Fólk er fífl!!

 

Eða það heldur ESB gullið á Íslandi.

Fyrst reyndi gullið að selja okkur ICEsave á þeim forsendum að ef þjóðin tæki ekki á sig hundruð milljarða fjárkúgun breta, þá myndi annað tveggja að gerast, að þjóðin reykti cigar eins og Castro eða eyddi deginum að lesa um æskuafrek Kim IL Sung.

Við yrðum annað hvort Kúba Norðursins eða enduðum í vesöld Norður Kóreu.

En þó gullið yrði gyllt og margir, líkt og starfsmenn Ruv, fylltu sína vasa af því þá gerði gullið þiggjendurna af ösnum og þjóðin tæklaði þá eftirminnilega 98-2.

 

Nú hefur gullið fundið sér fleiri vasa til að fylla, nú slær Mogginn því upp með stríðsletri að hér hafi allt hækkað margfalt á við í himnaríki Evrópusambandsins.

Undirfyrirsögn, "þið eru fífl".

Enn einu sinni á bullið að skora keilur fyrir ESB gullið.

 

Hvernig er ástandið í himnaríki evrunnar???  Jú, vörur hafa ekki hækkað mikið, en laun hafa lækkað mikið í þeim löndum sem glíma við efnahagserfiðleika og samdrátt.  Á Írlandi er launlækkunin yfir 20% auk um 15 % atvinnuleysi.  

Í löndum eins og á Spáni, Grikklandi og Portúgal er hagkerfið hætt að greiða heilum þjóðfélagshópum laun.  

Og í þessum löndum er engin von lengur.  En stöðug matarkarfa, ennþá.

 

Þegar litið er yfir Evrópu sem heild þá er fjármálakerfi hennar ein rjúkandi rúst eftir 10 ára evrunotkun.  Aðeins stjórnlaus peningaprentun heldur því gangandi.  

Og vegna þess að ríki ESB nota ekki eigin mynt, heldur evruna, er þessi stjórnlausa peningaprentun skuldfærð á ríkissjóði viðkomandi landa.  Afleiðingin er að eftir nokkur ár munu innviðir viðkomandi samfélaga hrynja vegna fjárskorts.

Góðu fréttirnar eru þær að auðklíkan sem ræður og rekur kommissara Brussel, að hún þarf ekki að selja Bentleyinn sinn.  Og hún getur endurnýjað lúxussnekkju sína með nýprentuðum evrum sem voru skuldfærðar á almenning.

Evrunni tókst það sem Stalín tókst ekki, að leggja fjárhag Evrópu í rúst.

 

Og þetta sér fólk á Íslandi, það er ekki fífl.

Það kýs hvorki ESB gullið á þing eða á Bessastaði, sama hvað margar ljóskur verða grafnar upp og ímyndaðar á þann hátt sem aðeins gull getur gert.

Þjóðin veit að krónan bjargaði henni og það er krónunni að þakka að óstjórn AGS ríkisstjórnarinnar hefur ekki náð að koma atvinnulífinu á kné en það þótti öruggleið til að bónbjargarbeiðni yrði send með hraðpósti til Brussel.

 

Þjóðin er ekki fífl en hún er óheppin með stjórnmálamenn sína.

Það er önnur saga.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Margfalt meiri verðhækkanir hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hélt einmitt að fall gengisins hafi bjargað okkur frá voða og ef við hefðum verið í ESB þá væri hér sviðin jörð.  Þeir kunna að búa sér til viðmiðin þessir strákar.  Við höfum þa sérstöð að hingað þarf að flytja nánast allt. Syrking evru (sem byggir á fallvaltri seðlaprentun) eða gengislækkun hér bitnar á verðlagi.  Ekki má svo gleyma óstjórn efnahagsmála hér sem virðist vera vísvitandi til að búa til svona samanburð.  Skattpíningin hleypur beint út í verðlagið líka ef menn eru búnir að gleyma því. Það má líka benda á að skuldir lækka í réttu hlutfalli við fallandi gengi, svo það ætti að vera plús á meðan svona stendur á.  Útflutningsfyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr þó allt sé gert til að eyðileggja það.

Djöfull væri gott að geta lifað í þessum svarthvíta heimi evrutrúboðsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 08:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú yrðir allavega ríkur af því Jón Steinar, það er kosturinn við gullið.

Það er að segja ef þú býrð á Íslandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 08:07

3 identicon

"Hagræðin" á krónunni er raun launalækkun og ekkert annað, auðvitað er það gott fyrir atvinnurekendur en það þýðir verðhækkanir, það er þetta "hagræði" þú færð sama verðmæti fyrir fiskin en borgar þeim sem verka hann minna.   Evrópa er ekki lausn allra vandamála en þegar talað er um að "einmitt að fall gengisins hafi bjargað okkur frá voða" þá þarf maður að gera sér grein fyrir hvað það þýðir.

joi (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 08:26

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Nákvæmlega Jói - LÍU græðir og almenningur situr eftir með launalækkunina og verðlagshækkanirnar...já og verðtrygginguna. 

Já...fólk er svo sannarlega fífl.  Fífl sem láta sérhagsmuna-áróðursmaskínu FLokksins draga það á asnaeyrunum og sættir sig við hvaða bull sem er.  Verði því að góðu. 

Róbert Björnsson, 4.4.2012 kl. 08:43

5 identicon

Ergo - Þjóðin er ekki fífl, en hefur kosið yfir sig fifl. HALLO!

"Aðeins stjórnlaus peningaprentun heldur því gangandi"

En á Íslandi, eru prentaðir peningar fyrir þá? Nei, sennilega ekki, þar gerist nefnilega ekki neitt af viti.

Hagvögstur á Íslandi byggist á neyslu almennings, en ekki framleiðni!!!! Enda hækkanir á öllu þar, eins og í Afríkönsku bananalýðveldi

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 08:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku joi minn.  Ég veit að þetta innslag þitt er ekki illa meint og þú eins og margur annar þrái stöðugleika í okkar annars ágæta þjóðfélagi.

En það er ekki við gjaldmiðilinn að sakast, hann skráir aðeins afleiðingarnar.

Það eru tvær orsakir fyrir sveiflum á gengi.  

Sú fyrri er hvernig okkur tekst til við stjórn efnahagsmála og á hvaða grunni við byggjum tekjuöflun okkar.  Þetta er eitthvað sem snýr að okkur og ef illa tekst til, þá leitar óstjórnin út í gengið.  

Dæmi um slíka óstjórn er hin fáránlega vaxtapólitík Friedmans, að hækka vexti til að slá á þenslu, sem heitir á mannamáli að gera illt verra.  Seðlabankin okkar eyðilagði krónuna með hávaxtastefnu sinni á árunum fyrir Hrun.  Hávaxtastefna hans skapaði sýndarhagkerfi með alltof háu gengi krónunnar sem gat aðeins endað á einn veg, Hruni, hruni efnahagslífs, hruni krónunnar, hruni lífskjara. 

En krónan er ekki lifandi vald og ber ekki ábyrgð á mannanna heimsku, hún skráir hana aðeins, hún er skráningartæki.

Annað dæmi um óstjórn eru kjarasamningar út á hugsanlega vöxt í framtíðinni.  Nýlegt dæmi um þá heimsku eru ummæli Vilhjálms Egilssonar sem gjammaði á fundi að það væri ekki honum að kenna að hafa samþykkt verðbólgulaunahækkanir, hann hefði trúað forsendunni, 4,6% hagvexti í ár og eitthvað svipað næstu árin.

Slík forsenda í upphafi heimskreppunnar er vægast sagt bjartsýni, og menn ávísa ekki laun út á hana.  Ekki fyrr en vöxturinn er í hendi.

Enn og aftur þá er krónan aðeins skráninartæki mannlegrar heimsku og ber enga ábyrgð á þeirri niðurstöðu.  Því hún er ekki lifandi, hún framkvæmir ekki.

Hins vegar er það athyglisvert að ábyrgðarmenn heimskunnar eru flestir evrusinnar og því umhugsunarvert hvort heimskan sé áunnin og þá í þágu evrutrúboðsins.  Að þeir séu eins og margir niðurrifsmenn í gegnum tíðina, að stuðla að samfélagslegri ólgu og boða svo lausn þess húsbónda sem þeir þjóna.

Hins vegar má vel vera að þeir séu bara svona heimskir, að þeir leiti úr öskunni í eldinn, því það er í eðli þeirra að taka rangar ákvarðanir.

En kenndu ekki krónunni um joi, hún skráir, hún gerir ekki.

Seinni skýring á ósöðugleika er síðan sveiflur í tekjuöflun og viðskiptakjörum.  Þegar þú aflar minna þá eyðir þú minna.  

Aftur er það krónan sem skráir, en ekki gerir.

Sem leiðir að kjarna málsins, það er útkoma efnhagslífs okkar sem ákveður kaupmáttinn okkar, ekki myntin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 08:49

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þýðir að við borgum að sjálfsögðu Jói, en þetta er spurning um mjúka lendingu að lokum í stað þess að hafa orðið gjaldþrota á einum degi. Værum við í ESB hefðum við líka með allar prívatskuldir bankanna á herðunum og einhverja óræða björgunarpakka sem engin leið væri að vinda sig frá. Það hefur enginn sagt að við slyppum út úr þessu hruni sársaukalaust. Það eru kostir og það eru gallar, en miðað við það að hafa verið í ESB þá er það kidstuff. Lægri laun eru líka í boði hjá jaðarþjóðum ESB og atvinnuleysi langtum hærra. Helmingur ungs fólks (50%) á Spáni er nú atvinnulaust ogSpánn er fjarri því verst settur. 

Eitt er alveg ljóst að ESB hefði ekki forðað okkur frá hruni. Það var í raun fjórfrelsið og frjáls flutningur fjármagns, sem á mestan þátt í því í gegnum EES. Ódýrt fjármagn mátti flæða inn hömlulaust samkvæmt þeim samningi en það gleymist að það getur líka flætt jafn harðan út. Gjaldeyrishftin eru til að bremsa það. En fjármagnsfóttinn frá Írlandi, Grikklandi, Spáni og Ítalíu er einmitt helsti vandinn. Svo mikið um frelsið.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 08:52

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Og þið þarna heiðursevrukallar, Róbert og V., þið megið líka lesa það sem ég skrifaði af náð minni til joa, uppfræðsla á staðreyndum lífsins er ekki daglegt brauð hér á bloggi.

Ef þið viljið spyrja meira, þá fer ég ekki að brýna bora fyrr en eftir klukkutíma eða svo, annars skal ég svara ykkur seinna í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 08:52

9 identicon

Mig minnir að evran hafi verið um 90 kr. þegar ég kom til Spánar fyrir fjórum árum og nú er hún 170 kr.

Þegar fífl með afneitun frá Íslandi koma til Spánar, þá segja þeir - Rosalega er allt orðið dýrt hér á Spáni. Þetta kostað ekki svona mikið (miðað við íslkr.) þegar ég var hér fyrir fjórum árum. Tek fram að vörur hafa sára líti hækkað og sumt ekkert á þessu tímabili hér á Spáni. Ómar G. Viltu útskýra fyrir okkur, þessum tregu sem búa í útlöndum, á hverju þessi heimska afneitun Íslendinga byggist.

Þegar ég bjó á Íslandi fyrir aldarfjórðungi, var nákvæmleg sama efnahagsruglið á þessari þjóð og hún hefur ekki lært nokkurn skapaðan hlut og mun sennilega aldrei gera. Eru Íslendingar gegnumsneitt svona roslega heimskir. Alla vega eru þeir illa menntaðir, þótt þeir haldi annað sjálfir. Ekki man ég hvar í röðinni Háskóli Íslands var í könnun um gæði háskóla á sínum tíma, en það var tveggja stafa tala, sem byrjaði á 2 eða 3. Kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 18:25

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður V.

Hvað er svona ódýrt á Spáni??? Þegar ég var þar korteri fyrir Hrun þá var dýrara í skemmtitæki fyrir börn þar en heima.  Vönduð föt, alvöru gleraugu, sem dæmi um hluti sem ég ætlaði að kaupa, þetta var allt dýrara en heima. 

Grænmetið var ódýrara en ekki svo teljandi.

Spánn 2008 var tvöfalt dýrara en Spánn 1999.  

Spánn 1999 var ódýrt gósenland þar sem fátæk kirkjurotta gat lifað ágætu lífi, Spánn 2008 var dýrt land  hvernig sem málið var skoðað.  

En launin á Spáni til mikilla muna lægri.  Svo ég skil ekki þetta gósenland þitt.

En stöðugt verðlag, það er stöðugt verðlag í Norður Kóreu, og Spánverjar gá ekki að sér, þá munu þeir ná þeirra standard bráðlega.  Efnahagur þeirra er að hrynja undan evrunni, líkt og efnahagur kommaríkja byrjaði að hrynja fljótlega eftir að himnaríki á jörð var komið á fót með stöðugu verðlagi en lítilli framleiðslu.

Þú ert bara að sjá byrjunina V., ef þú vilt sjá hvernig ástandið verður eftir ár, skrepptu til Grikklands.  Ef þú vilt sjá ástandið í Grikklandi eftir ár, farðu þá og heimsæktu Kúbu.  Líkur sækir alltaf líkan heim.

Afneitun efnahagslegra staðreynda á aðeins einn endi.

Og það er efnahagsleg staðreynd að gjaldmiðill er skráningartæki, ekki gerandi í framleiðslu og viðskiptum.  Skrái hann rangan kaupmátt, þá hrynur efnahagurinn.

Og aðeins daufdumbir rífast, þeir sem ekki sjá og skilja hvað er að gerast á evrusvæðinu.

Spánn væri dauður í dag ef fjármálakerfi þeirra hefði hrunið eins og hjá okkur.

Berðu saman sambærilega hluti ef þú vilt fá samanburð, annað er hugverk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 661
  • Sl. sólarhring: 1115
  • Sl. viku: 5869
  • Frá upphafi: 1328682

Annað

  • Innlit í dag: 565
  • Innlit sl. viku: 5237
  • Gestir í dag: 522
  • IP-tölur í dag: 508

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband