Getur eitt korn fyllt botnlausan mæli???

 

Bara spyr en örugglega munu þessi ummæli ylja hjartarrætur margra dyggra VinstriGrænna sem hafa látið sig hafa það þó innst inni sé þeir komnir með ælupestina út af allri hálvelgjunni og undirlægjuhættinum.

Og það út af fyrir sig er mannúðleg framkoma hjá Steingrími að kyssa svona á báttið.  Svona eins og skilningsríkur faðir sem huggar barn sitt.  

 

En þegar völd eru annars staðar þá myndu ekki einu sinni stærstu Grettistök fylla mæli Steingríms.

Ef svo slysalega vildi til að hann segði einu sinni satt í öllum þessu aðildarumsóknarinnlimunarferli þá er aðeins ein skýring og aðeins ein skýring sem liggur þar að baki.

Og hún er, já í alvöru hún er og það er full ástæða til þess að læta sannleiksmæli mæla Steingrím, því ef hann segir satt, já ef hann segir satt, þá eru stórtíðindi í uppsiglingu í íslenskri pólitík.

Eru ekki allir farnir að fatta það????

 

Samfylkingin er á útleið úr ríkisstjórninni.  Líklegast út af kvótamálinu sem á að vera hengingarsnara Steingríms.  

 

En hún gleymir að Steingrímur er kominn af refaskyttum í langfeðratali og hefur það í sér að skilja og greina aðferðafræði Rebba gamla.  Útspil Össurar koma því honum ekki á óvart.

Og hann mun verða fyrri til. 

Og hugsast gæti að nýtt vanheilagt bandalag væri í uppsiglingu hjá VG.  Að  Ögmundur og Steingrímur myndu plotta saman gegn Össur og taka þar með Samfylkinguna í hælkrók.  

 

Því leynd Össurar er kornið sem fyllti mæli ákvæði hegningarlaga um landráð.  

Og vald til að ákæra er aðeins í höndum eins manns.  Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra.

Og gegn ákæru Ögmundar á Össur ekkert svar, margstaðinn að svíkja þjóð sína í þágu breta og ESB.

 

Flott plott en samt einn galli.  Það er þetta með að Steingrímur gæti verið að segja satt.  Það er varðandi svikaumsóknina.  

Ég hallast að skýring ummæla hans sé mannúð.  

Því þrátt fyrir allt er Steingrímur góður inn við beinið.

 

Og það er alveg satt.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Bætir ekki andrúmsloftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, það getur ekki verið að hann geti sagt satt, Ómar.  Hann gat það bara þegar hann var stjórnarandstæðingur.  Núna finnst honum valdið æðra.  Fyrr skal ég dauð liggja en trúa honum aftur nokkru sinni.  Svona eins og fyrr skal ég dauð liggja en borga ICESAVE. 

Hinu trúi ég að Össur verði að fara fyrir sakadóm.  Hann blekkir og blekkir, hann felur milliríkjapósta og plögg og skjöl í grafalvarlegum málum er varða ríkið.  Jóhanna ætti að fara með honum.  Og jú, Steingrímur.  Þau vinna nefnilega ekki fyrir ísl. ríkið.

Elle_, 13.4.2012 kl. 21:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er svívirðilegt hvernig Samfó hefur þvingað VG.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig væri að vera Steingrímur J. í þessari tímamóta-uppgjörsstöðu.

það er sama hvernig ég velti fyrir mér öllum hliðum stöðunnar, að ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu, sem er að hann hafði ekkert val, vegna kúgunar Samfó til að HLÝÐA!

Þetta er bara ein mynd af því hvernig við reynum að skilja atburðar-rásina og ólík sjónarhornin núna. Það er mikilvægt að gæta sanngirni í afstöðu sinni, og það reyni ég eftir fremsta megni, því þannig tryggjum við best friðinn og réttlátt lýðræðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 21:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þá er spurning Elle hvort Ögmundur grípi gæsina, hann er jú með ákæruvaldið. 

Þá fellur stjórnin, án þess að Steingrímur þurfi að segja satt varðandi umsóknina um aðild að  ESB.

En ofsalega er stjórnarandstaða okkar aum að láta enn eitt ICESave hneykslið hafa sinn gang.  Sami tónninn hefur verið sleginn og síðast, eitthvað gerist upp úr þurru og þá fáum við orðalagið, "að tvennu illu".

Eins og það sé eitthvað illt við það að hafa lög og reglu sín megin.

Svona segja aðeins þeir sem fá kaup fyrir að ljúga.  

Líklegast er þetta haft eftir lögfræðingi ríkisstjórnarinnar.  Sem heitir ekki Bucheit en hefur nú þegar tileinkað sér álfar hans.

Kvikna engin ljós???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 21:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna, það er langt síðan það var út um friðinn.  Og hér er ekki lýðræði, hér er auðræði.  Auðræði sem er búið að ákveða að selja þjóð sína Brussel valdinu.

Ég á enga bætiflæka handa Steingrími eins og þessi pistill ber með sér.

En ég skal vera jákvæður og segja, það kúgar enginn viljugan.

Því miður Anna er fall hans algjört.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 21:52

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þetta er kannski rétt hjá þér. Kannski kúgar enginn viljugan.

En hvað ef viðkomandi vill ekki láta kúgast, en er samt hótað einhverjum hryllingi, ef hann hegðar sér ekki samkvæmt vilja kúgaranna?

Þurfum við ekki að horfast í augu við hvers konar hryllings-öfl stjórna? Ísland er ekkert himnaríki á jörðu!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 22:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Er það ekki bara í hryllingsmyndum sem það gerist Anna???

Ég get allavega ekki ímyndað mér það ógnartak sem jafn glataður flokkur og Samfylkingin er orðin í dag, geti notað til að kúga aðra.  Ekki einu sinni stöðumælavörð.

ESB gullið skýrir vissulega margt, og ræðu í raun allri þjóðmálaumræðunni.  En ég held að það hafi ekkert með valdafíkn Steingríms að gera.

Mér er til efs að jafnvel þeir hjá SÁÁ geti útskýrt þá fíkn.

Og ég sé ekki neinn hrylling í dag, aðeins leikhús fáránleikans.  

Því miður Anna, það er aðeins máttleysi þjóðarinnar sem útskýrir völd þessa fólks.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 22:54

7 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi

Eflaust er það rétt hjá þér að steingrímur j Sigfússon sé góður inn við beinið, en það er asskoti langt inn að beini hjá greyinu.

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 13.4.2012 kl. 23:43

8 identicon

Af hverju fól Steingrímur J. sínum rauðvínslegna sendiherra og stalínska læriföður ásamt fyrrverandi og pansjóveruðum skattmanni

-sem sjálftökubitling fyrir þá, en jafnframt á feitum og gjörspilltum stjórnsýslu eftirlaunum,langt, langt umfram kjör íslensk almúga, sem skyldu skattpínd og niðurskorin niður við trog borga aðgangsmiðann, Icesave helvítið, fyrir hirðlífi þeirra með brusselsku valdi-

að semja um Icesave, skuld einkavinavæddra braskara og siðblindra fjárglæpamanna?

Svarið við þeirri spurningu er, að Steingrímur er ríkisvædd auðræðis lúxus mella og er alveg sama um kjör almúgans.

Steingrímur er vafalust lágfóta, enda hugsjónalaus leppur AGS og ESB. 

En að Steingrímur sé góður maður ... það minnir mig á einfaldan og auðtrúa mann, sem sagði Hitler vera góðan mann, því hann gréti yfir músikka.  Sá maður er löngu látinn og fylgdist illa með og vart betur með eftir dauða sinn. Vel má vera að í merg Steingríms finnist eitthvað ær-legt sull, en ekki er það í lágfótu-beinum hans. 

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 01:30

9 identicon

Hér þarf algjöra hreinsun, sannkallaða stólpípu á allt þetta dekadent stjórnsýslu pakk!

Ögmundur er vænn drengur og undarlega hreinn enn, en hann mun aldrei kæra opinberan mann (trúðu mér Ómar) og hvað þá ráðherra, enda þótt sá hafi logið og logið og landráð framið, því það er allt svo meðvirkt þetta lið, og verndar því helgiblæjur sinna lík-neskja og vit-neskja og hefur það með sameiginleg ofur ríkisverðtryggð lífeyrismál þeirra að gera, því þetta lið ætlar sko, fy for fanden, að hafa það bullandi, sullandi náðugt þar til það mærir hvert annað við grafarbakkann á Kanarí og röflar sig snælduvitlaust á Klörubar með orðudraslið um hálsinn. 

Þar liggur hundurinn grafinn Ómar!

Því mun Össur sleppa og dansa áfram, já áfram með púkablístrur sínar.  Svo sáttfúsir geta menn orðið að ekkert gerist, nema að höfðingjarnir hafast það að, sem þeim einum sýnist og er sama, alveg sama um niðurníddan og hæddan almenning.

Ekkert annað en ærleg stólpípa dugar hér til! 

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 01:57

10 identicon

Ekkert annað en rennandi pípandi drulla Dabba kóngs, Halldórs, Jóns Baldvins (föðurbróður Þóru Arnórs), Geirs, Ingibjargar, Jóhönnu, Bjarna Ben, Sigmundar og Össurar og haugs af halaliðum getur hér breytt túnum í grænar grundir.  En til þess þarf margar og ítrekaðar og síendurteknar stólpípur á þessa ríkisvæddu halapúka.  Og svo þarf vitakuld að koma RISA stólpípum undir botna bankastjóranna, svo af kúlum þeirra verði gróðurvænn saur sem dreifist með til þess gerðum dreifara, sem allir vel vitandi bændur þekkja, enda er bóndi bústólpi!  Þannig sé ég fyrir mér að af öllu vondu megi gera eitthvað vænt og gott og afskaplega vænt til allrar grósku, almenningi sjálfum til hagsbóta.

Síðar mun ég fjalla um afurðir úr botnum greifa og fursta og þeirra skítseyða og hvurnig megi best nýta.    

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 02:13

11 identicon

Trúað gæti ég að korn-rækt yrði einnig vænleg og góð, sé ráðum mínum fylgt.

Því skal nefnilega aldrei gleymt að vel útilátin mykja undan þrútnu stjórnsýslu hyskinu og leppum og skreppum þeirra, er afskaplega sjálbær til alls búskapar og telst það hagsýni þess er vanur er vinnu, en ekki ríkis-sjálftöku.

Íteka ég því enn gildi ær-legrar stóplpípu svo að sáðmaðurinn sái í frjóa jörð.

Væsklana sem stólpípa þarf, má síðan -að meðferð lokinni- senda í samfélagsvinnu við að reita sitt gamla illgresi.

Kykingslegt mun af Steingrími koma - það er viðbúið og skulu menn ekki við miklu búast af skitu hans.

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 02:31

12 identicon

Þeim bændum og búaliðum sem hyggjast rauðvín-marinera heimaslátrað lambakjöt,

mæli ég með að reyni að verða sér út um mykja undan sendiherra-hjörðinni.

Mun allt það er upp úr þeirri mykju vex vera sérlega gott fóður fyrir lömb og þau verða sjálblr til rauðvínsmarineringar.

Margt fleira mun ég síðar nefna hér á góðri bloggsíðu Ómars, er til framfara og heilla horfir fyrir fátækt fólk.

Enda erum við Ómar boranna brýnu menn og voranna vænu menn. 

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 02:42

13 identicon

Þá kemur mín athugasemd, númer 13 og er hún í anda Voltaire:

Til að af Steingrími geti komi annað en kyrkingur, þá er það mitt búskaparráð, að vert að skynja hinn rétta tíma, sem er þegar makríllinn úldnar í maga hans samtímis kryddsúpunni frá Brusselfundum hans, þá er hinn kjörni tími til að draga dreifarana á tún og huga að stólpípunni og sjá:  Stein-smugan verður sem úldinn úði yfir Gunnarsstöðum.

En bræður og systur í anda, látið ekki hugfallast, því þó vont sé og illþefjandi um stund, mun þó eitthvað af þessu gróa, þó ekki verði nema hundasúrur, en utan Stein-smugu staða munu Liljur vaxa og prýða velli til austurs, suðurs, vesturs og norðurs, fegurri en fyrr og mun ekkert yfirskyggja ljómandi fegurðina sem frá þeim stafar.

Jörð mun iðagræn verða og fossar falla og ósánir akrar vaxa og sem meginmáli skiptir:  BÖLS MUN ALLS BATNA

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 12:21

14 identicon

Þá er komið að því sem mikilsverðast er.

