Sannleikurinn mótar framtíðina.

 

Ef eitthvað eitt skiptir höfuðmáli við farsæla endureins þjóðfélags okkar þá er það aðferðarfræði sannleiksnefndarinnar.  Í henni er lykillinn af árangri fólginn, en öllum ætti að vera ljós  árangursleysi "hefðbundnu" aðferðanna. 

Og aðferðarfræði hennar er versta ógn gamla kerfisins því svo mikil lögbrot voru framin, og þá líka á neðri stigum, og hjá aðilum eins og endurskoðendum og lögfræðingum.  Og gegn því að sleppa við ákæru þá myndi þetta fólk opna sig.  Og eina vörn "toppanna" er þá að stíga fram og segja satt.

Það að einhver segi satt er mesta ógn gamla kerfisins og myndi líklega koma í veg fyrir að það geti fjölfaldað sig athugasemdalaust eins og nú stefnir í.  En það er ákaflega erfitt fyrir talsmenn "spillingarinnar" að verjast þessari hugmynd, því hvernig er hægt að vera á móti "sannleikanum".

 

Eina vörn þeirra er að ýta undir "hefndartilfinninguna" og fórna nokkrum þegar föllnum mönnum.  Eitthvað sem gerendum Hrunsins hefur tekist mjög vel.  Þeir buðu uppá sirkus Landsdómsins og uppskáru frið sem þeir hafa nýtt til áframhaldandi myrkraverka.  

Fjárfestar og fjármagn eru ennþá guðir þessa lands og þegar þeir krefjast fórna, þá er fórnað.  Fólki, heimilum, sjúkrastofnunum, innviðum samfélagsins.  Aðeins andstaða almennings í ICEsave hafa haldið aftur af fórnunum.  Kerfið hefur ekki ennþá þorað að skuldfæra almenning í erlendum gjaldeyri fyrir froðukrónunum sem munu leita úr landi um leið og gjaldeyrishöftum verður aflétt.  

En það mun gerast, fljótlega og þá er líf skuldaþrælsins lokafórn þjóðarinnar. 

 

Aðeins sterk sameinuð andstaða mun ná að hindra þessi illu örlög okkar.

Andstaða sem gerir sér grein fyrir að ekkert er  mikilvægari en framtíðin.  Ekkert egó stærri en réttur barna okkar til mannsæmandi lífs. 

Fólk þarf að finna sér sinn vettvang þar sem það getur tjáð sig, um hvað því finnst, um hvað það telur að þurfti að gera.  Og athugað síðan hvort aðrir séu á svipaðri línu. 

Skoðanir sem þola ekki umræðu eða andstæð sjónarmið, eru ekki merkilegar skoðanir. Og sá sem á ekki til umburðarlyndi, hann á ekki til hugsjón, sýn hans er þá úr einhverjum öðru akri sprottin.

 

Það þarf forystumenn sem hafa hæfni til að sjá sameiginlega fleti, og fylkja fólki um sameiginleg markmið.   Markmiðið að vinna að betri heimi.  

Forystumenn sem átta sig á að vígaferli leiða aldrei til betri heims.

En hafa um leið þann styrk sem þarf til að berjast við kerfi ráns og siðleysis, þess siðleysis sem segir að allt sé rétt ef gróði hlýst af.

Og hafa siðferði til að þekkja muninn á réttu og röngu.

Og sannfæringu um að trú á lífið og hagfræði lífsins sé það eina sem geti bjargað manninum frá sjálfum sér.

 

Sé það til staðar þá mun allt hitt gerast af sjálfu sér.

Því það er galdur lífsins.

Kveðja að austan.

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel sagt og algjörlega sannleikanum samkvæmt Óðinn.  Þakka þér fyrir marga góða slíka pistla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 11:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ásthildur.

Tek það sem komplimenti að þú kennir mig við Óðinn.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 12.4.2012 kl. 01:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ fyrirgefðu Ómar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 01:43

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast Átshildur, svo ekki afsaka þig hér  höfðingbragur á þeim báðum.

 Takk fyrir enn einn góðann pistil, hef engu við að bæta en "datt" fyrir tilviljun um þetta er sjaldan inn á "eyjunni" en gat ekki stillt mig um að "kommenta" á þetta hjá Merði, ekki síst eftir að hafa "rennt" yfir hin kommentin, það er ekki ofsögum sagt hjá þér hvernig fólki er att saman um allt og ekkert nema auðvitað það sem skiftir mestu máli.

Heyrumst innan tíðar

MBKV að "utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 12.4.2012 kl. 21:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Las svarið þitt Kristján og líka það vel.  Og takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 21:28

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Þetta er sorglegt allt saman.  

En við jarðgangnamenn upplifum enga sorg þessa daganna.  Ekki að við höfum fengið göng, þar erum við að glíma við óvininn eina eða eina birtingarmynd hans.  

En það er svo gaman að upplifa vakninguna sem er að eiga sér stað hérna fyrir austan, að fólk er að rísa upp og mótmæla.  Og undirliggjandi er aðferðarfræði lífsins með tilvísun í hagfræði lífsins.  Göng er gróska, gróska er mannlíf, mannlíf er lifandi samfélag, lifandi samfélag er velmegun og velferð.  Samfélag sem við öll viljum tilheyra.

Þetta helst allt í hendur.

Og í stað þess að ástunda þetta tilgangslausa tuð, þá snýr fólk bökum saman og er að móta aðferðarfræði og rök gegn þessum reginöflum sem geta ekki sofnað á kvöldin ef þau hafa ekki eitthvað skemmt, eitthvað eyðilagt í samfélagi okkar.

Það er ekki bara stefnt af auðn með því að hamla nauðsynlegar úrbætur i samgöngum, og þá er fólki att saman, kvótavitleysufrumvarpið er sama eðlis, að mjólka, að ræna, að eyða lífsgrundvelli þess fólks sem þó lifir hérna ennþá.  Ofurskattlagning á samgöngur okkar er sama eðlis, undir yfirskini mengunareitthvað sem á við í stórborgum Evrópu er venjulegu fólki gert ókleyft að lifa eðlilegu lífi í landinu.  Og rökin frá 101 eru lesin upp úr reglugerð ESB, "nota skal Subway og aðrar almenningsamgöngur, leið 3ab keyrir um Skorradalinn einu sinni á þriggja ára fresti, stundvíslega", eða eitthvað álíka.

Og gegn þessari auðn og eyðingu teflum við gangnamenn aðferðafræði lífsins.  

Í fyrradag áttium við 2 fundi með bæjarstjóranum okkar og í seinna skiptið var forseti bæjarstjórnar.  Það var ótrúlegt að upplifa hvað þeir voru móttækilegir fyrir nýrri hugsun og nýrri aðferðafræði.  Ef allir væru svona móttækilegir þá tæki endurreisn Íslands ekki nema 3-5 ár þar til við værum komin með gjörbreytt samfélag.

Auðvita mun  tregðan banka á dyr og bankþankar ýmislegir tefja framgang mála enda er það aðeins í klipptum Hollywood myndum þar sem allt gengur upp á fyrstu 45 mínútunum en innst inni bæði sjá menn hvað er verið að gera okkur á svo mörgum vígstöðvum og svo vita menn að þeir eru strand með hefðbundnar aðferðir.  Það á ekki að hlusta á fólk, það á að eyða lífsgrundvelli þess, það er engin önnur skýring á þeirri samræmdu atlögu sem núna er í gangi.  

Og er framkvæmd í trausti þess að fólk snúi ekki til varnar.

Þetta vita menn og voru algjörlega ráðalausir því auðvita vita þeir hefðbundið nagg sveitarstjórnarmanna hefur ekkert að segja.  Og þeir sem hugsa vítt, ekki þröngt, þeir hlusta á nýja rödd.

Og skynja í hjarta sínu að þetta er leiðin.

Þegar ég setti inn þessa pistla mína sem svona lokahnykk á það statement að ég nenni ekki lengur þessu þrasi og betur sé að eyða orkunni í eitthvað uppbyggilegt í stað þess að taka þátt í sirkus hinna ráðandi afla, þá flaut með þessi lokasetning, sem í augum flestra er frasi.

"Sé það til staðar þá mun allt hitt gerast af sjálfu sér.

Því það er galdur lífsins.".

Og ekki er örgrannt að ég sé ekki alveg sjálfur trúaður.

En ef þú hefðir verið með mér á fámennum (óvenjumargir forfallaðir), en góðmennum fundi Áhugahóps  um Norðfjarðargöng í gærkveldi, þá hefðir þú eins og ég upplifað endaloka þinna efasemda.

Ég var vitni að galdri lífsins.

Þetta er hægt.  Hugmyndirnar, orkan, krafturinn, og raunhæf framkvæmd þess sem um er rætt, þetta er allt til staðar.  Og hagsmunir sveitarfélagsins, og helstu fyrirtækja í byggðarlaginu, fara algjörlega saman með því fólki sem vill endurskapa sitt samfélag á þann hátt að það blómstri inní framtíðina.  

Á móti er tregðan, en á móti henni er ungt fólk í sveitarstjórn og annars staðar sem bæði skynjar og skilur Kall tímans.

Ég held Kristján að þú þurfir að passa þig á að lesa fréttir hér að austan, þú gætir lent í að gleyma að pakka niður áður en þú ert kominn uppí næstu flugvél til að samtaka með ævintýri lífsins.

Að vera hluti af galdrinum sem er hér að magnast.

Allavega get ég sagt það hér og nú, að hinir forpúkuðu þursar tregðunnar eins og Mörður Árnason munu ekki erfa landið.

Börnin okkar munu gera það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 09:16

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk

Kristján Hilmarsson, 13.4.2012 kl. 10:07

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk Ómar ! (smellti á vitlausan takka áðan svo þú færð "dobbel" takk)

Takk fyrir heimboðið, er ekki í vafa að um það er uppörvandi að fá hljómgrunn fyrir það sem á að vera augljóst, en drukknar i "púðurreyk" og "glym" skotgrafarbardaganna.

En verð að láta mér nægja þínar fréttir af atburðum og skynsemis kalli unga fólksins sem þú lýsir.

Minn hvati er sá að þegar ég brydda upp á einhverju sem ekki er í feitletruðu fyrirsögnunum né á pöllum "Stortingets" einhverju sem höfðar til heilbrigðarar skynsemi, þá setur marga hljóðann, sumir örugglega vegna áhyggju af að nú sé "islendingen" að tapa glórunni, en oftar sé ég spurninguna vakna og augnaráðið kíkir "innávið", næst er að biðja vinnufélaga mína og aðra kunningja að stinga puttunum í eyrum smástund, útiloka "síbiljuna" og hlusta á eigið hjarta, það er það sem þetta snýst um fyrst og fremst, að fá fólk til að hlusta á EIGIÐ hjarta, og svo mynda sér skoðun.

Mín barátta á norskum bloggheimum snýst um samgöngumál, hef sótt mikið til þín í þeim efnum, en er líka búinn ágætri skynsemi þegar ég nenni að hlusta á hana, erum við það ekki öll eiginlega.

Ég luma á ymsum góðum linkum og fleira í því sambandi, hér færðu einn afburðagóðann: http://www.bedreveier.org/index.html skynsamt fólk sem á erfitt með að skilja að "olíuríkið" Noregur skuli aðeins vera með 253km. av 4 földum hraðbrautum, meðan Svíþjóð er með 1850km, aukningin í Svíþjóð á milli áranna 2004 og 2010 er meiri en nemur heildarlengdinni í Noregi.

En ekki það ég sé að meina að þér komi þetta sérlega við hérna meginn atlansála, en þú getur fundið (ert líklega stautfær á Skandinsvisku ;)) ýmsann gagnlegann og góðann fróðleik á síðunni.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 13.4.2012 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 174
  • Sl. sólarhring: 788
  • Sl. viku: 4622
  • Frá upphafi: 1329184

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 4079
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband