16.2.2012 | 14:17
Að kunna ekki að skammast sín.
Er höfuðvandi þeirra ógæfumanna sem ítrekað hafa verið staðnir að tilraun til rána og gripdeilda á eignum þjóðar sinnar.
Í fræðunum kallast þetta einbeittur brotavilji.
Grímulaus stuðningur við fjárkúgun erlendra afla var bæði brot á lögum sem banna aðstoð við kúgun og þvingun og hann var brot á þeim ákvæðum hegningarlaga sem banna aðstoð við óvinveitta aðgerð erlendra ríkja sem hafa það markmið að ásælast gögn og gæði lands og þjóðar.
Kallast landráð.
Þegar þjóðin hafnaði ICEsave þá baðst þetta brotafólk ekki afsökunar, onei, það hótaði þjóð sinni að það skyldi sjá til þess að einhver svakalega ógurleg stofnun, Eftirlitsstofnun EFTA skyldi einhvern tíman koma og lögsækja þjóðina og hafa af henni allar eigur. Eða eitthvað álíka bull.
Þegar þessu ógæfufólki var bent á að gengistryggð lán væru ólögleg, þá brást það við með að ulla á fórnarlömb Hrunsins og skora á það að lögsækja þá bankana. Það myndi aldrei hafa frumkvæðið af því að túlka lög og reglur almenningi í hag.
Og fórnarlömbin fóru í mál og fengu dóm.
Þá var bruðist við á þann hátt að um augljóst lögbrot var að ræða, að vöxtum var breytt afturvirkt svo öruggt væri að bankar næðu að gera gengislánin að sem mestri féþúfu. Og aftur var ullað á fólk og skorað á það að lögsækja.
Sem fólk gerði og fékk dóm á ógæfufólkið, það var ekki bara ógæfufólk, það var dæmt sekt um þjófnað. Viljandi, með bæði augun opin.
Og hver eru viðbrögð hinna dæmdu þjófa???
Formanni efnahags og viðskiptarnefndar lá mest á í fréttum gærdagsins að fullvissa fréttamenn að fjármálastofnanir myndu ekki skaðst mjög af því að mega ekki lengur stela. Það var eins og hann deildi áhyggjum með fjölmiðlafólki að nú myndi fjárstreymið til þeirra linna sökum dóms Hæstaréttar.
Í dag sá formaðurinn að sér, hætti að bera áhyggjur sínar á torg um óvissuna um kostunina, heldur tjáði fréttamönnum að þetta væri "Ánægjulegt fyrir almenning".
En ef hann hefði haft áhyggjur af almenningi þá hefði hann aldrei sett þessi þjófalög. Þá hefði hann túlkað lög og reglur eftir réttarhefði lýðveldisins að löggjafinn geti ekki breytt kjörum til skaða aftur á bak.
Lögin hefðu gætt hagsmuna almennings, ekki amerísku vogunarsjóðanna.
Formaðurinn kann ekki að skammast sín, brotavilji hans er ótakmarkaður og enginn endi á ósvífninni sem hann sýnir þó hann sé ítrekað staðinn að verki að gæta hagsmuna erlendra afla, hvort sem það er breski ríkiskassinn eða siðlausustu kvikindi hins alþjóðlega fjármagns, amerísku vogunarsjóðirnir.
Og formaðurinn mun sýna halda áfram að vinna gegn almenningi á meðan honum er stætt í embætti.
"You ain´t see all yet".
Kveðja að austan.
Ánægjulegt fyrir almenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórnin drullar upp á bak og þetta eru viðbrögðin: " Ánægjulegt fyrir almenning"
Það er hægt að taka undir það ef niðurstaðan verður sú að þetta fólk hunskist til að rjúfa þing og boða til kosninga. En við vitum víst betur. Það hvarflar ekki að þessu liði, enda skít hrætt við dóm kjósenda.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2012 kl. 11:54
Blessaður Gunnar.
Þá verða kjósendur að kalla til annan dóm.
Annars erum við öll samsek um þann glæp að ræna samborgara okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.