"Bara af því bara".

 

Geir Harde var ákærður "bara af því bara".

Og þar með má meirihluti Alþingis ekki missa virðingu sína með því að nota rökin "bara af því bara" til að afturkalla ákæruna á hendur Geir.

"Bara af því bara" eru bara rök þegar ákært er, efnisleg rök þarf hins vegar til að afturkalla ákæru.

Rökvísi Valgerðar Bjarnadóttur slær allt út sem áður er þekkt í hennar ætt, og þarf þá mikið til.

 

Verst að "bara af því bara" eru rökin fyrir því að heimili landsins fá ekki hjálp því kostunaraðilar Samfylkingarinnar voru fyrri til að benda á "bara af því bara".  Og fengu hundruð milljarða afskrifaða fyrir vikið.

Sem sannar aftur á móti að Hagsmunasamtök heimilanna stóðu ekki sína vakt, þau færðu rök fyrir sínum kröfum.  Í stað þess að segja "bara af því bara".

Svona getur "bara" skilið milli feigs og ófeigs.

 

"En það eru náttúrulega margir búnir að missa eigur sínar, missa bílana sína, húsnæðið sitt, fjölskyldur sínar, jafnvel fólk sem hefur tekið líf sitt í þessum hremmingum sem hafa orðið. Fólk hefur orðið heilsuveilt, og allt mögulegt; það er farið að sjá á fólki, mjög mikið í gegnum öll þessi ár."

Ef aðeins "bara af því bara" hefði verið nefnt þá hefði aldrei komið til hins mannlega harmleiks sem Marínó G. Njálsson lýsti svo vel í Kastljósviðtalinu eina þar sem ekki var fyrst var rætt við lygara og ljúgara hins fallna fjármálakerfis.

Þá væri alþýðuhetja Íslands ekki dæmdur þjófur að ekki sé minnst á Þystilfirðingin knáa.

 

"Bara af því bara" er mikill örlagavaldur í íslenskri nútímasögu.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fólk á ekki alltaf að gera allt sem það má“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Geir Haarde var ákærður fyrir að sinna ekki sínu embætti eins og skyldi. Hann var skipstjóri í skútunni sem sökk. Auðvitað átti hann ekki sökinni einn en það fríar hann ekki frá að axla ábyrgð.

Vandamál sem margir komu sér í á græðgistímabilinu stafar af því að fólk kunni sér ekki hóf, þurftu að eiga allt bara núna! Tóku lán upp fyrir haus fyrir stórt einbýlishús, jeppa og alls konar "leikföng". Það eru þeir sem hæst heyrist í.  Auðvitað er þeim vorkunn sem fjárfestu í sínu fyrstu íbúð á þessum tíma. Þeirra mál verður að skoða sérstaklega með niðurfelling skulda í huga.

Úrsúla Jünemann, 29.2.2012 kl. 17:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er það Úrsúla??

Var Geir einræðisherra, svona einhvers konar Honecker okkar Íslendinga og allir aðrir sem sitja á Alþingi alveg sárasaklausir???

Og féll Ísland vegna hófleysi landans??

Hafði tólfalt bankakerfi ekkert með það að gera, var til dæmis Jón Ásgeir svona fórnarlamb þegar hann féll með sína ellefu hundruð milljarða, til dæmis fórnarlamb leikfanga????

Lenti hann í einhvers konar Gremlins???

Það er gott fyrir sálartetur auðkýfinganna að einhver skuli telja þá fórnarlömb sinnar eigin þjóðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 18:04

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góður Ómar.....
Úrsula,alltaf finnst mér leiðinlegt og rangt að fólk nefni að Geir hafi verið skipstjóri á skútunni,.......var hann ekki Forsetisráðherra..........?
Kveðjur á austurlandið fagra:)

Halldór Jóhannsson, 1.3.2012 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 459
  • Sl. viku: 5534
  • Frá upphafi: 1327358

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 4944
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband