Machiavelli lifir.

 

Góðu lífi á Íslandi í dag í einhverju spunaskúmaskoti Samfylkingarinnar.

 

Rétthugsandi velviljaðir frjálslyndir félagslegaþenkjandi Íslendingar áttu ekki til orð til að tjá undrun sína og hneykslun þegar hagsmunaklíka stórfyrirtækja frömdu valdarán í Bandaríkjunum í kjölfar kosninganna árið 2000 með því að þvinga úrslitin í Flórída í rétta niðurstöðu.  Niðurstaða Hæstaréttar um hið meinta lögmæti þeirra var aðeins lokahnykkur á löngu ferli sem hófst þegar menn lásu stöðuna þannig að Flórída gæti skipt sköpum hvort frambjóðandi þeirra hefði sigur á landsvísu.  

Sömu rétthugsandi velviljaðir frjálslyndir félagslegaþenkjandi Íslendingar þögðu þunnu hljóði þegar Samfylkingin beitti tvívegis Kastljósi til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og framdi í raun valdarán í bæði skiptin.

Skoðum bæði tilvikin lauslega og hver snertiflötur þeirra er við þessa frétt af Gunnari Andersen og þá fyrirsögn sem ég kýs að hafa á pistlinum  hana.

 

Það var þekkt að Framsóknarflokkurinn undir forystu Halldórs Ásgrímssonar átti alltaf erfitt uppdráttar í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga en hann náði alltaf að rétta hlut sinn á lokasprettinum og þá fyrir tilstuðlan velheppnaðra ímyndunarherferða.  Hver  man ekki eftir Klettinum og Ísland vímuefnalaust fyrir árið 2000.

Nákvæmlega sama ferli virtist eiga sér stað fyrir kosningarnar 2007, flokkurinn hafði verið í lægð í skoðanakönnunum en hann virtist vera taka við sér og ljóst að hann næði viðunandi kosningu og ríkisstjórnin héldi meirihluta sínum ef hann bætti við sig fylgi síðustu vikuna fyrir kosningarnar. 

Sem gekk ekki eftir og í huga Halldórs Ásgrímssonar var skýringin augljós, "skipulögð herferð í Kastljósi" síðustu vikuna fyrir kosningar sem beindist að Framsóknarflokknum.  "Let them deny" var yfirskrift hennar.  Og það þarf ekki að taka það fram að Samfylkingin leysti Framsóknarflokkinn af.

 

Tilviljun????   Hugsanlega en það nákvæmlega gerðist fyrir vorkosningarnar 2009 þar sem sjálf örlög þjóðarinnar var í húfi.

Og þá var plottið enn augljósara, misnotkun Kastljós svo áþreifanleg að öllum mátti ljóst vera nema það að skítadreifing í meintum hlutlausum ríkisfjölmiðli hefur áhrif.  

Og aðeins snillingur stjórnmálafléttunnar hefði getað látið sér detta í hug að misnota Helga greyjið (Helgi varð að trúa að hann hefði eitthvað í höndunum, annars gekk plottið ekki upp) á þann hátt að tengja ákvörðun Alþingis að veita sambýlistengdadóttur Jónínu Bjartmars ríkisborgararétt við pólitíska spillingu Framsóknarflokksins.  

Framsóknarflokkurinn var jú í minnihluta og fulltrúi hans kom ekki nálægt þeirri ákvörðun.

 

Samfylkingin var búin að eignast afburða atburðasmið.

 

Víkjum þá að atburðum dagsins í dag.

Þegar Kastljós ákvað að taka fortíð Gunnars Andersen til umfjöllunar á eins neikvæðan hátt og Sigmar og félgar réðu við, þá áttu bjöllur að klingja.  Eitthvað var í uppsiglingu.  

En hvað???  Samfylkingin réði Gunnar til að gefa þjónkun hennar við bankamafíuna trúverðugt yfirbragð.  Hvaða tilgangi þjónaði það fyrir flokkinn að sleppa rökkunum lausum???  

Eitthvað sem blasir ekki við og blasti ekki við en er augljóst í dag.

 

Það er greinilegt að atburðarsmiðurinn hefur gert sér grein fyrir að ríkisstjórninni gæti stafað ógn af dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu, það er ekki sjálfgefið í lýðræðisríki að stjórnvöld geti fyrirskipað rán á þegnum sínum með augljósum brotum á stjórnarskrá landsins.

Vissulega Ísland en samt, þjófnaður uppá tugmilljarða, vísvitandi, er hægt að komast upp með það???

Atburðarsmiður veit að ef það á að vera hægt þá þarf að ná stjórn á umræðunni.  Og því fyrr sem það er undirbúið því betur heppnast plottið.

 

Þegar brottrekstur Gunnars kom eins og þruma inní umræðuna, og þá vegna einhvers sem lá fyrir þegar hann var ráðinn og hefur alltaf legið fyrir síðan, þá sá Ruv ástæðu til að vísa í  umfjöllun Kastljós frá því fyrr í vetur.  Eins og það hafi verið einhver vendipunktur, að segja aftur frá því sem þegar var vitað.

Ef fortíð Gunnars var ásteytingarsteinn, þá hefði Kastljós tekið hana fyrir strax og tilkynnt var um ráðningu hans, ekki einhverjum árum seinna.

Og þar sem Kastljós er gerandi í pólitík Samfylkingarinnar þá er ljóst að umfjöllun þess í vetur var engin tilviljun.

Blóraböggull var í smíðum og meintar ávirðingar hans áttu að vera einhverjar sem snertu ekki umræðu dagsins.  Og þar sem hinn meinti blóraböggull var einn af þjónum ríkisstjórnarinnar í vaxtaþjófnaðinum, hvað var betra en að grafa upp atburði frá árinu 2001 eða hvenær sem hin meintu aflandsviðskipti áttu að eiga sér stað.

Að fjalla um eitthvað sem skiptir engu máli fyrir ræningja dagsins í dag.

 

Þessi atburðarsmíði er tær snilld, bæði að hanna hana sem og að láta hana ganga upp.  

Vissulega þarf meira en meðal trúgirni hjá hinum rændu að falla fyrir henni en snilldin er jú að finna út hvernig endalaust er hægt að spila með þjóðina.  

Vissulega hjálpar til að margir fjölmiðlamenn eru keyptir en það eru ekki allir keyptir. 

Netheimar eru ekki keyptir en þeir gleypa við þessu hráu.  

 

Hver fjallar um þjófræði og þá skrumskælingu lýðræðisins að ríkisstjórn landsins skuli komast upp með að ræna fjölda fólks vísvitandi í þágu ameríska vogunarsjóða og annarra sem hirða blóðpeninga násins.

Sjálfsagt álíka margir og bentu strax á að ICEsave væri bein fjárkúgun sem átti sér engin stoð í EES samningnum.  Það voru ekki margir sem létu ekki blekkjast í upphafi þess máls.

 

Í dag er glæpurinn ennþá augljósari, um hann liggur dómur.  Samt er umræðan ennþá meir út á túni, atburðarsmiðurinn stjórnar henni algjörlega.

Machiavelli getur verið stoltur af lærisveini sínum.

 

En hver er stoltur af íslensku þjóðinni.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vandasamt að finna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 2043
  • Frá upphafi: 1412742

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1796
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband