28.3.2012 | 10:36
Mannréttindi eru fyrir Menn.
Ekki glæpamenn.
Það hefur enginn stjórnarskráarbundinn rétt til að níðast á samborgurum sínum, ræna þá og rupla, misþyrma og aflífa.
Þó glæpamenn séu helstu kostunaraðilar lögfræðistéttarinnar, látum þá ekki komast upp með að kosta stjórnarskrána líka.
Látum þá ekki komast upp með glæpi sína í skjóli mannréttindarákvæða stjórnarskráarinnar. Sama hvað margir lögfræðingar mæla því bót með ófræðum sínum.
Munum hverjir þeir þjóna og munum hver er hinn djúpi tilgangur verka þeirra.
Að lögleiða, að samfélagsvæða glæpi.
Hvítflibbaglæpamennirnir fóru langt með það, leyfum ekki ofbeldisglæpamönnunum að feta í fótspor þeirra.
Snúum frekar þróuninni við, aflögleiðum hvítflibbaglæpi.
Fyrsta skrefið gæti verið krafan um að ICEsave fjárkúgarar og vaxtaþjófar lúti landslögum eins og aðrir sem skipulega hafa stolið af samborgurum sínum, eða reynt það eins og var í tilviki ICEsave.
Önnur krafan er að sérstakur saksóknari vakni af Þyrnirrósarsvefni sínum.
Þriðja að verðtryggingarránið verði stöðvað.
Siðan má pústa og íhuga fjórða skrefið.
Kveðja að austan.
Bjarni Sigursteinsson: Stenst bann á skipulögð glæpasamtök íslensk mannréttindi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5623
- Frá upphafi: 1399562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety deserve neither liberty nor safety."
- Benjamin Franklin
Gulli (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 13:20
Ágætlega sögð orð, sögð á öðrum tíma, við aðrar aðstæður. Þegar fólk barðist fyrir rétti sínum.
Í dag hefur venjulegt fólk engin réttindi, það hefur ekki efni á lögfræðingum.
Taxtar þeirra miðast við hvað glæpamenn geta borgað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 14:21
Þvílíkur kraftur sem er í kallinum núna, pistil eftir pistil og segir hlutina á dúndrandi mannamáli:-)
Tek undir skrefin þín og vitaskuld líka skrifin.
Sem fyrr, ert þú með forgangskröfurnar á hreinu Ómar; það er annað en samtryggð valdamaskína kerfisliðanna, sem valdníða almenning og tvístra honum út og suður, norður og niður og því miður hefur allt of stór hluti almennings gleymt allri mannlegri reisn, en hleypur jarmandi til slátrunar í stað þess að standa saman gegn slátrurum samtryggðs kerfisins. Læt í næstu athugasemd ljóð töffarans Nazim Hikmet fylgja með. Honum var varpað trekk í trekk í dýflissur kerfisins í Tyrklandi á fyrri hluta síðustu aldar og svo árum skipti, en gafst aldrei upp, aldrei, heldur mundi alltaf hina mannlegu reisn og er nú dáðasta alþýðuskáld þjóðar sinnar. Þetta ljóð er aldrei of oft kveðið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 17:00
Mesta furðuverkið á jörðinni
Þú ert eins og sporðdreki, bróðir,
lifir í þínu huglausa myrkri
eins og sporðdreki.
Þú ert eins og spörfugl, bróðir,
alltaf á sífelldu flökti.
Þú ert eins og skeldýr, bróðir,
lokaður í skelinni, sjálfum þér sæll.
Þú ert skelfilegur, bróðir,
eins og munnur gígsins, útbrunninn.
Ekki einn,
ekki fimm,
því miður, þú ert einn af milljónum.
Þú ert eins og sauður, bróðir,
flykkist í hjörðina,
þegar smalinn hóar ykkur saman
og hleypur fagnandi, jarmandi stoltur,
beinustu leið til slátrunar.
Þú hlýtur að skilja orð mín.
Þú ert mesta furðuverkið á jörðinni,
meira að segja furðulegri en fiskurinn
sem sér ekki hafið fyrir dropunum.
Kúgun valdhafanna er vegna þín, bróðir.
Og ef hungrið, sárin og nagandi þreytan
sækja okkur heim
og við erum kramdir í spað,
eins og berin í víni okkar,
er það vegna þín, bróðir.
Ég get varla fengið mig til að segja það,
en mestu sökina – kæri bróðir - átt þú.
Nazim Hikmet þýðing: Pétur Örn Björnsson
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 17:02
Takk Ómar fyrir óbugandi baráttu þína að lesa pistilinn yfir hausamótum sauðanna,
sem hlaupa jarmandi stoltir ... eftir blístri smalanna, vinstri/hægri ... beinustu leið til slátrunar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 17:06
Stysta og hnitmiðasta ljóð Hikmet segir svipaða sögu:
"Þetta helvíti
- þessi paradís,
hún er okkar."
Verða menn ekki hugsi, þegar þeir ná dýptinni í þessu ljóði?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 17:20
Jæja, ég er ekki einn um sérviskuna um að fólk standi í lappirnar.
Takk kærlega Pétur Örn, svona laun gera erfiðið þess virði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 17:29
Skil "Gulla" hvað hann er að fara svona almennt með tilvitnunni, en er svo hræddur um þetta eigi kannski heldur við fréttina sjálfa en pistil Ómars, það er nefnilega ekki svo mikið "liberty" og allavega ekkert "safety" ef rennt er í gegn um þessi orð Ómars:
"Hvítflibbaglæpamennirnir fóru langt með það, leyfum ekki ofbeldisglæpamönnunum að feta í fótspor þeirra.
Snúum frekar þróuninni við, aflögleiðum hvítflibbaglæpi.
Fyrsta skrefið gæti verið krafan um að ICEsave fjárkúgarar og vaxtaþjófar lúti landslögum eins og aðrir sem skipulega hafa stolið af samborgurum sínum, eða reynt það eins og var í tilviki ICEsave.
Önnur krafan er að sérstakur saksóknari vakni af Þyrnirrósarsvefni sínum.
Þriðja að verðtryggingarránið verði stöðvað.
Siðan má pústa og íhuga fjórða skrefið.
Kveðja að austan.
Engin tæpitunga, ekkert þokutal bara hreint og beint lýsing á afbrotum.
Takk fyrir að deila ljóðinu með okkur Pétur Örn
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 20:37
Blessaður Kristján, það er nú ekki þannig að ég standi ekki við hvert orð sem ég segi þó ég myndi reyndar setja samhengið upp á annan hátt. Og á meðan læsi fólki um skrefin sem þarf að taka.
En það er misjafnt hvernig það gengur að æsa til óeirða. Fékk bara perlu í staðinn.
Núna er ég að fara að lesa um áhugamál mitt þessa dagana, hef miklu meira gaman að standa í því þrasi því ég upplifi vakningarvitund í samfélagi mínu,.
Það er svo margt hægt að gera þegar gott fólk leggur hönd á plóg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.