26.3.2012 | 10:48
Er þetta djók???
Endar náðu saman 2004, þeir gera það ekki í dag.
Maður gat ferðast um landið sitt 2004, maður getur það ekki í dag.
Og þá átti fólk eigið fé, það átti í húsum sínum. Það á aðeins skuldirnar í dag.
Ég veit það ekki en ég myndi ráðleggja Fíknó að senda hund uppí Hagstofu.
Finni hann enga lykt þá er einhlítt að um verkefni fyrir útlendingaeftilitið er að ræða. Að stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið Norður Kóreu draum sínum í framkvæmd.
Að starfsmenn Hagstofu NorðurKóreu hafi skipt um vinnustað, en ekki vinnubrögð.
Vissulega sagði Lúðvík Jósepsson að lengi mætti ljúga með tölfræðinni, en á öllu eru takmörk.
Kveðja að austan.
Kaupmáttur svipaður og 2004 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sama deild eru búin að leysa offituvandamálið í USA og svelti í Afríku. Þeir lögðu saman fjölda skráðra í báðum löndum og meðalvigt. Þegar búið var að deila í með tveimur leystist hungurvandamál og fituvandamálið í sama augnabliki....kraftaverk talnafræði eru ótrúleg.
Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 11:22
Já, kannski hef ég rangt fyrir mér Óskar, kannski er tölfræðinni ekkert ómögulegt.
En samt, það eru takmörk og ég vil að Hagstofan verði rannsökuð. Ef það er ekki lykt, og ekki litlir dökkhærðir menn sem líkjast Kim eða Park, þá vil ég í alvöru að X-fæls verði fengin á staðinn.
Kannski er Innrás Boddý Snattarana að raungerast, eitthvað er þetta allavega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 12:38
Svo mætti lika nota töfra tölfræðinnar og segja okkur að hér sé enginn heimilslaus, út frá einhverjum meðaltalsfermetrafjölda per íbúa.
Að ljúga með staðreyndum...pottþétt ekki hægt að hanka nokkur á því. Þeir kunna þetta sem þurfa. Fjölmiðlafólkþyrfti samt að læra þetta betur, svo það spyrji oftar betur en þeir gera. Það er svo vona þegar tekst að selja þeim lygina átakalaust að auki. Allavega of oft.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 13:12
p.s.
,,Ég veit það ekki en ég myndi ráðleggja Fíknó að senda hund uppí Hagstofu. "
Sennilegast hefur slaaattti fundist...Seðlabankastjóri tilkynnir á sama degi að þjóðin sé dópistar....tilvijlun ? ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 13:15
Kæri Ómar,þessi meðaltalsfræði er ótrúleg,með henni er örugglega hægt að sýna fram að það að enginn jarðarbúi líði skort. Ég held að allir þessir meðaltalsfræðingar ættu að taka meðulin sín og vita hvort þeim batni eitthvað.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 26.3.2012 kl. 13:42
Ómar, er ekki Exel liðið að yfirtaka allt hér ? Þetta lið fer létt með að framleiða hvað sem er útúr Exel.
Björn Jónsson, 26.3.2012 kl. 13:53
Því tókst allavega að framleiða eitt stykki þjóðargjaldþrot Björn, það var ekki þeim að þakka að það gekk ekki eftir. Það var grasrótin, hinn venjulegi maður sem reis upp og mótmælti, og því gekk ekki ICESave eftir og AGS hörmungarnar voru settar á ís að hluta.
En það er ekki að yfirtaka, það yfirtók þjóðfélagið í byrjun þessarar aldar.
Við hins vegar þurfum að ná því til baka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 14:01
Exel og hagfræði eru nýju trúarbrögðun og núna er nýi Guðinn sjánlegu og áþreyfanlegur. Ágætlega þægilegt fyrir exelheila að hafa kúnnana enn í "upplýsingamókinu" sem þeir bjuggu til með með blöndu af hagfræði og upplýsingaflóði út í þjóðfélagið. Mér skil möguleikan á að senda hund og þefa af fólkinu sem gefur svona furðulegar yfirlýsingar frá sér. Jón Gnarr lofaði fíkniefnalausu Alþingi fyrir árið 2020 minnir mig. Við skulum vona að honum takist það.
Már er undir áhrifum af öðru enn það sem er efnahag fyrir bestu. Það er sjálfsagt búið að reikna gallana og kostina af að taka gjaldeyrishöftunum af og hleypa úlfunum frá Evrópu i það sem eftir er af þjóðinni. Þeir náðu stórum bita af efnahagskökunni að þessu sinni, enn menn þurfa ekki að flýta sér að stofna til nýrrar bankaveislu sem fyrst. Ég var í fínum málum 2004 og var með fína pappíra frá bankanum. Nú er bankinn horfin og efnahagur minn með.
Það þarf að hafa þjóðar kosningar í viðkvæmum bankaerindum og hverjir meigi eiga þá eða stýra þeim. Þeir stjórna öllu hvort eð er. Ekki þeir sem eru þjóðkjörnir í dag. Þetta afrekaði sameiginleg heilabú Exelista á Íslandi að koma á laggirnar án þess að tala nokkurtíma um þessi áhrif sín. Það er nefnilega ekki víst að það hafð verið ætlunin.
Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 14:15
Blessuð Hjördís.
Að vera loginn fullur meðvitað eða vera loginn fullur ómeðvitað, þar er efinn sagði góður maður hér fyrr á árum.
ICEsave, hjálparstarfsemi AGS, tilköllun sérfræðinga þegar skuldir rangra aðila, það er almennings, eru afskrifaðar og þá til að láta þá ekki halda vatni af vandlætingu, svo eitthvað sé nefnt, það vekur upp vissar grunsemdir um meðvirkni í formi umbunar.
Fjölmiðlamenn okkar vinna allavega ekki í þágu almennings, það er kristaltært en svo má deila um hverjir húsbændur þeirra eru í raun.
Ein vísbending er frétt gærdagsins um að fjölmiðlastéttin ætli að lána ESB frambjóðanda gegn Ólafi, það segir ýmislegt. Og þegar samhengið við fréttaflutning Ruv um tilbúnu skoðanakönnunina, kennda við valkost, fjármagnaða af áróðursskrifstofu ESB, þá ætti öllum að vera samhengi ákveðinna hluta ljóst.
Sem er, beinskeyttar spurningar í þágu almennings, eru ekki spurðar, ekki af fjölmiðlafólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 14:16
Þetta eru N-Koreu exel kúnstir Ómar, óþarfi að senda hundana í heimsókn á svona vinnustað.
Magnús Sigurðsson, 26.3.2012 kl. 16:37
Væri það ekki bara dýraníð að senda hundana....
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.3.2012 kl. 16:50
Þetta er allt spurning félagar, það er með hundana. Held að það sé sök sér að senda þá uppí Hagstofu, það ætti nú enginn að bíta þá þar. Meiri svona vafi ef þeir yrðu látnir lykta í gamla tukthúsinu við Lækjartorg.
En ef þetta er svona X-fæls dæmi þá hef maður séð í bíómyndum að hundar eigi til að gelta að fólki sem er hýslar fyrir framandi verur. Þannig að þetta er ekki bara lyktin en hins vegar gagnast þeir lítið gagnvart framandi útliti og torkennilegu tungumáli.
Og ég held að þeir þarna í Norður Kóreu hafi ekki efni á að þjálfa ríkisstarfsmenn í Exel, sá einu sinni mynd þar sem þeir notuðu talnagrindur með góðum árangri, enda er það útkoman sem skiptir máli, ekki tækið sem framkallar hana.
En raunveruleikinn, hvers á hann að gjalda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 17:40
Svona reiknikúnstir eru ekkert nýjar af nálinni, ég sem er svo "gamall sem á grönum má sjá", man að þegar fór að vera vinsælt að koma með "staðla" og "meðaltöl" þá vorum við grínast með að, það að vera með annan fótin í fötu með sjóðandi vatni og hinn í fötu með ísvatni, nú þá bara hafði maður það bærilegt svona að meðaltali.
Eitt er svo að bera 2012 við 2004 eða eitthvað annað ár á Íslandi, annað er að bera t.d. kaupmáttinn við þau lönd sem eðlileg er að bera sig saman við, þessu eru gerð ágætis skil á ÞESSARI síðu, reyndar viðmiðanir frá 2010 en umfangið stórt og vel marktækt í dag einnig.
Það eru ýmsar töflur þarna niður eftir síðunni, kaupmáttur, brúttólaun, laun eftir skatt, ofl ofl. bara að velja það sem best hentar eftir hvað menn vilja vita.
Veit þetta getur virkað sem "þungt" og fræðilegt að sumu leyti, en ég er nú þeirrar skoðunar að til berjast við blekkingar og reykleggingu á við fréttina, sem þessi strengur fjallar um, þá er mikilvægt að "stúdera" hlutlaisar staðreyndir.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 26.3.2012 kl. 21:04
"Puttaflækja" á lyklaborðinu " "stúdera" hlutlausar staðreyndir." átti að vera auðvitað.
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 26.3.2012 kl. 21:07
Blessaður Kristján.
Ég fer nú bara eftir veskinu mínu, það hefur aldrei verið feitt, en maður gat lifað.
Vissulega get ég ennþá borðað en ekki mikið þar fyrir utan.
Og whiskýið mitt, blessuð sé minning þess, að gera það að lúxusvöru hátekjufólks, það fyrirgef ég aldrei. Bara það eitt setti þessa ríkisstjórn á aftökulistann.
Sumt er ekki gert, einfaldlega ekki gert.
Þessi ríkisstjórn hefur gert margt sem ekki er gert. Það versta var að endurvekja ánauð lénstímans, að gera hinn venjulega mann að ófrjálsu vinnudýri fjármagns.
Já, og svo þetta með whiskýið.
En það sem við þó höfum í dag, það er toppurinn, sem átti að tryggja samþykkt ICEsave og inngönguna í ESB. Fyrst það gekk ekki eftir, þá er tjaldið fellt.
Már boðaði fagnaðarerindið í dag, froðukrónan skal út á ofurvirði, og þið skuluð þjást á meðan, fátæk, sístritandi án þess að uppskera nokkuð.
Héðan af liggja lífskjörin aðeins í eina átt, niður til Heljar og alla leið til andskotans.
Og það er ekki djók.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.