskofanum við Austurvöll mun virkja lýðræðið á ný ... til lífs.

Við bíðum eftir rétta kallinu og það mun fyrr en síðar koma frá heiðarlegasta þingmanninum,

Lilju Mósesdóttur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 17:56

3 Smámynd: Ómar Geirsson

En hittir hann í mark???

Eða endar framboð Lilju í tuði smáflokksins sem engu breytir???

Mér er spurn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 18:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í nýlegri umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um þingsályktunartillögu um niðurfærslu fasteignalána og afnám verðtryggingar, er lýst fjórum mismunandi leiðum til þess að leiðrétta fasteignaveðlánin að sannvirði, og útskýrt hvernig eigi að fjármagna þær: http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=140&mnr=580

Í stuttu máli þá skulda bankarnir okkur á fjórða hundrað milljarða ríkisábyrðgargjald, sem má skuldajafna gegn kostnaði við niðurfærsluna, og nota restina til að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og loka fjárlagagatinu. Þetta eru ekki draumórar, útreikningarnir fylgja með umsögninni.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2012 kl. 18:45

5 identicon

Hann hittir einungis í mark, ef eftir þessari eða viðlíka taktík er hlustað og eftir tekið.

Minn draumur er að Lilja virkji þá taktík og að HH fylki þá öll af einurð með henni.

Sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við. 

Lilja hefur tekið af skarið. 

Og þegar klukkan glymur

og kallið kemur ættu HH að fylkja sér af einurð og festu um hinn eina heiðarlega málsvara þeirra!

Stöndum saman til lýðræðis og velferðar  ... okkar allra. 

Það er sameiginlegir og lífs-nauðsynlegir hagsmunir okkar allra, hinna venjulegu og óbreyttu og saklausu þræla.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 19:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur.

Mæltu manna heilastur Pétur Örn.

Núna bíðum við eftir klukkunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband