Hreyfingin, ó Hreyfingin.

 

Hvenær varðstu svona???, sjálfhver og sjálfseyðandi.

 

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins greip tækifærið þegar Jóhanna neyddist til að skríða úr skúmaskoti sínu og vakti athygli á að stefna ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna virkaði með miklu ágætum, æ fleiri og fleiri heimili nálgast hengiflugið og munu fljótlega fara fram af því, þökk sé verðtryggingunni.

Þið grípið tækifærið til að skrá ykkur til riddara að tilefni túristaferðar kínverska forsætisráðherrans. 

Ályktið um mannréttindi, fáið birta af ykkur mynd.

Fáið Kastljósið í 5 sekúndur.  Og svo ekki meir.

 

Samt væri hægt að fyrirgefa ykkur athyglissýkina ef þið væruð ekki skýring þess að heimili landsins eiga enga von, aðeins endalausar skuldir sem aldrei munu greiðast, þökk sé verðtryggingunni.

Þið sem voruð kosin til að berjast gegn skrýmslinu, eruð lífæð þess í dag.  Útvegið súrefnið sem þarf til að knýja öndunarvélina.

Til hvers, til hvers???

 

Föttuðu þið ekki að þið hefðu verk að vinna, að þið hefðuð hlutverk, tilgang.

Annað en að leika bjána.

Að heimili landsins þarfnast krafta ykkar.

Að fólkið í landinu þarfnaðist ykkar.

 

Jæja, ég vona að þið farið ekki jafn illa með réttindabaráttu Tíbeta eins og ykkar eigin málstað.

Nóg er það samt sem þeir hafa mátt þola.

En þegar þið hættið að dást af nafla ykkar og stóru tá, þá eruð þið velkomin aftur í baráttuna gegn þeim þursum græðgi og sérhyggju sem öllu í Hel vilja koma.

 

Því þrátt fyrir allt þá viljið þið vel.

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýna meðferð Kínverja á Tíbetum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er ég búin að missa alla von um að Hreyfingin nái sér á strik í komandi kosningum. Þrátt fyrir sameiningu fylkinga.

Hreyfingin hefur ekki borið til baka sögusagnir um að Þór Saari verji ríkisstjórnina falli verði borin fram vantrauststillaga á alþingi. Æ ofaní æ hef ég ljáð máls á þessu með kommentum sem er skylt þessu málefni og endurtek ég það hér og nú: "Styður Hreyfingin núverandi ríkisstjórn frá falli?"

Hef ekki trú að svar komi nú frekar en endranær.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 08:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hún gerir það bara Jóhanna, það þarf ekkert að staðfesta hið augljósa.

En í reynd er það aðallega máttleysi strákanna sem stýra Framsókn og Sjálfstæðisflokknum sem skýrir tilvist þessarar stjórnar.

Það er eins og þeir hafi aldrei heyrt söguna um Grísina þrjá og stráhúsið.  Mætti halda að þeir hafi ekki haft tíma til að lesa fyrir börnin sín og vita því fátt um augljósar staðreyndir sem viska ævintýranna varðveita.

Síðan er það spurning hvort þeir vilji nokkuð kosningar.

En allavega þá er ríkisstjórnin í minnihluta á þingi.  

Jón Bjarnason styður hana aðeins til allra góðra verka, og þar sem þau eru engin, þá er ljóst að hann styður ekki núverandi ríkisstjórn.  

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 5623
  • Frá upphafi: 1399562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4796
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband