Úrræði ríkisstjórnarinnar í reynd

 

Svik og svik á svik ofan.

 

Hver man ekki eftir varnarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur eftir vaxtaþjófadóminn þegar hún vísaði í keypta skýrslu Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem stóra dóm um það að ekki væri hægt að leiðrétta forsendubrest verðtryggingarinnar.

Þar sagðist Jóhanna að almenn niðurfærsla myndi lenda á skattgreiðendum og því væri ekki hægt að grípa til hennar.

En það væri hægt að hjálpa hinum verst stöddu í gegnum skattkerfið og þar nefndi hún sérstaklega vaxtabætur.  

 

Og hver er sú hjálp í reynd???

Jú, eftir fyrstu blekkinguna á meðan reiði almennings var sjötluð, þá voru settir peningar í þá bót.  En svo eins og allt annað hjá vaxtaþjófastjórninni þá var byrjað að svíkja um leið og blekið á pappírunum var þornað.

"Fjöldi skuldugra heimila hefur orðið fyrir verulegri skerðingu vaxtabóta eftir að eignaskerðingarmörkin voru lækkuð í byrjun seinasta árs."

 

En Jóhanna lítur á að hún svíki samt ekki neitt. 

Hún lofaði skjaldborg en smáletrið hvað á um skilyrðingu hennar.

Skilyrði skjaldborgarinnar var að "raunhæfar og réttlátar aðgerðir til að létta skuldir heimila " myndu ekki "íþyngja skattgreiðendum"".

Vaxtabætur kosta, þess vegna eru þær aflagðar sem raunhæf hjálp fyrir heimili landsins.

 

Jóhanna svíkur ekki, hún stendur nákvæmlega við loforð sín.

Þau mega bara ekki kosta.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Mikil lækkun vaxtabóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að sú hugsun komi upp hjá manni að það sé allt gert til þess að grafa undan fjölskyldunum og einstaklingunum í Landinu og það virðist vera markmið Ríkisstjórnarinnar að þurka landið upp af Íslendingum og þá fer maður ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvort það sé vegna þess að í eðli okkar erum við Íslendingar mjög duglegir og sjálfbjarga sama-sem Sjálfstæð og það er náttúrulega það sem má alls ekki í augum Forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttir sem þolir ekki Sjálfstæði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.3.2012 kl. 07:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Það má setja þetta í stærra samhengi og það eru viðbrögð AGS við fjármálakreppum einstakra ríkja.  Meginstefið í þeim er að senda almenningi reikninginn ásamt því að einkvæða almannaeigur og leggja innlent atvinnulíf í rúst.

Sem og aftur minnir á hvað alþjóðvæðingin þýðir í reynd gagnvart fátækari þjóðum.

Erum við ekki að uppskera það sama???

En sérstaða Jóhönnu felst í því að aldrei hefur þessi helstefna Nýfrjálshyggjunnar verið framkvæmd undir merkjum velferðar og samhjálpar.

"Arbeit macht frei" má fara að passa sig sem mestu öfugmæli nútímasögu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:04

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Því miður allt satt og rétt. Það versta er að ríkisstjórnin notar áróður og lygar án þess að roðna.

Markmiðið helgar tilganginn hjá þessu fólki, og það er aldrei gæfusamt.

Hrannar Baldursson, 5.3.2012 kl. 08:13

4 identicon

Vaxtabæturnar sem ég fékk í fyrra voru tvöfallt hærri en árið áður svo ég skil ekki hvernig fréttamaðurinn fær það út að þær hafi lækkað.

Geir (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 08:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er gott Geir, loksins fannst maður sem naut góðs að ráðum stjórnvalda, vandfundnir en mig hefur alltaf grunað að þeir væru til.

Takk fyrir innlitið Hrannar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 210
  • Sl. sólarhring: 674
  • Sl. viku: 4658
  • Frá upphafi: 1329220

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 4108
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband