4.3.2012 | 20:20
Er hægt að toppa sjálfan sig í heimskunni???
Já, Heiðar fjárfesti tekst það endrum og eins. Bendir til að Björgólfi hafi lent í þeirri gildru að hafa hirð sína í kringum Já en ekki hæfni.
Hvernig losar það um gjaldeyrishöftin að skipta um gjaldmiðil???
Verða þá til peningar á trjánum til að borga út krónubraskarana???
Eða frétti hann að komu jólasveinsins sem gefi Seðlabankanum gjaldeyri ef við tökum upp gjaldmiðil hans, þá verði krónum skipt út fyrir jólasveinagjaldmiðil og krónubraskarar gangi þá í barndóm og taki við jólasveinagjaldmiðlinum þegjandi og hljóðalaust??
Og fari svo í Mattador.
Og hvaðan er ónefnið "alþjóðleg peningastefna" runnið???
Hver bjó til það orðskrýpi?
Er til eitthvað sem heitir "alþjóðleg peningastefna"????
Hvernig getur virtur fjölmiðill eins og Morgunblaðið birt frétt þar sem svona orðskrýpi er sett fram án skýringa???
Við hvað er átt????
Það er engin afsökun fyrir Morgunblaðið að bera fyrir sig að fréttin er unnin uppúr orðum sem féllu í Silfri Egils.
Egill hefur þennan standard og ekkert nema gott um það að segja.
En Morgunblaðið sem heldur út faglegu viðskiptablaði þar sem skrifað er af þekkingu um málefni viðskipta og efnhagslífs, það getur ekki birt hvað bull sem er í frétt eins og orðin hafi eitthvað innihald.
Og það er engin afsökun þó einhver Euroblaðamaður hafi staðið vaktina í dag. Þó þeir greyin haldi að vandi Íslands felist í gjaldmiðlinum og að evran sé ávísun á himnaríki þar sem vextir eru lágir og efnahagur stöðugur þá á ritstjórn Morgunblaðsins að setja skorður við umfjöllun þeirra um málefni tengt gjaldmiðlum eða efnahagsmálum.
Ef ekki þá er Morgunblaðið eins og hvert annað Silfur.
Og varla vill fyrrverandi Seðlabankastjóri slík endalok á sínum ferli.
Kveðja að austan.
Þurfum alþjóðlega peningastefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 583
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6314
- Frá upphafi: 1399482
Annað
- Innlit í dag: 498
- Innlit sl. viku: 5353
- Gestir í dag: 456
- IP-tölur í dag: 449
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Heiðar hefur áður talað um kanadískan dollar. Að taka hann upp er jafnslæmt og að taka upp evru. Af hverju er hann svona hrifinn af kanadadollar? Hvað hangir á spýtunni?
Ástæðan fyrir lítilli fjárfestingu er auðvitað ríkisstjórnin, annar flokkanna í ríkisstjórn nánast hatast út í einkaframtakið og vinnur með oddi og egg gegn því. Hinn flokkurinn hefur enga efnahagsstefnu, ætlar bara útlendingum að leysa öll okkar vandamál. Háir skattar eru líka mikið vandamál.
Það er til tiltölulega einföld leið til að losa um höftin án þess að útstreymi gjaldeyris verið mikið og ég held að það hafi verið Stiglitz sem lagði til að einhvers konar skattheimtu af fé sem fer úr landi. Útfærslan er tækniatriði. Annars eru höftin líka að falsa gengi krónunnar sem er vont og kostar útflutningsgreinarnar peninga og fólk hér í landi störf. Annars er líka dýrt fyrir okkur að liggja með allt þetta fé á vöxtum hér.
Ef við tækjum upp kanadadollar yrðum við líka berskjölduð fyrir því ef kanadíska seðlabankanum dytti allt í einu í hug að prenta mikið af peningum, þá lentum við í verðbólgu með tilheyrandi lífskjararýrnun og hættu á bólumyndun á markaði. Hvað ef stýrivextir hans hentuðu okkur ekki eins og raunin varð með Spán og ECB svo lítið dæmi sé tekið? Ekki stjórnum við kanadískum seðlabankastjóra en við getum þó, í það minnsta fræðilega séð, losað okkur við íslenskan seðlabankastjóra.
Við þurfum að skila hið snarasta þessum gjaldeyrisvaraforða sem við höfum fengið lánað (og borgum háar summar af bara til að hafa hann að láni) og fara svo að semja við erlenda lánveitendur um afskriftir og lengri lánstíma. Lánveitendur, bæði hérlendis og erlendis, þurfa að bera ábyrgð á sinni útlánastefnu og reifaði ég hugmynd hér á þessu bloggi fyrir nokkru síðan sem myndi létta verulega undir með yfirskuldsettum íbúðaeigendum. Sú leið er markaðsleið og þyrftu stjórnmálamenn nánast ekkert að koma að málum - sem er auðvitað afar mikilvægt enda stjórnmálamenn oftar en ekki vandamálið með sínum afskiptum og forsjárhyggju.
Helgi (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 22:24
Séð úr fjarlægð virðast öll þessi vandamál á Islandi lítivæg. Stórþjóðir vinna sig út úr vandanum. Islendingar aftúrámóti auka við skuldir sínar. Hvaða þjóð hefur aðra eins möguleika á að auka tekjur sínar. Fiskimiðin eru morandi af fiski sem ekki má veiða. Innlendir mega ekki hafa gagn af orkunni Bara það að auka fiskveiðar um amk 500 þúsund tonn og lækka raforkuverð til innlends iðnaðar og ylræktar, svo eitthvað sé nefnt myndu fljótlega skila sér. Þá er nauðsyn á umræðu umg aðild Ríkisins á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, eins og Rakarastofu Ríkisins, Sendiráðum, Sjúkrahúsum og hudruðum af gerónytum stofnunum eins og Alþingi. Með allri þeirri auðlegð sem landið byr yfir, ættu islendingar að vera skattfríír og búa í ókeypis húsnæði.
Björn Emilsson, 5.3.2012 kl. 03:26
Að skipta út krónunni fyrir erlendann gjaldeyri, er eins og að skipta út tímabundnum gjaldeyrishöftum fyrir varanleg. Þá mun efnahagur Íslands stjórnast að öllu leyti af þeim gjaldmiðli sem upp verður tekinn og við getum ekkert við því gert. Gjaldeyrishöftin sem við búum við í dag og eru vissulega erfið, miðast þó við miðgengi helstu gjaldmiðla.
En gleymum því ekki að gjaldeyrishöftin eru tilkomin vegna bágs efnahags í landinu, ekki öfugt! Við skulum heldur ekki gleyma því að Heiðar Már á sinn stóra þátt í þeim bágindum!!
Eina leið okkar út úr vandanum er að skapa meiri verðmæti í landinu, að auka innstreymi gjaldeyris og spara notkun okkar á honum. Erlendur gjaldeyrir hjálpar okkur ekki við það. Ekki heldur núverandi ríkisstjórn.
Gunnar Heiðarsson, 5.3.2012 kl. 08:14
Blessaður Helgi.
Ég ætla reyndar að minna þig á að það er forræðishyggja að skattleggja útstreymi á gjaldeyri.
En djóklaust, sammála næstum hverju orði og algjörlega inntak þíns ágæta innslags.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:32
Blessaður Björn.
Ég held að það sé fullmikið lagt á stöðuna að ætla að Ísland verði einhver nútímaútgáfa af draumríkinu Shangri-La. En landið er auðugt og þá fyrst og fremst af mat og mannviti.
Og við höfum næga orku handa innlendri starfsemi ef okkur ber gæfu til að hætta gefa útlendingum hana alla á silfurfati.
Og við erum gott fólk Íslendingar.
Þess vegna er núverandi ástand svo eitthvað sorglegt, þetta þarf ekki að vera svona.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:40
Nei, Gunnar það hjálpar okkur enginn nema við sjálf.
Og allra síst töfraráð svokallaðra fjárfesta sem hafa ekkert vit, nei rangt, vitið er minna en ekkert, á rekstri eða forsendum þess að hér sé rekin arðbær framleiðsla sem ákveður kaupmátt þjóðarbúsins.
En það er eins og blaðamönnum þyki eitt stykki þjóðargjaldþrot ekki nóg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.