Samfélagslegar aðgerðir kosta.

 

Það kostar að mennta, það kostar að sinna veikum og öldruðum.  

En það kostar meira að gera það ekki.  

Það kostar átök, óöld, það kostar að bræður muni berjast.

Samfélagsleg sátt er aldrei of dýru verði keypt.  Hún er sama forsenda lífs eins og það þarf að sá til að uppskera. 

Það hættir enginn við að sá þó það kosti.  Þú getur verið of fátækur til þess en þá er dauðinn vís.

Það er eins með samfélagssáttina, ef þjóðir hafa ekki efni á henni, þá eru það um leið endalok frjálsra þjóða.  Aðeins kúgun og ofbeldi fær haldið saman ójöfnuði og óréttlæti.

 

 

En þeir sem eru kostaðir af auðstéttinni, líkt og Samfylkingin og VinstriGrænir, kostaðir til að tryggja snuðrulaust peningaflæði í vasa ameríska vogunarsjóða, þeir tala um kostnað við sáttina en skauta algjörlega framhjá kostnaðinum sem fellur til við ósáttina.

Og þegar þeir hrekjast í nauðvörn líkt og Helgi Hjörvar eftir að Hæstiréttur dæmdi hann þjóf, þá láta þeir eins og að allur kostnaðurinn falli til á morgun.  Og benda aðeins á ógöngurnar.

Þeir eru eins og skipstjórinn sem leitar ekki í höfn því hann sér aðeins skerin, en ekki leiðina framhjá þeim.  Hann sér ekki innsiglinguna sem er öllum fær.  

Ef áhöfnin rís ekki gegn honum þá er henni dauðinn vís því ekkert skip stenst ólgusjóinn til lengdar.

 

Kristján Þór Júlíusson hefur komið með raunhæfar tillögur um leiðréttingu Hrunskuldanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur komið með raunhæfar tillögur, Hagsmunasamtök heimilanna hafa komið með raunhæfar tillögur.

Fullt af fólki hefur komið með raunhæfar tillögur um leiðina framhjá skerjunum.

Aðeins þeir sem gæta hag amerísku vogunarsjóðanna sjá ekki leiðina, þeir benda á skerin.  

Og þeir stjórna þjóðarfleyjinu.  Og vilja drekkja því með manni og mús.

 

En af hverju fá þeir að ráða????

Kveðja að austan.


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

En af hverju fá þeir að ráða????

Mikið er ég sammála þér Ómar 

Magnús Ágústsson, 19.2.2012 kl. 15:34

2 identicon

Heyr, heyr! En VIÐ ráðum að lokum! Jógríma rassakassast ekki endalaust, a la Assad!

Almenningur (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 16:14

3 identicon

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtryggd-lan-eru-med-haerri-vexti

Les: Ólafur Margeirsson á Pressunni.

ASÍ hefur haldið hinu gagnstæða fram! Logið? Skýringar verða að fást frá þeim!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 17:51

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað kostar allt Ómar en við  eigum þetta inni hjá Bönkunum sem keyptu þessar skuldir af þeim gömlu á tombólupening og rukka svo á fullu,takatu það með í reikningin/Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 19.2.2012 kl. 18:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er stórt spurt Magnús, af hverju??

En saga þessa stríðs við Hrunöflin sem eru angi af tortímingaröflum Nýfrjálshyggjunnar (sem kemur frjálsum markaðsviðskiptum ekkert við) hefur þegar verið skráð.  Og það gerði Tolkien í Hringadróttarsögu sinni.

Þar segir til dæmis þegar menn áttuðu sig á að atlaga á hendur hverjum og einum tengdist, eitt illsku afl stóð að baki.  Og svarið var þá að sameinast, að menn gleymdu fornum ágreiningi og snéru baki saman, það var eina vonin.

Jæja, menn hafa ekki snúið bökum saman á Íslandi. 

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 19:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, almenningur, það leiða öll vötn til Dýrafjarðar.  Og enginn fær sinni feigð forðað.

En helv. hefur Jógríma þraukað og hún virðist ætla að standa af sér þjófadóminn.

En það segir reyndar allt um andstæðinga þeirra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 19:35

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Hrútur, ég held að Darri kunni ekki að reikna.

En Ólafur á heiður skilið fyrir að þora, geta, vilja og skilja.

Fagleg heimska hagfræðinga gagnvart verðtryggingarbölinu er þeim til háðungar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 19:37

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Þangað rennur blóðféð, til amerísku vogunarsjóðanna.  En þetta er samt flóknara en það.  Og samningar þurfa að nást sem er beggja hagur.

Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnar eru svo stór hluti af dæminu, beint og óbeint.

Það er engin lausn að koma gamla fólkinu í skítinn enda þarf þess ekki.

Og til lengri tíma litið mun velmegun lífeyrissjóða aukast ef almenningur losnar úr skuldakreppunni.

En þinn maður, Kristján Þór hefur þetta.  Hafði þetta líka áður en Pétur Blöndal tók yfir flokkinn en núna vona ég að það verði meiri töggur í Kristjáni.

Og þið, hinir almennu verðið að styðja hann.

Og ég er vongóður því ótal íhaldsbloggarar hér í Netheimum hafa tekið afstöðu með Kristjáni og framtíðinni.

Og það munar sannarlega um stuðning þeirra.

En hefur þú frétt af einhverjum vinstri manni sem styður réttlætið og framtíðina????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 344
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 4792
  • Frá upphafi: 1329354

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 4213
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband