14.4.2012 | 11:07
Gjaldþrot þjóðarinnar blasir við.
Og í kjölfar endalok sjálfstæðis hennar.
Fyndið að flokkurinn sem kennir sig við Sjálfstæði, klári dæmið. En það virðist vera vilji þjóðarinnar.
Og þar með lítið við því að gera.
Veit ekki hvað ég á að eyða miklum tíma í að útskýra hið augljósa sem blasir við skynsömu fólki, jafnt góðu og gegnu Sjálfstæðisfólki sem öðrum. Ég bloggaði aðeins um einn angann af vanda flokksins í pistli í gær og það er forystukreppa hans. Eitthvað sem eiginlega allir í Sjálfstæðisflokknum vita. Forysta flokksins er sem slík ekki hæf til að takast á við eitt eða neitt sem skiptir máli á svona alvarlegum tímum eins og eru í dag. Örugglega fínir krakkar til að sigla lygnan sjó en ekki eru ekki þeir sjóhundar að hafa nokkuð í ólgusjó að gera.
Það er aðeins einn marktækur þingmaður í flokknum í dag og það er Kristján Þór Júlíusson. Aðrir eru aðeins mishæfir uppí að vera algjörlega vanhæfir. En ef Kristján hefði það sem þyrfti til að leiða flokkinn þá væri hann líklegast búinn að taka hann yfir. Sem bendir til að hann er góður liðsmaður öflugs leiðtoga en ekki sem slíkur öflugur leiðtogi.
Flokknum sárvantar vitra menn í leiðtogasveit sína, menn eins og Styrmi Gunnarsson og Björn Bjarnason. Vit sem aðeins löng ævi og íhugull hugur skapa. Þarna er hann fórnarlamb sinnar eigin heimsku að láta peninga hrekja sitt besta fólk á eftirlaun, einmitt þegar það á að skipa heiðursess þingflokksins líkt og til dæmis Ólafur Björnsson gerði á sínum tíma. Að vera vitið og reynslan sem yngri og baráttuglaðari þingmenn geta leitað til.
Og svo á hann að gera eins og breski íhaldsflokkurinn forðum daga, að játa sín mistök og sínar syndir, og hringja með auðmjúkum huga uppí Móa og biðja bóndann þar að pakka niður myndinni af Jóhönnu og drífa sig í bæinn. Hann hafi verk að vinna, og já, sorrý með þetta að við rákum þig og studdum þig ekki í orrahríðinni miklu.
Og þar með er forystukreppa flokksins úr sögunni, svona eftir að þeir Styrmir og Björn hafa gefið vilyrði sitt að koma líka til baka.
Þá hugsanlega, en aðeins hugsanlega gæti niðurstaða þessarar skoðanakönnunar forðað þjóðinni frá gífurlegri ógæfu, eða hvað orð á maður að nota yfir endalok hennar????
Ég viðurkenni fúslega að það er ekki öllum Sjálfstæðismönnum gefið að skilja þessi orð mín. En ég held að þeir viti ekki af þeim, að þeir séu ekki lesendur þessa bloggs. Þetta blogg gerir ákveðnar kröfur til fólks, um lestur og hugsun, og þeir sem nenna ekki að lesa og ráða ekki við að hugsa, þeir eru ekki húsgangar hér.
En við ykkur sem hér eru, vil ég taka það fram, sem ég tek svo oft fram, að ég er að draga upp mynd, út frá ákveðnum forsendum. Það er hægt að fylla uppí þessa mynd en ég held, tek það fram, ég held, að hún sé nærri lagi. Lausnin er umdeilanleg, en það liggur í eðli rökræðu og rökhugsunar, að hafna ekki lausn með því að benda á ágalla hennar, því í raunheimi er allt með ágöllum.
Lausn er hafnað með annarri lausn.
Eins og þetta er augljóst þá er vandi Íslensku þjóðarinnar í hnotskurn sá að menn ætla sér að leysa mál með gagnrýni, niðurrifi, og hjakka svo í sama farinu. Nema ennþá spólfastari en menn voru fyrir.
Á Bretlandi á sínum tíma var spurt, "ef ekki Churchil, hver þá???".
Svo ég víkki þetta út frá forystukreppunni yfir í hinn raunverulega vanda flokksins að þá kristtallast hann í að hann gerir hið hjakkandi hjófar að upphaf og endi sinnar stefnu.
Í stað þess að sækja í fjarsjóðsbrunn hugmyndafræði sinnar og lífsgilda.
Það þýðir ekki að rífast yfir af hverju flokkurinn yfirgaf hina klassísku kristilegu íhaldsstefnu og lenti út í fúafen frjálshyggjunnar sem er andstæð öllu því sem flokkurinn stendur fyrir. Menn gleyma því oft að höfuðandstæðingar frjálshyggjunnar á öllum tímum hafa komið úr röðum kristilegra íhaldsmanna, í den og í dag.
Staðreyndin er einfaldlega sú að flokkurinn er í þessu hjólfari og hann er ekki að rífa sig uppúr því. Þó hefur hann fólkið eins og til dæmis Kristján Þór og þó hefur hann hugmyndafræðingana eins og þá Björn og Styrmi. Samt lýtur hann ennþá forystu hugmyndfræðinga Hrunsins og lausnir hans eru kóperaðar uppúr handbók AGS, sem er stofnun sem sannar að þeim í neðra mistókst með blekkingarherferð sinni að telja fólki í trú um að hann existaði ekki.
Fólk kýs Sjálfstæðisflokkin í dag því það ofbýður afglöp núverandi ríkisstjórnar en það áttar sig ekki á því að gæfa þjóðarinnar, velvilji forlaganna, er einmitt þessi afglöp núverandi ríkisstjórnar.
Vegna þess að stefna hennar er röng, hugmyndafræði hennar er sprottin úr tærri illsku, og ef ekki afglapar hefðu framfylgt henni, þá væri út um þjóðina.
Við værum gjaldþrota skuldaþrælar, sem lánardrottnar þjóðarinnar hefðu hirt uppí pant.
Stefna ríkisstjórnarinnar er grundvölluð á samkomulaginu við AGS, það voru fyrstu orð Jóhönnu eftir að hún varð forsætisráðherra, og þeirri stefnu hefur ríkisstjórnin samþykkt alla tíð síðan.
Einu aðfinnslur AGS hafa síðan verið að eitthvað mannúð eða eitthvað velferðarkjaftæði hafi villt mönnum sýn við nauðsynlegar aðgerðir.
Og eina efnislega gagnrýni núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins hefur verið sú, að "við getum gert betur". Og þegar bein afleiðing núverandi stefnu er "Við værum gjaldþrota skuldaþrælar, sem lánardrottnar þjóðarinnar hefðu hirt uppí pant" með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefði fyrir almenning og fyrirtæki hans, heimili og atvinnurekstur, þá er þetta betur það versta sem getur hennt þjóðina.
Hugsandi vitiborið fólk rífst ekki um afleiðingar stefnu AGS. Hún blasir við, hefur blasað við í fátækari löndum en er núna að verki í eyðingu samfélaga í Evrópu, og við erum rétt að byrja að sjá afleiðingar hennar.
Og Sjálfstæðisfólk ætti sérstaklega að vera á varðbergi gegn henni, því fórnarlömb hennar koma fyrst úr ranni kjarnafylgis flokksins, úr millistétt, úr hópi sjálfstæðra atvinnurekanda. Það er ekki fátækt fólk í Portúgal sem rífur hár sitt og skegg vegna afleiðinga hennar, það eru smá atvinnurekendur sem loka núna fyrirtækjum sínum í hrönnum, það eru þeir sem eru brotnir, það eru þeir sem eru bugaðir, ekki verkalýðurinn, hann er vanur fátækt og þrengingum.
Eini ágreiningurinn sem hugsandi fólk getur gert við þessa lýsingu mína er hvort stefna AGS sé sprottinn uppúr tærri heimsku eða tærri illsku. Til rökstyðja illsku kenningu mína þá þarf ég að fara yfir á svið heimspeki og siðfræði og það er eitthvað sem maður gerir ekki þegar maður er að útskýra samhengi hlutanna fyrir hefðbundnum Sjálfstæðismanni. Það truflar allt svo rökflæðið að þurfa endalaust að hnippa í hann og vekja.
Látum heimskuna duga, hún blasir við, um hana er ekki rifist.
En þeir sem standa á bak við boðskapinn, þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Það eru hinir ofurríku sem vilja verða ennþá ríkari. Nýfrjálshyggjan er þeirra aðferð til að ræna og undiroka samfélög fólks og helstu verkfæri þeirra eru nytsamir sakleysingjar úr röðum ungra hægri manna og síðan fégráðugt fólk sem selur allt fyrir nokkra aura ávinning.
Um þetta þarf ekki að rífast heldur, þetta blasir við hugsandi skynsömu fólki. Það að það hafi ekki kveikt á þessu samhengi á sér aðeins eina skýringu, það hefur ekki hugsað um samhengi hlutanna á þann hátt sem hér er lýst. Og þegar það verður var við að fólk úr þeirra röðum hefur gert það, þá gerir það annað að tvennu, fer að hugsa og eða spyr þann sem þegar hefur séð samhengið, um forsendur hans og rök.
En það bullar ekki, það skaðar ímynd þess.
Að lokum, fyrst að þessi pistill fór út um víðan völl, var upphaflega hugsaður sem smá hot inní umræðuna um aðförina að sjálfstæði þjóðarinnar sem ríkisstjórnin samþykkti í gær, að þá ætla ég aðeins að minnast á eitt hint sem fólk getur notað til að þekkja börn í umræðunni.
Börn úr hópi hinna nytsömu sakleysingja sem hinir ofurríku beita fyrir sig, tala sí og æ um skaðsemi ríkisvalds og hengja stjórnsemi þess á sósíalisma. Svona börn eru víða í umræðunni, þau skipa til dæmis hina vösku sveit viðskiptablaðamanna Morgunblaðsins.
Ríkisvald er samfélagslegt tæki sem hefur sannað yfirburði sína í gegnum tíðina. Þess vegna eru engin samfélög í dag án ríkisvalds, þau hafa orðið undir í samkeppninni. Þegar börn tala um samfélag án ríkisvalds, þá er það ferýtail eins og draugasögur eða sögur af tröllum og álfum. En markmið hinna ofurríku með barnaskapnum er að fylla uppí tómarúmið sem skerðing ríkisvaldsins hefur í för með sér. Það eru þeir sem hirða eigur ríkisins fyrir slikk og það eru þeir sem komast í einokunaraðstöðuna við að arðræna náungann þegar nauðsynleg samfélagsleg þjónusta er einkavædd. Þeir hafa hag af ævintýra tali barnanna, þeir kosta þá umræðu.
Kostun þeirra er skýring þess að bull barna er alltaf ráðandi í umræðunni. Og um þetta rífst ekki heldur hugsandi skynsamt fólk, hverjir tóku yfir þjóðfélagið í aðdraganda hrunsins???, og ef Hrunið hefði ekki orðið, hvað átti að verða eftir að þjónustu ríkisins???, og hvert hefði hlutfall 1% af þjóðarkökunni orðið????, eða með öðrum orðum, á bak við bullið er alltaf skýring.
Ofstjórnun ríkis er jafn slæm og vanstjórnun, en ofstjórnun er ekki sósíalismi, hún er ofstjórnun. Sósíalismi á rætur að rekja til hugmyndafræðilegrar umræðu sem spratt uppúr upplýsingunni og var fyrst mótaður í verkum Karls Marx þó margir aðrir hafi vissulega komið við sögu.
Ofstjórnun hefur hins vegar fylgt sögu mannsins frá örófi alda, og þegar menn fóru að skrá sögu mannsins, þá byrjuðu menn að skrá sögu ofstjórnunar og afleiðingar hennar. Og höfðu samt ekki hugmyndu um Marx og Lenín eða sósíalisma eða kommúnisma. Það er því barnaskapur að tengja ofstjórnun við komma eða sossa, feisum það og hættum því bulli. Bull er skemmtilegt, gaman að rífast um það en á ögurstundum lætur maður það ekki eftir sér.
Vanstjórnun er markmið Nýfrjálshyggjunnar. Og þá í þágu kostunaraðila hennar. Börnin sem halda henni fram, þeim yfirsést að vanstjórnun lætur alltaf undan fyrir skynsamlegri stjórnun. Bæði innan ríkja sem og í samkeppni milli ríkja.
Svarið við ofstjórnun er því ekki andhverfa hennar í heimskunni, vanstjórnun, heldur skynsamleg stjórnun.
Og þar með er ég kominn að kjarna málsins handa hinum hugsandi skynsama Sjálfstæðismanni sem vill bæði flokk sínum og þjóð vel.
Það er ekkert af flokknum og lífsgildum hans. Lífsgildin eru samofin gæfu þjóðarinnar.
Vandinn er sú kelda sem flokkurinn lenti í og vandinn er að flokkurinn vill ekki uppúr þeirri keldu.
Hann gerir ekki við fortíð sína og þá einstaklinga sem höfðu rangt fyrir sér. Hann rífst við staðreyndir í stað þess að láta staðreyndir vinna með sér.
Lausnin á þeim ógöngum er skynsamt fólk sem kemur sér saman um skynsama stefnu byggða á grunngildum mennsku og mannúðar sem er kjarni í siðfræði kristilegra íhaldsflokka.
Þá uppsker flokkurinn skynsamt stjórnvald. Skynsamt stjórnvald er tæki mannsins til að stýra samfélögum sínum á þann hátt að þau nái að vaxa og dafna.
Hinn dauði markaður gerir það ekki, því hann er dauður, hann hugsar ekki, hann framkvæmir ekki. Hann aðeins mælir árangur athafna manna.
Ekkert, hvorki markaður eða auðmagn, getur leyst hinn vitiborna mann af hólmi. Allskonar ismar hafa reynt það en ekki haft árangur sem erfiði. En fjöldinn, samfélögin uppskorið ómældar þjáningar vegna þeirra tilrauna.
"Back to the basic", aftur til grunngilda mennskunnar og framtíðin verður framtíð. Æðstu verðlaun sem við mennirnir getum öðlast. Að eiga framtíð.
Í dag er engin framtíð, það er alltaf hlutskipti þeirra sem stefna til Heljar.
Þannig að völin og kvölin er í dag, ekki á morgun. Við erum að ræða um hvað þarf að gera í dag svo það verði morgunn.
Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilhlutverki að snúa þróuninni við. Vonandi tekst honum það.
Andstaðan er ekki marktæk í dag, hún er út á túni, skoðandi naflanna á sér, lítandi í baksýnisspegilinn, látandi auðmenn og fjármagn spila með sig út í eitt. Hún mun engu breyta, engu skila. Ekki eins og hún er í dag.
Það er því mikið í húfi fyrir þjóðina að velviljað Sjálstæðisfólk lesi þennan pistil, og aðra um sama efni, hafi þeir þá verið skrifaðir.
Greining mín er rétt, og það er ekkert val.
Það er annaðhvort hagfræði lífsins, aðferðafræði lífsins, eða niðurstaða Helreiðarinnar.
Fyrir lífið er Helreiðin ekki valkostur.
Og vegna þess að þetta er svo mikilvægt fyrir þjóðina að Sjálfstæðisfólk skilji þessa hugsun, þá ákvað ég að láta þennan pistil þróast langt frá markmiði mínum með honum, frá því ergja flokksmenn yfir í að ráða þeim heilt.
Og í þágu hins sameignlega málsstaðar þá er þessi ráðgjöf mín ókeypis. Ég tek ekkert fyrir hana.
En TAKK myndi ekki skaða.
En að hugsa um það sem ég sagði, það eru sanngjörn laun.
Því það er ekki allt mælt í krónum og aurum, til dæmis ekki framtíð barna okkar.
Svo drífið ykkur uppí Móa og ef þið viljið frá frekari útlistingar, þá svara ég alltaf Kalli.
Því það er hluti af aðferðarfræði lífsins.
Að við öll höfum þá skyldu og ábyrgð að gera okkar besta.
Spáið í það.
Kveðja að austan.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1224
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg er ég undrandi á því hve margir Íslendingar vilja koma til valda flokki,sem hefur verið einn mesti skaðvaldur í Íslandssögunni.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 14.4.2012 kl. 12:04
Blessaður Óskar.
Ég skilyrti þennan pistil, við hugsun og heilbrigða skynsemi.
Viss áskorun viðurkenni það, en ef þú ræður ekki við hana, vertu þá ekki að tjá þig, hér. Ekki núna, ég nenni ekki að röfla.
Kannski seinna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 12:11
Er ekki þessi sama forystu kreppa í öllum stjórnmálflokkunum? Þegar pistill þinn er lesinn þá kemur upp í hugann atriði úr bankageiranum þegar "eigendur" þeirra ákváðu að framkvæma eitthvað en gömlu og reyndu bankamennirnir sögðu það orka tvímælis lagalega og siðferðilega þá var sá gamli bara settur af og einn nýskriðinn úr skóla tilbúinn að brjótast til metorða innan bankans settur í hans stað og lét sig einu gilda lög og siðferði. Er ekki sama vandamálið í Stjórnmálaflokkunum? gamla reynda fólkið á hliðarlínunni sem búið er að ýta til hliðar það reynir að koma athugasemdum að, en ungliðið það telur sig vita betur og skellir við skollaeyrum svo þegar það stendur frammi fyrir vandamálum, þá í stað þess að takst á við hlutina af einurð og festu og reyna að leysa vandamálin þá finna þau sér flóttaleið og reyna að kenna öðrum um.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 14:13
Frábær pistill Ómar!
Það er öllum lesnum mönnum og minnugum ljóst, að Bjarni Ben hefur alltaf stefnt beinustu leið til Brussel við fyrsta tækifæri. Einungis spurning hvenær það þjónar sérhagsmunasmtökum þeim sem ráða för hans. Þau ráða för hans.
Kjósið Sjálfstæðisflokkinn og Bjarni mun strax halda til Brussel, það er öllum ljóst sem eitthvað muna greinar hans og Illuga fyrir hrun og alla hálfvelgju hans í Icesave málum.
Eru Sjálfstæðismenn slíkir fávitar að treysta Bjarna Ben fyrir örlögum almennings þessa lands?
Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 16:02
Jú, Kristján, það er sama vandamál í hinum flokkunum.
Og svo er það hugmyndafræðin. Á það er ég að benda. Að þú hafnar ekki vitleysu til að kjósa yfir þig ennþá meiri vitleysu.
Ég fer ekki ofanaf því að back to the basic sé svar Sjálfstæðisflokksins við núverandi vanda, bæði sínum eigin og vanda þjóðarinnar.
Það þarf ekki að ræða vanda Samfylkingarinnar í dag, hún er ekki stjórnmálaflokkur lengur. Hefur enga tilverurétt því hún hefur enga stefnu, hefur enga hugsjón.
Þess vegna hengir hún sig á AGS og síðan inngönguna í draumaríkið Evrópu. Sem eins og síðasta draumríkið, er orðin martröð venjulegs fólks. Og upphaf mikillar hörmunga í Evrópu.
VinstriGrænir áttu hugsjón, þeir seldu hana fyrir völd.
Það er einkum í Framsókn þar sem endurnýjun hefur átt sér stað. Ég er mjög oft sammála Sigmundi en hann hefur ekki það kaliber sem þarf til að afla hugmyndum sínum fjöldafylgis. Sem er sorglegt, því aðrir flokksforingjar hreinlega bulla, þegar þeim tekst best upp.
Þá er ég að tala um greiningu þeirra á vandanum og þær leiðir sem þeir bjóða upp á.
En þessi pistill er um Sjálfstæðisflokkinn og er mitt innlegg í nauðsynlega umræðu sem þarf að eiga sér þar stað.
Það er ekki nóg að fá fylgi út á afglöp núverandi ríkisstjórnar, það þarf að bjóða uppá valkost.
Og allir nema steingeldir dauðadýrkendur hljóta að átta sig á ógöngum núverandi hugmyndafræði, eitt Hrun er nóg.
En grunnurinn er góður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:55
Takk fyrir gapandi undrandi.
Því miður er vandinn víðfemari en Brussel leiðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:56
Góð brýning til sjálfstæðis Íslands. Hver maður verður að líta sér nær og taka ákvarðanir sem efla mun sjálfsstæðisvitun íslendinga. Ég vona að 98% in sem kusu gegn erlendri kúgun sjái sér fært um að rétta af kúrsinn, til farsældar framtíðar fyrir íslendinga.
Sameinuð náum við að byggja upp farsælt samfélag. Við þurfum ekki að sameinast, nánast dauðri Evrópu, til að ná þeim markmiðum.
Eggert Guðmundsson, 14.4.2012 kl. 18:11
Takk Ómar fyrir frábæra grein og allt stemmir þetta. Meðan nafni þinn Ragnarsson bloggar "vill fólk aftur fá yfir sig 2006-2007" þá held ég að enginn vilji það, en Samfó og VG eru svo gjörsamlega búin að drulla upp á bak að fólk er búið að fá nóg af 2009-2012. Það er átakanlegt að þurfa að viðurkenna að sennilega fari best á að Sjálfstæðisflokkurinn bjargi okkur út úr vitleysunni, en jafnframt hrollvekjandi að horfa á þessa stuttbuxnadeild líklega til að taka hér alræðisvald. Ég er sammála að Kristján Þór er nánast eini maðurinn sem maður horfir til og hugsar "þetta er fínn náungi og ég sætti mig við hann". Kannski þarf að fara í hádegismóana og ræsa út gamla "bjargvættin" !
Helgi Björnsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 18:29
Sæll Ómar !
Vissulega er pistill þinn um Sjálfstæðisflokkinn, stefnuskrá hans og gildi, og ef farið væri eftir þeim, væri staða Íslands önnur og betri en í dag, svo vandi bæði flokks og þjóðar er stór og ekkert minni þrátt fyrir góða útkomu í skoðanakönnun.
Ég sé einnig að það eru innskot hér varðandi það að það sé ekkert betra hjá hinum, sem þú "snyrtilega" samþykkir en bendir á að pistillinn er um Sjálfstæðisflokkinn akkúrat núna, sem er rétt.
En ég les líka út úr þessari úr þessari skoðanakönnun þá ógnvænlegu staðreynd að "mótaflið" er svo sundrað bæði málefna og hugsjónalega að það er eiginlega ekki um neitt mótafl að ræða, stærsti flokkurinn á öndverða meiðinum, ef flokk skyldi kalla, er með 14,8% og eins og þú réttilega bendir á er þetta stefnulaust lið sem vill heldur ESB hingað en flytja sjálft til ESB, Framsókn hefur aldrei verið neitt verulegt "mótafl" við Sjálfstæðisflokkinn, stundum varla verið áherslumunur hvað þá annað, VG og ný framboð og hreyfingar vega lítið, en samt ættum við líka að hvetja alla góða krafta (krata líka) til dáða, fyrst og fremst alla góða innan flokksins sem fólk virðist fylkjast um í vonleysinu um betra land "back to basic" ef vill, en einnig innan hinna flokkanna og hreyfinganna, sama hversu litlir og áhrifalausir þeir virðast, eiginlega bara best ég hendi inn innleggi við eigið blogg við sömu frétt:
En þegar spillingin er búin að fá að grassera í friði jafnlengi og raunin er á Íslandi, þegar menn eru að missa sig í ótímabærum aðildarviðræðum við ESB, sem ekkert hafa fært hingað til nema algera sundrungu meðal þjóðarinnar, sundrungu sem XD hefur svo sannarlega gert sitt til að vera með í að skapa og uppsker nú einn flokka árangurinn af, þá er ekki mikið heilbrigði né lýðræði eftir.
En vonin er meðal almennings, meðal kjörinna fulltrúa sem þora, með skynsama kjósendur (allra flokka) að bakhjarli, að rísa gegn spillingunni í eigin röðum, taka allt óþarfa karp af borðinu, bretta upp ermar og fara í að reisa land og þjóð af hnjánum og í upprétta stöðu.
"Með skynsama kjósendur" að bakhjarli, þar í liggur byltingin, inni í okkur sjálfum, stingum nú puttunum í eyrun smástund, lokum úti múgæsingar "síbiljuna" frá Austurvelli smástund, hlustum á eigið hjarta og spyrjum okkur sjálf "Hvernig samfélag viljum við handa okkur og afkomendum okkar ?" ef hægt væri að taka svona "Capacent" mælingu á þessari rödd hjartans, myndum við verða hissa að sjá fjöldann og aflið sem hann getur leyst úr læðingi.
Það er fólkið sem á landið, það er fólkið sem kýs og ræður einstaklinga í vinnu fyrir sig, það er fólkið sem á setja vinnureglurnar en ekki spilltir handbendar gráðugra og enn spilltari braskara sem eingöngu hugsa i skammtímagróða, það er til nóg af heiðarlegum og duglegum fjármála og athafnamönnum sem vilja vinna og byggja upp, bara ef umhverfið er rétt.
"Fjórflokkinn" burt !! ef hent er út úr húsi, öllum þeim eru á góðri leið með að eyðileggja, ekki bara húsið og orðstír þess, heldur allt hverfið, verður bæði húsið og hverfið notalegt og gott að búa í, svo gott fólk, sprengið spillinguna innanfrá í ykkar annars ágætu flokkum.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 14.4.2012 kl. 21:44
IT DOESN’T MATTER WHO YOU VOTE FOR ...
… THE GOVERNMENT STILL GETS IN
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 00:13
Blessaður Eggert, þetta er svona.
Eina sem þjóðin sameinast um er vitleysan. Það er að umræðan sé sem vitlausust um öll mál. Annars nyti Ruv ekki þessa víðtæka trausts sem Páll Magnússon bendir á í vörn sinni fyrir misnotkun Ruv í þágu Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins.
Þetta er svona Ying og Yang, ICEsave 98-2, Ruv 80-20 og síðan skilur enginn í af hverju ástandið er svona.
Og ég skil það ekki heldur, af hverju kaus þjóðin ekki yfir sig ICEsave??? Hún treystir algjörlega fólkinu sem vann beint fyrir breta???
Hún fellir ríkisstjórnina í skoðanakönnunum en tekur mark á Ruv, málgagns Samfylkingarinnar.
Hún er á móti ESB, en hlustar á Evrópuboðskap starfsmanna Ruv með bros á vör og þakkar þeim sérstaklega fyrir með því að krossa við traust þegar spurt er um álit hennar á Evrópumiðlinum.
Ég er bara ekki nógu mikill spekingur í Ying og Yang til að geta útskýrt þetta. Ég hélt samt ekki að þetta jafnvægi milli krafta væri ekki fólgið í því að ef maður bjargaði barni sínu frá drukknun, að þá ætti maður að jafna út gæfuna með því að henda því fyrir næsta bíl.
Að vera á móti vitleysunni en styðja boðbera hennar.
Það er bara eitthvað garúgt á seyði á Íslandi í dag???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 00:21
mikid vildi eg ad allir gaetu sjed sannleikan
jafn skirt og tu Ómar
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 00:24
Blessaðir Helgar og takk fyrir innlitið.
Það er sorglega mikið til í þessu sem þú segir Helgi Armannsson, og verður svo á meðan fólk tekur sig ekki taki og hættir að láta ljúga í sig.
Og þá mun það fylkja sér um framboð lífsins, um aðferðafræði lífsins, um hagfræði lífsins.
Helgi Björnsson, ég myndi ekki túlka orð mín um að svarið við núverandi vitleysu væri að fara í ennþá meiri vitleysu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið sig taki og yfirgefið hjólfar vitleysunnar.
Í dag er hann hættulegasti lýðskrumsflokkur landsins og þó víðar væri leitað. Og það yrði hin endanlega ógæfa ef hann næði völdum.
Þú forðast ekki banatilræði með því að ganga beint í dauðann. Vissulega laus við banatilræðið en situr uppi með niðurstöðuna.
En það sem ég er að minna á er að þetta þarf ekki að vera svona.
Og þetta var ekki svona.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 00:27
Blessaður Kristján.
Eigum við nokkuð að ræða þetta frekar????
Takk fyrir mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 00:31
Takk aftur Helgi Armannsson.
Við gerum það allflest nema þar sem blindir hagsmunir og blind sérhyggja hamlar Sýn.
Vandinn er sá að við þorum ekki að feisa hann.
Því fingur hans bendir á okkur.
Og það séum við, ekki þeir, sem munum ráða framtíð barna okkar.
Gjörðir okkar og hugsun, ekki gjörðir þeirra og hugsun.
Við erum mörg, þeir eru fáir. Eiga vissulega peninga og völd en við eigum börn og bú, heimili og fjölskyldur sem við viljum verja. Og tryggja framtíð.
Þetta segir sannleikurinn okkur og það er svo helv. sárt. Þá er betra að dvelja í skítaræsi aðgerðarleysisins og njóta fýlunnar í trausti þess að hreina loft lífsins og aðferðarfræði þess sé okkur stórhættulegt.
Því það krefst þess að við gerum eitthvað sjálf.
Það er málið Helgi, við sjáum sannleikann en við þolum hann ekki.
Sum okkar peppast upp við að lesa svona pistla eins og hér eru skráðir en hvað svo????
Bíðum við ekki eftir að einhver nennir að skrifa næsta pistil???
Eða hvað????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.