Saksóknari Stalíns afturgenginn???

 

"Sigríður benti á að eignir bankanna hefðu ekki verið slæmar þegar bankarnir reyndu árangurslaust að selja þær í september 2008. Hún spurði Björgvin hvort ekki hefði verið hægt að selja þær hefðu stjórnvöld þrýst á um það fyrr."

Svona spyr enginn nema lögfræðingur praktíserandi í kommúnistaríki.

 

Lögfræðingar á Evrópska efnahagssvæðinu  vita að ríkisvald hefur eftirlit með fjármálakerfinu, ekki boðbald.

Stendur skýrt í EES samningnum, stendur skýrt í reglum ESB um fjármálaþjónustu.

Og um það regluumhverfi standa tveir dómsstólar vörð, EFTA dómurinn og Evrópudómurinn.

 

Vanþekking, fortíðarþekking, annars heims þekking, spurning.

En fagþekking finnst ekki í Landsdómi.

 

Sem aftur vekur upp spurninguna, af hvaða rótum er þessi skrípaleikur runnin????

Kveðja að austan.


mbl.is Björgvin: Ekki hægt að gera neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sem aftur vekur upp spurninguna, af hvaða rótum er þessi skrípaleikur runnin????"

Væri helst að spyrja Ólínu að því !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 12:39

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst mjög óviðeigandi að líkja okkar saksóknara við Vyjsinsky saksóknara Stalíns.

Við broti Geirs eru fremur væg viðurlög en í Rússlandsi Stalíns voru dauðadómar traktéraðir á færibandi.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2012 kl. 12:46

3 Smámynd: Sólbjörg

Guðjón varðandi aftökur á tímum Stalíns.

Hugsum okkur betur um og setjum okkur í spor Geirs Hårde- það er engin efi að það er verið að fremja á manninum heiðurs- og mannorðsaftöku. Það er gert í afskæmdum "Miðalda þykjustu dómstól" sem hefur verið settur upp á Íslandi fyrir tilstilli alþingis sem þykist firra sig allri ábyrgð. Jafnframt er aftaka á sæmd alþingis og réttarkerfi Íslands. Heimsfréttirnar fylgjast með þessum einstæða viðburði í sögu réttarkerfis í lýðræðislandi á 21 öldinni.

Sólbjörg, 6.3.2012 kl. 13:41

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Dauðir menn vita ekki af ærumissi. Hver er tilgangur þessa fyrirspyrjada?

Eggert Guðmundsson, 6.3.2012 kl. 13:42

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sólbjörg:

Ekki setti Geir sig í annarra manna spor. Öll þjóðin tapaði á að gera ekkert neitt. Geir virðist með athafnaleysi sínu verið gjörsamlega vanhæfur forsætisráðherra.

Hefði Landsdómsmálið verið fellt niður að ósk Sjálfstæðisflokksins, hefði aldrei fengist almennileg skýring á mikilvægum þáttum í aðdraganda hrunsins.

Eftirlitsstofnanir og ríkisstjórnin virðist hafa verið algjörlega ráðalaus í aðdraganda hrunsins gagnvart þeirri ógn sem lengi var ljós að stafaði að bankakerfinu. Bretar buðu aðstoð sína með því að minnka bankana en slegið var á höndina vegna einhvers „þjóðarstolts“. Þá átti Geir að sýna hvað í honum bjó, kalla saman ríkisstjórnina á neyðarfund ásamt stjórnarandstöðunni, gera grein fyrir stöðu mála, koma með tillögu og taka sameiginlega ákvörðun um að taka tilboði Breta. Þar með hefði Geir sýnt af sér röggsemi og hann hefði því sennilega aldrei verið í þeirri erfiðu og niðurlægjandi stöðu sem hann nú er.

En aðgerðarleysið endaði með þessari kollsteypu sem var alveg óþörf.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2012 kl. 15:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið heiðursfólk.

Guðjón ég hélt að þú værir fróður um sögu og vissir því að það er ekki útkoma dómsstóla sem gerir þá pólitíska.  Líflát hefur ekkert með það að gera, ef svo væri þá væru dómsstólar í Bandaríkjunum pólitískir.

Vissulega er tvíræðni fólgin í fyrirsögninni, bæði er Sigríður Friðjónsdóttir í sömu sporum og sá frægi ógæfumaður,  Andrei Vishinsky, en eins og glöggt kemur fram í pistlinum þá er ég að vísa í þá kommúnísku hugsun að stjórnvöld geti með boðvaldi stýrt bankakerfinu.

Slíkt gera þau auðvitað með lagsetningu og svo eftirliti.

Vilji þau meiri ítök þá reka þau banka.

En þau snúa ekki banka niður bara á geðþóttanum einum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2012 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 3857
  • Frá upphafi: 1329388

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3383
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband