2.4.2012 | 08:18
"Vaðlaheiðargöng eru spilling og ekkert annað."
Fyrirsögn þessa pistils er tekin úr grein hvunndagshetju sem þorði að stíga fram og ljá röddum hins almenna borga andlit. Elín Hermannsdóttir heitir hetjan og er húsmóðir í Neskaupstað.
Elín er ein af þeim manneskjum sem stofnaði Áhugahóp um Norðfjarðargang, en linkur á þann ágæta hóp er hér fyrir neðan.
Bættar samgöngur við heimabyggð Elínar hafa verið henni það mikilvægar að hún taldi að ef hún gerði ekki eitthvað, þá gæti hún ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir hana.
Rökin fyrir Norðfjarðargöngum eru margskonar.
Fjarðabyggð er fámennt sveitarfélag þar sem slæma samgöngur há öllu mannlífi en um leið er það það sveitarfélag sem skilar mestum útflutningstekjum á landinu, og þá í heild en ekki miðað við höfðatölu. Fjarðabyggð er gullgæs sem misvitrir stjórnmálamenn halda í gíslingu slæmra samgangna.
En megin rökin eru þau að vegurinn í sveitarfélaginu, milli Stöðvarfjarðar og Neskaupsstaðar er
"Þegar tekið hefur verið tillit til bæði fjölda slysa og áhættu vegfarenda er leiðin milli Neskaupsstaðar og Stöðvarfjarðar um Oddsskarð og Fáskrúðsfjarðargöng hættulegasti vegarkafli landsins".
Þóroddur Bjarnason prófessor og stjórnarformaður Byggðastofnunar og Sveinn Arnarsson meistaranemi í félagsfræði við Háskólann á Akureyri unnu rannsókn um umferðaröryggi og þetta var niðurstaða þeirra.
Þetta vita heimamenn en alvara lífsins minnti rækilega á þessa staðreynd þann 22. febrúar þegar rúta með starfsfólk á leið í vinnu í álverið á Reyðarfirði fór útaf á Oddsskarði við "venjulegar" aðstæður á fjallavegum á vetrarlagi, ofsaroki og hálku.
Slysið snerti Elínu beint og ég ætla einfaldlega að gefa henni orðið. Það segir allt og ekkert lýðskrum þeirra sem styðja sniðgöngun laga og reglna til að "stórt" byggðarlag sé tekið fram yfir hin smærri fá þeim móti mælt.
"En það var dropinn sem fyllti bikarinn þegar rúta, sem var að flytja fólk til vinnu í álverinu í vetur, fauk hreinlega út af og valt einhverjar veltur niður fyrir veg! Í bílnum var fólk sem ég þekki allt mæta vel, þar á meðal sonur minn og tengdadóttir. Ég þakka enn öllum góðum vættum sem vöktu yfir fólkinu þennan dag að ekki fór verr. Hefði rútan farið út af aðeins nokkrum metrum neðar, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Rútan hefði endað niðri í fjöru og úr þeirri ferð hefði enginn sloppið lifandi. Það er fall upp á einhver hundruð metra þarna niður. Ég var gjörsamlega stjörf af skelfingu við tilhugsunina eina og reiðin og sárindin vegna svikinna loforða og seinkana nýrra ganga blossaði upp. Undanfarin ár hafa menn og konur mætt austur á land í atkvæðaveiðiferðum fyrir kosningar. Allir hafa lofað og lofað. Við erum búin að bíða áratugum saman eftir nýjum göngum, búin að fá loforð a.m.k. þrisvar og nú er verið að svíkja okkur í fjórða sinn! ".
Það er nefnilega annars vegar líf og limir fólks, hins vegar spilling.
Og eins og Guðfríður Lilja rekur ágætlega í viðtalinu við Morgunblaðið, og hafi blaðið þökk fyrir að vekja athygli á orðum hennar, þá eru engin önnur rök fyrir gerð Vaðlaheiðargangna önnur en þau að flestir kjósendur þingmanna NorðAusturkjördæmis búa á Eyjafjarðarsvæðinu.
Hvort sem efnahagsleg rök eru skoðuð, félagsleg, og það sem skiptir mestu máli fyrir litla þjóð, hætta á mannssköðum, þá eru Norðfjarðargöng alls staðar fyrir ofan Vaðlheiðargöng. Og þegar vægi þessa þátta er metið þá gildir það sama um Dýrafjarðargöng og göngin sem rjúfa einangrun Seyðisfjarðar.
Eftir standa aðeins atkvæðaveiðar gjörspilltra þingmanna.
Um málflutning þeirra þarf ekki að hafa mörg orð, þeim er vorkunn dugar.
En það þarf að minna á að forsenda spillingar er að einhver sjái sér hag í henni. Viðkomandi þingmenn telja sniðgöngun sína á samgönguáætlun vera stórsniðuga leið til að afla sér atkvæða, þeir komu spillingu sinni í form "einkaframkvæmda" og mæta síðan til fórnarlamba spillingar sinnar og segja með grátstafinn í kverkum, "við gátum ekkert gert, það eru ekki til peningar".
En til að áætlun þeirra gangi upp þá þarf að vera til fólk sem hefur geð í sér að þiggja samgöngubætur á kostnað annarra sem hafa meiri þörf fyrir hana, að hafa æru hins sterka sem notar afl sitt til að ræna hinn veika.
Að þekkja ekki muninn á réttu og röngu.
Núna reynir á Akureyringa en fyrst og síðast reynir á almenning í þessu landi.
Hefur hann ekki fengið nóg????
Því spilling er mein sem grefur undan öllum.
Þess vegna látum við hana ekki viðgangast, ekki þegar hún er svona augljós eins og í tilviki Vaðlaheiðargangna.
Og yfirhöfuð EKKI.
Kveðja að austan.
PS. Linkurinn á Feisbókarsíðu Áhugahóps um Norðfjarðargöng er:
http://is-is.facebook.com/pages/Nor%C3%B0fjar%C3%B0arg%C3%B6ng/249527751733584
Þar má lesa grein hversdagshetjunnar í heild.
Styður ekki göngin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 445
- Sl. sólarhring: 730
- Sl. viku: 6176
- Frá upphafi: 1399344
Annað
- Innlit í dag: 374
- Innlit sl. viku: 5229
- Gestir í dag: 344
- IP-tölur í dag: 339
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar sem umræðan blossar upp við brýn hagsmunamál landsbyggðarmanna, þá vil ég taka þátt í henni.
Það er skýring á því að Ísland fór á hausinn 2008. Ein stóra skýringin heitir Sjálfhverfa, hún sá ekkert athugavert við laun bankastjóra uppá hundruð milljóna árlega, hún sá ekkert athugavert við gjálífi nýríkra auðmanna sem kepptu við hina nýríku Rússa í flottræflishætti og siðblindu.
Og í dag bloggar hún svona.
"ha.. hvernig geta þessi göng ekki borgað sig .
..hvernig er þá með öll hin gönginn sem ekkert veggjald er í ..svo sem fyrir vestan norðan og austan.. göng sem eru gerð fyrir nokkra tugi íslendinga."
Hún er verndari spillinarinnar, hún upphefur heimsku, keyrir á það lægsta í mannlegri hegðun.
Og endar í gjöreyðingu siðas samfélags.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 09:24
Spilling þarf fóður, fóður sem tengist grunnhyggni og sjálfhverfu.
Umræða um spillingu afhjúpar háðung hins spillta, hann getur ekki vísað í rök, aðeins kallað málefnaleg rök gegn spillingu nöldur og "hvers eigum við að gjalda að við séum spillt". Megum við það ekki.
"Get einfaldlega ekki skilið hvað fólk er að kvarta yfir svona göngum, og það virðist vera einungis fólk sem býr fjarri eyjafjardarsvædinu sem mótmælir þessum fyrirhugudu göngum. Búið að sýna fram á að þau borgi sig sjálf eftir x mörg ár en samt nöldrar fólk. Þó að þad vanti göng fyrir austan, jafnvel meir...þydir þad ad Vadlaheidagöng séu rugl?? Og það eru til mörg svaka göng hér á landi og ekki þarf að borga í stærsta hluta þeirra...hvar nöldrið og leiðindin í sambandi við þau? Það virðist gleymast að þó fólk býr fjarri þeim landshlutum þar sem á að gera göng..þá eru þau partur af OKKAR samgöngukerfi og eru alveg jafnmikið fyrir leiðinlegu afbrýðisömu nöldurseggina eins og þá sem hlynntir eru."
Vandinn er að sá sem þiggur brauðmolann, veit aldrei hvenær röðin kemur að honum næst.
Það er engin sú þjónusta á Eyjafjarðarsvæðinu sem ekki er hægt að veita á hagkvæmari hátt á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju erum við með háskóla á Akureyri??, þetta er bara kostnaður.
Eflir hann byggð og mannlíf????, hvaða rök eru það.
Til hvers er að byggja upp spítala á Akureyri sem þjónar Norður og Austurlandi???, það er styttra að fljúga suður þar sem er fyrir miklu öflugri spítali.
Til hvers erum við yfir höfuð að nota skattfé landsbyggðarinnar í útgjöld, það er öll þjónusta til staðar í Reykjavík????
Það er nefnilega þannig með heimsku sérhyggjunnar, að þegar hún á annað borð fer af stað, þá á hún sér engin takmörk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 11:30
Ekki þýðir að láta svona brýnt mál eins og rétta stjórnsýlu vera án umræðu og athugasemda og því er gott að rifja upp Þeirra eigin orð.
Í ár og næsta ár eru einn og hálfur milljarður inni á samgönguáætlun til að byrja á Norðfjarðargöngum og ég vil að við það sé staðið,“ segir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi samgönguráðherra, en hann segist ekki geta stutt samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Að hans sögn er það skoðun allra þingmanna Norðausturkjördæmis að setja skuli framkvæmd Norðfjarðarganga í forgang í kjördæminu en með fyrirliggjandi samgönguáætlun frestast framkvæmd þeirra svo opnun ganganna mun dragast til ársins 2018 hið minnsta. „Ég minni á að núverandi vegur um Oddskarð er einn hættulegasti vegur landsins að mínu mati,“ segir Kristján.
Svei mér þá, ég held ég sé alveg sammála þingmanni mínum í þessu máli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 11:41
Af hverju ertu að tala eins og Vaðlaheiðagöng myndu fyrst og fremst nýtast Akureyringum? Ég hef nú trú á að Þingeyingar fari til Akureyrar mun oftar en Akureyingar í Þingeyjarsýsluna og þar af oftar í nauðsynlegum tilgangi, þannig að ég myndi nú ætla að Þingeyingar ættu meiri hagsmuna að gæta í að samgöngur séu góðar. Nú er t.d. enginn flugvöllur á Húsavík og fremur takmörkuð læknisþjónusta. Þingeyingar þurfa að sækja gífurlega mikla þjónustu til Akureyrar og það er þeim meir í hag en nokkrum öðrum að þessi göng komi. En þau myndu líka nýtast fleirum því gífurlegur fjöldi ferðamanna fer frá Akureyri til Mývatnssveitar á hverju ári og þá er þetta hluti af hringveginum sjálfum.
Ég er ekki að segja að þessi göng séu mikilvægari en NOrðfjarðargöng - engan veginn - er eingöngu að benda á að rétt væri að kynna sér málavöxtu aðeins. Og það er hreinlega léleg röksemmdarfærsla að reyna að halda því fram að þetta sé eitthvert sérstakt gæluverkefni Akureyringa.
En það sem ég vil fá að vita í þessu máli er hvort Vaðlaheiðargöng myndu seinka framkvæmdum fyrir austan og vestan. Ef ekki, þá sé ég ekki að gerð þeirra eigi að skipta neinu máli. Ef ríkið hins vegar frestar gerð mikilvægari ganga vegna þessa þá er ég sammála um að þau ættu að bíða.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.4.2012 kl. 13:31
Kristín.. Það er verið að taka þessa framkvæmd út úr áætlun og setja hana í forgang. Er það sanngjarnt..??? Nei, aldeilis ekki. En það eru kosningar fram undan og þá skipta loforðin engu ef hægt er að svíkja til að komast aftur að kötlunum. Svona pólitík erum við Íslendingar búnir að fá nóg af og þetta ekki aðferðin til að skapa frið um nýttt Ísland.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 15:16
Blessuð Kristín, hvert er pointið hjá þér???
Lastu einhvers staðar að því væri haldið fram að það myndi engin nota göngin???
Og þegar þú segir "rétt væri að kynna sér málavöxtu aðeins.", gengur þú þá út frá því að Vaðlaheiðargöng séu í samkeppni við samgöngubætur sem enginn noti????
Eða ertu að gera ágreining um að ég skyldi ekki taka Þingeyinga með þegar ég ræði hugsanlegt fóður fyrir spillta stjórnmálamenn????
Ertu að lesa einhvers staðar hér að ofan að það sé ekki ávinningur af Vaðlheiðargöngum???
Pistillinn er skýr og auðvelt að taka slaginn út frá honum, ef fólk vill verja spillingu.
En ekkert af því sem þú segir kemur efni eða röksemdum hans við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 20:40
Þetta hérna var pointið hjá mér: "þá eru engin önnur rök fyrir gerð Vaðlaheiðargangna önnur en þau að flestir kjósendur þingmanna NorðAusturkjördæmis búa á Eyjafjarðarsvæðinu."
Þar sem þessi göng eru minna mikilvæg fyrir Eyjafjarðarsvæðið en Þingeyjarsýslur þá skil ég ekki þessa setningu. Ég sagði aldrei neitt um að Norðfjarðargöng væru ekki mikilvæg og meira að segja segi ég að þau séu mikilvægari. (Segi meira að segja þetta: Ef ríkið hins vegar frestar gerð mikilvægari ganga vegna þessa þá er ég sammála um að þau ættu að bíða.) 'Eg var að benda á að þú létir þetta líta út eins og þetta væri fyrst og fremst fyrir Eyfirðinga. Og það er ekki hægt að lesa neitt annað úr þessari klausu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.4.2012 kl. 09:21
Er það Kristín, er þetta mikilvægasta samgöngubótin fyrir Þingeyinga?? Heldurðu að þeir fari að borga stórfé til að keyra inn Fnjóskadalinn og bíða þar við gjaldhlið?? Þegar rennerí eru um Dalsmynni og svipaðan tíma tekur að komast á Akureyri.
Vaðlheiðargöng eru vissulega samgöngubót, en ekki svo brýnar að fólki borgi pening til að nota þau.
Og það fara fleiri til Akureyrar en Þingeyingar og ferðamenn, við Austfirðingar förum líka, en ég er að tala um ástæður spillingarinnar og hún á rót sína til atkvæðaveiða á Eyjafjarðarsvæðinu. Eða er hugsuð þannig.
Í þessari fullyrðingu felst ekki að íbúar Eyjafjarðarsvæðisins séu fyrirfram spilltir, þeir geta sagt Nei eins og siðaða fólk, og margir þeirra gera það, og í þessari fullyrðingu er ég alls ekki að ræða um það fólk sem myndi nota göngin.
Það eru önnur göng mikilvægari, það er ekki deilt um það, og það er ekki farið í þau, heldur Vaðlaheiðargöng. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda.
Væri þetta einkaframkvæmd á ábyrgð þeirra sem hagsmuna hafa á þessum göngum, þá væri ekki verið að ræða þessi mál.
Og það er einhvern veginn bara svo augljóst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.4.2012 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.