" ... og hann hafi skynjað það á Geir að það að stjórnvöld legðu til fé til Icesave kæmi aldrei til greina, það væri að brenna skattpeninga. Alir hafi verið meðvitaðir, upplýstir og virkir í þessari atburðarás eins og efni stóðu til. Aðspurður um afstöðu stjórnvalda til hugsanlegra inngripa í Icesave málið og hvort hann hafi rætt málið við ákærða, Geir H. Haarde, sagði Björgvin þeir hafi rætt málin og að stjórnvöld hafi lagt ískalt og raunhæft mat á stöðuna. Niðurstaðan hafi verið sú að eina leiðin væri að bresk stjórnvöld heimiluðu flutning í dótturfélög. Það hafi aldrei komið til greina að íslensk stjórnvöld færu að greiða hundruð milljóna króna vegna reikninga erlendis. ;".
Það kom aldrei til greina að íslensk stjórnvöld ljáðu máls á að greiða hundruð milljóna króna vegna reikninga erlendis.
Ríkisstjórn Geirs Harde íhugaði aldrei föðuralndssvik þó bretar sæktu hart að henni.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir samþykkti að greiða hundruð milljóna króna vegna reikninga erlendis, og hún er svo ósvífin að draga fyrir dóm forsætisráðherrann sem hafði kjark til að standa gegn öllum fjárkröfum breta.
Ákæran á hendur Geir Harde hljóðar einfaldlega;
"Af hverju sveikst þú ekki þjóð sína".
Og vaxtaþjófarnir komast upp með hana.
Kveðja að austan.
Tóku Icesave-málið mjög alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 537
- Sl. sólarhring: 656
- Sl. viku: 6268
- Frá upphafi: 1399436
Annað
- Innlit í dag: 456
- Innlit sl. viku: 5311
- Gestir í dag: 418
- IP-tölur í dag: 411
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott og satt innlegg. Reka á þing út úr húsi strax og fá nýjar kosningar. Halda Landsdómi virkum og á tánum fyrir nýjum ákærum eftir kosningar.
Eggert Guðmundsson, 6.3.2012 kl. 13:50
Skarpur!!
Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2012 kl. 14:08
Which ever way you look at it....the Icelandic tax payer is paying. I would like to know why the Icelandic bandits and the Icelandic bankers who stole money from everyone, manage to get clean away with it, and do not have to pay a penny back of the money they stole from the British, Dutch, German, and the Icelandic tax payer.......?????
Fair Play (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:09
Svo rétt hjá þér. En þetta eru alltaf einkenni vinstristjórna, skattpíning og undirlægjuháttur. þessi ríkistjórn á öll að fara fyrir landsdóm.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.3.2012 kl. 14:11
Austfirðingurinn klikkar ekki með sínu innleggi:)
Góðar kveðjur austur:)
Halldór Jóhannsson, 6.3.2012 kl. 14:13
En af hverju hlupu sjallar til og vildu ólmir samþykkja upprunalega 6.7% samninginn?
Skulum halda okkur við staðreyndir þó þær geti oft reynst þeim erfiðast sem mest eiga sökina.
Sjálfstæðisflokkur ber 100% ábyrgð á Icesave klúðrinu. Það er nú að koma betur og betur í ljós.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:35
Veit það Helga, veit það. Vandinn minn er sá að fáum öðrum er það ljóst, allavega eru engin fögn í gangi hjá mér í dag og gær.
En frá hógværðinni yfir í alvöruna.
Jón Sigurðsson, ef þú gerir ekki greinarmun á viðbrögðum Geirs Harde, fyrir og eftir efnhagsárás breta með stuðningi annarra ESB ríkja, þar sem skrúfað var fyrir allt gjaldeyrisstreymi til landsins, þá ertu annað hvort staurblindur eða liðsmaður í 5. herdeild breta.
Þín vegna vona ég að þú sért með lepp fyrir báðum.
Og að sjálfsögðu, takk fyrir innlitið heiðursfólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2012 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.