29.2.2012 | 08:05
Búsáhaldarbyltingin, byltingin sem brást.
Hápunktur hennar var þegar Þór Saari fékk að flytja framsögu um stjórnlagaeitthvað sem ekkert mun verða úr.
Til að hlotnast þann heiður þurfti hann að svíkja heimili landsins á ögurstundu með því að tryggja þjófsstjórninni áframhaldandi lífdaga.
Lágpunktur hennar er ákæran á hendur Geir Harde.
Í stað þess að fella kerfið sem skóp bankaskrímslið þá felldi hún fallinn mann.
Í þágu bankaskrímslisins sem þarf mjög á athygli í aðra átt að halda.
En Búsáhaldarbyltingin var undanfari Tunnunarinnar, sem var sjálfsprottin úr ranni alþýðunnar.
Tunnurnar eru þagnaðar í bili en samt heyrist ómur þeirra ef vel er hlustað á fjarskann. Þær eru þarna, þær mun kvikna fyrr en síðar.
Og þær munu tunna þjófa og ræningja í tukthús þar sem þeir eiga réttilega heima.
Það eitt réttlætir byltinguna sem brást.
Kveðja að austan.
Gripið til nýrra ástæðna til að halda máli Geirs áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða Austfjarðarþokuekkisensendimisþvaðurogbull er þett í þér Ómar minn? Er tíðarhringurinn eitthvað að plaga þig þessa dagana? Áttu erfitt með að hugsa eina ærlega hugsun karlinn?
Menn sem eru í króniskri fjarbúð frá atburðum dagsins, hinu megin á landinu, ættu að fara varlega í alhæfingarnar og söguspunann. Þór Sar, eða hvað hann vill kalla sig, gekk að sönnu fram í því að reyna að yfirtaka stjórn mála á Austurvelli veturinn 2008 - 2009 en honum var einfaldlega ekki hleypt upp með það, enda er maðurinn hentistefnuhugsjónamaður fram í fingurgóma.
Ég fullyrði að Þór Sar átti enga aðkomu að "Búsáhaldabyltingunni", en hann var auðvitað fyrsti maðurinn til að eigna sér hana - og segir það nokkuð um lítilmennið.
Það sem Þór Sar og hans ruglaða framvarðarsveit í "Hreyfingunni" gerði hins vegar var að notfæra sér þá reiðibylgju sem skók þjóðfélagið 2009 og taka salíbunu með henni inn á þing. Við sem stóðum að "Búsáhaldabyltingunni" höfðum/höfum skömm á fjórFLokknum og íslenska flokkakerfinu. Að sama skapi höfum við skömm á populisma Sarsins og hans fylgismanna. Stóra Stjórnarskrármálið er dæmigert fyrir ruglið í þeim herbúðum.
Það að kalla "Búsáhaldabyltinguna" byltinguna sem brást segir meira um heilabúið í þér - sem hefur greinilega brugðist - en baráttu íslensku þjóðarinnar gegn stjórnmálaelítunni og bankamafíunni.
Reyndu svo að skammast þín og biðjast afsökunar á óhroðanum Ómar!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 11:11
Það er aldeilis hvað þú ert viðkvæmur þessa dagana Hilmar.
Hvað þá að þú æsir þig yfir einni jákvæðustu úttekt á byltingu þinni sem skráð hefur verið hér í Netheimum.
Tók ég ekki skýrt fram að Tunnurnar hefðu réttlætt byltingu ykkar???
En þú er kannski stolltur af hroðanum sem þjóðin hefur setið upp með frá feb 2009???
En ég get svo sem leiðrétt fyrir þig ónákvæmnina sem kom fram hér að ofan, vissulega stal Þór Saari ekki byltingu ykkar, það voru fyrrum vinir þínir í VG. Málið er bara að ég er ekki að blogga um sagnfræði, ég er senda spjót á þá sem björguðu lífi hroðans sem kennd er við þjófa og níðingshátt gagnvart heimilum landsins.
Þetta með Búsáhaldarbyltinguna var bara sett inn til að fá stuðul í fyrirsögnina.
En að biðjast afsökunar á því, hvarflar ekki að mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 11:30
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 11:30: Wannabe-þjóðfélagsbjargvættur eins og þú ert hlægilegur í þessu máli, sem og öðrum, Ómar minn. Þú blaðrar þig blárauðan um málefni sem þú hefur ekki hundsvit á, hvað þá greindarvísitölu til að skilja.
Mig gildir einu um "jákvæða úttekt" þína þar sem þú ert ekki marktækur, hróið mitt. Þú veist ekkert um svonefnda "tunnubyltingu". Varst þú á staðnum? Nei, þau ert aumkvunarverður sófaspekingur með eftiráskýringarnar á hreinu.
Ef þú ætlar að reyna að kenna forsvarsmönnum "Búsáhaldabyltingarinnar" um "hroðann sem þjóðin hefur setið upp með frá feb 2009" ert þú enn skertari en ég áður hugði. Ef það örlaði á taugaboðum milli eyrnanna á þér ættir þú að vita að forsvarsmenn Radda fólksins kröfðu forseta Íslands (þann sem fór svo á Suðurheimskautið og veit svo ekki hvort hann er að koma eða fara) um utanþingsstjórn í febrúar 2009. Við vorum þess fullvissir að vinstri stjórn væri gagnslaus, eins og reyndar allir angar fjórFLokksins.
Þú getur ekki einu sinni leiðrétt króniska ónákvæmni hjá sjálfum þér, hvað þá að þú eigir eitthvað með að reyna að skrifa Ómarsútgáfu af sögu "Búsáhaldabyltingarinnar". Þú ert sannarlega ekki að blogga um sagnfræði enda ekki maður til þess, austan við sól og sunnan við mána.
Enn og aftur kref ég þig um afsökunarbeiðni Ómar. Þú ert maður að meiri ef þú játar yfirsjónir þínar undanbragðalaust!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 12:30
Æ, æ Hilmar, hafði ég þig svo fyrir rangri sök eftir allt saman. Þú ert sem sagt ekkert stoltur af framgöngu vina þinna.
Hvað get ég sagt???
Það eina sem mér dettur í hug er að Geir Jón er að rannsaka framgöngu þeirra, þú gætir gefið honum skýrslu og jafnvel kært þá.
Fyrir misnotkun!!
Varðar hún ekki við lög???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 12:46
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 12:46: Já karlinn minn. Þú hafðir mig sannarlega fyrir rangri sök - það er þín sök. Og eins og Austfirðingar eiga að vita þá bítur sök sekan.
Það sem þú getur sagt er einfaldlega "Fyrirgefðu Hilmar minn. Ég biðst afsökunar á bullinu og þvælunni í sjálfum mér og lofa því að láta þetta ekki henda aftur."
Gerðu þetta nú Mari minn, tafarlaust!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 13:26
Já, Hilmar, það er ljótt að atast svona í þér. Einlægni þína og Harðar á ekki að hafa í flimtingum og ykkar er ekki sökin hvernig mál þróuðust.
Hvað get ég sagt???
"Fyrirgefðu Hilmar minn. Ég biðst afsökunar á bullinu og þvælunni í sjálfum mér og lofa því að láta þetta ekki henda aftur."
Með auðmýkt að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 13:52
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 13:52: Nú kannast ég við Austfirðinga
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 15:07
Chao.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.