Öll þau ráð sem ég hef hér gefið eru sjálfbær og það á náttúrulegan hátt,

en ekki bara heimskra manna ráð og ill úr ferköntuðum og sjálskammtandi huski embættis- og eftirlitsiðnaðar ríkisvaldsins.

Mæli svo með að sérstakt hvalrekagjald verði sett á alla þá er til stólpípu og stein-smugu dæmist og skal það vera ígildi þess sem ofur-ríkis-verðtryggður lífeyrir þeirra er umfram kjör hins óbreytta og stritandi manns.  Það finnst mér heilbrigð krafa, því hví skulu þeir sem í krafti embætta sinna og þing- og ráðherradóms settu hér allt á hvínandi kúpuna ganga feitir og sælir á brott????  Nei, það skal aldrei verða og bið ég allan óbreyttan almenning að íhuga nú vel þessi mín ráð og átta sig á hvílíkur búhnykkur geti af orðið og algjör hreinsun og heilun, sé ráðum mínum fylgt.

Kann vel að vera, að einhverjir haldi að ég mæli hér af léttúð, en þá minni ég á, að ÖLLU gríni fylgir nokkur alvara. 

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 12:45

15 identicon

Og

vegna fyrirsagnar fréttar:

Það mun bæta andrúmsloftið,

þá gróður vex upp úr mykjubornum túnum

og mun þá hver og einn segja: "I love it"

og dást að gróandanum:-)

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 12:51

16 identicon

En gleymum samt aldrei orðum Ómars Geirssonar,

að öllu má ofstýra, sem og vanstýra hvað búskaparhætti varðar og best er að höfða til hins betri manns í hverjum og einum, en þá segi ég að hver og einn skuli þá ber-strípuður koma til dyra og án hirðar og án valdaslepju og skulu þá mál rædd og vegin þannig að til framfara horfir og með grunngildi mennskunnar í fyrirrúmi.  Því þannig höldum vér friðinn, ef spaklega er rætt saman og að vitrænni hagspeki sé komist er gagnist öllum íbúum þessa lands.

Það kallar minn kæri vinur, Ómar Geirsson, "Back to the basic" og í því ljósi sé ég framtíðina, "Back to the future".

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 13:42

17 identicon

Góður pistill hjá þér Ómar, en Gapandiundrandi er assgoti góður líka.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 15:38

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, maður er alveg gapandi undrandi á honum Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:42

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur.

Þú veist að ég segði það ekki nema ég vissi það.

Gleður mig að þú skulir ennþá vafra á fósturjörðinni.

Bið að heilsa öllum á þeim slóðum sem þú kemur á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:58

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk gapandi, þarf meiri tími til að komast yfir þitt ágæta mál. 

Á meðan, kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:59

21 identicon

"Sumir vilja gera mikið úr því að tafist hafi að taka umræðu um málið í utanríkisnefnd Alþingis og sé um að kenna meintum vafasömum ásetningi utanríkisráðherra. Þetta er fráleit afvegaleiðing frá meginmálinu. Hafi orðið óeðlileg töf - sem ég hef sannfærst um að er ekki af völdum utanríkisráðherrans - þá kom hún ekki að sök að mínum dómi."

Þetta skrifar nú Ögmundur á heimasíðu sína og segir í fyrirsögn að ekkert sé við Össur að sakast.

Af því tilefni ítreka ég því mín fyrri ummæli, nr. 9 sem segja sannleika málsins; það er nú kýrskýrt:

"Hér þarf algjöra hreinsun, sannkallaða stólpípu á allt þetta dekadent stjórnsýslu pakk!

Ögmundur er vænn drengur og undarlega hreinn enn, en hann mun aldrei kæra opinberan mann (trúðu mér Ómar) og hvað þá ráðherra, enda þótt sá hafi logið og logið og landráð framið, því það er allt svo meðvirkt þetta lið, og verndar því helgiblæjur sinna lík-neskja og vit-neskja og hefur það með sameiginleg ofur ríkisverðtryggð lífeyrismál þeirra að gera, því þetta lið ætlar sko, fy for fanden, að hafa það bullandi, sullandi náðugt þar til það mærir hvert annað við grafarbakkann á Kanarí og röflar sig snælduvitlaust á Klörubar með orðudraslið um hálsinn. 

Þar liggur hundurinn grafinn Ómar!

Því mun Össur sleppa og dansa áfram, já áfram með púkablístrur sínar.  Svo sáttfúsir geta menn orðið að ekkert gerist, nema að höfðingjarnir hafast það að, sem þeim einum sýnist og er sama, alveg sama um niðurníddan og hæddan almenning.

Ekkert annað en ærleg stólpípa dugar hér til!"

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 19:17

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gapandiundrandi, ef þú telur þig vita betur en ég hvað er inn við beinið á Steingrími, þá er þér frjálst að tjá það.  En gáðu vel að samlíkingum þínum, ég á það til að pirrast og verða jafnvel gapandi fúll og það endar oft í því að ég ræði ekki neitt annað en það sem ég er ósammála í máli síðasta ræðumanns. 

Eða eins og maðurinn sagði, aðgát skal höfð í nærveru þess sem á það til að bíta.

Það eru til margar leiðir til að herja á kerfið.  Ekki skal ég draga úr þeirri að skemmta með líflegum texta, allavega léttist brúnin á mér að lesa góðan prósa, jafnvel þó hann væri beinskeitt níð um mig frá upphafi til enda.  

En í stríðinu mikla dugar þetta skammt, nema hugsanlega verður meira bros á náum dauðra manna sem féllu í vörn lífsins.  Það þarf taktik til að vinna stríð, að nýta sér þau vopn sem maður hefur.  Í þeirri von að lokum öðlist maður öflugri vopn, öflugri heri.  Að skæruliðinn breytist í dáta innan um aðra dáta sem fylkja liði í beinni orrustu og hafa sigur í krafti vígfimi sinnar og vopnabúnaðar.

En á meðan maður er einfari í holuskjátu í einangraðri fjallshlíð bíðandi eftir að einhver í liði óvinarins eigi leið framhjá, og þá geti maður gert honum skráveifu, eins og til dæmis plammað á skriðdreka hans úr gamla framhlaðningnum eða slett á þá rauðri málningu í skjóli myrkurs, þá hagar sér eftir þeim styrk sem maður hefur og miðar aðgerðir sínar við þann liðssafnað óvinarins sem framhjá fer.

Skráveifan er kannski ekki alltaf mikil en í henni býr von um betri tíma.  

Að standa uppá hól og góla skilar engu, það er víst.  Það er enginn að hlusta, allavega ekki óvinurinn.  Hann fer bara sína leið til að fremja sín fólskuverk.

Ég ætla mér ekki að útskýra innihald þessa pistils og markmið mitt með honum.  Þú gætir orðið gapandiundrandi á þeim lestri en smá hint, láttu ekki yfirborðið villa þér sýn og mundu að enginn er eyland, allavega ekki pistlar mínir á þessu bloggi.

Ég veit að ég stýri ekki umræðunni en ég hef áhrif á hana.  Það er nokkuð góð not af gömlum framhlaðningi í nútímastríði.

Og svo er ég að bora þó ekki sjáist ennþá stór hola eftir störf mín.  En þetta telur allt Gapandiundrandi, þetta telur allt.

Líka þín skrif Gapandiundrandi, en láttu þau ekki beinast að mínum, ekki hér.  

Ég líð það ekki, ekki hér, jafnvel þó þú værir með leyfisbréf frá sjálfum páfanum.

Í mínu stríði er aðeins eitt mið leyfilegt og það er að sjálfum óvininum eina.  Áherslur ræði ég, en ekki aðför að mínum eigin vopnum.  Þau eru það eina sem ég á, mér þykir vænt um þau þó þau séu gömul og slitin og valda meiri hávaða en tjóni.

En þegar stríðið er unnið og friður skollin á, þá skal ég glaður úrelda þau.  

En ekki fyrr, ekki fyrr,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 01:17

23 identicon

Ég dáist að skrifum þínum og hugmyndafræði Ómar

og bið þig því afsökunar á að hafa gleymt mér um stund og hleypt mér upp í of mikinn galsa hér að ofan.

Mun ég því í kjölfarið koma aftur fram undir fullu þjóðskrárnafni

og taka aftur upp framhlaðning sem þú og virða í einu og öllu baráttuaðferð þína.

Með baráttukveðju að sunnan. 

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 17:07

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Við ætlum að sigra þetta stríð, áður en mannfallið verður of mikið.

Vargöld, vígöld er hafin, ég gat lokað augunum fyrir kvótaaðförinni að landsbyggðinni, sett fram til þess eins að deila og drottna, en ekki aðför ESB að sjálfstæði landsins.

Landráðar stjórna, landráðar sitja á þingi.

Skjóttu þangað, skjóttu þangað og þú verður gapandiundrandi hvað það skilar miklum árangri.  

Því það er gullið og hagsmunirnir sem skapa sundrunguna og ófriðinn, fæstir sem takast á vilja það í raun.  

Bæði er hægt að sundra þeim innbyrðis, því sannfæringin fyrir óhæfunni er engin, sem og hitt, það er hægt að hvetja þá til góðra verka.

Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er þjóðin fylgjandi fjórflokknum.  Að glæpavæða hann, ekki glæpina, skilar aðeins stuðningi við óvininn eina.

En við borum og borum, ég var að bora áðan, ætlaði að bora alla leið í fullvalda landsbyggð.  Menn glotta í dag en þetta verður alvara umræðunnar á morgun.

Ekki nema, ekki nema að menn leggi hlustir á aðferðarfræði lífsins.

Megi Samstaða nást um hana.  Um hana þyrftu margir Liljur kveða og Lilja þyrfti að kveða sína Lilju um hugmyndaheim lífsins þar sem hagfræðiþekking hennar styður gildi þess og tilgang.  

Astralsviðið mun sigra tregðu raunheims, því lofa ég þér og það þýðir ekkert að vera gapandiundrandi yfir því loforði mínu.

Galdur lífsins finnur sér alltaf leið.

Ég hef rétt fyrir mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 17:59

25 Smámynd: Elle_

Gapandiundrandi líkist ónefndum of mikið til að vera ekki hann ´(trúðu mér Ómar)´.  Inn í milli koma Eiríkar og Hilmarar og Jónar og maður hugsar: A-ha, ég þekki hann beint í gegnum orðin og setningarnar.   ´Þar liggur hundurinn grafinn, Ómar.´ 

Elle_, 15.4.2012 kl. 18:28

26 identicon

Takk fyrir réttmæta og góða athugasemd.

Hugmyndafræði lífsins, allrar lífsins glóðar.

Nú blásum við í glæðurnar, allra átta ... og vekjum vonirnar

... úr svartsýni hugans, til bjartsýni viljans:

Að astralsviðið muni sigra tregðuna, því þetta liggur jú svo greinilega í loftinu.

Takk Ómar fyrir að minna mig á að gleyma ekki kjarna máls.

Nú andar suðrið:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 18:34

27 Smámynd: Elle_

A-ha, Pétur Örn.

Elle_, 15.4.2012 kl. 18:38

28 identicon

Elle mín,

ekki vera gapandiundrandi þó ég bregði mér stundum í skæruliðabúninga:-)

En það er allt gert með sama markmiði og Ómar lýsir svo vel, sem hugmyndafræði lífsins.

Nú andar suðrið:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 18:43

29 Smámynd: Elle_

Nei, nei, enda var ég ekkert voðalega gapandi.  Þóttist strax í gær vita hver væri í skæruliðagallanum í þetta sinn. 

Elle_, 15.4.2012 kl. 18:50

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú er ég gapandi hissa.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 19:14

31 identicon

Þú hefur rétt fyrir þér Ómar:

"Galdur lífsins finnur sér alltaf leið."

Eins er það með orðin og hugsanir mannfólksins:

Stundum verður maður að fara yfir og út fyrir allt

til að muna hvaðan maður kom. 

Eitt kviknar af öðru -endalaust- og þannig skín allt.

Mér er sama hvort það sé kallað díalektík eða eitthvað annað,

því allt er flæði og hugsanirnar leita sér alltaf farvegs, eins og lífið.

Og suðrið ... það andar nú sem fyrr, sæla vindum þýðum:-) 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 537
  • Sl. sólarhring: 656
  • Sl. viku: 6268
  • Frá upphafi: 1399436

Annað

  • Innlit í dag: 456
  • Innlit sl. viku: 5311
  • Gestir í dag: 418
  • IP-tölur í dag: 411

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband