Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

ESB felur sig víða. Endar með því að Björn Bjarnason verður að stofna víkingasveit vaskra sveina til þess að sporna við ógninni.

hilmar jónsson, 4.4.2012 kl. 10:47

2 identicon

Þóra þessi er ung, ómótuð, leiðitöm og hefur haft það fyrir starf að vera í fínum fötum, brosa, vera kurteis við fyrirfólk (með misgóðum árangri), reyna að sýna mannasiði og halda sig mátulega út í horni og í skugganum (eins og góð spyrla á að gera) en vera þó sæt og fín. Eða þetta er undirlægjuhlutverkið sem "elítan" óskar alltaf eftir því að forseti leiki gagnvart henni á hverjum tíma. Með glys og glamúr og valdi yfir öllum fjölmiðlum landsins sló "elítan" ryki í augu almennings, gat stjórnað honum og nánast komið honum á vonarvöl. Nú ætlar heimskur almenningurinn að velja yfir sig glamúrpíu í stað reynds, viturs og greinds fólks þegar tveir slíkir frambjóðendur eru þegar í boði. Hún væri jú svo miklu sætari í sundbol en kynsystir hennar háskólaprófessorinn og baráttukonan, og hún er ekki Ólafur Ragnar Grímsson, sem er alveg nóg rök fyrir pólítíska ofstækismenn sem eru duglegastir í flokkunaráráttunni og óduglegastir í skynsamlegri og hlutlausri hugsun.

Rafael (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 11:34

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Hann hefur allavega gert margt vitlausara hilmar.

Glamúr versus reynsla Rafael, það er efinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 13:18

4 Smámynd: Sólbjörg

Varðandi ummæli þín Rafael um sundbolaspókun, þá má ekki á milli sjá hvor þeirra Þóra eða Herdís tekur sig betur út í sundbol. Herdís er drottingalegri en Þóra og líkist fyrrverandi forsetafrúnni Guðrúnu Katrínu. Segja mætti mér að aðal samanburðurinn í kosningabaráttunni og umræðum verði á þessum nótum.

Sólbjörg, 4.4.2012 kl. 16:33

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég mun kjósa Þóru :-)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2012 kl. 23:50

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Til hamingju með það Anna.

Og það mun örugglega gleðja Þóru ef hún vissi af því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2012 kl. 00:04

7 identicon

Sæll.

Hvað hefur þessi ágæta kona til að bera sem myndi gera hana að hæfum forseta? Verður þessi umræða nú álíka málefnaleg og þessi varðandi biskupskjörið að við verðum að fá konu? Skiptir þá engu hvort viðkomandi hefur bein í nefinu eða ekki og hvort viðkomandi getur tekið sjálfstæða ákvörðun?

Svo er auðvitað annað sem þarf að hafa í huga. Ef Ólafur verður felldur í kosningum, sem ég stórefast um og þeim sem att er á foraðið mun sennilega verða ljóst eftir kosningar, verðum við að borga 3 forsetum laun. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?

Sumt af því sem nr. 2 hér að ofan segir held ég að sé rétt. Núverandi stjórnarliðar myndu gefa aðra höndina af sér til að losna við Ólaf og hefna sín þannig á honum fyrir að hlusta á þjóðina og standa með henni ólíkt þeim sjálfum.

Sagan mun ekki fara mjúkum höndum um Icesave sinna og bók Sigurðar Más Jónssonar verður varla sú síðast um málið. Eru núverandi forsetaframbjóðendur nokkuð annað en peð andstæðinga Ólafs hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eður ei?  

Helgi (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 10:58

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Það er eiginlega eina spurningin gagnvart glamúr framboðum, gera það sér grein fyrir því eður ei.

En Herdís er um margt athyglisverð og ég myndi alvarlega íhuga að kjósa hana.

En ekki á stríðstímum.

Og ef Jón Lárursson væri ekki í framboði, hann er mjög athyglisverður.

En stríðið um Bessastaði er hluti af ásælni ESB og þar með er aðeins einn í framboði fyrir þjóðina.

Og hann heitir Ólafur Ragnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2012 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband